Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐUN Helgason fór meiddur af velli eftir aðeins 18 mínútna leik þegar lið hans, Landskrona, mætti AIK á útivelli í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gærkvöld. AIK vann öruggan sigur, 3:0, og skoraði Mats Rubarth öll mörkin. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn með Gautaborg sem tapaði fyrir Hammarby á heimavelli, 0:1. Pétur Marteinsson var ekki í leikmanna- hópi Hammarby þar sem hann var tæpur eftir að hafa meiðst á æfingu fyrir skömmu. Stigin eru dýrmæt fyrir Hammarby sem fylgir Djur- gården og Malmö eftir í slagnum um meistaratitilinn. Auðun fór meiddur af velli í gær RÚNAR Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnu, er á góðum batavegi eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik með Lokeren gegn Genk í belg- ísku 1. deildinni á laugardaginn. Hann fékk þá högg á hné og þátt- taka hans í landsleiknum mikil- væga gegn Þjóðverjum í Hamborg næsta laugardag þótti tvísýn. „Ég er allur að koma til, er mun skárri í dag en í gær og er bjart- sýnn á að geta byrjað að æfa á ný með bolta á miðvikudag eða fimmtudag. Ég hef verið í mikilli sjúkraþjálfun undanfarna tvo daga og framfarirnar eru tals- verðar. Það er ekki annað að sjá en að ég verði kominn í gott lag áður en að leiknum kemur næsta laugardag,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið í gærkvöld en hann leikur sinn 103. landsleik í Ham- borg ef allt fer samkvæmt áætlun. Rúnar sagði ennfremur að það væri vissulega slæmt hve margir íslensku landsliðsmannanna hafa verið frá keppni að undanförnu. „Við söknum sterkra leikmanna og það er að sjálfsögðu slæmt þegar aðrir fá ekki tækifæri með sínum félagsliðum. En þeir ættu þá að koma vel hvíldir til Ham- borgar og þar reynir fyrst og fremst á hversu góða stemningu við náum að byggja upp í okkar hópi fyrir leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson. Góðar horfur með Rúnar fyrir leikinn í Hamborg ÞAÐ verður ítalski knatt- spyrnudómarinn Pierluigi Collina, sem mun dæma við- ureign Tyrklands og Eng- lands í Evrópukeppni lands- liða, sem fer fram í Istanbúl á laugardaginn. Danski dóm- arinn Kim Milton Nielsen átti upphaflega að dæma leikinn, en þar sem hann er meiddur var kallað á Collina. Leikurinn er hreinn úr- slitaleikur um farseðil til EM í Portúgal. England er með 19 stig, Tyrkland 18. Það verða örfáir enskir áhorf- endur á leiknum, en enska knattspyrnusambandið ósk- aði eftir því að stuðnings- menn enska landsliðsins héldu sig heima. Collina dæmir í Istanbúl KNATTSPYRNA Svíþjóð AIK Solna – Landskrona......................... 3:0 Halmstad – Helsingborg ......................... 2:4 IFK Gautaborg – Hammarby ................. 0:1 Sundsvall – Djurgården........................... 1:4 Staðan: Djurgården 24 16 2 6 53:23 50 Malmö 24 14 6 4 49:19 48 Hammarby 24 14 5 5 47:29 47 Örgryte 24 12 3 9 39:39 39 Helsingborg 24 11 4 9 31:31 37 Halmstad 24 11 3 10 38:32 36 AIK 24 9 7 8 35:32 34 Elfsborg 24 9 7 8 29:31 34 Gautaborg 24 9 6 9 33:26 33 Örebro 24 9 6 9 28:32 33 Landskrona 24 7 7 10 22:37 28 Sundsvall 24 2 10 12 22:40 16 Öster 24 3 7 14 26:48 16 Enköping 24 3 5 16 21:54 14 Noregur Lyn – Tromsø ........................................... 5:1 Staðan: Rosenborg 23 18 4 1 63:19 58 Bodö/Glimt 23 11 5 7 36:27 38 Odd Grenland 23 11 4 8 43:35 37 Stabæk 23 9 9 5 41:30 36 Sogndal 23 8 8 7 39:39 32 Viking 23 7 10 6 40:30 31 Lilleström 23 8 7 8 26:33 31 Brann 23 7 7 9 38:46 28 Molde 23 8 3 12 27:36 27 Lyn 23 7 5 11 32:41 26 Tromsö 23 7 5 11 29:48 26 Vålerenga 23 5 10 8 26:29 25 Ålesund 23 6 6 11 26:39 24 Bryne 23 7 1 15 33:47 22 England 2. deild: Luton – Tranmere.................................... 