Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 43
✝ Þorsteinn Sigur-björn Jónsson
fæddist í Ólafsfirði
13. maí 1928. Hann
lést þar 29. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Frímannsson
vélsmiður, f. 4.11.
1896, d. 26.12. 1977,
og kona hans Emma
Jónsdóttir húsmóð-
ir, f. 26.12. 1904, d.
12.11. 1986. Systur
Þorsteins eru Fann-
ey, f. 30.11. 1925,
maki Rafn Magnús-
son, f. 16.9. 1925, d. 9.2. 2001, þau
eiga fjögur börn, og Sigurveig, f.
10.1. 1931, maki Valdimar Páls-
son, f. 22.8. 1931, d. 8.10. 1983,
þau eiga tvö börn.
Þorsteinn kvæntist 16. 4. 1949
eftirlifandi eiginkonu sinni Hólm-
fríði Jakobsdóttur, f. 20.11. 1929.
Foreldrar hennar voru Jakob
Einarsson bólstrari, f. 25.7. 1894,
d. 4.6. 1979, og kona hans Þórunn
E. Sveinsdóttir leikkona, f. 22.9.
1901, d. 10.8.1983. Börn Þorsteins
og Hólmfríðar eru: 1) Bergþóra
Sigurbjörg, f. 20.9.1949, gift Jó-
hanni Runólfssyni, f. 16.10. 1944.
Sonur þeirra Þorsteinn, f. 20.7
1970. 2) Jón, f. 11.10. 1951, sam-
Nonna í Ólafsfirði frá 1959, fyrst
með föður sínum og síðan einn.
Árið 1972 flyst Þorsteinn til
Reykjavíkur og stofnar fyrirtæk-
ið Nonni hf., sem sérhæfði sig í
innflutningi á vélum og varahlut-
um. Vann á þeim vettvangi þar til
hann lét af störfum í maí 2002.
Vegna zinkeitrunar varð Þor-
steinn að gera hlé á vinnu sinni í
smiðjunni. Var vélstjóri hjá Hrað-
frystihúsi Ólafsfjarðar frá 1950-
1953 auk þess sem hann var á sjó
um tíma. Sat í bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
8 ár. Var formaður hitaveitu-
nefndar. Var félagi í Rotarý-
klúbbi Ólafsfjarðar. Söng í karla-
kór Ólafsfjarðar og kirkjukór
Ólafsfjarðarkirkju. Þorsteinn var
einn af stofnendum Leikfélags
Ólafsfjarðar og lék í velflestum
uppfærslum þess um árabil. Var
mikill stuðningsmaður íþrótta-
félagsins Leifturs og formaður
þess í 14 ár. Var einn af stofn-
endum Golfklúbbs Ólafsfjarðar,
svo og Iðnaðarmannafélags
Ólafsfjarðar en í því félagi var
hann formaður um skeið. Eftir að
Þorsteinn flutti suður gekk hann
í Oddfellowregluna. Sl. vetur fór
hann að sækja félagsstarf aldr-
aðra í Háteigskirkju og tók til við
gamalt áhugamál sem var að
spila bridge.
Útför Þorsteins verður gerð
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15. Jarð-
sett verður í Ólafsfjarðarkirkju-
garði.
býlismaður Gerrit
Schuil, f. 27.3. 1950.
3) Þorsteinn Jakob, f.
17.1. 1953, kvæntur
Sigríði H. Þórðar-
dóttur, f. 29.10. 1957.
Börn þeirra Jón
Steindór, f. 25.11.
1978, Páll Arnar, f.
18.11. 1981, Þórður,
f. 1.1. 1986, og Ólöf
Kristín, f. 7.3. 1993.
4) Þyri Emma, f. 6.8.
1957, gift Karli Geirs-
syni, f. 2.5.1956. Börn
þeirra Arnhildur
Lilý, f. 8.2. 1983, og
Daníel Kristvin, f. 27.3. 1993. 5)
Ragnhildur Fanney, f. 14.3. 1961.
6) Kristín, f. 20.8.1962, d. 14.4.
2000, gift Pálmari Magnússyni, f.
19.9.1954. Börn þeirra Hólmfríð-
ur Hulda, f. 4.10.1985, Sigfríður
Arna, f. 1.7. 1992, Jóhanna Wíum,
f. 15.12. 1995, og Ingibjörg Anna,
f. 23.2. 1999. 7) Arnheiður Sol-
veig, f. 6.2. 1965, gift Gunnlaugi
Magnússyni, f. 14.4. 1966. Dóttir
þeirra Hólmfríður, f. 14.3. 1995.
