Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 39

Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 39 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Guðbjörg Krist-jánsdóttir fæddist í Móabúð í Eyrarsveit 21. nóvember 1930. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 30. september síðastlið- inn. Guðbjörg var dóttir hjónanna Krist- jáns Jónssonar, f. 1.11. 1874, d. 16.2. 1967, og Kristínar Gísladóttur, f. 6.7. 1890, d. 25.1. 1962. Hún var næst yngst 13 systkina. Guðbjörg giftist 7. júlí 1951 Þórði Sveinbjörnssyni, f. 15.3. 1926, þau eiga fjögur börn, sem eru: 1) Kristín V. 2) Björn K. 3) Jón Örn, maki Sigríður Svansdóttir. 4) Erna Hlín, maki Rúnar Þrúðmars- son. Barnabörnin eru tíu á lífi og eitt barnabarnabarn. Guðbjörg og Þórður bjuggu fyrstu búskaparárin sín í Reykja- vík, 1960 fluttust þau vestur til Grundar- fjarðar, til að annast móður Guðbjargar í veikindum hennar, eftir andlát Kristínar annaðist Guðbjörg um föður sinn til dán- ardags. Guðbjörg starfaði lengst af hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar sem matráðskona ásamt ýmsum öðrum störf- um. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Gleym-mér-ei, og tók þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara á Grund- arfirði. Sumarið 2002 fluttust þau síðan til Reykjavíkur og komu sér fyrir í Krummahólum 6, en þrjú af börnum þeirra búa á höfuðborgar- svæðinu og eitt á Norðurlandi. Útför Guðbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur systur langar til að minn- ast ágætrar konu og góðrar mág- konu. Gugga varð hluti af okkar fjölskyldu þegar hún giftist Þórði bróður okkar fyrir meira en 50 ár- um. Gugga var lifandi fyrirmynd kvenna af sinni kynslóð. Starfssvið hennar var fyrst og fremst heimili og fjölskylda. Hún var afbragðs húsmóðir, frábær matreiðslukona og mikil handavinnukona. Þegar börnin voru komin á legg, fór hún að starfa utan heimilisins, sem mat- ráðskona í Grundarfirði. Auk þess tók hún þátt í félagsstarfi og var meðlimur Kvenfélags Grundarfjarð- ar um langt skeið. Hún vann öll störf af mikilli skyldurækni og dró aldrei af sér. Guggu fannst sjálfsagt að líta eft- ir öldruðum foreldrum sínum og tók þau inn á sitt heimili síðustu ár þeirra. Hún var sífellt reiðubúin að taka á sig aukna ábyrgð og erfiði til að létta undir með þeim, sem hjálp þurftu. Tengdafjölskyldan varð ekki síst aðnjótandi góðvildar hennar og aðstoðar. Hjálp hennar kom sér ákaflega vel, en við vitum nú að henni var ekki alltaf þakkað sem skyldi. Það var þegar við sjálfar fór- um að þroskast og eldast að okkur varð ljóst hvað mikið fólst í því sem hún hafði tekið að sér. Þegar Dússa ætlaði í fyrsta sinn á „alvöru“ ball, fannst henni það ekk- ert mál að biðja Guggu að sauma ballkjólinn. Það var mikið verk og til mikils ætlast en Gugga taldi það ekki eftir sér. Heilt sumar leit Gugga eftir Dísu þegar þau Þórður bjuggu á Seltjarnarnesi. Eftir að við systur settumst að erlendis nutum við gestrisni hennar, sem var slík að gengið var úr rúmi þegar við kom- um í heimsókn í Grundarfjörðinn. Í ágúst í fyrra var Dísa á ferð á Ís- landi með erlenda gesti. Þó tungu- málakunnátta Guggu væri takmörk- uð lét hún það ekki aftra sér frá að bjóða öllum hópnum í mat. Kveðjur og blessun til ykkar, Þórður, Krist- ín, Björn, Jón, Erna og maka ykkar, barna og barnabarns. Farðu vel, kæra mágkona. Þín verður saknað. Stefanía og Vilborg (Dússa og Dísa). GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR LILJA PÁLSDÓTTIR ✝ Lilja Pálsdóttirfæddist í Stykkis- hólmi 11. júní 1944. Hún andaðist á krabbameinsdeild 11G á Landspítalan- um við Hringbraut 28. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 6. októ- ber. og verð mínum lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sá ég sem unni ég hér, árstraumr fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér það verður dásamleg dýrð handa mér. (Lárus Halld.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi maka, dætur og fjöl- skyldur þeirra. Ragnheiður Pálsdóttir, Sig- urrós, Guðbjörg, Páll, Ágústa, Gunný, Jón Axel og Aron Ísar. Elsku Lilja mín, nú er stríð þitt á enda við grimman sjúkdóm sem tók öll völd. Guð geymi minningu þína. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifí BERGSTEINN Einarson er með forystu á MP-mótinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Hann gerði jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson í sjöundu umferð. Davíð Kjartansson, sem sigraði Stefán Bergsson, er aðeins hálfum vinningi á eftir Bergsteini og ljóst er að annar hvor þeirra mun sigra á mótinu. Úrslit í sjöundu umferð: Björn Þorsteinss. – Sigurður P. Steindórss. 1–0 Tómas Björnsson – Jón Árni Halldórss. fr. Júlíus Friðjónsson – Áskell Kárason ½–½ Ingvar Þ. Jóhanness. – Berg- steinn Einarss. ½–½ Davíð Kjartansson – Stefán Bergsson 1–0 Staðan í A-flokki: 1. Bergsteinn Einarsson 5 v. 2. Davíð Kjartansson 4½ v. 3. Jón Árni Halldórsson 3½ v. + fr. 4.–6. Sigurður Páll Steindórsson, Björn Þorsteinsson, Ingvar Þór Jó- hannesson 3½ v. 7. Tómas Björnsson 3 v. + fr. 8.–10. Júlíus Friðjónsson, Áskell Kárason, Stefán Bergsson 2½ v. Í B-flokki urðu úrslit sjöundu umferðar þessi: Kjartan Maack – Guðmundur Kjartansson fr. Halldór Garðarsson – Sverrir Sigurðsson ½-½ Halldór Pálsson – Dagur Arn- grímsson fr. Jóhann H. Sigurðss. – Þorvarður Ólafss. ½–½ Torfi Leósson – Stefán F. Guð- mundss. ½–½ Torfi Leósson er með forystu í B-flokki, en staðan er óljós vegna frestaðra skáka: 1. Torfi Leósson 5½ v. 2. Dagur Arngrímsson 5 v. + fr. 3. Þorvarður Ólafsson 4½ v. 4. Jóhann Helgi Sigurðsson 4 v. 5. Kjartan Maack 3 v. + fr. 6. Sverrir Sigurðsson 3 v. 7.–8. Guðmundur Kjartansson, Halldór Pálsson 2½ v. + fr. 9. Stefán Freyr Guðmundsson 2½ v. 10. Halldór Garðarsson 1½ v. Í C-flokki er staðan þessi: 1. Svavar Guðni Svavarsson 5½ 2.–5. Helgi Jason Hafsteinsson, Atli Freyr Kristjánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingi Tandri Traustason 5 v. 6.–8. Rafn Jónsson, Arnar Sig- urðsson, Sveinn Arnarsson 4½ v. 9.–15. Gylfi Davíðsson, Viðar Másson, Geir Waage, Ólafur Evert, Ingvar Ásbjörnsson, Svanberg Már Pálsson, Matthías Pétursson 4 v. Áttunda umferð verður tefld á miðvikudag og hefst klukkan 19. Hjörvar Steinn sigraði á barna- og unglingamóti MP-verðbréfa Hjörvar Steinn Grétarsson sigr- aði á barna- og unglingaskákmóti MP-verðbréfa, sem fram fór sl. laugardag. Hjörvar fór taplaus í gegnum mótið og hlaut 5½ vinning úr 6 skákum. Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur varð Arnar Sigurðsson með 5 vinninga, en hann varð efstur félagsmanna TR í mótinu. Efst í stúlknaflokki varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir með 5 vinninga. Þátttakendur voru alls 35. Úrslit í stúlknaflokki urðu þessi: 1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5 v. 2. Birta Marlen Lamm 4 v. 3. Margrét Jóna Gestsdóttir 3 v. (20 stig) Heildarúrslit: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. 2. Helgi Brynjarsson 5 v. (21,5) 3. Arnar Sigurðsson 5 v. (19,5) 4. Jóhanna Björg Jóhannsd. 5 v. (17,5) 5. Sverrir Þorgeirsson 4 v. (21) 6. Sverrir Ásbjörnsson 4 v. (20) 7. Ólafur Evert Úlfsson 4 v. (19,5) 8. Ingvar Ásbjörnsson 4 v. (19) 9. Senbeto Gebeno Guyola 4 v. (18,5) 10. Eiríkur Örn Brynjarsson 4 v. (16,5) 11. Ívar Örn Jónsson 4 v. (15) 12. Birta Marlen Lamm 4 v. (13) 13.–14. Matthías Pétursson 3½ v. 13.