Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óli Magnús Þor-steinsson fæddist að Nöf á Hofsósi 2. febrúar 1927. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi 29. september síðastliðinn. For- eldrar Óla voru Þor- steinn Jónsson, f. 28. október 1884, d. 30. október 1952, og Baldvina Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 1. mars 1882, d. 10. febrúar 1974. Systur Óla eru 1) Guðrún Thorarensen, f. 10. desember 1921, d. 31. janúar 1984, maður Oddur Thorarensen, sonur þeirra Hinrik, f. 12. febrúar 1948, d. 31. ágúst 1975. 2) Sig- urjóna Þorsteinsdóttir, f. 17. maí 1924, maður Ólafur Magnússon, sonur þeirra Magnús Ólafsson, f. 28. janúar 1955. Óli Magnús kvæntist 30. des- ember 1962 Guðrúnu Elínu Kristjánsdóttur frá Hofsósi, d. 20. ágúst 2003. Börn Óla og Guð- rúnar eru: 1) Sigríður Steinunn, f. 31. desember 1949, maður Gunnlaugur Steingrímsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn, þau skildu. 2) Kristbjörg, f. 1. janúar 1951, maður Hilmar Hilmarsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Kristín Bryndís, f. 3. maí 1952, maður Sigurður Pálmi Rögnvaldsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn, dóttir þeirra Rakel lést 6. nóvember 1988. 4) Þorsteinn, f. 25. október 1953, kona Guðrún Sig- tryggsdóttir, þau eiga tvö börn; 5) Kristján, f. 9. febr- úar 1956, kona Kristín Jóhanns- dóttir, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn, þau skildu. 6) Birgir, f. 4. maí 1957, kona Hall- dóra Hákonardóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, þau skildu, sambýliskona Birgis er Veronika S.K. Palamíandy. 7) Ellert Jón, f. 12. október 1961, kona Lára Guðmundsdóttir, þau eiga einn son. Óli ólst upp á Hofsósi. Guðrún og Óli bjuggu allan sinn búskap þar. Eftir hefðbundið barna- skólanám fór hann í Gagnfræða- skólann á Siglufirði. Hann starf- aði allan sinn starfsaldur við skrifstofu- og verslunarstörf. Útför Óla fer fram frá Hofs- óskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Það er gottað eiga góða og trausta vini sem alltaf eru tilbúnir að veita manni aðstoð, þegar maður þarf á því að halda. Ég var svo lán- samur að eiga slíkan vin þar sem Óli Þorsteinsson var. En nú er Óli horfinn af sjónarsviðinu og ég sakna sárt þessa góða vinar. Ég lít nú til baka og rifja upp ljúfar minn- ingar um þennan góða dreng sem var hvers manns hugljúfi og vildi öllum gott gera. Óli var fæddur hér á Hofsósi og hér bjó hann alla sína ævi. Hér var hans starfsvettvangur og hann skilaði góðu dagsverki fyr- ir samfélagið okkar hér á Hofsósi. Hann vann við verslunar- og skrif- stofustörf mestan hluta ævinnar, bæði sem starfsmaður hjá Kaup- félagi Austur-Skagfirðinga, síðan rak hann eigin verslun og fór svo að starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Verslunarstörfin áttu vel við Óla, hann reyndi að leysa vanda hvers og eins, og hann var lipur af- greiðslumaður, traustur og heiðar- legur. Ég vann í Kaupfélaginu hjá Óla í nokkur ár og þá kynntist ég því vel, hvað hann var mikill ná- kvæmnismaður um alla hluti og hvað allur hans frágangur varðandi uppgjör og annað var til mikillar fyrirmyndar, enda hafði hann fal- lega rithönd. Hann gætti vel að öll- um hlutum og hann hugsaði vel bæði um hagsmuni verslunarinnar og viðskiptavinanna. Óli stjórnaði ekki með hávaða eða látum og hann var ekki að byrsta sig þó að hann þyrfti að leggja áherslu á hlutina. Hann var einn þeirra manna sem unnu verk sín af trúmennsku og skyldurækni. Óli var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi og fjölskyldan og heimilið