Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Í DAG rennur upp stóra stundin hjá íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu þegar flautað verður til leiks liðsins við Þjóðverja á AOL- leikvanginum í Hamborg kl. 15 en um er ræða lokaleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins. Úrslit leiksins skipta miklu máli fyrir báðar þjóðir því þau geta skorið úr um hvor þjóðin tryggir sér keppnisrétt á Evrópumótinu sem fram fer í Portúgal á næsta sumri. Íslenska landsliðið hefur aldrei komist nær því en nú að vinna sér keppnisrétt á stórmóti í knattspyrnu. Undirbúningur liðsins hefur staðið yfir í Ham- borg undanfarna daga og í gær æfði liðið í tvígang auk þess sem það fór yfir hernaðaráætlun sína á fundum. Meiðsli hafa sett strik í reikn- inginn hjá landsliðsþjálfurunum við undirbúninginn og í gær gekk Pétur Hafliði Marteinsson úr skaftinu er hann tognaði á hægri ökkla. Góðu fréttirnar eru þær að Hermann Hreiðarsson og Rúnar Kristinsson hafa jafnað sig á meiðslum og geta tekið þátt í leiknum. Á meðfylgjandi mynd eru Pét- ur Hafliði, Bjarni Guðjónsson, Þórður Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson að berjast um knöttinn á æfingu landsliðsins síðdegis í gær en auk þeirra eru Veigar Páll Gunnarsson og Birk- ir Kristinsson við öllu búnir. Stóra stundin rennur upp Morgunblaðið/Einar Falur Undirbúningi íslenska landsliðsins í Hamborg lokið  Þýskaland – Ísland/ 52, 53, 55 ÞÝSKA útgáfufyrirtækið Bastai-Lübbe hefur gert Arnaldi Indriðasyni rithöfundi tilboð í allar bækur hans. Í tilboðinu felst að forlagið vill gefa út þrjár næstu bækur hans sem enn eru óskrifaðar. Á bókamessunni í Frankfurt, sem nú stendur yfir, var gengið frá útgáfusamningi á bók hans Mýrinni til Japans, en það er tíunda landið utan Íslands sem gefur bókina út. Mýrin var gefin út í byrjun árs í Þýskalandi. Bókin hef- ur þegar selst þar í um 110 þúsund eintök- um sem þykir mikið fyrir fyrstu bók óþekkts erlends höfundar. Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri hjá Eddu, er staddur á Bókamessunni og segir að í tilboði Bastai- Lübbe felist útgáfa á næstu þremur bókum Arnaldar þar í landi, en þegar höfðu náðst samningar um kaup útgáfunnar á öllum áð- ur útgefnum bókum hans. „Samningurinn um útgáfu á bókum Arnaldar sem koma út á næstu þremur árum er byggður á þeim samningum sem hafa verið í gangi, en Lübbe borgar mun meira fyrir Arnald nú en áður. Það þýðir það að þeir ætla sér greinilega að byggja hann mun betur upp í Þýskalandi en þeir hafa þó þegar gert.“ Grafarþögn í mars Grafarþögn kemur út hjá Lübbe í mars og segir Pétur Már að fyrsta prentun á henni verði 60 þúsund eintök. Röddin kem- ur svo út innbundin næsta haust. „Þeir hafa nú þegar sent sex þúsund kynningareintök af Grafarþögn til bóksala í Þýskalandi til að undirbúa jarðveginn, og hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Mér skilst að einhver þessara eintaka séu nú komin á uppboð hjá netuppboðsfyrirtækinu Ebay. Það sýnir hvað áhuginn á Arnaldi er mikill. Það er bú- ið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með því hve vegur hans hefur aukist í Þýskalandi undanfarna mánuði. Nú ætlar Bastai-Lübbe greinilega að tryggja sér að útgáfa á bókum hans í Þýskalandi fari ekk- ert annað næstu árin.