Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Haukur Gíslasonfæddist 27. sept- ember 1925 á Breið- dalsvík. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 2. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 13. júlí 1894, d. 4. júlí 1987, og Gísli Guðnason, f. 16. október 1903, d. 24. desember 1982. Systkini Hauks eru Hrafnhildur, f. 23. febrúar 1922, Margrét, f. 3. apríl 1924, Guð- björg, f. 14. janúar 1927, og Heim- ir Þór, f. 18. mars 1931. Eiginkona Hauks var Ragn- heiður Ragnarsdóttir, f. 9. mars 1929, d. 5. apríl 1981. Foreldrar hennar voru Unnur Hjartardóttir, f. 1. janúar 1909, d. 24. september 1931, og Ragnar Sigurðsson, f. 17. júní 1902, d. 14. september 1964. Börn Hauks og Ragnheiðar eru: 1) Kristín Ellen, f. 4. maí 1950, eiginmaður Hrafnkell Gunnars- son, f. 8. janúar 1950 og eiga þau þrjú börn, 2) Ingibjörg, f. 15. júlí 1951, hún á þrjú börn, 3) Aðal- heiður, f. 21. okt. 1952, hún á þrjú börn, 4) Gísli Baldur, f. 13. okt. 1958, og 5) Haukur Heiðar, f. 9. ágúst 1963, kona hans er Sif Kjartansdóttir, f. 13.8. 1965. Þau eiga fimm börn. Fyrir átti Ragnheiður dótturina Unni Petersen, f. 26. ágúst 1948, hennar maður er Erik Brake Petersen, f. 24. maí 1947. Þau eiga eina dóttur. Langafabörn- in eru ellefu. Sambýliskona Hauks frá 1984 er Guðbjörg Steinsdótt- ir, f. 18. ágúst 1937. Foreldrar hennar eru Steinn Björgvin Steinsson, f. 12. september 1900, d. 5. júlí 1952, og Vilborg Sigfúsdóttir, f. 2. janúar 1916. Maður Guðbjargar var Jón- as Jónsson, f. 6. apríl 1926, d. 29. nóvember 1980. Börn Guðbjargar og Jónasar eru Steinn Björgvin, Guðný, Jón og Vilberg Marinó. Haukur ólst upp á Selnesi í Breiðdal og var bóndi í Holti á Breiðdalsvík. Á yngri árum stund- aði hann sjómennsku og samhliða bústörfum sá hann um póstferðir milli Breiðdalsvíkur og Stöðvar- fjarðar í mörg ár. Einnig var hann kjötmatsmaður í sláturhús- inu á Breiðdalsvík um árabil. Útför Hauks fer fram frá Hey- dalakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Engan leit ég eins og þann, álma hreyti bjarta. Einn guð veit, ég elskaði hann af öllum reit míns hjarta. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Elsku afi minn, nú þegar kveðju- stundin er runnin upp leitar hugur- inn til baka til allra þeirra ánægju- stunda sem ég átti með þér. Þótt sorgmædd ég sé get ég stundum ekki annað en brosað út í annað þeg- ar ég hugsa til þeirra stunda, svo skemmtilegar voru þær. Þú ásamt fleirum áttir stóran þátt í því hversu góð barnæska mín var. Við krakkarnir brölluðum margt með þér og alltaf nenntir þú að hafa okkur með. Bústörfin voru líf þitt og viður- væri og þakka ég fyrir að hafa mátt taka þátt í sveitastörfunum þegar ég var yngri hvort sem það var hey- skapur, sauðburður, réttir eða að ná í kýrnar allt er þetta eitt ævintýri í minningunni. Þú hafðir alveg sér- stakt lag á dýrum og þú þurftir ekki annað en kalla þá komu þau hlaup- andi. Alltaf áttir þú mikið af hestum og þótti mér ákaflega gaman að fá að fara á bak, og ég man eftir því einu sinni hvernig þú plataðir mig. Það var þannig að þú sagðir mér að ef ég borðaði matinn minn sem í þessu til- viki var siginn fiskur (sem mér fannst mjög vondur) þá mætti ég fara á hestbak og auðvitað virkaði þetta svona vel ég borðaði allt og fékk að fara á bak fyrir vikið. Þú kenndir mér líka að spila kas- ínu og rommy og man ég eftir því einn veturinn að við spiluðum á hverjum degi. Strákarnir mínir voru allir sem einn mjög hændir að þér frá fyrsta degi og hlökkuðu alltaf mikið til að fara í heimsókn til langafa í Holti og ekki eru nema rúmir tveir mánuðir síðan við vorum öll hjá þér og fórum svo heim með aukafarþega nefnilega litla kisu. Okkur Gauta þótti líka allt- af jafngaman að hlusta á þig segja frá lífinu og tilverunni, hvernig hún var hér áður fyrr. Elsku afi, þú varst réttsýnn og traustur maður þótt oft gustaði af þér og hafðir þú ákveðnar skoðanir á öllu en einmitt þess vegna varstu þessi sterki karakter. Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar- sól fram runna. Hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Vaka þá og skína á vonarhimni alskærar stjörnur, anda leiðtogar: Traust og trú og tryggrar speki augað ólygna og andarnir lifa! Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Ég þakka þér, afi, fyrir yndislega samfylgd, ég sé fyrir mér mikla fagnaðarfundi ykkar ömmu þegar þú komst þarna hinum megin og ég er þess fullviss að þú ert strax farinn að hugsa um dýrin þarna efra. Guð veri með þér. Elsku Didda og Villi, mamma, Stína og Imba, Gísli, Unnur og Haukur Heiðar, ykkar missir er mikill og vottum við Gauti ykkur samúð okkar. Barnabörn og fjöl- skyldur, okkar hlutverk er að halda minningu hans á lofti fyrir komandi kynslóðir. Þín Ragnheiður. Elsku afi. Það er skrítin tilfinning að skrifa þér þessa kveðju. Ég er nefnilega einn af þeim sem telja sér trú um að ég og mitt fólk sé eina fólkið í heim- inum sem lifir að eilífu, nú veit ég betur og auðmýktin fann mig loks- ins. Þegar ég fékk fréttirnar um veikindi þín og að stutt væri eftir vissi ég ekki alveg hvernig ætti að bregðast við og veit það varla enn því missir okkar er mikill, þú varst alltaf óumdeilt höfuð fjölskyldunnar og alltaf á þínum stað þar sem mað- ur gat fundið þig. Eftir að ég hætti að gráta langaði mig að koma austur til að kveðja þig almennilega en þú varst farinn áður en ég fékk séns á því. Það er leitt að nú loksins skuli ég átta mig á hversu mikið stórmenni þú varst og hve mikið þú afrekaðir um ævina, ætli mín kynslóð eigi þinni ekki mikið að þakka? Þegar ég HAUKUR GÍSLASON Fyrsta haustlægðin gekk yfir, blöðin á trjánum tóku að falla, það er merki þess að sumarið er að kveðja. Eins var með Fríðu frænku mína, hún kvaddi okkur að kvöldi föstudags með sól í hjarta og kannski ekki ósátt við farsælt æviskeið sitt 87 ára að aldri. En þrátt fyrir háan aldur fannst mér Fríða vera það ern að hún ætti mörg ár eftir og ef til vill þess vegna var ég ekki undir það búin að sjá á eftir henni. Fríða átti engin börn, því var hún mér alla tíð sem móðir. Umhyggja hennar fyrir mér þegar ég kom sem lítil stelpa í sveit að Undralandi til Fríðu og Þórðar var mér ómetanleg. Ég man eitt sinn er ég sat undir hús- vegg og grét af heimþrá var Fríða komin með úbreiddan faðminn vafði mig að sér og öll heimþrá hvarf. Í tíu sumur átti ég kærleiksríkan, áhyggjulausan og skemmtilegan tíma í sveitinni hjá Fríðu. Dvölin þar gerði mig að mörgu leyti þá manneskju sem ég er í dag. Ég man þegar við dönsuðum gömludansana eftir músík frá gömlu gufunni 17. júní, þar lærði ég líklega mín fyrstu dansspor. Þegar Þórður lést æxlaðist það þannig að Fríða flutti inn á mitt heim- ili. Það þykir kannski sæta furðu að öldruð frænka flytji inn á heimili fólks en samveran með Fríðu var einstök, börnunum mínum reyndist hún hin besta amma enda sakna þau hennar sárt. Hún var ósérhlífin, bar hag okk- ar allra fyrir brjósti, hjúkraði okkur og tók þátt í gleði og sorg og ekki síst var skap hennar þannig að allir löð- uðust að henni. Aldrei man ég eftir Fríðu skipta skapi eða kvarta yfir eig- in veikindum. Hún gekk í öll heim- ilisstörf og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Hún reyndist mér sérstaklega vel á erfiðum stundum stappaði í mig stálinu og gaf mér styrk til að takast á við lífið. Þannig var Fríða alltaf að hugsa um aðra. Lífið verður ekki samt án þín, Fríða mín, því þú skipaðir þar stóran sess og alltaf var pláss fyrir mig