Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 42

Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                !     "   #$%        & BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVERNIG getur það farið saman, að hnattvæðing efnahagslífsins leiði í senn til þess, að fólk í Evr- ópu vill nú um stundir kaupa meira af íslenskum bókum, en er þó um leið að missa áhugann á menningu annarra þjóðlanda en síns eigin? Þetta var fullyrt nýlega á Bók- menntahátíðinni í Reykjavík. Svo virðist sem aukið markaðsaðgengi hvetji til aukins yfirborðslegs áhuga á erlendum bókum, en um leið sé hnattvæðingin að innræta kaupendum sínum að veröldin sé eitt stórt neysluhlaðborð, þar sem litlu skiptir hvaðan réttirnir koma. Dæmi um áhuga á erlendum bókmenntum er Þýskaland. Það er fremsta Evrópulandið í útgáfu er- lendra bóka, með um 40% skáld- sagna í þýðingum. Danmörk kem- ur þar næst á eftir. Langt á eftir koma síðan hin Evrópulöndin. En Þýskaland virðist vera sér- stakt tilfelli; síðastliðin tvö hundr- uð ár. Virðist það stafa af því að landið var sameinað seint, og veik sjálfsmynd hafi því leitt til að fyr- irmynda væri í auknum mæli leitað í bókmenntir nágrannaþjóðanna. Nú er þó nýi bókakaupaáhuginn í hámarki; en þó ekki endilega frá margvíslegum menningarsvæðum, því Bandaríkin og Bretland eru helstu upprunalönd bókmennt- anna. Aukinn átthagaáhugi Samfara þessari þróun er að verða meiri áhugi þjóða á eigin sérkennum. Svo virðist sem lengi megi kafa í ættfræði og svæðis- bundinn mismun eigin þjóðlands, til mótvægis við dvínandi áhuga á framandi menningarsvæðum. Bandaríkin eru dæmi hér um: Þau sjá æ minni ástæðu til að þýða eða gefa út bókmenntir frá öðrum þjóðlöndum, og sú sannfæring vex að ekki þurfi að fara út fyrir land- steina til að leita fjölþjóðlegra áhrifa; enda sé af nógu slíku að taka í innflytjendaríki. (Auk þess sýni yfirburðastaða bandarískra bókmennta á erlend- um mörkuðum, að bandarísku skáldsögurnar séu þær eftirsótt- ustu, og því sé best að sitja einir að heimamarkaðinum; enda sé hann sá stærsti og eftirsóttasti. Jafnvel Nóbelsverðlaunahöfundar eiga þar nú erfitt uppdráttar; nema þá kannski ef þeir gerast Bandaríkjamenn!) Vera má að þessi vaxandi þjóð- hverfa áhersla sé andsvar við al- þjóðavæðingunni; nokkurs konar haftastefna til sjálfsvarnar. En sagan sýnir að varasamt sé að styðja slíkar stefnur, því þær er hægt að misnota. Má þar nefna menningarlega einangrunarstefnu Þýskalands nasismans. Einnig til- raunir Sovétríkjanna sálugu til að bæla niður sjálfstæðishreyfingar í aðildarríkjunum sínum; svosem Eystrasaltsríkjunum; með því að stuðla að héraðsbundnum vakning- um, í þeim tilgangi að deila og drottna yfir þjóðlandavakningunni. Og loks eru það nútíma tilraunir Evrópuráðsins og Evrópusam- bandsins til að fjármagna viðhald svæðisbundinna menningararf- leifða í aðildarlöndunum; í fyrstu til að minnka stríðshættuna milli stofnríkjanna, en nú í auknum mæli til að bræða löndin saman. Það ber að fagna útrás íslenskra skáldsagna nútímans, enda stuðlar það að þeirri alþjóðlegu gerjun sem er forsenda bókmennta á heimsmælikvarða. En hætt er við að landkynningin sem úr því kem- ur verði á yfirborðslegri nótum en menn hafa áður búist við. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík. Alþjóðavæðingin og bókmenntirnar Frá Tryggva V. Líndal Hr. ritstjóri. Ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins föstudaginn 3. október sl. vakti athygli mína vegna síðustu málsgreinar, svohljóðandi: „Á fyrstu áratugum lýðveldisins duldist engum, að ákveðið jafn- vægisleysi ríkti milli þings og framkvæmdavalds, þinginu í óhag. Hægt og bítandi hefur orðið breyting á því. Alþingi er smátt og smátt að taka til sín það vald, sem þar á heima. Þeirri þróun þarf að hraða. Það er grundvall- arþáttur í því að efla lýðræðið á Íslandi.“ Það hefir oftsinnis komið fram opinberlega að undirritaður telur þessu alveg öfugt farið, m.a. á síðum Morgunblaðsins fyrir skemmstu. Sem fulltrúi á löggjafarsam- kundunni í áratugi er bréfritari að sjálfsögðu mikill áhugamaður um vöxt og viðgang lýðræðisins. Fyrir því spyr hann blaðið sitt um rök fyrir því áliti, sem fram kem- ur í lok leiðarans og tilgreind eru hér að framan. Vinsamlegast, SVERRIR HERMANNSSON, fv. alþm. Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrirspurn til Morgunblaðsins Frá Sverri Hermannssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.