Þorsteinn ólst upp í Ólafsfirði.
Lauk vélsmíðaprófi 1948 og
meistaraprófi 1954. Hann sótti
mörg námskeið í sínu fagi, að-
allega erlendis, mest í Þýskalandi
og Sviss. Hann rak vélsmiðjuna
Þá er stundin runnin upp. Stund-
in þegar búast má við að fullorðið
fólk fari að kveðja. Samt er eins og
að fáir séu undir hana búnir, hversu
gamalt og veikt fólk er orðið.
Hann pabbi er dáinn. Hann sem
kenndi sér einskis meins, aðeins 75
ára að aldri. Hann sem varð sem
ungur í annað sinn þegar hann fór
norður á æskuslóðir sínar í sumar.
Hann, sem fannst lífið orðið harla
lítils virði eftir að hann hætti að
vinna. En þá kom boðið að norðan.
Boð um að koma, fara aftur að
vinna og upplifa gamla tíma.
Ólafsfjörður, fjörðurinn þar sem
hann fæddist og fékk að deyja í.
Fjörðurinn sem hann elskaði út
af lífinu svo oft þótti okkur nóg um.
Þar var alltaf gott veður, sama
hvað veðurstofan sagði. Mælirinn í
eina kuldapolli bæjarins, sagði
hann. Dagleg samtöl við gamla vini
staðfestu það.
Þau eiga heiður skilið Sæunn og
Geiri fyrir að hafa ekki gefist upp
við að fá hann til að koma norður.
Faðir minn gekk í endurnýjun líf-
daga, sigldi með ferðamenn í Héð-
insfjörð og aðstoðaði þau hjónin við
það sem til féll.
Þetta voru sannkallaðir sæludag-
ar og allt víl víðs fjarri þegar við
töluðum við hann. Allt lék í lyndi.
Pabbi hafði marga hildina háð
um dagana en eðlislæg bjartsýni
fleytti honum áfram.
Hann fékkst við ýmislegt um æv-
ina, var vélsmiður góður, þekkti
hljóð allra véla, naskur á að finna
hvað að var og eftirsóttur viðgerð-
armaður. Vélar voru honum hug-
leiknar alla tíð enda ævistarfið
bundið við þær. Hann var mjög fé-
lagslyndur og kom víða við. Það átti
ekki vel við hann að vera mikið
einn.
En nú er hann farinn, fyrirvara-
laust. Heyrði í honum aðeins viku
fyrir andlát hans. Hló og gerði að
gamni sínu og ekkert farinn að
huga að heimferð. Heim fór hann
samt þó það hafi ekki verið sú
heimferð sem fjölskyldan hafði
hugsað sér.
Nú fæ ég ekki framar að heyra
söguna um litlu stúlkuna sem datt í
hug að heimsækja pabba sinn í
vinnuna, 3ja ára. Lét hvorki snjó né
fólk aftra sér. Til pabba skyldi hún
komast og það tókst. Þessa sögu
heyrði ég á hverjum afmælisdegi
mínum og það var alltaf eins og
hann væri að segja hana í fyrsta
sinn. Þetta ferðalag dótturinnar var
honum ofarlega í minni í 50 ár. Það
segir mér margt.
Far þú í friði.
Bergþóra S. Þorsteinsdóttir.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær,
allt er hljótt, hvíldu rótt,
Guð er nær.
Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir
allt, Guð geymi þig.
Þín dóttir
Arna Þorsteinsdóttir.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk-
lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt
látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Algóði guð, gef Fríðu, börnum og
öðrum aðstandendum styrk í þeirra
sorg.
Hafðu þökk fyrir öll árin okkar
saman.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur
Gunnlaugur Magnússon.
Nú ertu farin frá okkur öllum
elsku afi. Okkur finnst eins og það
hafi ekki gerst.
Tilvera okkar er líka undarlegt
ferðalag, við erum gestir og hótel
okkar er jörðin, eins og segir í ljóð-
inu. Nú ertu farin af hótel jörð, á
efra hótelið, himininn. Við munum
sakna þín mikið og við munum ekki
gleyma þér. Það sem þú gerðir með
okkur, allar símhringingarnar, það
verður ógleymanlegt. Nú heyrum
við ekki oftar „rósadósin hans afa“
og „hjartakóngurinn hans afa“ eins
og þú sagðir alltaf við okkur. Við
vorum ekki búin að sjá þig lengi því
þú varst á Ólafsfirði að upplifa
gömlu dagana, eins og að smíða og
fara á sjóinn. Við sögðum þér alltaf
hvað við vorum að gera þegar við
töluðum við þig í símann. Nú verð-
ur það ekki oftar, en við hugsum
bara til þín í staðinn.
