Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 21
Sýningarlok | Á morgun er síðasti sýningardagur sýninga Eyjólfs Ein- arssonar í vestursal og Sæmundar Valdimarssonar í miðrými Kjarvals- staða. Sýning Eyjólfs ber yfirskrift- ina Hringekjur lífsins og er áhersl- an á stór málverk sem lista- maðurinn hefur verið að vinna undanfarin ár og ekki hafa verið sýnd áður. Sæmundur Valdimars- son er löngu orðinn kunnur fyrir trémyndir sínar sem hann vinnur úr rekaviðardrumbum. Myndirnar sýna ævintýraverur hulduheima sem standa landsmönnum nærri í gegnum þjóðtrú og sagnaminni. Kl. 15.00 á morgun, sunnudag verður leiðsögn um sýningar Eyjólfs og Sæmundar. Morgunblaðið/Jim Smart Mosfellsbæ | Leikfélag Mosfells- bæjar frumsýndi í gær leikritið Hobbitann, sem byggt er á sam- nefndri sögu J.R.R. Tolkien. Á morgun, sunnudag, verður önnur sýning á þessari leikgerð hins sígilda bókmenntaverks sem fjallar um Hobbitann Bilbó Bagga sem leggur í langferð með Dvergum fyrir til- stuðlan Galdrakarlsins Gandalfs. Lendir hann í ýmsum ævintýrum, hittir tröll, álfa, köngulær og dreka, auk þess sem hann finnur, í fylgsni verunnar Gollris, hring sem á eftir að verða honum bæði til gæfu og þjáningar.    Hobbitinn HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 21 Reykjavík | Sextíu og þrjú prósent nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur náðu því viðmiði í ár- legri lesskimun, sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stendur fyrir, að geta lesið sér til gagns. Hluti þeirra sem ekki náðu þeim árangri þurfa stuðn- ing í lestri. Þetta kemur fram í nið- urstöðum nýrrar skýrslu á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar. Í fyrra náðu sextíu og sjö prósent nemenda viðmiðinu, fjórum prósentum fleiri en í ár. „Þessi munur er talinn eðlilegur og stafar trúlega af því að prófið er ekki lagt fyrir á nákvæmlega sama degi og ekki á sama tíma í öllum skól- um,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur. Tækifæri til samanburðar og vöktunar á lestrarkunnáttu Ennfremur komu fram vísbend- ingar í skýrslum Fræðslumiðstöðvar- innar um að miklar framfarir yrðu á lesskilningi frá lokum annars bekkjar og að upphafi þriðja bekkjar, en mik- ill munur var á niðurstöðum kannana sem framkvæmdar voru um haust og vor. „Þannig sáum við að það gerðist mikið frá vori og fram á haust,“ segir Gerður. Rannsóknunum er ætlað að vakta stöðu lestrarkunnáttu barna strax í upphafi skólagöngunnar, til þess að sjá hvar þörf er á stuðningi í lestri samkvæmt einstaklingsáætlunum. Einstakir skólar fá einnig tækifæri til að bera árangur nemenda sinna sam- an við meðalárangur nemenda í öðr- um skólum og borginni sem heild og sjá hvað megi bæta. Þannig kom í skýrslunni fram um fjörutíu pró- sentustiga munur á besta og lakasta árangri einstakra skóla í lestrarskim- unarprófinu. Það getur bæði verið vegna mismunandi tímasetningar prófanna og einnig vegna þess að nemendur koma mismunandi undir- búnir í skólann hvað varðar lestrar- kunnáttu. Einnig var marktækur munur á árangri drengja og stúlkna, en stúlkur voru um fjórum prósent- um yfir drengjum að meðaltali. Gerður segir að nú sé ætlast til að skólarnir nýti niðurstöður skiman- anna til að skipuleggja lestrar- kennslu. „Það var einnig nokkuð merkilegt að sjá að viss fylgni var milli þess þegar börn sögðust hafa ánægju að því að lesa sjálf og góðs ár- angurs í prófinu.“ Niðurstöður lesskimunar í 2. bekk Mikill munur á einstökum skólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er öllum hollt að lesa góða bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.