voru honum kær. Eig- inkona hans var Guðrún Elín Krist- jánsdóttir og þau eignuðust 7 börn. Og það hefur þurft að fara vel með til að ná endum saman, þar sem Óli var einn að vinna fyrir heimilinu, því Rúna var bundin við heimilis- störfin. En þau hjón voru samhent og samstiga um alla hluti og þau lögðu allan sinn metnað í að koma upp barnahópnum sínum sem þau og gerðu með miklum myndarbrag. Vafalaust hafa þau oft orðið að neita sér um ýmsa hluti, til þess að geta betur sinnt börnunum. En þau hafa ekki talið það eftir sér, því börnin voru þeim allt. Þau voru þeirra fjársjóður og þann fjársjóð önnuðust þau af einstakri alúð. Þessi stóri systkinahópur ólst upp við ástúð ogumhyggju foreldranna og ég er viss um að minningar frá æskuheimilinu hafa orðið börnum þeirra gott veganesti þegar út í lífið var komið. Það var góður heim- ilisbragur á Kárastígnum, þar voru allir hlutir á sínum stað og þar var snyrtimennskan allsráðandi. Já, Óli og Rúna geta litið stolt yfir farinn veg. Óli átti sín áhugamál sem hann hafði því miður fá tækifæri til að sinna, fyrr en um fór að hægjast. Hann hafði gaman af söng og söng um tíma bæði í kirkjukórnum og söngfélaginu Hörpunni. Þá starfaði hann talsvert að félagsmálum og var m.a. í sóknarnefnd Hofsós- kirkju og var mjög annt um, að vel væri hugsað um kirkjuna, og hann var kirkjurækinn og trúaður. Hann var mikill bókamaður og eignast með árunum gott bókasafn og las mikið. Óli var áhugamaður um íþróttir og fór nú á síðustu árum að leika golf sér til mikillar ánægju. Þá eyddu þau hjónin ófáum stund- um á lóðinni, enda var hún þeim kær og bar þess glöggt vitni að vel var um hana hugsað. Við það eins og annað voru þau samhent Rúna og Óli, enda var sambúð þeirra far- sæl og traust og það varð ekki langt á milli þeirra. Þeirra tími var kom- inn, þau höfðu skilað sínu hlutverki hér á þessari jörð og hvíldin var þeim kær. Óli hafði um árabil átt við veikindi að stríða, en hann kvartaði aldrei, hann vildi ekki að fólk væri að hafa áhyggjur af sér. Já, hann var mikill öðlingur hann Óli. Ég minnist þess þegar ég varð tengdasonur hans aðeins 19 ára gamall, þá var hann mér sem besti faðir og ætíð ráðagóður þegar ég leitaði til hans. Það er mikið lán fyrir mig að hafa átt hann að öll þessi ár og eins fyrir börnin okkar, að eiga slíkan afa og hafa þá að- stöðu að geta skroppið til afa og ömmu og notið þeirrar umhyggju og ástúðar, sem þau voru svo örlát á. Nú munu þau eins og við öll geyma minningarnar um þennan góða dreng, sem með ljúfmennsku sinni og hlýju, ávann sér traust og virðingu allra sem hann þekktu. Það er dýrmætt að hafa átt slíkan vin. En nú er komið að kveðju- stund, ég færi þér, Óli minn, hjart- ans þakkir fyrir alla þína vináttu og hjálpsemi í gegnum árin, og sendi ástvinum þínum innilegar samúðar- kveðjur. Pálmi Rögnvaldsson. Það var fyrir fimmtán árum, nán- ast upp á dag, sem ég kynntist Óla M Þorsteinssyni. Þá kom ég til Hofsós, blautur á bakvið eyrun, til að taka við verslunarstjórastarfi hjá Kaupfélaginu, starfi sem Óli hafði gegnt af trúmennsku í ára- tugi. Óli fékk það hlutverk að taka á móti stráknum og koma honum inn í starfið. Til stóð að ég kæmi á staðinn síðla dags en það dróst langt fram eftir kvöldi að ég bank- aði að dyrum í Reynihlíð. Þar tóku þau Óli og Rúna á móti mér með þeirri hlýju sem allir sem þau þekktu fengu að kynnast. Kvöld- verður var á borð borinn og mér fannst eins og ekkert væri sjálf- sagðara en að ég kæmi þarna mörgum klukkutímum síðar en rætt hafði verið um. Heimsóknir mínar í Reynihlíð áttu eftir að verða