Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                !     "   #$%        & BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVERNIG getur það farið saman, að hnattvæðing efnahagslífsins leiði í senn til þess, að fólk í Evr- ópu vill nú um stundir kaupa meira af íslenskum bókum, en er þó um leið að missa áhugann á menningu annarra þjóðlanda en síns eigin? Þetta var fullyrt nýlega á Bók- menntahátíðinni í Reykjavík. Svo virðist sem aukið markaðsaðgengi hvetji til aukins yfirborðslegs áhuga á erlendum bókum, en um leið sé hnattvæðingin að innræta kaupendum sínum að veröldin sé eitt stórt neysluhlaðborð, þar sem litlu skiptir hvaðan réttirnir koma. Dæmi um áhuga á erlendum bókmenntum er Þýskaland. Það er fremsta Evrópulandið í útgáfu er- lendra bóka, með um 40% skáld- sagna í þýðingum. Danmörk kem- ur þar næst á eftir. Langt á eftir koma síðan hin Evrópulöndin. En Þýskaland virðist vera sér- stakt tilfelli; síðastliðin tvö hundr- uð ár. Virðist það stafa af því að landið var sameinað seint, og veik sjálfsmynd hafi því leitt til að fyr- irmynda væri í auknum mæli leitað í bókmenntir nágrannaþjóðanna. Nú er þó nýi bókakaupaáhuginn í hámarki; en þó ekki endilega frá margvíslegum menningarsvæðum, því Bandaríkin og Bretland eru helstu upprunalönd bókmennt- anna. Aukinn átthagaáhugi Samfara þessari þróun er að verða meiri áhugi þjóða á eigin sérkennum. Svo virðist sem lengi megi kafa í ættfræði og svæðis- bundinn mismun eigin þjóðlands, til mótvægis við dvínandi áhuga á framandi menningarsvæðum. Bandaríkin eru dæmi hér um: Þau sjá æ minni ástæðu til að þýða eða gefa út bókmenntir frá öðrum þjóðlöndum, og sú sannfæring vex að ekki þurfi að fara út fyrir land- steina til að leita fjölþjóðlegra áhrifa; enda sé af nógu slíku að taka í innflytjendaríki. (Auk þess sýni yfirburðastaða bandarískra bókmennta á erlend- um mörkuðum, að bandarísku skáldsögurnar séu þær eftirsótt- ustu, og því sé best að sitja einir að heimamarkaðinum; enda sé hann sá stærsti og eftirsóttasti. Jafnvel Nóbelsverðlaunahöfundar eiga þar nú erfitt uppdráttar; nema þá kannski ef þeir gerast Bandaríkjamenn!) Vera má að þessi vaxandi þjóð- hverfa áhersla sé andsvar við al- þjóðavæðingunni; nokkurs konar haftastefna til sjálfsvarnar. En sagan sýnir að varasamt sé að styðja slíkar stefnur, því þær er hægt að misnota. Má þar nefna menningarlega einangrunarstefnu Þýskalands nasismans. Einnig til- raunir Sovétríkjanna sálugu til að bæla niður sjálfstæðishreyfingar í aðildarríkjunum sínum; svosem Eystrasaltsríkjunum; með því að stuðla að héraðsbundnum vakning- um, í þeim tilgangi að deila og drottna yfir þjóðlandavakningunni. Og loks eru það nútíma tilraunir Evrópuráðsins og Evrópusam- bandsins til að fjármagna viðhald svæðisbundinna menningararf- leifða í aðildarlöndunum; í fyrstu til að minnka stríðshættuna milli stofnríkjanna, en nú í auknum mæli til að bræða löndin saman. Það ber að fagna útrás íslenskra skáldsagna nútímans, enda stuðlar það að þeirri alþjóðlegu gerjun sem er forsenda bókmennta á heimsmælikvarða. En hætt er við að landkynningin sem úr því kem- ur verði á yfirborðslegri nótum en menn hafa áður búist við. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík. Alþjóðavæðingin og bókmenntirnar Frá Tryggva V. Líndal Hr. ritstjóri. Ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins föstudaginn 3. október sl. vakti athygli mína vegna síðustu málsgreinar, svohljóðandi: „Á fyrstu áratugum lýðveldisins duldist engum, að ákveðið jafn- vægisleysi ríkti milli þings og framkvæmdavalds, þinginu í óhag. Hægt og bítandi hefur orðið breyting á því. Alþingi er smátt og smátt að taka til sín það vald, sem þar á heima. Þeirri þróun þarf að hraða. Það er grundvall- arþáttur í því að efla lýðræðið á Íslandi.“ Það hefir oftsinnis komið fram opinberlega að undirritaður telur þessu alveg öfugt farið, m.a. á síðum Morgunblaðsins fyrir skemmstu. Sem fulltrúi á löggjafarsam- kundunni í áratugi er bréfritari að sjálfsögðu mikill áhugamaður um vöxt og viðgang lýðræðisins. Fyrir því spyr hann blaðið sitt um rök fyrir því áliti, sem fram kem- ur í lok leiðarans og tilgreind eru hér að framan. Vinsamlegast, SVERRIR HERMANNSSON, fv. alþm. Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrirspurn til Morgunblaðsins Frá Sverri Hermannssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.