Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
* 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Alltaf á laugardögum
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
Hafðu samband!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
EFRAÍN Ríos Montt geturum flest talist óvenju-legur frambjóðandi í for-setakosningum. Í heima-
landi sínu, Guatemala, er hann í hópi
þekktari manna enda var hann um
skeið einræðisherra og illræmdur
fyrir grimmd og hörku. Hann er
einnig trúmaður mikill og messaði á
sínum tíma yfir alþýðu manna í sjón-
varpi. Nú leitar hann eftir stuðningi í
embætti forseta Guatemala og segir
að hann muni leita til guðs eftir hjálp
við að leysa djúpstæðan vanda lands-
manna.
Í viðtölum segir Ríos Montt að
mikilvægasta verkefnið í Guatemala
sé að tryggja friðinn og fá landsmenn
til að halda áfram vegferð sinni í stað
þess að festast í fortíðinni. Ekki kem-
ur á óvart að frambjóðandinn haldi
þessum framtíðar-boðskap á lofti
þegar hafður er í huga hlutur hans í
sögu landsins. Ríos Montt heldur nú
kosningafundi vítt og breitt um land-
ið. Og hann virðist eiga sér ýmsa
bandamenn; hann hefur m.a.s. komið
fram með fyrrum foringja skæruliða í
Guatemala. Kannanir gefa til kynna
að margir séu tilbúnir að hlusta.
Ríos Montt heldur því fram að
hann sæti árásum fyrir þær sakir ein-
ar að ríkisstjórn hans fór með sigur
af hólmi í borgarastyrjöldinni blóð-
ugu í landinu sem stóð í 36 ár.
Frambjóðandinn er 77 ára gamall
og kveðst bjartsýnn fyrir hönd þjóð-
arinnar. Landsmenn megi hins vegar
ekki festast í hinu liðna; þeir þurfi að
horfa fram á við.
Guatemala er lítið ríki í Mið-
Ameríku. Þar búa rúmar 12 miljónir
manna. Landsmenn eru flestir fátæk-
ir og búa við einhverja þá mestu mis-
skiptingu auðsins sem þekkist í þess-
um heimshluta. Tæp 2% þjóðarinnar
eru talin ráða yfir 58% þjóðarauðsins
og níu af hverjum tíu íbúum draga
fram lífið undir fátæktarmörkum.
Glæpaverk og trúboð
Efraín Ríos Montt herforingi
rændi völdum í Guatemala árið 1982.
Hann ríkti aðeins í eitt ár því und-
irsátarnir risu upp gegn honum.
Hann fór hins vegar með völdin þeg-
ar borgarastríðið var í hámarki og
stjórnarherinn og vinstrisinnaðir
skæruliðar háðu marga blóðuga orr-
ustuna. Hann er sakaður um að hafa
staðið fyrir fyrir ýmsum hroðalegum
aðgerðum. Einræðisherrann fyr-
irskipaði m.a. hermönnum að upp-
ræta þorp fjalla-indíána til að koma í
veg fyrir að skæruliðar gætu fengið
þar skjól og vistir en hann fullyrti að
uppreisnaröflin nytu aðstoðar þeirra.
Þyrlur voru sendar til loftárása á
vopnlausa indíana. Tugir þúsunda
manna féllu. Dauðasveitir stjórn-
valda voru einnig stofnaðar að und-
irlagi einræðisherrans.
Friður komst loks á í Guatemala í
desember 1996. Þá höfðu um 200.000
manns týnt lífi í borgarastríðinu.
Mannréttindasamtök segja að stjórn
Ríos Montt beri ábyrgð á mörgum
hroðalegustu grimmdarverkunum í
sögu Rómönsku-Ameríku. Einræð-
isherrann fyrrverandi hefur m.a. ver-
ið ákærður fyrir þjóðarmorð vegna
óhæfuverka sem framin voru í valda-
tíð hans.
Ríos Montt stofnaði Lýðveldisfylk-
ingu Guatemala (Frente Republicano
Guatemalteco, FRG), flokkinn sem
nú ræður forsetaembættinu í land-
inu. Hann var forseti þingsins í
Guatemala en hefur nú tekið sér leyfi
frá störfum til að taka þátt í forseta-
kosningunum sem fram fara 9. nóv-
ember. Vinir einræðisherrans fyrr-
verandi í hæstarétti Guatemala
tryggðu honum rétt til að bjóða sig
fram þrátt fyrir að lög séu í gildi í
landinu þess efnis að fyrrum valda-
ræningjar megi ekki gefa kost á sér
til opinberra embætta. Sigri Ríos
Montt mun hann áfram njóta þeirrar
friðhelgi sem komið hefur í veg fyrir
að hann hafi verið dreginn fyrir rétt.
Tapi hann á hann á hættu að glata
friðhelginni.
