Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 55 Jafnræði var með liðunum frameftir öllum leik en í þeim fjórða virtust heimamenn ætla að stinga af en Njarðvíkingar neituðu að gefast upp og náðu að jafna með síðustu körfu leikhlutans 91:91 eft- ir venjulegan leiktíma en þá höfðu heimamenn misst sinn besta mann af velli, þ.e. Darrel Lewis. Framlengja þurfti því leikinn og enn var jafnt að þeim fimm mínútum liðnum, 99:99. Önnur framlenging bættist því við. Gestirnir virtust í byrjun hennar ætla að vinna leikinn því þeir settu niður fyrstu fjögur stigin en heima- menn neituðu að gefast upp og Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvík- inga, setti niður þriggja stiga körfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna og kom sínum mönnum yfir 104:103. Njarðvíkingar fengu tækifæri til að svara fyrir sig en það gekk ekki og heimamenn fögnuðu sigri í spennu- leik, 105:103. „Þetta var svakalegur körfubolta- leikur. Menn spiluðu á síðustu bens- índropunum og í raun tilviljun ein sem réð því hvorum megin sigurinn lenti. Ég kvíði ekki vetrinum með þennan mannskap, er með ungt og skemmtilegt lið,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Þetta var rosalegur körfubolti, hátt skemmtanagildi fyrir áhorfendur og lofar góðu. Margir í báðum liðum geta mun betur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. Tvífram- lengt í Grindavík ÞAÐ var aldeilis stórleikur sem nágrannaliðin Grindavík og Njarðvík sýndu í gærkveldi er þau áttust við í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Tvíframlengdur leikur og mikil dramatík. Leikn- um lauk með sigri Grindvíkinga sem skoruðu 105 stig gegn 103 stigum gestanna. Garðar Páll Vignisson skrifar Fyrstu mínúturnar spiluðu heima-menn sterka pressuvörn en eins og svo oft áður leyfðu þeir sér að slaka á klónni og í hvert sinn náðu Hvergerðingar að saxa á forskotið. Forskotið var samt alltaf meira en 20 stig, allt þar til snemma í þriðja leikhluta þegar Hamarsmenn gáfu allt sem þeir áttu til að jafna metin. Það dugði til að minnka forskotið úr 21 í 8 á sex mín- útum en þá höfðu þeir líka gefið allt. Keflvíkingar gengu á lagið enda nóg púður eftir í þeirra breiða hópi. „Við slökuðum á um tíma í þriðja leikhluta en náðum að keyra hrað- ann aftur upp í þeim fjórða og spila eins og við viljum,“ sagði Falur Harðarson, leikmaður og annar þjálfari Keflvíkinga. Derrick Allen skoraði 27 stig og tók 16 fráköst en Nick Bradford var með 23 stig og 7 fráköst. „Ég er mjög ánægður með útlendingana okkar, þeir eru einmitt eins og vildum hafa þá. Við leituðum að leikmanni eins og Damon John- son, sem lauk mörgum sóknum okk- ar. Við viljum frekar að menn spili sem hluti af heild.“ Keflvík- ingar sterkir GÓÐ barátta Hamarsmanna frá Hveragerði í þriðja leikhluta dugði skammt í gær í Keflavík, af öllum stöðum. Margfaldir meistarar Keflavíkur, sem keyrt höfðu á aðeins meira en hálfum hraða, tóku rækilega við sér í fjórða leikhluta og juku for- skotið úr 8 stigum í 28, sem skilaði 100:72-sigri. Stefán Stefánsson skrifar ÞJÓÐVERJAR hafa endurbyggt völlinn í Hamborg, sem Hamburger SV leikur heimaleiki sína á og heitir nýi völlurinn AOL Arena. Hann er eins og dæmigerður völlur í Eng- landi, þar sem áhorfendasvæðin eru rétt við útlínur knattspyrnuvallar- ins. Eini gallinn við völlinn, sem tek- ur 51.000 áhorfendur, er að lítið loft leikur um grasflötinn, þannig að grasið nær illa að festa rætur. Skipt er um gras þrisvar á ári og er kostn- aður við hverja skiptingu er um 10 millj. ísl. kr. Fyrir landsleik Þýska- lands og Íslands var hluti af vell- inum tekinn upp og nýtt torf sett. Mikill leir er í undirlagi vallarins, þannig að hann er ekki góður er hann er blautur, eins og hann er nú eftir miklar rigningar í Þýskalandi að undanförnu. Þjóðverjar hafa leikið sjö lands- leiki í Hamborg með leiknum sögu- lega á HM 1974, þegar Austur- Þjóðverjar unnu Vestur-Þjóðverja, 1:0. Af þessum sjö leikjum hafa Þjóðverjar unnið þrjá, tapað fjór- um. Sigurleikirnir eru gegn Austur- ríki 1981, 2:0, gegn Dönum 1987 – Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, skoraði sigurmarkið, 1:0, og gegn Grikklandi í september 2000, 2:0. Völler var leikmaður í síð- ustu tveimur tapleikjum Þýskalands í Hamborg – 2:1 fyrir Hollandi 1988 og gegn Ungverjum 1985, 1:0. Pétur fann fyrir meiðslum í ökklaog stífnaði upp. Því miður er hann úr leik,“ sagði Ásgeir. Her- mann Hreiðarsson og Rúnar Kristins- son voru með á full- um krafti á æfing- unni. Ásgeir sagði að það væri alltaf erf- itt þegar leikmenn í landsliðshóp væru smávægilega meiddir, eða þá að koma aftur eftir