Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var á köflum skondið að fylgj- ast með tilraunum Þuríðar Back- man, 5. varaforseta Alþingis, í vik- unni, til að láta þingmenn segja „frú forseti“ en ekki „herra for- seti“, þegar hún sat í forsetastól og stýrði fundum Alþingis. Svo virðist nefnilega sem þingmönnum sé tam- ara að segja „herra forseti“ en „frú forseti“, þrátt fyrir að æ algengara sé að verða að konur stýri fundum Alþingis. Sumar þeirra hafa senni- lega látið það kyrrt liggja þótt þingmenn hafi ítrekað ávarpað þær sem herra, en Þuríður er greinilega ekki á því. Hún var óþreytandi í vikunni og áminnti m.a. eigin for- mann, Steingrím J. Sigfússon, for- mann vinstri-grænna. Svona hljóð- aði t.d. upphaf þingræðu hans í vikunni, þegar Þuríður sat í for- setastól: „Herra forseti. Ég hef leyft mér að leggja fram fyrirspurn til hæstvirts félagsmálaráðherra varðandi upphæðir …“ Hér greip Þuríður frammí og sagði: „frú for- seti“. Áfram hélt Steingrímur: „… Frú forseti … ég skal bara kalla félagsmálaráðherra ,,frú fé- lagsmálaráðherra“ í staðinn.“ Þing- ræðurnar í vikunni byrjuðu því gjarnan svona: „Herra … ég meina frú forseti …“ Þeim fór þó fram, þingmönnunum, í þessum efnum eftir því sem leið á vikuna. Þegar þingmaður tekur til máls á Alþingi skal hann fylgja ákveðnum reglum og þingvenjum. Í þingsköpum segir m.a. að ræðu- maður skuli jafnan víkja ræðu sinni til forseta eða fundarins „en eigi ávarpa nokkurn einstakan þing- mann“. Er kveðið á um að kenna skuli þingmann við kjördæmi hans eða nefna hann fullu nafni. Sam- kvæmt gamalli þingvenju ber ræðumanni einnig að segja: „hátt- virtur þingmaður …“ og „hæstvirt- ur ráðherra …“ Þingmönnum gengur, eins og bú- ast má við, misjafnlega vel að venj- ast þessum reglum. A.m.k. þurfti forseti Alþingis, Halldór Blöndal, af og til í vikunni að minna nokkra nýja þingmenn og glænýjan ráð- herra á að ekki eigi að ávarpa beint nokkurn einstakan þingmann, heldur fylgja fyrrgreindum reglum. Sennilega eru þetta reglur sem þingmenn venjast með tímanum, en stundum verða þær þeim kannski „of tamar“ ef svo má að orði kom- ast. Vísa ég til þess að fyrir nokkr- um árum virtist einn ráðherrann vera orðinn svo ruglaður á öllum þessum „háttvirtu“ þingmönnum og „hæstvirtu“ ráðherrum að hann sagði „hæstvirtur ræðustóll“. En auðvitað er það ekki skrítið þótt þingmenn, sem hafa atvinnu af að því að ræða málin í þingsal, skuli einstaka sinnum verða upp- vísir að því að mismæla sig. Þannig sagði Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, í vikunni þegar málefni Impregilo voru til umfjöllunar: „Telur hann ekki rétt að styrkja Vinnueftirlitið þannig að það geti haft fullan mann á virkj- unarsvæðinu?“ Átti Össur þarna að sjálfsögðu við að Vinnueftirlitið hefði mann í fullu starfi á virkj- unarsvæðinu og hefur það verið leiðrétt á Alþingisvefnum. Það skal reyndar tekið fram að ræðutími Össurar var að renna út þegar hann lét þessi orð falla og því hefur honum sjálfsagt legið á að koma öllu sínu að, áður en hann þurfti að yfirgefa ræðustólinn. Já, þingmenn geta mismælt sig, eins og aðrir, en þeir geta líka ver- ið orðheppnir. Til dæmis brosti þingheimur þegar Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður VG, lét eft- irfarandi ummæli falla í snarpri orðasennu við landbúnaðarráð- herra, Guðna Ágústsson, um lög og reglur í laxeldi. „Herra forseti. Eldislaxinn fer nákvæmlega þang- að sem honum dettur í hug. Hann veit ekki að ráðherra hefur sett reglugerð um að einhverjir firðir eigi að vera honum lokaðir. Það er bara þannig.