Ríos Montt kveðst telja að íbúar
Guatemala geti upprætt spillinguna,
bætt efnahaginn og stöðvað ofbeldis-
ölduna sem riðið hefur yfir með því
að fylgja kristnum siðareglum. Hann
forðast að gera nákvæmari grein fyr-
ir stefnu sinni en segir að sem forseti
muni hann „aldrei þvinga þjóðina“.
Hann kveðst hins vegar fylgjandi því
að afdráttarlaust, kristilegt gildismat
verði upphafið í samfélaginu því ella
muni þjóðin villast af leið.
Stjórn hins „góða fordæmis“
Er Ríos Montt fór með völdin í
Guatemala voru reglur skýrar og af-
dráttarlausar. Útgöngubanni var
komið á. Hann hefti sölu á áfengi og
bannaði notkun þess við ákveðin
tækifæri. Á hverjum sunnudegi flutti
hann síðan stólræður í beinni útsend-
ingu í sjónvarpi þar sem hann mess-
aði yfir kaþólskum söfnuði.
Verði hann forseti hyggst hann
stjórna landinu með „góðu fordæmi“,
gera aðeins það sem er „viðeigandi,
réttlátt og sanngjarnt“. Hann kveðst
einn frambjóðenda geta skapað „við-
eigandi siðferðisgrundvöll“ í landinu.
„Ef við viljum tryggja siðlegt fé-
lagslegt kerfi verður það að byggjast
á andlegum og siðferðislegum gildum
sem eru öllum hagsmunum æðri,“
segir hann.
Fyrrum vinir skipta um skoðun
Stjórnvöld í Bandaríkjunum
studdu á sínum tíma einræðisstjórn
Efraín Ríos Montt. Í desem-
bermánuði árið 1982 sagði Ronald
Reagan, þáverandi forseti Bandaríkj-
anna, að Ríos Montt væri „vammlaus
maður“ sem yrði fyrir óréttmætum
árásum á sviði mannréttinda.
Frambjóðandinn er sýnilega stolt-
ur af vináttunni við Reagan og sýnir
gjarnan ljósmynd af þeim tveimur.
Afstaða ráðamanna í Bandaríkjunum
hefur hins vegar breyst. Bandaríska
utanríkisráðuneytið skýrði frá því
fyrr í ár að sigur hans í forseta-
kosningunum myndi hafa skaðleg
áhrif á samband Bandaríkjanna og
Guatemala. Frambjóðandinn segir
það engu breyta: „Það er vilji fólksins
sem skiptir máli.“
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum mun Rios Montt tæpast fara
með sigur af hólmi. Hann er nú í
þriðja sæti. En fylgi við hann fer vax-
andi. Hugsanlegt er að hann nái öðru
sætinu og tryggi sér þar með þátt-
tökurétt í seinni umferð kosninganna
sem fram fer 28. desember fái enginn
frambjóðandi hreinan meirihluta í
þeirri fyrri. Frambjóðandinn hvatti
stuðningsmenn sína í fyrradag til að
herða róðurinn á lokasprettinum en
virtist sýnilega hafa af því áhyggjur
að aðdáendurnir væru fullsáttir við
fylgisaukningu síðustu vikna. „Þið er-
uð orðin södd en baráttuhugur minn
fer enn vaxandi. Við munum ná 50,1%
og vinna. Nú eru fáir dagar til kosn-
inganna og við getum ekki leyft okk-
ur að nýta ekki tímann,“ sagði Ríos
Montt á kosningafundi að sögn dag-
blaðsins Prensa Libre í Guatemala.
Margir virðast telja að Ríos Montt
einn geti sigrast á glæpaöldunni sem
riðið hefur yfir Guatemala frá því að
borgarastríðinu lauk. „Ef ferill minn
er skoðaður í ljósi laganna sést að ég
virti alltaf lögin,“ segir Efraín Ríos
Montt. Hann hefur einnig reynt að
nýta til fullnustu óánægju með einka-
væðingu undangenginna ríkisstjórna
sem hann segir hafa það eitt í för með
sér að auðurinn safnist á enn færri
hendur en áður. Áberandi í málflutn-
ingi hans og stuðningsmannanna er
sú fullyrðing að örlítill hópur manna
ráði öllu í landinu.
Í fótspor Banzers?
Ekki er óþekkt að fyrrum einræð-
isherrar snúi aftur til valda sem lýð-
ræðislega kjörnir forsetar í löndum
Rómönsku-Ameríku. Má hafa það til
marks um örvæntinguna sem fátækt-
in getur af sér í mörgum þessara
landa. Þannig var Hugo Banzer kjör-
inn forseti Bólivíu árið 1997. Hann fór
fyrir herforingjastjórn í landinu á ár-
unum 1971-1978 en var í framboði í
öllum lýðræðislegum kosningum sem
haldnar voru í landinu á níunda og tí-
unda áratugnum. Hann náði loks
kjöri sem forseti árið 1997 og átti
hann rétt ár eftir af kjörtímabilinu er
hann sagði af sér í ágústmánuði 2001.