3:1 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppni kvenna, 16 liða úrslit: Hlíðarendi: Valur 2 - Fram........................20 Í KVÖLD Ásgeir Sigurvinsson sagði viðMorgunblaðið í gærkvöld að vegna þess að þrír leikmenn í hópn- um væru tæpir vegna meiðsla hefði ekki verið vogandi annað en að mæta með 20 leikmenn til Hamborgar. „Það er betra að vera með þá alla í hópnum frá byrjun, heldur en að þurfa að kalla til leikmenn á föstu- degi. Vonandi verða allir heilir og þá verður það hlutskipti einhverra tveggja að vera ekki á leikskýrsl- unni, en það skýrist betur eftir að við komum saman í Hamborg hvernig þessi mál standa,“ sagði Ásgeir. Rúnar Kristinsson og Pétur Mar- teinsson virðast eiga góða möguleika á að ná leiknum þrátt fyrir meiðsli en tvísýnna er um Hermann Hreiðars- son. „Það er gott hljóð í Rúnari og Pétur hefur æft undanfarna daga með Hammarby. Þjálfari liðsins og hann tóku hins vegar ekki þá áhættu að láta hann leika í kvöld,“ sagði Ás- geir en Pétur spilaði ekki með Hammarby sem vann Gautaborg, 1:0, á útivelli í gærkvöld. Ásgeir og Logi sáu þann leik og horfðu á Hjálmar Jónsson standa sig vel með Gautaborg. „Það var gaman að sjá til Hjálmars, hann er fullur sjálfs- trausts og leikur vinstri bakvarð- arstöðuna af miklu öryggi. Bo Jo- hansson, þjálfari Gautaborgar, sagði við okkur að hann væri mjög ánægð- ur með Hjálmar,“ sagði Ásgeir. Hann taldi að tvísýnast væri með þátttöku Hermanns Hreiðarssonar í leiknum í Hamborg en sagði að Kristján Örn Sigurðsson væri til taks ef hann gæti ekki spilað. „Við skoðum stöðuna hjá Hermanni og hinum þegar við komum saman í Hamborg á miðvikudaginn. Þá skoða læknir okkar og sjúkraþjálfari þá sem eru tæpir og það mun síðan sjást á æfingunum hverjir eru til- búnir að spila á laugardaginn. Það verður talsverð keyrsla á þessum æfingum og menn verða að vera til- búnir í hana.“ Enginn þremenninganna hefur leikið landsleik í ár Þeir Ríkharður og Hjálmar léku síðast með landsliðinu fyrir 13 mán- uðum, þegar Ísland tapaði, 0:2, fyrir Ungverjalandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Bjarni Guð- jónsson hefur ekkert leikið með landsliðinu á þessu ári en hann var síðast með í vináttuleik gegn Eist- landi í Tallinn í nóvember í fyrra. „Það er ánægjulegt hve vel Rík- harður er að ná sér á strik á ný. Hann hefur ekki misst úr æfingu síð- an í maí, því miður fékk hann lítið að spila með Lilleström en nú er hann kominn á fullt með Fredrikstad og farinn að skora á ný. Logi sá til hans á sunnudag og hann gerði margt gott í þeim leik. Bjarni kemur inn sem mögulegur valkostur á hægri væng- inn á miðjunni en annars hefði Þórð- ur Guðjónsson verið eini leikmaður- inn í þá stöðu,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson. Ríkharður, Hjálmar og Bjarni í hópinn RÍKHARÐUR Daðason, Bjarni Guðjónsson og Hjálmar Jóns- son koma allir inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu á ný eftir mislanga fjarveru. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gærkvöld 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga gegn Þjóðverjum í Hamborg næsta laugardag og munu þremenn- ingarnir leysa af hólmi þá Heið- ar Helguson og Lárus Orra Sig- urðsson, sem eru meiddir, og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem tekur út leikbann. Morgunblaðið/Kristinn Pétur Marteinsson er einn af þremur leikmönnum í landsliðs- hópnum sem tvísýnt er með vegna meiðsla. CHELSEA hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og þeir eru margir sem spá því að þetta rán- dýra lið geti velgt Manchester Unit- ed og Arsenal verulega undir ugg- um í baráttunni um enska meistaratitilinn. Chelsea er stigi á eftir toppliði Arsenal eins og Man- chester United en hefur leikið ein- um leik færra og hefur því tapað fæstum stigum en Chelsea og Ars- enal eru einu taplausu liðin í deild- inni. Ranieri er hins vegar mjög jarð- bundinn og eftir sigurinn á Middl- esbrough í fyrradag sagði hann að bæði Manchester United og Arsenal væru með forskot á sitt lið og allt tal um meistaratitil væri óraun- hæft. „Það er bara á stigatöflunni sem hægt er að bera saman Chelsea á móti Arsenal og Manchester Unit- ed. Ég tel þessi tvö lið hafa forskot á önnur lið, þar á meðal Chelsea, en við erum að vinna í því að minnka bilið. Það tekur bara sinn tíma,“ sagði Ranieri. Ranieri útskýrir leikaðferð sinna manna fyrir Rússanum Roman Abramovich fyrir hvern einasta leik sem liðið leikur. „Abramovich er geysilega áhugasamur um félagið sitt. Hann skiptir sér ekkert af því hvaða leik- mönnum Ranieri teflir fram eða setur út á leikaðferðina,“ sagði Paul Smith, stjórnarformaður Chelsea, við fjölmiðla. Smith segir að Ranieri njóti mikils traust hjá Abramovich og allar fréttir um að Svíinn Sven Göran Eriksson taki við af Ítalanum séu úr lausu lofti gripnar. Ranieri kveður niður titlatal LYN komst í gær úr fallsæti í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu með því að vinna stórsigur á Tromsö, 5:1, á heimavelli sínum í Ósló. Helgi Sigurðsson lék síðasta stundarfjórðunginn með Lyn en Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópnum. Sigurinn var ákaflega mikil- vægur fyrir Lyn sem var næst- neðst fyrir leikinn en komst með sigrinum upp fyrir Tromsö, Våler- enga og Ålesund. Fallbarátta deildarinnar er orðin gífurlega spennandi en sjö lið eru enn í tals- verðri hættu þegar þremur um- ferðum er ólokið. Lyn úr fall- sæti með stórsigri Markverðir Birkir Kristinsson, ÍBV ....................................................73 Árni Gautur Arason, Rosenborg......................................31 Aðrir leikmenn Rúnar Kristinsson, Lokeren .......................................102/3 Arnar Grétarsson, Lokeren ..........................................63/2 Hermann Hreiðarsson, Charlton..................................51/3 Helgi Sigurðsson, Lyn .................................................49/10 Þórður Guðjónsson, Bochum.......................................48/12 Ríkharður Daðason, Fredrikstad ...............................42/14 Brynjar B. Gunnarsson, Nottingham Forest ..............38/3 Arnar Þór Viðarsson, Lokeren.........................................28 Pétur H. Marteinsson, Hammarby...............................27/1 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea................................26/9 Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík ....................................13 Indriði Sigurðsson, Genk..................................................12 Bjarni Guðjónsson, Bochum..........................................12/1 Marel Baldvinsson, Lokeren ............................................11 Ívar Ingimarsson, Wolves ................................................11 Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg.....................................5 Veigar Páll Gunnarsson, KR ..............................................3 Kristján Örn Sigurðsson, KR.............................................0 Hópurinn gegn Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.