mun fleiri því ekki löngu síðar tengdist ég fjöl- skyldu Óla og alltaf voru móttök- urnar jafn góðar hjá þeim heiðurs- hjónum, Óla og Guðrúnu. Við Óli störfuðum saman í Kaup- félaginu um nokkurt skeið og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Mér verður hugsað til þess nú að oft hefur honum eflaust blöskrað fljótfærnin í reynslulausum strákn- um sem hélt að hann kynni allt eftir að hafa lesið það á bók. Aldrei lét hann það hins vegar í ljós, hvorki við mig né aðra það ég veit en hins vegar var hann ávallt boðinn og bú- inn að aðstoða ef eftir því var leitað. Óli var þekktur að samviskusemi, nákvæmni og heiðarleika. Fyrst og fremst var hann þó drengur góður. Ekki veit ég til þess að nokkur maður hafi kvartað yfir viðskiptum sínum við Óla M. Þorsteinsson og segir það allt sem segja þarf því ekki er alltaf auðvelt að gera fólki til hæfis. Það varð enginn verri maður af kynnum sínum af Óla M. Þorsteins- syni. Gísli Einarsson. „Mér finnst ég varla heill né hálf- ur maður“. Þessi ljóðlína lýsir vel tómleikatilfinningunni í hjörtum okkar núna. Hann afi Óli er dáinn og hans er sárt saknað. Eftir hans erfiðu veikindi fékk hann loks það sem hann var farinn að bíða eftir, hvíldina sem var honum fyrir bestu. Hann þarf ekki lengur að þjást. Það er skrítin tilhugsun hve stutt var á milli fráfalls ömmu og afa, aðeins fimm vikur. Það var búið að undirbúa okkur fyrir það að afi gæti átt stutt eftir því hann væri svo veikur. En svo var það amma Rúna sem fyrst kvaddi, en hún var stödd í Reykja- vík til að geta heimsótt afa á sjúkrahúsið. Þetta er allt svo sárt, þó innst inni viti ég að þetta var þeim báðum fyrir bestu úr því sem komið var. Afi er nú kominn til ömmu og Rakelar frænku. Ég minnist allra góðra stunda hjá afa og ömmu í Reynihlíð. Þar var alltaf tekið vel á móti manni, sama hvern- ig á stóð hjá þeim. Það var oft eins og maður væri að koma langt að en ekki svona 2–3 götum frá, eldhús- borðið var hlaðið kræsingum. Svo spjölluðum við um daginn og veg- inn og oft var ég spurð hvað ég ætl- aði nú að gera þegar ég væri orðin stór. Því gat ég ekki svarað, vissi það ekki þá og veit það ekki enn í dag. Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar að segja en get það ekki. Þetta er allt svo skrítið. Að þið amma séuð bæði farin og með svona stuttu millibili er erfitt að meðtaka. Minning þín er falleg, elsku afi minn. Þakka þér fyrir allt. Elsku mamma og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur samúð okkar. Valdís og Kristján. Ófáar minningarnar eigum við frá heimsóknum okkar í Reynihlíð. Þegar komið var inn úr dyrunum sá maður glitta í ömmu í eldhúsinu en þegar litið var til suðurs þá sá mað- ur afa í stofunni með krossgátu eða góða bók. Þegar hann heyrði að gestir voru komnir í Reynihlíð leit hann yfir gleraugun og lagði síðan bókina til hliðar en aldrei öðru vísi en svo að vel væri frá henni gengið því afi bar mikla virðingu fyrir bók- um og lagði ríka áherslu á það við okkur að við færum vel með okkar bækur. Það var reyndar sama hvað hann fékkst við, aldrei var flanað að neinu og hann varð þekktur fyrir samviskusemi sína og nákvæmni. Aldrei skeikaði eyri í hans útreikn- ingum og fáir gátu státað af jafn fallegri rithönd og þessi stóri og sterklegi maður og allt sem hann fékkst við bar vitni natni hans og snyrtimennsku. Þótt oft hefði afi mikið að gera gaf hann sér iðulega tíma til að spila rommí við okkur krakkana og þegar fjölskyldan kom saman var iðulega spiluð vist. Þá brást það ekki að afi var látinn sjá um bók- haldið og er það sjálfsagt