“ Pétur Már segist finna fyrir miklum áhuga á íslenskum rithöfundum á Bóka- messunni. Bjóða í óskrif- aðar bækur Arnaldar Arnaldur Indriðason VILHJÁLMUR Stefánsson landkönnuður trúlofaði sig áður en hann fór í fyrsta leið- angur sinn. Þetta hefur legið í þagnargildi en kemur fram í bókinni Frægð og firnindi, ævi Vilhjálms Stefánssonar, eftir Gísla Pálsson pró- fessor, en bókin kom út í gær. Gísli Pálsson segir að fyrir um ári hafi hann rekist á einkabréf sem hafi varpað nýju ljósi á sögu Vilhjálms og tog- streituna í lífi hans. „Forvitnilegasta sagan er sú að Vilhjálm- ur var trúlofaður ungri stúlku, Orphu Cecil Smith, leiklistarnema í Boston, áður en hann hélt á vettvang í ferðir sínar á norð- urslóðir Kanada,“ segir Gísli og áætlar að þau hafi trúlofast árið 1906. „Orpha Cecil og Vilhjálmur héldu bréfasambandi af og til í um 15 ár, eða nánast allan tímann sem leið- angrar Vilhjálms stóðu yfir, og það má því segja sem svo að þessi kærasta Vilhjálms hafi verið með í ferðum.“ Ástamál flæktu líf Vilhjálms Stefánssonar Orpha Cecil Smith  Eitt af helstu/6 HLJÓMSVEITIN Stuðmenn er með nýja plötu í smíðum sem hún hyggst senda frá sér um miðjan nóv- ember en auk nýju plötunnar eru fjórir núverandi hljómsveitarmeð- limir að gefa út sólóplötu. Þá er einn fyrrverandi meðlimur einnig að senda frá sér plötu. Þannig var Ásgeir Óskarsson trommari að senda frá sér plötuna Áfram, Egill Ólafsson söngvari gefur út tvær plötur: Brot með tónlist úr leikhúsinu og tangóplötu ásamt Le Grand Tangó og Jakob Magnússon hljómborðsleikari er að senda frá sér píanóplötu. Þá er fyrrverandi stuð- maðurinn Valgeir Guðjónsson einnig að gefa út plötu ásamt Diddú. Stuðmenn með sex plöt- ur fyrir jól  Ný tólf/59 Morgunblaðið/Sverrir OPINBER heimsókn Adrienne Clarkson, land- stjóra Kanada, hófst í gær og stendur fram í miðja næstu viku en megináherslur heimsókn- arinnar verða málefni norðurslóða og sam- vinna ríkjanna í norðri, umhverfisvæn orka, nýting sjávarauðlinda og sameiginlegur menningararfur Íslands og Kanada. Clarkson vék sérstaklega að sagnahefð Ís- lendinga í ræðu í hátíðarkvöldverðarboði for- seta Íslands í gærkvöldi: „Íslendingasögurnar opna ykkur sýn á fortíðina. Fortíðin er ykkar nútíð og það er öfundsvert fyrir allar þjóðir sem kunna að meta menningu. Flestar þjóðir glíma við að muna ekki almennilega hvað þær gerðu í fortíðinni og geta því ekki dregið lær- dóm af henni. Þið glímið ekki við slíkan vanda,“ sagði landstjórinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi m.a. um hvern þátt Kanada átti við sköpun íslensks nútímasamfélags: „Okkur Ís- lendingum hefur verið tamt að líta fyrst og fremst til Norðurlanda þegar við metum frændsemi og söguleg bönd en samt er Kan- ada að sumu leyti okkur nákomnara, einkum við sköpun þess nútímasamfélags sem við höf- um eignast, ógerningur er að rita sögu Íslands á fyrri hluta síðustu aldar án þess að hlutur Vestur-Íslendinga verði þar gildur, jafnt í menningu sem atvinnulífi,“ sagði forsetinn. „Fortíðin er ykkar nútíð“  Clarkson/4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvítugan mann í gær, grunaðan um að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku úti við í Víðidal í fyrrinótt. Íbúar í nærliggjandi húsum heyrðu neyðaróp stúlkunnar um kl. 3.30 og létu lögregluna vita. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis og leit strax hafin að manninum. Hún bar árangur í gær og viðurkenndi hann við yfirheyrslur að hafa nauðgað stúlkunni. Talið er að stúlkan og maðurinn hafi kynnst í gegnum spjallrásir á Netinu, en þar fyrir utan þekktust þau ekkert. Þau munu hafa hist á fimmtudagskvöld og farið saman í bíl upp í Víðidal, þar sem stúlkunni var nauðgað og hún síðan yfirgefin. Þegar lögreglan kom á staðinn gat stúlkan takmarkaðar lýsingar gefið á bílnum sem maðurinn var á. Lögregl- an hafði samt uppi á manninum og handtók hann eins og fyrr gat. Ekki fæst uppgefið hvort hann hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Nauðgað eftir kynni á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.