Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 27
Beygla með pastrami-skinku Beygla eftir smekk (mæla með beyglu með öllu) Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum Grand salat agúrkur rauðlaukur græn paprika tómatar ólífur pastrami-skinka hvítlaukssósa hunangssinnep pipar Kljúfið beygluna og ristið í ofni. Smyrjið með rjómaosti og setjið síðan ofan á salat, agúrkusneið- ar, rauðlaukssneiðar, sneiðar af papriku og tómatasneiðar og ólífur. Þá kemur skinkan og síð- an hvítlaukssósa og hunangs- sinnep ofan á hana og að lokum smávegis af pipar. Skerið í tvennt og beyglan er tilbúin. MATARKISTAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 27 SAMKVÆMT því sem eigendur beyglustaðanna komast næst eru til heimildir um bakaðar beyglur allt frá sautjándu öld. Árið 1683 ákvað bakari frá Vín í Austurríki að baka sérstakt brauð til heiðurs konungi Pól- lands, Jan III Sobieski. Konung- urinn var fær knapi og ákvað bakarinn því að baka brauð í lag- inu eins og ístað en austurríska orðið yfir ístað er beugel. Sumir halda að lagið hafi verið eins og skeifa til að auðvelda bökurum að bera þær til viðskiptavina. Þær voru þræddar upp á stöng og þannig bornar milli staða. Beyglur fyrst á sautjándu öld Baka einnig súrdeigsbrauð og sætindi Einnig eru seldir þar ýmiss kon- ar súrdeigsbrauðhleifar, hnetu- brauð, hafrabrauð með graskers- fræjum og margar fleiri tegundir svo og sætabrauð. Auk þess sem viðskiptavinir geta keypt hinar ýmsu tegundir af beyglum og tekið með heim ósmurðar þá er líka boðið upp á samlokubeyglur. En hvernig á að borða beyglu? „Það er í raun engin sérstök hefð fyrir því að borða þær á einn vissan hátt. Roskið fólk í New York borðar beyglurnar sínar heilar og ósmurðar en síðan smyr þorri New York-búa þær með rjómaosti. Flest- ir rista þær líka eða hita en það þarf alls ekki að gera.“ Frank segir að vinsælasta teg- undin af samlokubeyglum hjá þeim sé með kjúklingi og beikoni. Hér kemur uppskriftin: Samlokubeygla með kjúklingi og beikoni Beygla eftir smekk sítrónu-og piparmaríneruð kjúk- lingabringa skorin í strimla stökkt, steikt beikon létt majónes hreinn rjómaostur tómatsneiðar jöklasalat Skerið beygluna í tvennt eftir endilöngu og ristið hana. Smyrjið léttmajónesi á annan helminginn og rjómaosti á hinn. Setjið síðan beikonið, kjúklinga- bringuna og grænmetið eftir smekk á beygluhelminginn og lokið með hinum. Á VEITINGASTAÐNUM Vox á Nordica-hótelinu standa nú yfir kanadískir sælkeradagar í tilefni af heimsókn Adrienne Clarke, landstjóra Kanada, til landsins. Hákon Már Örvarsson, yfirmatreiðslumaður á Vox og brons- verðlaunahafi í Bocuse d’Or-matreiðslukeppninni, Oliver Bartsch, yfirmatreiðslumaður landstjórans, og Pierre La- framboise, vínráðgjafi landstjórans, hafa sett saman sjö rétta matseðil, þar sem eingöngu er að finna rétti úr kan- adísku hráefni og með þeim er eingöngu borið kanadískt vín. Kanadísku vínin hafa að sögn forráðamanna staðarins komið gestum þægilega á óvart, enda höfðu margir ekki hugmynd um að í Kanada væri yfirleitt ræktaður vínviður. Þar er víngerð þó talsverð og í miklum vexti. Kanadísk vín á markaðinn eftir 4–5 mánuði Rob Scapin, yfirvíngerðarmaður Vincor í Niagara Falls í Ontario, sagði í samtali við Morgunblaðið að kanadísku vínunum hefði verið vel tekið. Aðspurður hvort neytendur myndu eiga þess kost að kaupa kanadísk vín hér á landi, sagði Scapin að fulltrúar vínframleiðenda, sem hér eru staddir, hefðu átt fund með fulltrúum Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins og væru að skoða leiðir til að flytja inn kanadísk vín til Íslands. Gera mætti ráð fyrir að kanadísk vín kæmu á markaðinn hér eftir 4-5 mánuði. Scapin sagðist ekki gera ráð fyrir að innflutningurinn yrði í miklum mæli til að byrja með og líklegt væri að vínin fengjust aðallega á veitingahúsum í fyrstu. „Fæstir vita yfirleitt að í Kanada eru framleidd gæðavín. Við þurfum því að byrja að sá fræjum þekkingar á vörunni okkar,“ sagði Scapin. Kanadísk vín senn fáanleg Morgunblaðið/Árni Torfason Rob Scapin frá Vincor International og Tony Stewart frá Quail’s Gate Estate Winery með sýnishorn. Hvítlaukstöflur úr ferskum hvítlauk er þeim mun virkari sem þær innihalda meira af virka efninu ALLICIN. Bestur árangur í rannsóknum hefur náðst með töflum sem innihalda yfir 3,6 mg af allicin. Því var ákveðið að nýju hvítlaukstöflurnar frá Heilsu innihaldi 4 mg af allicin í hverri töflu. Þær eru engu að síður lyktarlausar. Þessar nýju hvítlaukstöflur Heilsu eru einhverjar þær sterkustu sem fáanlegar eru hérlendis í dag. Þegar þú kaupir þér glas af hvítlaukstöflum færðu annað eins með á hálfvirði! Nánari upplýsingar um hvítlauk má finna í Nýju íslensku lyfjabókinni (Lyfjabókaútgáfan), Bætiefnabókin (Mál og menning) og á www.heilsa.is/bætiefni STERKARI HVÍTLAUKSTÖFLUR KRAFTAVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.