Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 52
ÞÝSKALAND – ÍSLAND 52 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „LEIKURINN hér í Hamborg er geysilega þýðingarmikill fyrir okkur Íslendinga og jafn- framt mjög erfiður fyrir þá leikmenn sem fá það hlutverk að halda merki Íslands hátt á loft. Ef við horfum á raunhæfa stöðu, eins og hún er í riðli okk- ar og einnig á þýska knatt- spyrnu annars vegar og ís- lenska hins vegar, er óhætt að segja að væntingar okkar hljóta að vera einn meiri í sam- bandi við viðureign Skota og Litháa í Glasgow – að Litháar nái að gera þar jafntefli, eða vinna. Við horfum þó ekki á stöðuna þannig, því að við för- um í alla leiki til að ná árangri og sigri. Það sem gerir knatt- spyrnuna eins skemmtilega og spennandi er að það getur allt gerst,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, sem segir að það sé afar ánægjulegt að vera formaður þegar svona vel gengur, eins og að undanförnu. „Við erum hér í drauma- stöðu. Við erum þegar búnir að ná því takmarki, sem við sett- um okkur – að við erum að berjast um fyrsta sætið í riðl- inum, sem er hreint út sagt frá- bært. Ég vona að það hjálpi strákunum mikið að meirihluti Íslendinga verður með hugann í Hamborg þegar við etjum kappi við sterkt lið Þjóðverja. Hér í Hamborg verða yfir þrjú þúsund Íslendingar til að styðja við bakið á strákunum,“ sagði Eggert og síðan bætti hann ákveðinn við: „Draumur for- mannsins í leiknum er að við höldum Þjóðverjum í skefjum, fáum ekki á okkur mark í fyrri hálfleik og heldur ekki í seinni hálfleik. Og síðan skorum við sigurmarkið á þriðju mínútu í viðbótartíma, þannig að Þjóð- verjar nái ekki að jafna. Þetta er minn draumur.“ Draumur formannsins í Hamborg Rúnar meiddist í leik með Loker-en um sl. helgi en hann segist allur vera að koma til. „Ég hef náð að fara í gegnum æfing- ar landsliðsins án þess að hafa neinar þrautir.“ Rúnar sagði að það væri mikill hugur í leikmönnum að standa sig gegn Þjóðverjum á þeirra heima- velli. „Það vinna allir hér að sama mark- miðinu, þjálfarar, leikmenn og aðrir sem eru hér. Það eru allir ánægðir að vera hér saman og allir eru tilbúnir til að leika. Stemningin er í einu orði sagt frábær! Ekki skemmir að við er- um hér í mjög góðu umhverfi í útjaðri Hamborgar. Undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi getur ekki verið betri. Það er engin lognmolla í hópnum. Við höfum haft margt fyrir stafni og erum búnir að setjast oft niður til að ræða málin og spá í leik- inn, sem er sögulegur og við vonumst eftir að Íslendingar eigi eftir að minnast Hamborgar með bros á vör. Það er aðeins eitt sem við hefðum viljað vera lausir við. Það er óvissan um mig, Hermann og Pétur Hafliða, hvort við getum leikið. Við höfum fengið mjög góða meðferð hjá lækni landsliðsins og sjúkraþjálfara, sem eru frægir fyrir að gera ótrúlega hluti á stuttum tíma. Já, við höfum átt hér góðan tíma til að vinna í öllu, sem þarf að lagfæra. Það er hluti af daglegu lífi okkar, að menn þurfa alltaf að vera að gæla við ýmislegt,“ sagði Rúnar, sem telur að leikurinn verði geysilega erfiður. „Pressan er á Þjóðverjum, sem koma örugglega grimmir til leiks. Við ætlum ekkert að gefa eftir frekar en í viðureigninni í Reykjavík, sem lauk með jafntefli. Þar voru Þjóðverj- ar heppnir, þannig að það er komið að okkur að vera heppnir,“ sagði Rúnar. Svona til gamans höfum við tekið saman feril Rúnars með landsliðinu, sem má sjá hér á kortum á síðunni. Rúnar Kristinsson segist ekki vera búinn að leika sinn síðasta landsleik „Vonandi verð ég á ferðinni í Portúgal“ !"# !"" !"! !! !! !! !! !!$ !!% !!& !!# !!" !!!     '() *+) , -./01 '221304 5611* 32*+ 789:( 51.; 12.  1'6; .1.* <=362*+'  560:>1 )        ** ?1;  81' 365( 46@  3'**; 71'( /'2'(' 5. 8'37 71'(  >166*; ( ;6' >1 66 *;           5 ( '   4 6 .1 .* 42 0;  $)  3'. ' 5 ( ' . 1. *  1* ;  )  3'. '   / '2 '( '  1 '* ; 21 '6   / '2 '( '  1 '* ; 21 '6   / '2 '( '  21 '6 9;  / ' 2'( '  4 22;  $ / ' 2'( '   21 '6 9;            2566;* 2*+32 942+'  A 7:B;21'6' C2/B;21'6' '*00;21'6' 5(;2*+:0 D21'6' 023) 2566;* 5. /'2'0 2*+321'69 E*3   #      " #   #   "    $# „ÉG hef ekki sagt mitt síðasta orð. Ég er ákveðinn að leika gegn Þjóðverjum og síðan tvo landsleiki í nóvember ef með þarf. Vonandi verð ég á ferðinni í Portúgal næsta sumar – tek þátt í lokakeppni Evrópukeppninnar með strákunum. Þetta eru þeir draumur sem við strákarnir í landsliðshópnum eigum okkur og vonandi rætast þeir,“ sagði Rúnar Kristinsson, leikreyndasti landsliðsmaður Íslands, sem hefur leikið 102 landsleiki og hann segir að leikurinn gegn Þýska- landi sé þýðingarmesti landsleikurinn sem hann hefur tekið þátt í. