Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Stefáns-dóttir fæddist á Svalbarða í Glerár- þorpi 3. desember 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Jónsdóttir frá Engi- mýri í Öxnadal, f. 24.2. 1899, d. 19.7. 1980, og Stefán Árnason frá Dag- verðareyri, f. 19.9. 1897, d. 23.5. 1977. Þau hófu búskap í Glerárþorpi en fluttu síðan á Norðurgötu 15 á Ak- ureyri, þar sem þau ólu upp börn sín. Þau eignuðust alls ellefu börn en níu komust upp. Þau eru Ólafur, f. 28.10. 1925, Sigríður, f. 3.12. 1926, d. 3.10. 2003, Örn, f. 2.7. 1931, Stefán Gunnar, f. 27.7. 1932, Anna Fríða, f. 7.6. 1937, Jón, f. 7.6. 1937, Brynjar Karl, 2.8. 1939, Sig- unni Eðvarðsdóttur, f. 19.7. 1973. Hlynur Rafn, f. 9.3. 1978, Ásta Sig- ríður, f. 18.9. 1985, og Elísa, f. 31.1. 1988. 2) Aðalheiður, f. 14.1. 1963. Hún var gift Njáli Kolbeinssyni, f. 31.10. 1960, og eiga þau tvær dæt- ur: Marý, f. 11.1. 1984. Unnusti hennar er Valdimar Indriðason, f. 30.3. 1993. Signý, f. 30.1. 1992. Sig- ríður fór ung að vinna fyrir sér. Hún réð sig í kaupavinnu 16 ára, vann á Álafossi um hríð, fór síðan til Siglufjarðar í síld og þaðan til Vestmannaeyja þar sem hún réðst til starfa á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja. Bjó hún og starfaði í Vest- mannaeyjum upp frá því. Sigríður vann alltaf utan heimilis, aðallega við ýmis verslunarstörf. Sigríður var félagslynd og starfaði með Kvenfélaginu Líkn og Norðlend- ingafélagi Vestmannaeyja. Hún gekk í Oddfellowstúkuna Vilborgu nr. 3 í Vestmannaeyjum 1977 og var þar virkur félagi upp frá því. Tónlistaráhugi var Sigríði í blóð borinn og hafði hún yndi af söng. Hún söng með Samkór Vestmanna- eyja og síðan með Kirkjukór Vest- mannaeyja til margra ára. Útför Sigríðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. urður Árni, f. 16.9. 1941, og Auður, f. 9.12. 1945. Hinn 31.12. 1949 giftist Sigríður Einari Hjartarsyni, vélvirkja og síðan vélstjóra, frá Geithálsi í Vestmanna- eyjum, f. 31.1. 1926, d. 31.8. 1986. Foreldrar hans voru Katrín Sveinbjörnsdóttir frá Mjóafirði, f. 16.4. 1895, d. 30.7. 1951, og Hjört- ur Einarsson, Geit- hálsi, Vestmannaeyj- um, f. 19.8. 1887, d. 30.12. 1975. Dætur þeirra eru 1) Ragnheiður, f. 18.12. 1954. Maki hennar er Guðjón R. Rögnvaldsson, f. 8.5. 1950. Börn þeirra eru: Einar Þór, f. 17.5. 1972, maki hans er Iða Brá Benediktsdóttir, f. 10.11. 1976. Dóttir þeirra er Sigrún Agnes, f. 15.9. 1999. Einar Þór á einnig Ragnheiði, f. 30.7. 1993, með fyrr- verandi sambýliskonu sinni, Sæ- Mín fyrsta bernskuminning er um hana móður mína. Hún situr uppi á eldhúsbekk í gamla eldhúsinu á Geit- hálsi og skellihlær. Hún hættir ekki að hlæja. Ef þú brosir við lífinu brosir lífið við þér. Gætu hafa verið hennar einkunn- arorð. Þó var líf hennar ekki alltaf dans á rósum. Mamma var af þeirri kynslóð sem fæddist inn í kreppuna og lífsbaráttan erfið á þessum árum. Næstelst af 9 systkinum þar af elsta stelpan. Allt var unnið heima og börn- in hjálpuðu til um leið og þau höfðu aldur til. Oft sagði hún mér frá upp- vaxtarárum sínum og hvað mikill myndarbragur var á heimili hennar á Norðurgötunni þrátt fyrir fátækt kreppuáranna. Amma Ragnheiður bjó fínustu kjóla úr hveitipokum og saumaði út í þá falleg mynstur og afi prjónaði á prjónavél á barnahópinn sinn. Uppi á lofti bjuggu afi hennar og amma, Jón og Sigríður, og gamla kon- an sá um að stoppa í sokka af barna- börnunum. Þannig stóð fjölskyldan þétt saman. Mikið hafði ég gaman af að heyra hana mömmu segja mér frá uppvaxtarárum sínum sem hafa mót- að hana og hún hefur ábyggilega stað- ið á sínu í strákahópnum því hún var sjálfstæð, dugleg og áræðin alla tíð. Ævintýraþráin var sterk og aðeins 16 ára var hún búin að ráða sig í kaupavinnu. Þá var heyjað á blaut- engjum og