Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 53
ÞÝSKALAND – ÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 53
Spurður um umfjöllunina í þýskufjölmiðlunum fyrir leikinn und-
anfarna daga sagði Þórður að þar
hefðu skipst á skin
og skúrir. „Það var
allt á öðrum endan-
um eftir að Rudi
Völler rasaði út í
beinni útsendingu eftir leikinn á
Laugardalsvelli en í kjölfarið unnu
þeir Skota og þá varð allt eðlilegt á
ný. Þjóðverjar á toppnum og litla Ís-
land næsta fórnarlamb. Það er að-
eins eitt sem hefur verið í þeirra
huga undanfarna daga. Þýska liðið
lék afar illa að þeirra mati á Laug-
ardalsvelli, og samt gátum við ekki
unnið þá. Fjölmiðlar draga því þá
ályktun að það sé aðeins hægt að
gera betur og bóka megi sigur Þjóð-
verja. Þessi leikur er aðeins forms-
atriði að mati Þjóðverja og þeir eru
komnir áfram í keppninni.“
„Við sem erum „eldri og reyndari“
höfum talað mikið um að þetta sé
einmitt sú staða sem okkur hefur
alla dreymt um. Fyrir mig verður
það sem að upplifa draum að ganga
inná völlinn þar sem 50 þúsund
áhorfendur eru mættir, í úrslitaleik
um sæti á stórmóti. Það verður því
aðeins gleði í bland við spennu sem
mun ríkja í okkar herbúðum fyrir
leikinn. Það er ekki hægt að biðja um
betri aðstæður. Að leika gegn stór-
þjóð um efsta sætið í riðlinum er
ekkert nema tilhlökkun,“ sagði Þórð-
ur en hann hefur aldrei tapað á AOL-
Arena, heimavelli Hamburger SV.
Gert eitt jafntefli og unnið með liði
sínu Bochum. Margir hafa bent á að
aðstæður íslenska liðsins séu svip-
aðar og gegn Dönum á Parken þar
sem Danir skoruðu 6 mörk gegn
engu, en Þórður er á því að íslenska
liðið sé í stakk búið til að takast á við
þær aðstæður sem verða á vellinum.
„Ég fékk ekki að taka þátt í „Park-
en-ævintýrinu,“ sagði Þórður og er
sem áður viss um að leikurinn í dag
verði á öðrum nótum. „Við vitum að
það er hægt að leika vel gegn Þjóð-
verjum, við gerðum það á Laugar-
dalsvelli og það er mikil stemning í
okkar hópi – sjálfstraustið er fyrir
hendi. Það verður farið varlega af
stað, en við ætlum að halda okkur við
þá leikaðferð sem hefur heppnast vel
í síðustu leikjum og menn hafa mikla
trú á þessu liði. Þegar við göngum
inn á völlinn verður það eins og í
draumi. Að leika úrslitaleik um sæti
á stórmóti, á útivelli gegn stórþjóð-
inni Þýskalandi,“ sagði Þórður.
Algjör
drauma-
leikur
„EF íslenska liðinu er stillt upp
maður gegn manni gegn þýska
liðinu er ekki vafi á því að þeir
myndu hafa vinninginn en úrslit
leiksins ráðast ekki fyrr en út á
völlinn er komið. Ef við leikum
eins og við gerðum á Laug-
ardalsvelli og án þess að gera
mistök, getur allt gerst,“ segir
Þórður Guðjónsson, leikmaður
íslenska landsliðsins og Boch-
um í Þýskalandi.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
frá Hamborg
enginn knattspyrnumaður sem leik-
ur í landsliði vill missa af.“
Meiðsli Péturs Hafliða
stærsta vandamálið
Að undanförnu hafa fréttir af ís-
lensku landsliðsmönnunum verið á
þann veg að fæstir þeirra eru að
leika að staðaldri, og þrír þeirra sem
skipa íslenska landsliðshópinn að
þessu sinni hafa dvalið að mestu leyti
á nuddbekknum vegna meiðsla. Logi
sagði að í herbúðum íslenska liðsins
gerðu menn sér vonir um að Her-
mann Hreiðarssonog Rúnar Krist-
insson yrðu klárir í slaginn en bætti
því við að í hópnum væri ekki rætt
mikið um „vandamálin“ sem upp.
