Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Arina Arctica, Detti- foss og Skógafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Stella Pulux væntanleg. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Línudans- inn hjá Sigvalda hefst í dag kl. 11. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 10 leir- list, kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13 tréskurður og málun. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöð, rabb og kaffi. Prjónastund. Kl. 11.30 leikfimi í Bjarkarhúsi. Kl. 13 brids og saumar, kl. 13.30 billjard. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Kl. 13 skák, kl. 13.30 alkort spilað. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar kl. 10. Söngvaka kl. 20.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gerðuberg, fé- lagsstarf. S. 575-7720. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, Kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13.30 helgistund. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl.10.15–11. 45 enska, 13–16 spilað og búta- saumur. Haustbingó á morgun kl. 13.15. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Leshópurinn í Gull- smára. Fyrsta bók- menntakvöld leshóps- ins í Gullsmára verður í kvöld frá kl. 20-21.15. Viðfangsefni ljóð Vil- borgar Dagbjarts- dóttur. Skáldkonan mætir á staðinn. Allir eldri bóka og ljóðavinir velkomnir. Lífseyrisþegadeild SFR. Sviðaveisla verður föstudaginn 10. okt. nk. kl. 12 í Fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð. Þátt- taka tilkynnist í síma 525 8340. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Púttmót í dag við Laugarneskirkju kl. 13.30. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. FEBK. Brids spilað kl. 19 í Gjábakka. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni. Kl. 20 opið hús, Uno. Í dag er þriðjudagur 7. október, 280. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér. (Jóh. 5, 26.)     Ari Edwald, fram-kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, skrif- ar um komandi kjara- samninga og væntanlega kröfugerð stéttarfélaga í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi.     Óskandi væri að þegarkröfugerðirnar líta dagsins ljós tækju þær mið af þeirri stöðu sem atvinnulífið býr við og raunhæfu mati á svig- rúmi til launakostn- aðarhækkana án þess að verðbólga og versnandi samkeppnisstaða hljótist af,“ skrifar Ari. „Í ljósi reynslunnar má búast við því að verkalýðsfélögin muni leggja áherslu á stöðugleika í efnahagslíf- inu og lága verðbólgu en jafnframt miklar launa- hækkanir félagsmönnum sínum til handa. Öruggt má telja að farið verði fram á vaxandi kaupmátt launa og sérstaka hækk- un á launatöxtum kjara- samninga. Þar sem mikl- ar launahækkanir annars vegar og stöðugleiki og lág verðbólga hins vegar eru ósamrýmanleg mark- mið, sem ekki verður náð samtímis, er mikilvægt að menn geri það upp við sig hvor leiðin verði farin við gerð komandi kjara- samninga.