var það erfitt verk eins og hún sagði jafnvel fyrir fullhraustan karlmann. Eftir að hafa unnið á ýms- um stöðum fór hún á síld til Siglu- fjarðar. Síldveiðin var léleg svo mamma réði sig í vist á meðan beðið var eftir að síldin léti sjá sig. Þannig hafði hún allavega nóg að borða. Svo rak útþráin hana til Vestmannaeyja, en frænkurnar og nöfnurnar réðust þar á sjúkrahúsið. Þar með er æv- intýrinu ekki lokið heldur rétt að byrja því þetta var árið 1947 og mamma orðin 21 árs. Í Vestmannaeyjum fann hún svo draumaprinsinn, hann pabba minn, en hann var kenndur við æskuheimili sitt og alltaf kallaður Einar á Geit- hálsi. Þau gengu svo í hjónaband 31. desember 1949. Mikill uppgangur var í Eyjum á þessum tímum og fjöldi fólks settist þar að. Næg atvinna og verkefni fyrir duglegt fólk. Á Akureyri var atvinnu- ástandið ekki eins gott. Því gekk mamma í að fá fjölskyldu sína til sín og fluttu þau til Eyja 1955. Þá hafði mamma útvegað afa vinnu í Smið. Já, hún var vön að taka málin í sínar hendur og klára þau með stæl. Afi byggði síðan stórt og mikið hús í Eyj- um með fleirum úr fjölskyldunni og þau settust hér að. Mikill samgangur var innan fjölskyldunnar og margs skemmtilegs að minnast. Mér eru gamlárskvöldin minnisstæð. Þá hitt- ist fjölskyldan hjá afa og ömmu og sungin voru ættjarðarlög, afi spilaði á orgelið og amma bauð upp á heitt súkkulaði. Foreldrar mínir byrjuðu búskap í Árdal en fluttu fljótlega á Geitháls og það var æskuheimili okkar systranna. Afi Hjörtur bjó hjá okkur fyrstu 12 árin mín og mér er það ómetanlegt. Mamma vann alltaf úti eins og það var kallað, aðallega við verslunar- störf. Hún hafði mikla ánægju af handavinnu og saumaði og prjónaði af mikilli list. Kórsöngur var hennar uppáhald og söng hún í Samkór Vest- mannaeyja og síðan með Kirkjukór Landakirkju. Einnig starfaði hún fram að gosi í Kvenfélaginu Líkn og með Norðlendingafélaginu. Já, hún naut þess að vera í góðum félagsskap með glöðu fólki. Pabbi og mamma gengu bæði í Oddfellowstúkuna hér í Eyjum og störfuðu þar alla tíð og höfðu mikla ánægju af. Einnig störf- uðu þau með Alþýðuflokksfélögunum, sérstaklega þó pabbi. Oft voru fjör- ugar umræður við eldhúsborðið um landsins gagn og nauðsynjar, en þau höfðu bæði ákveðnar skoðanir á mál- unum en svipaðar lífsskoðanir. Tilveran varð ekki söm eftir að pabbi féll skyndilega frá aðeins sex- tugur að aldri. Það var mikill missir og erfitt að sætta sig við hann. Smám saman náði mamma sér þó aftur á strik. Hún hélt áfram að fara til Kan- aríeyja næstum árlega, en ekkert varð þó eins og áður. En hún elskaði sól og ferðalög. Fórum við margar ferðirnar og alltaf var hún jafn spennt að drífa sig af stað. Tilbúin með dress- in og hælaháu skóna, en fín föt og pinnaháir hælar voru hennar stæll. Hún var flott á því hún mamma og hafði gaman af að punta sig upp og sannarlega var hún oft glæsileg. Það var reiðarslag þegar hún greindist með illkynja mein snemma í sumar. Ég elska lífið sagði hún og vildi ekkert veikindatal. Hún var svo mikil hetja og hélt sínu striki meðan stætt var. Fór fársjúk í síðustu utan- landsferðina sem búið var að ákveða með löngum fyrirvara. Þessi ferð verður okkur minnisstæð því nú var hver stund svo dýrmæt. Nú hefur hún kvatt okkur og tómleikinn er allt um kring en minningarnar eigum við eft- ir. Við systurnar vorum svo heppnar að eiga hana Siggu fyrir mömmu. Alltaf hefur hún stutt okkur og verið stór hluti af okkar lífi. Þó hún mamma væri lítil að vexti var hún stór í snið- um. Gjafir hennar voru rausnarlegar og henni líkar. Ekkert var of gott handa okkur fjölskyldunni hennar. Það er dýrmætt að hafa átt þig að, elsku mamma, og ekki varstu síðri amma og langamma. Finn ég hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson.) Ég