Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rúnamessa í Lesbók Fyrsta greinin um heimsmynd hinna fornu rúna Lesbók 4 Konur í stríði Segja sögu kvenna í Kosovostríðinu í nýrri kvikmynd Fólk 58 Kókosbollan lifi Kókosbollan á sér yfir hálfrar aldar merka sögu Daglegt líf 4 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti for- dæmdi í gær kúgunarstefnu ríkisstjórnar Fíd- els Kastrós Kúbuforseta, og tilkynnti að fram- vegis yrði harðar fylgt eftir banni við ferðum bandarískra ríkisborgara til Kúbu. Slíkar ferðir væru „einungis til þess fallnar að styrkja ein- ræðisherrann og skósveina hans í sessi“. Bush sagði í Hvíta húsinu í gær, sama dag og Kúbumenn minntust upphafs baráttu sinnar fyrir frelsi undan spænskum yfirráðum 1868, að núverandi ríkisstjórn á Kúbu, sem er eina kommúnistastjórnin í Norður- og Suður-Amer- íku, myndi „ekki af sjálfsdáðum breyta um stefnu“. Samkvæmt gildandi reglum er Banda- ríkjamönnum óheimilt að eyða peningum á Kúbu nema með sérstöku leyfi frá fjármála- ráðuneytinu. Þá sagði Bush, að fleiri Kúbumönnum yrði heimilað að flytjast til Bandaríkjanna. Nú fá um 20 þúsund Kúbumenn að gerast innflytjendur í Bandaríkjunum á ári hverju. Ennfremur myndu Bandaríkjamenn gera meira af því að dreifa út- varpstækjum og prentuðu máli til Kúbumanna. Væri þetta „einungis fyrsta skrefið í hertum til- raunum til að ná tengslum við kúbönsku þjóð- ina“. Vladimiro Roca, einn þekktasti fyrrverandi pólitíski fangi á Kúbu, fagnaði tilkynningu Bush, en kvaðst ekki sjá margt nýtt í spilum Bandaríkjaforseta. „Með orðum sínum hefur Bush veitt okkur siðferðilegan stuðning,“ sagði Roca. Hann kvaðst ánægður með að Bush ætlaði að taka harðar á ólöglegum ferðum bandarískra ferðamanna til Kúbu, og sagði: „Bandarískir ferðamenn munu ekki færa Kúbumönnum lýð- ræði.“ En Roca sagði aftur á móti, að það væri „mis- ráðið“ af Bush að skipa nefnd til að skipuleggja framkvæmdaáætlun fyrir Kúbu að Kastró gengnum. Það væri með öllu ógerlegt að segja fyrir um eða skipuleggja það sem gerast myndi á Kúbu þegar Kastró, sem hefur verið þar við völd í 44 ár, færi frá. Hert á ferðabanni til Kúbu Reuters Bush, ásamt Colin Powell utanríkisráðherra, greinir frá hertri stefnu sinni varðandi Kúbu. Washington. AFP. NÍUTÍU og eins árs Texasbúi sem gengur við staf og er heyrnardaufur hefur játað á sig bankarán þar sem hann hafði um 2.000 dollara, eða um 150 þúsund krónur, upp úr krafsinu. Er þetta þriðja bankaránið sem hann fremur á innan við fimm árum. Þegar dómari spurði ræningjann, J.L. Hunter Rountree „rauða“, hvort hann kvæðist sekur eða sak- laus sagði hann fyrst að hann væri saklaus en leiðrétti sig svo: „Ég meina sekur. Afsakið.“ Að sögn yfirvalda hófst glæpafer- ill Rountrees 1998, skömmu áður en hann varð 87 ára, er hann rændi banka í Mississippi. Hann náðist og hlaut skilorðsbundinn dóm. Tæpu ári síðar rændi hann banka í Flórída. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi. Nú á hann yfir höfði sér 20 ára fangelsi og sekt allt að 250 þúsund dollurum, um 19 milljónum króna. 