Ólöf og Daníel.
Náinn bernskuvinur minn og
frændi, Þorsteinn Sigurbjörn Jóns-
son er látinn.
Steini hafði dvalist um nokkurra
vikna skeið hjá frændfólki sínu og
afar góðum vinum í heimabyggð
sinni, Ólafsfirði. Þangað fór hann,
sagði hann mér, til rifja upp gömlu,
góðu minningarnar, fara á sjó og
tala við kunningjana og frændfólk-
ið. Hann sat með þessu góða fólki,
glaður og reifur á fögru haustkvöldi
með fjöllin og sjóinn í Ólafsfirði fyr-
ir framan sig, þegar dauðinn sótti
hann heim fyrirvaralaust.
Honum var einstaklega annt um
Ólafsfjörð og reyndi að fylgjast sem
best með því sem þar var að gerast
hverju sinni. Þar voru líka rætur
hans og bernskuslóðir og þar var
ætíð hans heima hvar sem hann átti
sitt lögheimili eða dvaldist um
lengri eða skemmri tíma á ævinni.
Við Steini vorum ekki háir í loft-
inu þegar leiðir okkar lágu saman.
Aðeins örfá skref voru á milli heim-
ila okkar og nokkur frændsemi og
góð vinátta var milli foreldra okkar.
Steini var raunar tveimur árum
yngri en ég, en sá aldursmunur
skipti litlu, enda varð Steini
snemma stór og sterkur með af-
brigðum, svo að aflsmunurinn ent-
ist mér ekki í mörg ár.
Emma Jónsdóttir, móðir Steina,
var náskyld föður mínum og vin-
kona móður minnar, en Jón Frí-
mannsson eða Nonni, faðir Steina,
var fjarskyldari, en þeim mun nán-
ari var vinátta föður míns og hans
og samskipti þeirra mikil.
Jón eða Nonni eins og allir
nefndu hann rak myndarlegt véla-
verkstæði í Ólafsfirði og það eina á
þeim tímum. Það var á baklóðinni
við heimili hans og þar fyrir framan
var stór steinsteypt stétt. Alltaf var
eitthvað forvitnilegt að gerast á
verkstæðinu og stéttinni. Þangað
komu menn með bilaðar vélar úr
bátaflotanum og Nonni var að
skrúfa þær í sundur og setja þær
saman og svo var hann að logsjóða
með neistaflugið allt í kring og
smíða og hamra glóandi heitt járn
úr eldsmiðjunni. Við krakkarnir
urðum að fylgjast með öllu sem var
að gerast í þorpinu og verkstæðið
hans Nonna var ansi mikilsverður
staður í atburðarás þessara ára.
Þarna var Steini í lykilaðstöðu og
ekki ónýtt að leika með honum. Við
brölluðum býsna margt saman á
verkstæðinu og í nágrenninu, sem
mæður okkar hrifust ekki ætíð af.
Allir þessir merkilegu mótorar og
vélahlutir voru oftast útataðir í
smurolíu og komu því olíublettótt
föt okkar og hendur einatt upp um
lærdómsríkar rannsóknarferðir
okkar á verkstæðinu, en samsektin
treysti vináttuna.
Þegar á barnsaldri var Steini
orðinn geysifróður um allar báta-
vélar og vissi hvaða vél var í sér-
hverjum báti í Ólafsfirði og hve
mörg hestöfl og hvort hún hefði bil-
að oft og hvað hefði verið að. Það
kom því ekki á óvart að Steini legði
á skólaárum sínum stund á vél-
stjóranám og síðar nám í vélsmíði
og vélfræði. Hann varð líka
snemma mjög mikilsmetinn vél-
stjóri og vélfræðingur. Mér var
sagt að hann hefði verið einstaklega
glöggur á að finna hvað væri að ef
vél var biluð og var honum yfirleitt
nóg að hlusta á gang vélarinnar til
að vita hver bilunin var. Hann rak
vélaverkstæðið Nonni í Ólafsfirði
um langt skeið með föður sínum og
síðar meir að Nonna látnum á eigin
vegum og eftir að Steini og fjöl-
skylda hans fluttust til Reykjavíkur
á sjöunda áratugnum setti hann þar
á fót fyrirtæki með vélasölu og
vélaviðgerðir og rak það með fjöl-
skyldunni í áraraðir.