kveð þig, mamma mín, og geymi þig góður guð. Ragnheiður. Að koma inn í þessa samheldnu litlu fjölskyldu var ljúfara en ég hefði getað ímyndað mér. Mér var vel tekið frá fyrstu tíð svo ekki sé meira sagt og vil ég þakka fyrir það allt sem Sigga var mér og minni fjölskyldu. Heimilið, dæturnar og síðar barna- börnin voru það sem líf Siggu snerist um. Við fórum í mörg ferðalögin sam- an, bæði innanlands og utan, og hafði Sigga ávallt mikið gaman af slíkum ferðum, ekki síður en við hin sem fengum að njóta samvista við Siggu. Síðasta ferðalag okkar verður mér ætíð eftirminnilegt. Þá fórum við að heimsækja son minn og barnabarn Siggu, Einar Þór, og fjölskyldu hans, þrátt fyrir að Sigga væri að berjast við illvígan sjúkdóm sem síðar bar hana ofurliði. Upphaflega stóð til að fara út í ágústmánuði en vegna veik- inda Siggu ákváðum við að flýta brottför eins og kostur var og flugum við út til Einars Þórs, Iðu Brár og Sigrúnar Agnesar í júlímánuði síðast- liðnum. Sigga og við hin höfðum mikla ánægju af þessari ferð en þá sáum við fyrst hvað hún var orðin veik en hún gaf sig ekki og vildi aldrei gera mikið úr sínum veikindum. Þegar við spurð- um hana hvernig henni liði sagðist hún alltaf hafa það ágætt þrátt fyrir að við vissum betur. Svona var Sigga. Hún lét það ekki eftir sér að vorkenna sjálfri sér heldur lagði áherslu á að njóta lífsins eins og hún best gat. Í byrjun ágústmánaðar lét Sigga reisa fyrir sig sólpall við heimili sitt og þótt hún hafi ekki notið hans lengi við sýn- ir það vel hve hugur hennar var mikill þrátt fyrir veikindin. Sigga hafði alltaf skoðanir á hlut- unum. Þegar fjölskyldan var við framkvæmdir í bústaðnum fyrir skömmu fengum við álit hennar á því sem verið var að gera enda var hún mjög ráðagóð. Þegar við ákváðum svo að fá okkur flaggstöng seinnipartinn í ágúst fékk Sigga að vera með í ráðum við staðsetningu flaggstangarinnar. Ekki grunaði mig þá að flaggstöngin yrði fyrst notuð til að flagga fyrir Siggu í hálfa stöng. Megi elskuleg tengdamóðir mín hvíla í friði. Guðjón Ragnar Rögnvaldsson. Elsku amma Sigga, þú elskaðir sannarlega lífið. Þú varst ekki tilbúin að yfirgefa okkur því enn fannst þér þú eiga svo margt eftir ógert. Kraft- urinn og áræðið sem einkenndiu þig alla tíð voru aðdáunarverð, sérstak- lega í þeim miklu veikindum sem hrjáðu þig undir það síðasta. Þú hafð- ir sterkar skoðanir og varst alltaf tilbúin að láta þær í ljósi en undir niðri var ákaflega hlý og góð mann- eskja sem ég fékk svo vel að kynnast. Þú vildir alltaf hafa allt fyrir öllum en vildir aldrei láta hafa fyrir sjálfri þér. Margar góðar minningar á ég um þig amma mín en þær sem standa upp úr tengjast heimsóknum mínum til þín, hvort sem það var á Geitháls, í Hásteinsblokkina, Kleifarhraunið eða Eyjahraunið. Þegar ég var 8–9 ára gamall strákpatti vandi ég komur mínar niður á Geitháls og þá tókum við mjög gjarnan í spil og vorum að langt fram á nótt, miklu lengur en mamma og pabbi hefðu nokkurn tím- ann leyft mér. Þú barst alltaf mikið traust til mín og það var engin til- viljun að þú varst sú fyrsta sem nokk- urn tímann leyfðir mér að keyra bíl, ekki eldri en 12 ára gamall. Líklega var ég í uppáhaldi hjá þér eins og þú hjá mér. Minningar mínar um þig eru ótal fleiri og þær mun ég geyma alla tíð. Nú treysti ég því að þú sért komin á betri stað til afa Einars þar sem veik- indin sem bundu enda á líf þitt hrjá þig ekki. Hvíldu í friði. Þinn ömmustrákur, Hlynur Rafn. Elsku amma mín. Þú varst alltaf svo glöð og hress og hvert sem þú fórst tókstu góða skapið með þér. Þú varst svo frábær amma og vildir allt fyrir okkur barnabörnin gera, hvort sem það var að gefa okkur fallegar gjafir eða bara ráðleggja okkur í sam- bandi við lífið. Ég man þegar ég var yngri þá fór- um