ekki víða sem útreikningar í spilavist eru skrautritaðir. Þá þótti okkur mikil upphefð í því þegar við fengum að prófa reiknivélina sem var hin mesta gersemi. Við minnumst afa okkar með söknuði. Hann var traustur vinur og hjálpsamur. Hann var mikill fjölskyldumaður og þótti vænt um sitt fólk. Það er ekki nema mánuður síðan amma Rúna kvaddi og kannski er það engin tilviljun hversu stutt var á milli þess að hún og afi færu héð- an. Þau voru aldrei langt frá hvort öðru og saman lifa þau í okkar minningum. Óli, Guðrún og Friðrik. Jæja, afi minn. Nú ertu farinn frá okkur og þín ósk um að hitta ömmu aftur sem fyrst er uppfyllt. Það koma í hugann svo margar minningar að þær dygðu í heila bók. Ég man þegar ég kom til ykk- ar ömmu og amma kom til dyra en þú kallaðir á mig þar sem þú lást í sófanum eða varst inni í litla bóka- herberginu að lesa. Þá spiluðum við lengi en þegar ég fór heim þá komstu til mín og laumaðir pening í vasann og sagðir mér að kaupa eitt- hvað gott fyrir hann. Elsku afi. Takk fyrir allt. Ég mun sakna þín. Þín Rakel. Óli Magnús Þorsteinsson, Kára- stíg 13, Hofsósi, verður borinn til grafar á laugardaginn 11. október. Ég sest niður við tölvuna og langar að minnast hans með nokkrum orð- um, en þau láta á sér standa. Hver var Óli Þorsteins? Ósköp venjuleg- ur maður. Hann var burðarás og styrk stoð í sínu samfélagi. Átti góða fjöl- skyldu, orðinn afi og langafi og barngóður sem hann var, hafði hann yndi af barnabörnunum. Eins og svo margir af þessari kynslóð naut hann þeirra meira en sinna eigin barna. Almættið sem kallaði hann burt frá sínu fólki tók ekki til- lit til þeirra sem eftir standa. Hann sem lá fársjúkur á sjúkrahúsi þegar eiginkona hans var borin til grafar fyrir stuttu síðan, hefur nú einnig lagt upp í sína hinstu för þessa heims. Ég minnist Óla sem samstarfs- manns hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga, þótt við hefðum ekki mikið saman að sælda, varð ég þess fljótt áskynja að þar fór maður sem ekki mátti vamm sitt vita, traustur og ábyggilegur í alla staði. Hann var einlægur þegn síns sveitarfélags og lét ekki undan þótt erfiðleikar steðjuðu að hreppnum. Hann bognaði ekki einu sinni þótt aðrir flyttu burtu til staða þar sem hægt var að lifa hógværara lífi. Ég kveð vin minn Óla Þorsteins með söknuði og færi börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að blessa þeim minninguna og ást- ríkan föður afa og langafa. Blessuð sé minning Óla Þorsteins. Magnús H. Sigurjónsson. ÓLI MAGNÚS ÞORSTEINSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, HALLBERG KRISTINSSON, Iðufelli 2, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 2. október, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 13. október kl. 13.30. Jóhanna Björk Hallbergsdóttir, Ólöf Ingibjörg Hallbergsdóttir, Jóhann Garðarsson, Hafþór Kristinn Hallbergsson, Viktoría Ottósdóttir, Gunnar Þór Hallbergsson, Margrét Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg amma mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR L. SIGURÐARDÓTTIR, Ránargötu 30A, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 1. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Unnur Svava Sigurðardóttir, Jóhanna Kristín Tómasdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS BENEDIKTS SIGURJÓNSSONAR fyrrv. deildarstjóra. Guð blessi ykkur öll. Ásta S. Þorkelsdóttir, Steinunn Þórisdóttir, Björn S. Jónsson, Björgvin Þórisson, Helga Jónatansdóttir, Unnur B. Morgan, Björg H. Björgvinsdóttir, Valdimar Karlsson, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.