91 árs bankaræn- ingi játar Lubbock í Texas. AP. ÍSLENDINGAR eru orðnir næstríkastir Norðurlandaþjóða, þeir lifa lengst, versla mest, fjölga sér hraðast, kaupa flesta bíla og greiða lægsta skatta. Hins vegar er verðbólga mest á Íslandi og erlendar skuldir hæstar. Þetta kemur fram í nýút- komnum hagtölum Norðurlanda 2003, sem kynntar voru í gær. Hagvöxtur hefur verið mestur á Íslandi af norrænu ríkjunum fimm á síðustu sjö árum. Landsframleiðslan hefur aukist um 30% hér á landi á þessum tíma og hið sama á við um rauntekjur. Þetta er helmingi meiri vöxtur en í Danmörku á sama tíma- bili, þannig að Ísland hefur nú skotist fram úr Danmörku með tilliti til velmeg- unar, mælt í landsframleiðslu á íbúa. Ein- ungis Norðmenn búa við betri lífskjör. Íslendingar hafa slegið öll Norð- urlandamet í smásöluverslun og sölu á einkabílum á undanförnum sjö árum. Er- lendar skuldir eru þó hvergi hærri á Norðurlöndum en á Íslandi, 75% af vergri landsframleiðslu. Á Íslandi hafa verðlags- hækkanir jafnframt verið mestar. At- vinnuleysi hefur á hinn bóginn verið minnst á Íslandi árið 2002, eða 3,2%. Fólksfjölgun er meiri á Íslandi en í hin- um norrænu ríkjunum, eins og verið hefur lengi. Meðalævi bæði karla og kvenna er lengst á Íslandi. Skattbyrði langminnst á Íslandi Atvinnuþátttaka er mest á Íslandi og veikindadagar fæstir. Ennfremur kemur fram að skattbyrði sé langminnst á Ís- landi. Álögur hins opinbera á Íslandi námu 38,7% af landsframleiðslu á síðasta ári. Hlutfallið er hæst í Danmörku, 56,6%, í Svíþjóð er það 54,8%, í Noregi 54% og í Finnlandi 49,4%. Langlífust og kaup- glöðust Íslendingar fram úr Dönum í velmegun KVIKMYNDIN Nói albínói var ótví- ræður sigurvegari Edduverðlaun- anna í ár, sem afhent voru við há- tíðlega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Nói albínói hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit, leikstjóra og leik- ara. Hér tekur Dagur Kári Pét- ursson, leikstjóri myndarinnar, við einum af mörgum verðlaunum Nóa albínóa og var honum vel fagnað af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Að baki Degi Kára standa Sigurður Sigurjónsson og Guðný Ragn- arsdóttir, sem á sínum tíma voru aðalleikarar í kvikmyndinni Landi og sonum. Morgunblaðið/Þorkell Nói albínói sópaði að sér Eddum  Edduverðlaunahafar/4 JOHAN Friso Hollandsprins, annar sonur Beatrix drottningar, afsalaði sér í gær réttinum til að erfa krúnuna til þess að geta gengið að eiga unnustu sína sem er umdeild vegna fyrra sam- bands síns við þekktan glæpa- mann. Jan Peter Balkenende, for- sætisráðherra Hollands, tilkynnti að ríkisstjórnin gæti ekki fallist á að væntanleg eiginkona prinsins, Mabel Wisse Smit, yrði meðlimur konungsfjölskyldunnar þar sem Wisse Smit hefði veitt „ófullnægj- andi og rangar upplýsingar, er hafa dregið úr trausti“ á henni. Ráðahagur meðlima hollensku konungsfjölskyldunnar þarf að hljóta blessun þingsins, en stjórn- in hefur tilkynnt að hún muni ekki leita samþykkis þingsins við hjónabandi Frisos. Wisse Smit hefur viðurkennt að hafa villt um fyrir stjórnvöld- um er hún neitaði því að hafa verið meira en málkunnug Klaas Bruinsma á háskólaárum sínum. Bruinsma var fíkniefnabarón, og var skotinn til bana þegar ráðist var gegn glæpamönnum 1991. Það var fyrrverandi lífvörður Bruinsma sem greindi hollenskri sjónvarpsstöð frá því, að Wisse Smit hefði oft setið næturlangar veislur í báti Bruinsmas. Hollandsprins afsalar sér erfðaréttinum AP Prinsinn og heitkona hans JOHAN Friso Hollandsprins og konuefni hans, Mabel Wisse Smit, eru bæði 35 ára. Friso starfaði sem greinir hjá Goldman Sachs-bankanum í London, en lét af því starfi þegar tilkynnt var um væntanlegt hjónaband hans. Wisse Smit hefur unnið fyrir ýmis mannréttindasamtök, nú síðast hjá Open Society-stofnuninni í Brussel, sem auðjöfurinn Georg Soros starfrækir. Brúðkaup Frisos og Wisse Smit verður haldið í vor. Haag. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.