að hafa verið meiddir í langan tíma – eins og til dæmis Hermann Hreiðarsson, sem lék sinn síðasta leik á Laugardals- vellinum 6. september – þá gegn Þjóðverjum. „Við munum fylgjast vel með öll- um leikmönnum okkar á lokasprett- inum, ræða við þá einslega og í hóp- um. Það er hlutverk okkar Loga, Sigurjóns Sigurðssonar læknis, Stef- áns Stefánssonar sjúkraþjálfara og Guðmundar Jónssonar liðsstjóra, að undirbúa þá sem best fyrir átökin, sem verða hörð. Við höfum fylgst vel með þeim á æfingum. Ef við skynjum að leik- menn séu ekki tilbúnir á lokadegi munum við hiklaust breyta til og fara nýjar leiðir. Það getur alltaf verið erfitt fyrir leikmenn sem lítið hafa leikið, að ná upp góðum stíganda. Íslenskir landsliðsmenn hafa ekki mikið verið í sviðsljósinu og um síðustu helgi var Eiður Smári Guðjohnsen eini Íslend- ingurinn sem lék í Englandi og helgina þar á undan lék enginn með liðum sínum. Leikmenn okkar í Belgíu, Þýskalandi og Noregi hafa verið inni og úti, þannig að við höfum þurft að fylgjast vel með til að meta ástandið. Við Logi höfum unnið þannig að við höfum sett upp leikmannagrind tveimur vikum fyrir leik. Síðan höf- um við vonast til að fá leikmennina heila. Við höfum stillt þýska liðinu upp, eins og við reiknum með að það verði gegn okkur. Við höfum raðað leik- mönnum okkar upp, eins og við telj- um að henti okkur best gagnvart mótherjunum. Það getur alltaf farið svo að við þurfum jafnvel að gera breytingar rétt fyrir leik. Það fer eftir því hvort leikmenn okkar hafi losnað við meiðsli, eða þá náð sér fullkomlega góðum eftir meiðsli. Þá þurfum við að gera breytingar og færa menn til. Þessi vinna við að púsla saman liði getur orðið strembin, ef við þurfum að vinna hana nánast á síðustu stundu fyrir hinn þýðingarmikla landsleik, eins og nú er fyrir hönd- um,“ sagði Ásgeir. Verðum að leysa öll mál fljótt og vel Ásgeir segir að hann reikni fast- lega með að Þjóðverjar komi til með að byrja leikinn með miklum hraða og sækja hratt. „Þeir eru ekki þekkt- ir fyrir að vera með langar sendingar fram völlinn, heldur láta þeir knött- inn ganga hratt manna á milli. Við verðum að vera tilbúnir því að Þjóð- verjar færi lið sitt framarlega strax í byrjun. Þeir reyna eflaust að komast á milli miðju og varnar hjá okkur með Bernd Schneider, Michael Ballack eða Oliver Neuville. Þá hef ég það á tilfinningunni að þeir reyni að brjót- ast hratt upp kantana, þar sem þeir vita að við leikum með þrjá miðverði. Við eigum að vera með svar við öll- um aðgerðum þeirra og verðum að vera mjög vakandi – verðum að leysa öll mál fljótt og vel, án þess að bakka með lið okkar inn fyrir vítateig. Við gerum okkur grein fyrir að við þurf- um jafnvel að leysa ýmis mál með skipunum inn á völlinn og stöðu- breytingum. Ég og Logi ætlum að vera vel vak- andi fyrir byrjun Þjóðverja og sjá fljótt hvort Þjóðverjar geri einhverj- ar breytingar á leikskipulagi sínu. Ef Þjóðverjar detta inn á góðan dag, þá geta þeir orðið afar hættu- legir. Því miður, ef það gerist, þá getum við lítið gert. Miroslav Klose er alltaf hættulegur – frábær skalla- maður, sem erfitt er að ráða við ef hann kemst á ferðina. Það höfum við séð. Þetta verður hörð rimma, sem verður vonandi spennandi og endar vel,“ sagði Ásgeir. Það er mikill áhugi fyrir leiknum í Þýskalandi og uppselt á völlinn – yfir fimmtíu þúsund áhorfendur verða saman komnir á AOL Arena og millj- ónir Þjóðverja horfa á leikinn í sjón- varpi. Morgunblaðið/Einar Falur Hermann Hreiðarsson beitti sér af fullum krafti á æfingu landsliðsins og virtist ekkert vera því til fyrirstöðu að hann léki með ís- lenska landsliðinu í dag. Hér ver Hermann fyrirgjöf, Arnar Viðarsson, Veigar Páll Gunnarsson og Ólafur Örn Bjarnason fylgjast með. Þjóðverjar byrja ör- ugglega með látum „AÐALMÁLIÐ hjá okkur að ná upp rétta stígandanum áður en við göngum til leiks í rimmuna gegn Þjóðverjum. Það verður ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvaða leikmenn byrja inn á – hverjir eru best upplagðir fyrir orrustuna,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, en hann og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, ætla sér að nota tímann vel fyrir leikinn gegn Þjóðverjum til að sjá út sterkustu liðs- heildina – hvaða leikmenn eru best tilbúnir í slaginn. Það jók enn á vangaveltur þeirra félaga í gær þegar Pétur Hafliði Marteinsson meiddist á ökkla á æfingu og verður ekki með í leiknum. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ætla sér að nýta tímann fram á síðustu stundu til að finna rétta stígandann Endurbyggður völlur í Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.