„Ég virti alltaf lögin“
Reuters
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra í Guatemala og nú forseta-
frambjóðandi, ávarpar stuðningsmenn Lýðveldisfylkingarinnar (FRG).
’ Mannréttinda-samtök segja að
stjórn Ríos Montt
beri ábyrgð á mörg-
um hroðalegustu
grimmdarverkunum
í sögu Rómönsku-
Ameríku. ‘
Fyrrum einræðisherra í
Guatemala leitar nú eft-
ir lýðræðislegu umboði
til að stjórna landinu.
Ásgeir Sverrisson segir
frá Efraín Ríos Montt.
GÆSLUVARÐHALD Mijailo
Mijailovic, meints morðingja
Önnu Lindh, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, var í gær
framlengt um tvær vikur. Fá
saksóknarar þá aukinn tíma
til að afla sönnunargagna í
málinu. Rannsóknir á DNA-
erfðaefni í lífsýnum sem fund-
ust á morðstaðnum þykja
renna stoðum undir grun um
að Mijailovic hafi myrt Lindh
en hún var stungin til bana í
verslun í Stokkhólmi 10. sept.
sl.
Kínversk
geimferð í
næstu viku
KÍNVERSK stjórnvöld sögðu
í gær að í næstu viku, á tíma-
bilinu 15.–17. október, yrði
mönnuðu geimfari skotið á
braut um jörðu, að sögn op-
inberu fréttastofunnar Xinh-
ua. Væri ráðgert að geimfarið
færi 14 hringi um jörðu áður
en það svifi aftur til jarðar.
Aðeins þrír fjölmiðlar hafa
fengið leyfi til að senda full-
trúa sína til geimferðamið-
stöðvar Kína til að fylgjast
með geimskotinu. Eru það
Xinhua, Dagblað alþýðunnar
og kínverska ríkissjónvarpið.
Arafat sagð-
ur við betri
heilsu
YASSER Arafat, leiðtogi Pal-
estínumanna, tók þátt í hefð-
bundnum föstudagsbænum
múslíma í aðalstöðvum sínum
í borginni Ramallah á Vest-
urbakkanum í gær. Virtist
hann vera við sæmilega
heilsu, gat kropið margsinnis
og staðið upp hjálparlaust.
Mikið hefur verið fjallað um
heilsu hans síðustu daga,
læknar hans segja að leiðtog-
inn hafi fengið slæma maga-
kveisu. Sumir fjölmiðlar
sögðu að Arafat hefði fengið
vægt hjartaáfall eða að hann
væri með magakrabbamein og
gæti þurft á aðgerð að halda
en læknarnir vísuðu þessum
fregnum á bug. Arafat er 74
ára gamall.
Rakst ekki
á Nessie
BRESKI kafarinn Lloyd
Scott lauk í fyrradag við
„maraþonhlaup“ á botni Loch
Ness-stöðuvatnsins í Skot-
landi, klæddur gömlum og
þunglamalegum kafarabúnaði.
Þá hafði hann lagt að baki um
40 kílómetra leið og er þetta
lengsta köfunarganga sem vit-
að er um. Á göngunni sá hann
ekki hið fræga skrímsli, öðru
nafni Nessie. Scott safnaði
með göngunni áheitum fyrir
góðgerðarsamtök sem aðstoða
börn er þjást af hvítblæði.
STUTT
Varðhald
framlengt
Arafat (lengst t.h.) við bænir í gær.
LEIÐTOGAR Suðaustur-Asíuríkja
komu sér í vikunni saman um að
hvetja til þess að gengið yrði
markvissar til verks við að skapa
samræmdan innri markað í heims-
hlutanum, að evrópskri fyrirmynd.
Jafnframt hétu leiðtogarnir því í
lokaályktun fundar þeirra á orlofs-
eynni Balí í Indónesíu að herða að-
gerðir gegn hryðjuverkaógninni.
Leiðtogarnir, ýmist forsetar eða
ríkisstjórnarleiðtogar frá hinum 10
aðildarríkjum Samtaka Suðaustur-
Asíuríkja (ASEAN), létu alveg
vera að gagnrýna herforingja-
stjórnina í Búrma (Myanmar),
þrátt fyrir herferð sem í því lok-
aða landi virðist vera í gangi gegn
stjórnarandstöðuhreyfingu Aung
San Suu Kyi.
Hvöttu leiðtogarnir ennfremur
til að sex-hliða viðræður um kjarn-
orkumál Norður-Kóreu yrðu hafn-
ar á ný sem fyrst.
SA-Asíuríki skapi
eigin innri markað
Nusa Dua á Balí. AFP.