–14. Aron Hjalti Björnsson 3½ v. o.s.frv. NAO sigraði á EM taflfélaga Franska taflfélagið NAO Chess Club sigraði í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk á laugardaginn á Krít á Grikklandi. Í kvennaflokki sigraði júgóslavneska félagið Int- ernet CG Podgorica. Karlasveit Hellis tapaði fyrir Asker Schak- klubb 2½–3½ í lokaumferðinni. Sigurður Daði Sigfússon (2.323) sigraði stórmeistarann og Noregs- meistarann Berge Ostenstad (2.469). Sigurbjörn Björnsson (2.302) vann enn en árangur hans samsvarar 2.492 skákstigum sem hefði dugað til áfanga að alþjóð- legum meistaratitli nema hvað Sig- urbjörn tefldi ekki við nógu marga titilhafa. Kvennaliðið tapaði ½–3½ fyrir ofurliði Ladya-Kazan-1000. Lenka Ptacnikova gerði jafntefli við þriðju stigahæstu skákkonu heims, Alisa Galliamova (2.502). Skáksveit Hellis hafnaði í 39. sæti með 4 stig og 16 vinninga en Hellisliðinu var raðað í 35. sæti fyrirfram miðað við skákstig. Ár- angur er því í samræmi við það sem búast mátti við. Sigurbjörn Björnsson stóð sig frábærlega en Ingvar Ásmundsson var alveg heillum horfinn. Aðeins 4 skák- menn náðu betri árangri en Sig- urbjörn á fjórða borði. Sigurður Daði og Sigurbjörn hækka á stig- um og sá síðarnefndi verulega eða um 25–30 stig. Röð efstu liða: 1. NAO Chess Club (Frakklandi) 13 stig (30 v.) 2. Polonia Plus GSM Warszawa (Póllandi) 12 stig (29 v.) 3. Kiseljak (Bosníu) 12 stig (29 v.) Kasparov og félagar í rússneska félagainu Ladya-Kazan urðu að sætta sig við fimmta sæti. Fráfar- andi Evrópumeisturum Bosna Sar- ajevo gekk enn verr og höfnuðu í 16. sæti. Í sveit NAO voru m.a. 3 af 10 sterkustu skákmönnum heims. Kvennasveit Hellis hafnaði í 13. sæti með 3 stig og 7 vinninga. Hellisliðið var langstigalægsta liðið sem tók þátt í mótinu en þetta var í fyrsta sinn í íslenskri skáksögu sem íslenskt taflfélag sendir sveit til alþjóðlegrar keppni. Lenka stóð sig mjög vel hlaut 2½ vinning gegn mjög stigaháum andstæðingum. Bæði Lenka og Lilja hækka á stig- um og Anna Björg ætti að birtast á næsta lista. Kasparov stóð sig mjög vel í keppninni, en í einni skákinni fat- aðist honum flugið alvarlega. Hvítt: Alexander Huzman Svart: Garry Kasparov Hálfslavnesk vörn 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. e3 a6 6. b3 Bb4 7. Bd2 0–0 8. Bd3 Rbd7 9. Dc2 Bd6 10. Re2 – Þessi óvirki leikur er nýjung í stöðu, sem ekki býður upp á mikla möguleika fyrir hvít. Þekkt er 10. 0–0 e5, t.d. 11. cxd5 cxd5 12. dxe5 Rxe5 13. Rxe5 Bxe5 14. Had1 Bg4 15. f3 Bh5 16. Re2 Hc8 17. Db1 Bg6 18. Hc1 De7 19. b4 b5 20. Rf4 Bxf4 21. exf4 Hxc1 22. Hxc1 Da7+ 23. Kf1 Dd4 24. Hc3 Re4 25. fxe4 fxe4 26. De2 exd3 27. De7 Bh5 28. g3 Dd5, með mun betra tafli fyrir svart (Arlandi-Godena, Reggio Emilia 1994). 10. …c5 11. 0–0 b6 12. cxd5 exd5 13. Rg3 Bb7 14. Rf5 Bc7 15. dxc5 bxc5 16. b4 c4 17. Be2 Re4 18. Bc3 Rxc3 19. Dxc3 Rf6 Eftir 19. …Df6 hefði svartur ekki þurft að hafa áhyggjur af stöðunni. 20. Hfd1 Bc8?? Ótrúlegur afleikur hjá Kasparov, sem sýnir vel, að jafnvel mestu meistarar eru stundum utan við sig. Eftir 20. …Hc8 21. Rd2 Dd7 22. Rd4 Dd6 23. R4f3 Rd7 24. Hac1 Re5 á svartur örlítið betra tafl. 21. Hxd5! – Huzman kemst í sögubækurnar fyrir þennan leik á móti sjálfum Kasparov. 21. …De8 Ekki gengur að drepa hrókinn, 21. …Dxd5? 22. Re7+ Kh8 23. Rxd5 Rxd5 24. Dxc4, eða 21. …Rxd5 22. Dxg7+ mát. Eftir 21. …Bd7 22. Had1 Ha7 23. Bxc4 (23. Hxd7? Bxh2+ 24. Kxh2 Hxd7) á hvítur tvö peð yfir, án þess að svartur eigi nokkuð mótspil. 22. Bxc4 og svartur gafst upp. Hann á tveimur peðum minna, án þess að nokkur gagnfæri séu sjá- anleg fyrir hann. Bergsteinn Einarsson efstur á MP-mótinu SKÁK Taflfélag Reykjavíkur 21. sept.–10. okt. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.