við á hverjum fimmtudegi í bingó og ég man einnig hvað mér þótti spennandi að fá mitt eigið spjald og spila með alveg eins og þú. Þau voru líka ófá skiptin sem við hittumst á laugardögum til þess að kaupa lottó. En þótt þú hafir aldrei unnið stóra fjárhæð skiptir það kannski ekki máli því þú átt fjölskyldu sem þykir vænt um þig og það skiptir meira máli en allir peningar heimsins. Þú varst allt- af mikil ævintýramanneskja, vildir alltaf vera að ferðast til útlanda. Minnisstæð er ferðin til Kanaríeyja þegar ég og þú, mamma og pabbi, Elísa og Hlynur fórum saman yfir jól- in. Ég man að okkur þótti voða skrýt- ið að liggja í sólbaði á aðfangadag í 30 gráða hita og sól en samt vantaði ekki jólaskapið hjá þér og þú gafst okkur laufabrauð til þess að við kæmumst lika í jólaskapið. Svona varstu, vildir allt fyrir okkur gera, en svo vildir þú ekkert láta hafa fyrir þér. „Sælla er að gefa en þiggja,“ er kjörorð sem passar við þig. Með þessum orðum kveð ég þig elsku amma mín. Þín að eilífu, Ásta Sigríður. Elsku amma, þú varst alltaf svo glöð og hress og hugsaðir fyrst og fremst um velferð allra í kringum þig. Það var alltaf svo gaman að koma til þín því þú tókst svo vel á móti okkur. Við eigum eftir að sakna þín mikið og allra stundanna sem við höfum átt saman. Það verður skrýtið að hafa þig ekki um jólin en þú verður alltaf hjá okkur í minningunni. Far þú í friði elsku amma og megi Guð vera með þér. Ég þekki gleði góða sem græðir allt með varma og sælu er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Ég veit um stjörnu er vakir þó vetrarmyrkur ríki, um ást sem er á verði þó ástir heimsins svíki. (Hulda.) Marý og Signý Njálsdætur. Í dag kveðjum við einstaklega hlýja og góða manneskju. Minningarnar sem koma upp í huga okkar um hana eru allar skemmtilegar. Sigríður eða Sigga eins og hún var ávallt kölluð var ekki bara föðursystir okkar heldur var hún góður vinur okkar, alltaf til í að taka þátt í öllu sem við kom fjölskyldunni. Sérstakt sam- band var á milli hennar og Arnars bróður hennar, fóru þau meðal ann- ars tvisvar saman til Kanaríeyja og áttu góðar stundir bæði þar og þegar Sigga kom upp á land í heimsókn. Viljum við þakka fyrir þær stundir sem við fengum að njóta með Siggu. Elsku Ragnheiður, Aðalheiður og fjölskylda ykkar, innilegar samúðar- kveðjur. Helga Sigríður, Róbert, Thelma Dögg og Íris Björk. Haustið er fallegur tími með sínum margbreytilegu litum eftir ljúft og lit- ríkt sumar. Það er þá, sem við förum að hugsa til jólanna. Það eru einmitt jólin, sem koma sterkt upp í hugann, þegar við hugs- um til Siggu vinkonu okkar. Það var fyrst árið 1977, sem okkur var boðið á Geitháls á aðfangadags- kvöld í súkkulaði og kökur. Þessa nut- um við í mörg ár. Breyting varð á eftir fráfall Einars, eiginmanns Siggu, og eftir það nutum við samvista á jóladag í árlegum jóla- boðum fjölskyldunnar. Þessara stunda, sem eru kærar í minningu barna minna, minnumst við með þakklæti og hlýhug ásamt fjöl- mörgum öðrum góðum samveru- stundum. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.) Elsku Ragnheiður, Gaui, Aðalheið- ur og fjölskyldur. Megi góður guð vernda ykkur og styrkja, Hörður, Sigrún og börn. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður, mágs og frænda, GUÐMUNDAR SVEINBJÖRNSSONAR frá Mið-Mörk, Vestur Eyjafjöllum, til heimilis á Kópavogshæli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kópavogs- hæli fyrir mjög góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjón Sveinbjörnsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BOGU KRISTÍNAR KRISTINSDÓTTUR MAGNUSEN, Skarði 2, Skarðsströnd. Ólafur Eggertsson, Svava Hjartardóttir, Elínborg Eggertsdóttir, Kristinn Thorlacíus, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.