En ég held að einu hafi gilt hvað
Steini fékkst við hverju sinni á
starfsævinni, hugurinn var alltaf
tengdur Ólafsfirði og því sem þar
var að gerast eða hafði gerst. Þegar
við hittumst eða töluðumst við í
síma fékk ég að vita hvernig ætt-
fólki okkar vegnaði eða skólasystk-
inum okkar úr barnaskólanum,
hvernig aflabrögðin væru og hvort
vél hefði bilað í einhverjum togar-
anum eða vélbátnum. Og svo kom
öll pólitíkin. Steini fylgdist náið
með hvernig staða stjórnmálanna
var, einkum fyrir kosningar og
reyndi að hafa áhrif á gang mála.
Sjálfur sat hann í bæjarstjórn
Ólafsfjarðar í mörg ár fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, og var um skeið for-
maður rafveitunefndar og einnig
formaður vatns- og hitaveitunefnd-
ar.
Við vorum saman í stjórn FUS,
Garðars í Ólafsfirði, í mörg ár en
það merka félag stofnuðum við með
kunningjum okkar og vinum 1942.
Gallinn var bara sá að Steini var þá
aðeins 14 ára, en aldurslágmark var
16 ár samkvæmt ströngustu flokks-
lögum, hann komst því ekki í stjórn
fyrr en tveimur árum eftir form-
lega stofnun félagsins.
Steini var mikill áhugamaður um
leiklist og góður leikari enda lék
hann fjölda hlutverka í leiksýning-
um í Ólafsfirði og sat í stjórn Leik-
félags Ólafsfjarðar oftsinnis og um
skeið gegndi hann þar formennsku.
Svo var það fótboltinn. Hvorugur
okkar þótti neinn sérstakur snill-
ingur á fótboltavellinum á æskuár-
unum en allt að einu stofnuðum við
með nokkrum úrvalsvinum um 1935
sérstakt fótboltafélag. Við áttum
hins vegar enga peninga. Aðaltil-
gangurinn með félagsstofnuninni
var því að safna nægu fé til að geta
keypt einn fótbolta. Við betluðum
út peninga og héldum tombólur og
náðum loks markmiðinu. Fótbolt-
inn var keyptur. Enginn myndi líta
við slíkum bolta í dag. Þetta var
samansaumuð leðurtuðra, uppblás-
in með gúmmíblöðru sem loftið lak
úr ef sandur komst inn fyrir leðrið
og varð níðþung ef boltinn blotnaði.
Félagið okkar Steina lifði stutt og
eignaðist enga sögu fremur en ýmis
önnur álíka félög æskuáranna.
Steini varð síðar öflugur stuðn-
ingsmaður Íþróttafélagsins Leift-
urs og var þar í stjórn og formaður
um sinn. Hann fylgdist ætíð náið
með félaginu og var fastagestur á
vellinum þegar Leiftur keppti.
Honum tókst stöku sinnum að
draga mig með sér á völlinn þegar
mikið var í húfi. Og ég fylgdist með
Steina, hvernig hann lifði sig inn í
leikinn og varð innilega glaður þeg-
ar vel gekk og bókstaflega sorg-
mæddur ef árangurinn lét á sér
standa. Þá var það Ólfsfjörður,
heimabyggðin, sem var að vinna
eða tapa.
Nú er þessu öllu lokið. Steini,
þessi einlægi og góði vinur minn og
frændi er fallinn frá. Það verður bið
á Ólafsfjarðarfréttunum frá Steina.
Við hjónin og fjölskylda mín vott-
um Hólmfríði Jakobsdóttur, eftirlif-
andi eiginkonu Steina, börnum
þeirra og afkomendum og aðstand-
endum öllum einlæga samúð okkar
og biðjum þeim friðar og blessunar
á sorgartíð.
Baldvin Tryggvason.
Þvert af Skarfaskeri og Hríseyj-
arendi laus undan Múlanum. Þann-
ig hljóðuðu síðustu fiskimið sem ég
heyrði Þorstein frænda minn lýsa í
sjóferð er við hjónin fórum með
honum á báti okkar Sæunni ÓF 7
nú í september liðnum. Voru þetta
gömul fiskimið er hann kynntist í
sinni bernsku hjá föður sínum Jóni
Frímannssyni og félaga hans Will-
iam Þorsteinssyni. Þetta lýsir vel
hve stálminnugur Steini var 75 ára
gamall. Fyrir svo utan urmul af
gömlum vísum, ljóðum og sögnum
er hann hafði greinilegar í frásögn.