Stærsta vandamálið kom upp seinni
partinn í gær þegar Pétur Hafliði
Marteinsson meiddist illa á ökkla og
er ljóst að hann tekur ekki þátt í
leiknum. Að þessu undanskildu eru
engin stórvandamál í hópnum.
„Það er þannig í knattspyrnu að
leikmenn slasast, menn eru ekki í
náðinni hjá sínum félagsliðum en við
höfum ekki sérstakar áhyggjur af
stöðunni eins og hún er í dag. Það er
samkeppni um stöðurnar í liðinu og
það er af hinu góða.“
Um áhersluatriði íslenska liðsins í
föstum leikatriðum sagði Logi: „Það
skiptir engu hvort leikmaðurinn
heitir Michael Ballack frá Þýska-
landi eða Julian Johnsson frá Fær-
eyjum. Við bregðumst eins við í báð-
um tilvikum. Við höfum ekki breytt
neinu í þessum efnum og ætlum ekki
að breyta neinu, sömu grunnatriðin
eru höfð til hliðsjónar í hvert sinn
sem við glímum við hornspyrnu eða
aukaspyrnu frá mótherjum okkar,
allt er háð sömu lögmálum,“ sagði
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu.
Í leiknum á Laugardalsvelli lokuð-um við á allt sem heitir „væng-
spil“ hjá Þjóðverjum. Þeir komust
ekki upp vængina og
engar fyrirgjafir
komu frá þeim svæð-
um. Það verður ef-
laust þeirra mark-
mið að brjótast upp vængina, en við
ætlum að leyfa þeim að fara inná viss
svæði, beinum þeim inná miðjuna og
tökum þar á móti þeim. Í leiknum í
Reykjavík komu flestar fyrirgjafir
þeirra frá leikmönnum sem voru
staddir á miðjum okkar vallarhelm-
ingi. Slíkar fyrirgjafir fara langa leið
og varnarmenn okkar fá því tækifæri
til þess að staðsetja sig betur og
skalla knöttinn í burtu. Þetta er samt
sem áður aðeins eitt atriði af mörg-
um sem við þurfum að hafa í huga,“
sagði Logi.
Léttleikinn ræður
ríkjum hjá Loga
Spurður um spennuna í hópnum
og þá Evróvisjón-stemningu sem
væri í gangi á Íslandi fyrir leikinn og
fyrirséð að fáir yrðu á ferli í dag á
milli 15 og 17 sagði Logi í léttum tón:
„Ég á vona bara að okkur gangi bet-
ur í leiknum en okkur hefur gengið í
söngvakeppninni hingað til,“ og var
ekki laust við að Rúnar Kristinsson,
Þórður Guðjónsson, Ásgeir Sigur-
vinsson og Eiður Smári Guðjohnsen
kynnu vel að meta léttleikann í svör-
um þjálfarans. Logi er með munninn
fyrir neðan nefið að venju, en hann
bætti því við að spennan ætti ekki að
vera vandamál.
„Við höfum rætt þetta mikið í okk-
ar hóp og ég veit að leikmenn liðsins
eru fullir tilhlökkunar, og vilja allir
vera í ellefu manna byrjunarliði.
Þetta er svo sannarlega leikur sem
Viljum ná betri árangri en í Evróvisjón, segir landsliðsþjálfarinn Logi Ólafsson
Morgunblaðið/Einar Falur
Þjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson slá á létta strengi með Helga Sigurðssyni og Arnari Grétarssyni á æfingu í gær.
„Spennan verður
ekki vandamál“
Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari hugar að ökklameiðslum Pét-
urs H. Marteinssonar. Pétur verður ekki með í dag.
„VIÐ munum beita sömu leikaðferð hér í Hamborg og við gerðum
gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli,“ sagði Logi Ólafsson, sem stýr-
ir íslenska landsliðsinu í knattspyrnu ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni,
á fundi með fjölmiðlamönnum á hóteli íslenska liðsins í gær. Logi
sagði m.a. að Þjóðverjar myndu eflaust sækja hart að íslenska lið-
inu í upphafi leiks en íslensku leikmennirnir væru í stakk búnir til
að mæta þeirri pressu. Baráttan verði fyrir hendi en íslenska liðið
myndi vissulega fara varlega í upphafi leiks.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
frá Hamborg