“ Hins vegar veit und- irrituð ekki hvort þingheimur hefur brosað þegar landbúnaðarráðherra sagði eftirfarandi: „Þetta slys sem átti sér stað í Neskaupstað var hörmulegt slys og ég harma þá nið- urstöðu. Fiskurinn hlaut einhvers staðar að koma upp. Við skulum vona að sem mest af honum hafi drepist eða fari til Færeyja eða eitthvað annað. Ég býst við að hluti af honum sé svona eins og Keikó, ósjálfbjarga í hafinu, en það er önnur saga.“ Ráðherra kom reynd- ar aftur upp og tók fram að hann bæði ekki færeysku fiskeldi böl- bæna. „Færeyingar stunda það hins vegar að veiða lax í sjó og ég vona að þeir nái þessum laxi sem hér slapp þannig að það er mik- ilvægt.“      Herra … frú forseti! EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is FORELDRARÁÐ Mýrarhúsaskólasamþykkti í fyrradag að skora á bæj-arstjóra Seltjarnarness og formannskólanefndar að mæta á almennan foreldrafund til að skýra sjónarmið sem liggja til grundvallar samþykkt bæjarstjórnar að sameina yfirstjórn grunnskólanna í bænum. Þorsteinn Magnússon, formaður foreldraráðs- ins, segir að jafnframt verði leitað eftir sam- starfi við foreldraráð Valhúsaskóla við skipu- lagningu slíks fundar. Mikil óánægja er meðal kennara og starfs- fólks skólanna vegna fyrirhugaðrar samein- ingar sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness á miðvikudag. Óánægjan beinist fyrst og fremst að aðdraganda ákvörðunar- innar og að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur, kennara eða foreldrafélög. Hún sé tekin án nokkurrar úttektar á kostum sameiningar og faglegar forsendur séu veikar. Formaður skólanefndar Seltjarnarness, Bjarni Torfi Álfþórsson, og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri áttu fund með skólastjórum og að- stoðarskólastjórum beggja skólanna á fimmtu- dag. Bjarni, sem lagði fram umrædda tillögu í bæjarstjórn, segist hafa lagt áherslu á að mark- mið þeirra væri að gera skólasamfélagið betra. Þetta sé síst af öllu aðför að kennurum, for- eldrum eða börnum. Höfnuðu að hitta formann skólanefndar Fulltrúar foreldrafélaga og foreldraráða beggja skólanna áttu fund í gær með bæj- arstjóra og skólanefndarformanni. Bjarni segir að þar hafi verið greint frá afstöðu bæjaryf- irvalda. „Það eru allir nokkuð sáttir við það að þessi breyting verði gerð en menn greinir á um aðferðafræðina, sem við völdum að fara. En hún var mjög meðvituð,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Bjarni segir að bæjaryfirvöld í sam- ráði við foreldrafélögin muni boða til almenns fundar um skólamál á Seltjarnarnesi með for- eldrum allra barna skólanna í annarri viku héð- an í frá. Jafnframt hefur hann óskað eftir fundi með kennurum skólanna og fer til fundar við kennara Valhúsaskóla á þriðjudaginn. Hins vegar höfnuðu kennarar í Mýrarhúsaskóla að hitta hann. Sigurður Þór Ágústsson, kennari í Mýr- arhúsaskóla, segir að því boði hafi verið hafnað þar sem Bjarni hafði nægan tíma til að ráðfæra sig við kennara áður en hann lagði fram tillög- una. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir þetta stefnumótandi ákvörðun og nú hefjist undirbúningur að framkvæmd tillögunnar í fullu samráði við skólasamfélagið allt. Hann segir það hlutverk lýðræðiskjörinna fulltrúa bæjarbúa að móta framtíðina. Þessi breyting sé gerð með hagsmuni nemenda að leiðarljósi og þeir fari saman við hagsmuni skólafólks. Eðli- legt sé að það heyrist hæst í þeim sem gagn- rýna málsmeðferðina en flestum finnist samein- ing skólanna góður kostur til framtíðar. Grunnskólar helst sem eina heild Hann segir að lengi hafi verið fjallað um þessi mál formlega og óformlega innan bæj- arins og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands hafi skrifað greinargerð um málefni grunnskóla Seltjarnarness árið 1999. Í henni segir að æskilegt sé að líta á grunnskólana báða