í hjarta þínu og það er ég þér ævinlega þakklát fyrir. Elsku Fríða mín, það er sárt til þess að hugsa að fá ekki að heyra rödd þína, geta ekki deilt með þér gleði og sorg. Ég get ekki annað en verið þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér svona náin eins og ég væri dóttir þín. Góða skapið þitt og já- kvæðni þín er eitthvað sem við ættum öll að taka okkur til fyrirmyndar. Minning þín er mér svo dýrmæt að hún lifir með mér alla tíð. Elsku Fríða, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, samverustundirnar, um- hyggjuna og faðminn þar sem ég fann styrk og hlýju. Hvíl í friði. Þín frænka, Guðbjörg. Elsku Fríða mín. Mig tekur það svo sárt að þú sért farin frá mér. Það streyma um mig svo margar ljúfar minningar um þig í HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Hallfríður Guð-björg Jónsdóttir fæddist á Broddadalsá í Strandasýslu 16. mars 1916. Hún andað- ist 3. okt síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir og maður hennar Jón Brynjólfs- son bóndi þar. Systkini Hallfríðar, sem öll eru látin, eru Ragnheiður (1897–1994), Brynjólf- ur (1899–1992), Ing- unn Stefanía (1902– 1904), Hjörtur (1906– 1987), Elísabet (1909–1985), Gunn- ar (1912–1933), Guðjón (1914– 1995), Valgerður (1917–1981), Halldór (1913–2001). Hallfríður giftist Þórði Sigurðs- syni bónda, f. 24. júní 1906, d. 1989, frá Stóra–Fjarðarhorni. Þau bjuggu lengst af á Undralandi í Strandasýslu. Útför Hallfríðar fer fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hjarta mínu og svo erfitt að koma þeim öllum á blað. Dagurinn rann upp sem ég kveið svo fyrir, að þú myndir hverfa burtu frá mér. Og hér sit ég ein í myrkrinu með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum. Þú varst mér allt í senn góð amma, frá- bær vinkona og ein- lægur sálufélagi og svo miklu meira. Allt- af var faðmur þinn op- inn og þá sérstaklega eftir rex og pex í foreldrum mínum. Þá gat ég alltaf leitað til þín og þú faðmað mig og þerrað tár mín. En nú muntu ekki gera það lengur, einmitt þegar ég þarf mest á því að halda. Ég vildi óska þess að litla dóttir mín hefði fengið að kynnast hlýju þinni og ör- læti þínu á sama hátt og ég. Elsku Fríða mín, nú ertu orðin að fallegum engli sem gætir okkar. Í hjarta mínu geymi ég góðar minning- ar, minningar sem enginn getur tekið frá mér. Mér er efst í huga þakklæti til þín fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þín Lísa í Undralandi. Elsku amma mín, nú ertu farin frá mér og komin á þinn stað. Það er sárt til þess að hugsa að þú ert ekki lengur hjá mér og getur ekki deilt með mér fleiri stundum. En með hlýju hjarta er margs að minnast. Ég hef komið á Undraland frá blautu barnsbeini og ég varð strax hrifin af sveitalífinu og lá leið mín til þín og Þórðar á hverju sumri. Á þeim tíma fór ég að kalla þig ömmu frænku en það styttist í einfaldlega amma, fyrir mér varstu það alltaf. Eftir að Þórður andaðist komst þú til okkar og varst hjá okkur í 12 ár. Það var mér dýrmætur tími og gafstu mér svo mikið. Ég gat alltaf leitað huggunar í faðmi þínum eftir skammir eða annað og vissi ég að þú myndir aldrei skamma mig þrátt fyrir að ég ætti það skilið. Oft skreið ég upp í til þín og leitaði hlýju. Á hverju sumri fór ég svo með þér til Undralands og var þar með þér. Vinkona mín Anna byrjaði svo að koma með mér og brölluðum við margt saman og var þetta sann- kallað undraland. Þau sumur verða ávallt í mínum huga. Þú gafst mér svo mikið en baðst ekki um neitt í staðinn. Styrkleiki þinn og jákvæðni voru mér fyrirmynd og aldrei heyrðist þú kvarta. Ég hélt að þú værir ódauðleg og myndir aldr- ei fara frá mér en þú varst bara manneskja, þó muntu ætíð lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar samverustundir okkar. Ég mun sakna þín, vonandi verðurðu alltaf hjá mér. Þín Fríða. Elsku Fríða mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Manneskja sem hefur alltaf verið svo lífsglöð og hress. Ef ætti að lýsa þér í fáum orðum þá eru orð eins og elskuleg, umhyggjusöm, góðhjört- uð og hlýleg orð sem lýsa þér best. Ég gleymi aldrei hvað þú varst ánægð þegar við byrjuðum að kalla þig ömmu eða ömmu frænku því þar sem þú áttir ekki börn vorum við ömmu- börnin í þínum augum. Þú varst okk- ur nú meira en það því þú tókstu mik- inn þátt í uppeldi okkar, bjóst hjá okkur alltaf á veturna og við svo mik- ið hjá þér í sveitinni á sumrin og þess vegna má segja að þú eigir mikið í okkur. Þú hefur verið okkur sem stoð og stytta yfir ævina og alltaf tilbúin til að taka upp hanskann fyrir hvern sem er. Það má sko með sanni segja að góðmennskan þín smitaði út frá sér því undantekningarlaust varst þú komin til að hugga mann ef maður var eitthvað niðurlútur. Þú gast nefnilega aldrei horft upp á annað fólk sorgmætt og varst alltaf um leið komin ef eitthvað af okkur systkinun- um var í fýlu og var kærleikur þinn slíkur að maður var farinn að brosa um leið. Annað sem var alveg ein- stakt við þig var gestrisnin þín. Þegar maður var hjá þér á Undralandi var sko stjanað við mann fram og aftur. Þær eru alveg ógleymanlegar minn- ingarnar sem maður á með þér úr sveitinni og manni leið hvergi betur en þar enda hugsaðir þú alltaf fyrst um alla í kringum þig áður en þig sjálfa. Elsku amma frænka, þín verður sárt saknað og þú skipar stóran sess í mínu hjarta en ég er viss um að þú ert á góðum stað núna því eins og oft er sagt „sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“. Birgir Þór. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Í huganum geymi ég mynd af eldri konu, hún gengur við tvo stafi, þessi kona er aldrei öðruvísi en brosandi og ánægð, þetta er hún Fríða. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast henni Fríðu, þessari perlu sem aldrei úr huga manns hverfur. Ég kynntist henni fyrir tæpum fimm árum síðan, þar sem hún tók mér opnum örmum. Alltaf gekk ég ríkari af hennar fund- um, hún var hafsjór af fróðleik enda ekki fáir sem henni hafa verið sam- ferða á lífsleiðinni. Kímnigáfa hennar var alveg sérstök, alltaf var hægt að sjá skoplegar hliðar á hlutunum. Ég fékk aðeins að kynnast Undralandinu hennar Fríðu. Undraland var hennar staður, þar naut hún sín og átti heima. Ég veit að svona yndisleg og góð kona eins og Fríða lendir í góðum höndum hjá Guði sínum þar sem bíð- ur hennar eilíft líf. Þær minningar sem eftir sitja og um hugann reika munu endast það sem eftir er. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna en þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Með ást og söknuði, Magney. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Perla, já hún Fríða var svo sann- arlega dýrmæt perla, eins og segir í þessu fallega kvæði hér að ofan. Elsku Fríða, okkur langar að minnast þín með virðingu og þakk- læti fyrir yndislegar stundir sem við áttum saman. Ekki datt okkur í hug að þetta væri í síðasta sinn, þegar þú og Guðbjörg komuð í kaffisopa til okkar í Mosó nokkrum dögum áður en þú fóst á spítalann. Þú varst svo hress og kát, svo vongóð um bætta heilsu. Og auð- vitað ætlaðir þú næsta sumar að Undralandi sem var þinn mesti sælu- reitur. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Við biðjum góðan guð að leiða þig á ókunnum slóðum. Guðbjörg, Lísa, Fríða, Biggi, þið eigið alla okkar samúð. Guð veri með ykkur öllum. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Elín og Bragi.  Fleiri minningargreinar um Hall- fríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.