“     Ari segir ennfremur:„Hátt gengi krón- unnar, hár hlutur launa í verðmætasköpuninni og lítil fjölgun starfa í efna- hagslífinu eru stað- reyndir sem benda til þess að óvarlegt sé að efna til kostnaðarhækk- ana í komandi kjara- samningum. Eftir mikla aukningu kaupmáttar launa undanfarin ár er varlegra að stuðla að því að sá árangur festist í sessi en að freista þess að sækja mikið fram. Sér- staklega ber að gjalda varhug við hugmyndum um að gera út á vænt- anlegt „góðæri“ eins og lenska er að gera hér á landi og skipta verðmæt- um sem enn hafa ekki orðið til. Þá ætti einnig flestum að vera ljóst að takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að hækka lægstu launataxta umfram laun almennt og má ætla að það svigrúm hafi verið fullnýtt með gríðarlegum hækkunum lægstu taxta undanfarin samningstímabil.“     Loks segir í leiðara Afvettvangi: „Staðan er sem sagt sú að lítið sem ekkert svigrúm er til launahækkana í miðlæg- um samningum. Hlutur launanna í verðmæta- sköpuninni er hærri en fær staðist til lengdar og hlýtur að lækka fyrr en síðar, annaðhvort með hægari launabreytingum hér á landi en í við- skiptalöndunum eða með lækkun gengis króunnar. Sú fyrri er leið stöð- ugleikans en hin síðari hefur oftast verið kennd við kollsteypur. Þeir sem setja stöðugleikann á oddinn hljóta að taka mið af þessum staðreyndum.“ STAKSTEINAR Stöðugleikann á oddinn Víkverji skrifar... MARGIR hafa rekið upp rama-kvein yfir þeirri ákvörðun að banna veiði á rjúpu. Vísindalegar forsendur bannsins hafa verið dregnar í efna, margir vilja frekar setja á sölubann (þótt hugmyndir um hvernig eigi að framfylgja því virðist heldur óljósar) og margir líta svo á að það verði bara engin jól nema rjúpa sé á borðum. Víkverji furðar sig á því að ekki skuli vera talað meira um jákvæðu hliðarnar á rjúpnaveiðibanninu. Þær eru ekki fyrst og fremst að hans mati að blessaðri rjúpunni verði gefin grið um sinn. Nei, Vík- verja eru önnur rök efst í huga; annars vegar þjóðhagslegur sparn- aður vegna rjúpnaveiðibannsins og hins vegar sálarró þúsunda fjöl- skyldna víða um land. x x x ÞJÓÐHAGSLEGI sparnaðurinnfelst í því að nú þarf ekki að kalla út þyrlur og björgunarsveitir með ærnum tilkostnaði til að leita að týndum rjúpnaskyttum. Þetta vesen er strax byrjað í nágranna- löndunum; í Aftenposten í Noregi í gær var frétt um að þyrlur og fjöldi hermanna og rauðakrossliða hefði leitað að rjúpnaskyttu, sem fannst svo reyndar heil á húfi. Fyrir Víkverja rifjuðust upp línur úr ljóði þeirra Jolla og Kóla (Val- geirs Guðjónssonar og Sigurðar Bjólu), sem út kom á vínyl hér um árið og var einhvern veginn svona: Síkorskíþyrla frá varnarliðinu var um daginn kölluð í heiðjöklahring til að bjarga rjúpnaskyttum á sköllunum sem voru búnar að týna öllu nema byssunum. Vonandi eru nú sem fæstar rjúpnaskyttur á skallanum, en alltént sparast bara heilmikið þyrlubenzín og tímakaup við að ekki þurfi að leita að þeim uppi um fjöll og firnindi á veturna. x x x SVO má ekki gleyma því að núsparast alls konar áhyggjur og hugarangur sem makar (aðallega eiginkonur) og börn hafa haft af skotveiðimönnum, sem eru á fjöll- um að telja sjálfum sér trú um að þeir séu að draga björg í bú fyrir fjölskylduna, þegar þeir gætu auð- vitað rétt eins farið í Nóatún og keypt svínahrygg eða einhvern innfluttan fugl til að hafa í jóla- matinn. Víkverji viðurkennir að á móti gæti vegið pirringurinn í djúpt sokknum skyttum, sem æða um heima hjá sér friðlausar yfir því að komast ekki í sportið og gera aðra fjölskyldumeðlimi sturl- aða. Þessu fólki verður bara að benda á aðra skapandi tóm- stundaiðju, t.d. að setja saman flugmódel. Morgunblaðið/Sverrir Nú fær rjúpan ekki bara hvíld, heldur líka björgunarsveitirnar. Sígarettusóðar