Steini varð ungur vélfræðisnill-
ingur, eftir að hafa lært fagið hjá
föður sínum og vélsmíði af afa sín-
um Jóni Þorsteinssyni, sem var
stofnandi Vélsmiðjunnar Odda hf. á
Akureyri og á efri árum landsfræg-
ur byssusmiður. Steini helgaði sig
vélstjórn um tíma vegna zink-eitr-
unar, sem hann varð fyrir í vél-
smiðjunni. Stofnaði síðan Vélsmiðj-
una Nonna hf. í Ólafsfirði með
föður sínum áður en hann lét af
störfum. Steini fór margar ferðir til
Þýskalands og Hollands til að fylgj-
ast með smíði margra skipa fyrir
Íslendinga og sá þá um leið um nið-
ursetningu allra véla í sömu skip.
Það þótti hann liðtækur í þeim efn-
um að sumar vélaverksmiðjurnar
gerðu hann að umboðsmanni sínum
á Íslandi. Hann sérhæfði sig í véla-
stillingum og átti tæki til slíks þar
sem hann treysti ekki alveg sínu
næma eyra. En hver sem sá og
fylgdist með honum í heimi vélanna
treystu yfirleitt á hans perónulegu
næmni. Mér er minnisstæð frásögn
hans af ferð er hann var fenginn til
að fara sem yfirvélstjóri á fiskiskipi
frá Akranesi, með lélega aðalvél til
vélaskipta erlendis. Lentu þeir í
vondu veðri við Ísland og er þeir
nálguðust Shetlandseyjar var vél-
arhrófið að gefast upp, en með létt-
ari skrúfuskurði, minna álagi og
næmni Steina komust þeir alla leið
án aðstoðar.
Það er engum ofsögum sagt að
Þorsteinn Jónsson hafi verið maður
athafna og um margt var hann
frumkvöðull. Hjá vélsmiðjunni
Nonna hér í Ólafsfirði störfuðu
mest 28 menn, og voru þeir í verk-
um víða um land. Segir þetta mikið
um stórhug þann og athafnagleði er
bjó í frænda mínum. Vildi hann
stuðla að atvinnuuppbyggingu og
framfaramálum á þann hátt er
hann kunni bestan.
Steini var vel að manni og var
fenginn til lögreglustarfa á manna-
mótum í Ólafsfirði, þá átti hann
TaunusTransit sem var um tíma
eina sjúkrabifreiðin í bænum og
hann stjórnandi hennar.
Steini var afar liðtækur leikari og
söngvari, lék aðalhlutverk í fjölda
sýninga í bænum, söng gamanvísur
og þótti frábær skemmtikraftur. Þá
var hann liðtækur í stjórnmálum og
sat nokkur ár í bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar og nefndum bæjarins.
Hann var einn af stofnendum
Golfklúbbs Ólafsfjarðar og lipur
golfari. Hann var mikill knatt-
spyrnuáhugamaður og stuðnings-
maður sinna manna.
Steini vildi vita af sínu fólki, og
hafði hann gjarna samband að
fyrra bragði, bara til að heyra
hvernig stæði til og hvernig fólk
hefði það. Segja má að þó að fjöl-
skyldan tæki sig upp og flytti bú-
ferlum til Reykjavíkur, þá flutti
Steini aldrei allur. Hugur hans var
með okkur hér fyrir norðan, og
fylgdist hann gjörla með því sem
hér var að gerast og hvernig mann-
lífinu liði.
Það var því merkilegur leikur hjá
honum sem öllu ræður að frændi
minn skyldi koma hingað norður til
okkar, á staðinn sem honum var svo
kær, og ráðast í að gera alla þá
hluti er voru honum svo hugfólgnir
frá fyrri tíð, róa til fiskjar, bauka á
bryggjunum, og vitja vina og kunn-
ingja hér í Ólafsfirði. Hafði hann
það á orði skömmu áður en að kallið
kom, að mikið lifandi skelfing liði
sér nú vel. Var frændi minn orðinn
lúinn af lífsins göngu og veit ég að
nú er hann kominn til góðra og líð-
ur vel. Viljum við þakka honum fyr-
ir kynnin gegnum árin og óskum
honum Guðs blessunar.
Vinir og vandamenn við
Hlíðarveg í Ólafsfirði.
ÞORSTEINN SIGUR-
BJÖRN JÓNSSON
Fleiri minningargreinar um Þor-
stein S. Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.