á Seltjarnarnesi sem eina skipulags- og stjórn- unarheild. Þannig sé hægt að skapa sem mest- an sveigjanleika í nýtingu starfsliðs, húsrýmis, gagna, tækjabúnaðar og sérfræðiþekkingar. Þetta sé því gert til að efla skólastarfið, auka sóknarfæri kennara og bæta menntun nem- enda. Við sameiningu skólanna verður aðeins einn skólastjóri. Jónmundur tekur skýrt fram að ekki verði fækkað í starfsliði skólanna vegna þessarar breytingar. Ef til vill þurfi að fjölga millistjórnendum. Markmiðið sé ekki að skera niður fjármagn sem bæjarfélagið leggi í skólana heldur nýta hverja krónu betur. Í tillögunni, sem samþykkt var af bæj- arstjórninni í fyrradag, segir að grunnskólar Seltjarnarness verði frá og með skólaárinu 2004–2005 gerðir að sameiginlegri fag- og rekstrareiningu er lúti stjórn eins skólastjóra í stað tveggja eins og nú er. Tilgangurinn sé að skapa ölfuga skólaheild sem í senn búi yfir sveigjanleika og frelsis smærri skóla og styrk- leika og hagræði stærri skóla. Deilan snýst að sumu leyti um það hvort ekki hafi verið byrjað á vitlausum enda. Fyrst hefði átt að ráðfæra sig við fólkið sem komi að skóla- starfinu og skipuleggja undirbúninginn í sam- ráði við það. Gagnrýni á efnislegan þátt málsins heyrist síður. Þó hafa kennarar og starfsfólk í Valhúsaskóla mótmælt harðlega hvernig sam- eining skólanna var kynnt í fylgigögnum á fundi bæjarstjórnar. Í ályktun segja þeir rökstuðning við tillöguna algerlega marklausan og mót- sagnakenndan. Andstaðan er einnig mikil í starfsliði Mýr- arhúsaskóla. Boðað var til skyndifundar á mið- vikudagskvöld, strax að loknum bæjarstjórn- arfundi. Þar var yfirlýsing samþykkt þar sem fullum stuðningi við núverandi stjórnendur skólans var lýst yfir og sagt að valdníðsla af þessu tagi væri ekki viðunandi. Yrði fimmti stærsti grunnskólinn Í rökstuðningi kennara Valhúsaskóla segir að það sé ekki rétt, sem fram komi í tillögu um sameiginlega stjórn grunnskóla Seltjarnarness, að í bænum starfi tveir fremur fámennir skólar hvor á sínu skólastigi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands sé meðalstór grunnskóli á landinu með 232 nemendur. Í Valhúsaskóla séu 313 nemendur en 453 í Mýrarhúsaskóla. Alls séu þetta því 766 nemendur og yrði sameinaður skóli sá fimmti stærsti í landinu. Bent er á að í greinargerð Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskóla Íslands leggja höfundar sérstaka áherslu í lokaorðum sínum að reynsl- an sýni að affarasælast sé að vinna að öllum skólabreytingum í nánu samráði við starfslið skólanna og freldra. Góð umræða, kynning og undirbúningsstarf sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til. Í nýsamþykktri tillögu sé ekki gert ráð fyrir faglegri ákvarðanatöku, skóla- nefnd sé ekki látin fjalla um málið og ekki sé leitað eftir áliti foreldra. Skýrslan fjallaði ekki um sameiningu skólanna Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í Kenn- araháskóla Íslands og annar höfundur skýrslu Rannsóknarstofnunar KHÍ um grunnskóla Sel- tjarnarness, segir greinargerðina sem vitnað er til í þessu samhengi fjalla með engum hætti um sameiningu skólanna. Sé greinargerðin notuð til að mæla með eða gegn sameiningu skólanna sé efni hennar slitið úr samhengi. Aðspurður hvað honum finnist um samein- ingu skólanna segir hann afskaplega æskilegt að það sé einhver yfirsýn yfir skólastarfið í bænum. Þegar skýrslan hafi verið rituð var í umræðunni að setja t.d. fræðslustjóra yfir skólana. Það komi til greina að sameina þessa skóla en um leið sé ákaflega mikilvægt hvernig að því sé staðið. Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjóra- félags Íslands, segir sameiningu ekki hafa kom- ið inn á borð félagsins. Hennar skoðun sé sú að þetta sé ekki rétt aðferð burtséð frá því hvort sameiningin sé góð eða slæm. Hún segir það af- ar siðlaust að ákveða þessa sameiningu án þess að hafa samband við stjórnendur þessara skóla og annað starfsfólk. Þorsteinn Magnússon, formaður for- eldraráðs Mýrarhúsaskóla, segir að ráðið hafi fyrir nokkru pantað fund með bæjarstjóra. Þá hafi þetta mál ekki verið komið upp. Fundinn sátu auk bæjarstjóra, formaður skólanefndar og grunnskólafulltrúi og var samþykkt bæj- arstjórnar frá því á miðvikudag að sjálfsögðu rædd en Þorsteinn vildi ekki greina frá efni samtala á fundinum. Hann segir að stjórn foreldraráðsins hafi í kjölfarið komið saman og ákveðið að skora á bæjarstjóra og formann skólanefndar Seltjarn- arness að mæta á almennan foreldrafund til að skýra sjónarmið sem liggja til grundvallar sam- þykkt bæjarstjórnar, að sameina yfirstjórn grunnskólanna í bænum. Jafnframt að leitað yrði eftir samstarfi við foreldraráð Valhúsa- skóla um að halda slíkan fund. Katla Kristvinsdóttir, formaður foreldraráðs Valhúsaskóla, segir fulltrúa foreldra ekki á móti tillögu bæjarstjórnarinnar sem slíkri held- ur meðferð hennar. Grundvöllur fyrir áfram- haldandi farsælu starfi í skólanum sé samráð og samvinna allra aðila. Því sé fólk svekkt og finn- ist að betur hefði átt að standa að þessum mál- um í þessu góða bæjarfélagi. Ályktun for- eldraráðsins þar sem lýst var yfir óánægju með þessi vinnubrögð var lesin upp á fundi bæj- arstjórnar. Var óskað eftir faglegum undirbún- ingi og kynningu á framkvæmdinni. Katla minnir á að á skólanefndarfundi í mars á þessu ári var rætt um að fá viðurkennda aðila til að kanna kosti og galla sameiningar skól- anna og hefja undirbúningsvinnu. Sú vinna hafi ekki farið fram svo hún viti til. Hálmstrá rökþrota manns Sunneva Hafsteinsdóttir, sem situr í bæj- arstjórn Seltjarnarness fyrir minnihluta Nes- listans, segist hafa lagst gegn þessari tillögu og lagt til á bæjarstjórnarfundi að henni yrði vísað frá. Það hafi verið fellt af meirihluta sjálfstæð- ismanna. Hún segir eins og fram kom í máli Kötlu að sameining skólanna hafi verið í eðlilegum far- vegi í mars sl. Þá hafi verið samþykkt að fá fag- legt mat á kostum og göllum sameiningar skól- anna sem unnið væri af hlutlausum aðilum sem vinni að skólamálum. Síðan komi þessi tillaga frá meirihlutanum eins og þruma úr heiðskíru lofti með fundargögnum fyrir bæjarstjórn- arfund síðasta föstudag. Þar sé skrefið tekið til fulls án nokkurrar faglegrar skoðunar eða sam- ráðs við skólanefnd. Sunneva segir bæjarstjóra vitna aftur og aft- ur í skýrslu frá árinu 1999 sem var alls ekki um sameiningu skólanna. Höfundur skýrslunnar styður þá frásögn Sunnevu. Hún segir Jón- mund leiða umræðuna á villigötur með því að vitna í þessa skýrslu og það endurspegli mál- flutning rökþrota manns að hennar mati. Hann grípi þetta hálmstrá og það sé ekki vel gert gagnvart fræðimönnunum. Breytingar á skólum verða ekki gerðar með því að ýta á einn takka að mati Sunnevu. Það þurfi samvinnu allra ef snúa eigi skipinu og taka aðra stefnu í málaflokknum. Henni finnst allar breytingar og framfarir í skólastarfi spennandi en ekkert gerist nema fólkið sé haft með í ráðum og ákvörðunin hvíli á sterkum fag- legum rökum. Starfið sé þess eðlis. Bæjarstjóri komi á foreldrafund Bæjarstjóri Seltjarnarness og formaður skólanefndar hafa verið harðlega gagnrýndir í bæjarfélaginu fyrir máls- meðferð tillögu þegar bæjarstjórnin samþykkti að sameina yfirstjórn grunnskólanna á næsta ári. Björgvin Guðmunds- son hefur fylgst með framvindu málsins. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn bjorgvin@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.