ÉG reyki, það er stað- reynd. Oft hef ég óskað Þor- grími Þráinssyni og hans pótintátum út í hafsauga með þeirra ofstækisfulla boðskap og bann persónu- frelsis. Ég hef undrað mig á því að þeir ekki leggi meiri áherslu á það við þá sem reykja, og geta ekki eða vilja ekki hætta þeim leiða sið, þá sem ólust upp á tím- um áróðurs reykingaaug- lýsinga, að snyrtimennska fylgi löstum, hverjir sem þeir eru. Að reykingamenn gangi með litlar dósir á sér og setji þar í stubbana en fleygi þeim ekki frá sér vítt og breitt um borg og bæ. Að skilyrði sé að við op- inberar byggingar og versl- anir séu ker er taka við við- bjóðnum að þeirra mati. Því miður virðist það ekki nóg. Alveg ofbauð mér er ég kom að Háskólabókasafni við Arngrímsgötu. Þar er jú ker utandyra til vinstri en eflaust er hraðinn svo mikill hjá því unga fólki er leitar sér þekkingar þar innan dyra að stubbunum er fleygt út um allt, alveg að dyrunum liggja stubb- arnir á mottunni. Einnig er svo við verslanir og hvar sem litið er. Hvað er hægt að gera við þvílíkum sóðaskap? Það væri verðugt verkefni fyrir andstæðinga reykinga að taka þessi mál föstum tök- um, því reykingar eru því miður staðreynd. Upp með pennann og áróðurinn gegn þessum reykingasóðum, ötulu menn reykingabannsins. Krefjist snyrtimennsku í hvívetna. Berjist fyrir snyrtimennsku staðreynd- anna. S.E. Sakna Árna Snævarr UNDIRRITAÐUR saknar Árna Snævarr fyrrverandi fréttamanns á Stöð 2. Árni var ekki bara glöggur fréttamaður heldur eftir- minnilegur fréttamaður. Hann bar með sér góðan þokka og ætíð skeleggur og hress á skjánum. Slíkir menn lýsa upp grámósku hversdagsins. Þá var Árni líka afar laginn spyrjandi í hvers kyns fréttatengdum hólmgönguþáttum. Sem áskrifandi að Stöð 2 frá fyrsta útsendingardegi tel ég mig eiga rétt á að birta þennan saknaðarstúf. Ólafur M. Jóhannesson. Tapað/fundið Úr týndist JACQUES Droz-úr með vínrauðri ól týndist 25. sept. líklega í miðbæ Reykjavíkur. Skilvís finn- andi vinsamlegast hafi samband við Örn í síma 691 5595. Húfa og vettlingar týndust SVÖRT húfa og hvítir lopa- vettlingar týndust á leið- inni frá Hörðuvöllum í Hafnarfirði að Tjarnar- braut. Finnandi hafi sam- band í síma 555 4215. Dýrahald Páfagaukur fannst LJÓSBLÁR páfagaukur fannst í Granaskjóli í vest- urbæ Reykjavíkur á föstu- dag. Uppl. í síma 551-5810. Bröndótt læða týndist í Garðabænum HÚN er svört, brún og grá og með lítinn hvítan flekk undir hökunni. Hún er loðin og með þykkt skott, svolítið skógarkattarleg. Hafi ein- hver orðið hennar var er hann beðinn að hringja í síma 554 6284 eða 897 9007. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 makráðar, 8 ásýnd, 9 húsgögn, 10 elska, 11 rót- artaugin, 13 þráðar, 15 deila, 18 gerjunin, 21 skaut, 22 nurla saman, 23 múlinn, 24 sjópoki. LÓÐRÉTT 2 heiðarleg, 3 kvendýrið, 4 þjálfun, 5 korn, 6 daun- illt, 7 handfangs, 12 greinir, 14 kraftur, 15 sæti, 16 minnast á, 17 aul- ans, 18 grikk, 19 örkuðu, 20 ófrægja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 mergs, 4 velur, 7 rjúfa, 8 tæpum, 9 pat, 11 að- al, 13 bana, 14 japla, 15 hrjá, 17 kjör, 20 hrá, 22 ögrar, 23 rósin, 24 Lárus, 25 skapi. Lóðrétt: 1 merla, 2 rjúpa, 3 skap, 4 vott, 5 loppa, 6 remma, 10 aspir, 12 ljá, 13 bak, 15 hroll, 16 jagar, 18 jaska, 19 rengi, 20 hrós, 21 árás. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.