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson í Hamborg  1'6' 46 A       !"# !"" !"! !! !! !! !! !!$ !!% !!& !!# !!" !!!     0) *.; 2*+32'(3'*3  21'69; 31 E* ?1; 016'( 800       "    # "  #        #   #   $ $ #$#  #$ $" $ #$ $  $ $  $  "$ #$ $ $                 #   # # #    # *+32'( 1'6'  A C    !" F1/9 *.7192*+ 20 EG1>5. *+6'* E332*+ /62*+ 662*+ 789:( '0?1* 51.; 57H06'* H66:32:76  > + 312 I'662*+ 7'33 H662*+ E1* 2*+ '1J?01*301'* 1* *+5 6* '**2*+ K*46 E2. 6502*+ 522*+ D C D<=362 D C L50E.2 D C ;30;6' 1E+ *.2*+ D M213 2>* E*'3 ;+'D> 3'2 :2'7 ,E7F0 N?'21 2:71* '302*+ 61+:* 2:76 1002*+ D2*+ L:22*+ <=362*+ 023) :0?19 E*3  2*+321'69;                                               # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # $ # # # # # # # # $ $ # $ $ $ $ $ $ # $                                                                                          # 942+' 21'69 .1.* ?71' 89:(@ *.; 2'(3'*3  81' 21'69; 5. 24*+ 31 E* ?1; ?1'D 3:00 0'2 ( 21'6 8 2*+321'6' # & & $ $ $                                         EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins, segist vera tilbúinn í slaginn gegn Þjóðverjum. „Það er að renna upp stór stund í lífi okkar og við ætlum okkur að njóta stundarinnar og skemmta okkur eins vel og við getum þegar komið er inn á völlinn. Við bíðum spenntir eftir leiknum gegn Þjóðverjum. Verkefnið er stórt og krefjandi – það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar leikum gegn svo stórri þjóð, eins sterku liði og á eins stórum velli og er hér í Hamborg. Að taka þátt í svona viðureign er draumur sem allir knattspyrnumenn eiga. Við höfum fengið þetta tæki- færi með mikilli vinnu og dugnaði í síðustu leikjum. Við erum að fara að leika úrslitaleik við Þýskaland. Það hefði enginn getað trúað því fyrir nokkrum mán- uðum. Við erum svo sannarlega tilbúnir og það kæmi mér verulega á óvart ef einhver myndi ekki gefa allt sem hann á í leikinn. Eins og ég sagði þá er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar leikum við þessar aðstæður. Við leikmennirnir erum tilbúnir,“ sagði Eið- ur Smári. „Við ætlum að njóta stundarinnar“ BJARNI Guðjónsson er í íslenska lands- liðshópnum eftir nokkra fjarveru en hann lék síðast með liðinu í 3:0 sigurleiknum gegn Litháen á Laugardalsvelli. Þar lagði Bjarni upp fyrsta mark leiksins sem Heið- ar Helguson skoraði með skalla. Eftir að hafa verið í herbúðum enska liðsins Stoke City í fjögur ár samdi Bjarni við þýska lið- ið Bochum í vor en liðið leikur í efstu deild í Þýskalandi og með liðinu leikur einnig Þórður Guðjónsson bróðir Bjarna. Að mati Bjarna á íslenska liðið ágæta mögu- leika gegn stórþjóðinni Þýskalandi í leikn- um í dag og telur Bjarni að aðeins Michael Ballack, leikmaður Bayern München, sé leikmaður í sérflokki ásamt félaga sínum í Bayern, markverðinum Oliver Kahn. „Við höfum fulla trú á því að við getum staðið okkur gegn Þjóðverjum, þrátt fyrir að við séum litla liðið. Umræðan í þýskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið á einn veg. Þjóðverjar eiga að vinna leikinn gegn Íslendingum – og það er í sjálfu sér ágætt veganesti fyrir okkur. Blöðin og sjónvarpsstöðvar segja að þýska liðið hafi leikið afar illa á Laugardalsvelli og ekki tapað leiknum. Og því sé það engin spurn- ing að sigurinn sé í sjónmáli fyrir liðið nú þegar fyrir leikinn í Hamborg. Við sem er- um í hópnum höfum „þjappað“ okkur vel saman og erum staðráðnir í að gera engin mistök og ná góðum úrslitum gegn Þjóð- verjum. Eftir að hafa séð þýsku landsliðs- mennina spila frá því að ég kom til Boch- um dreg ég þá ályktun að við getum gert ágæta hluti gegn þeim. Það er sjálfstraust í okkar liði og menn láta knöttinn ganga vel á milli sín ef svo ber undir. Það er allt hægt í knattspyrnu og við ætlum okkur að standa okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson. „Oliver Kahn og Michael Ballack eru í sérflokki“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bjarni Guðjónsson MIKIL spenna hefur verið að byggjast upp í Þýskalandi fyr- ir leik Þjóðverja og Íslendinga, sem fer fram á AOL Arena í Hamborg í dag. Uppselt er á leikinn, 51.000 áhorfendur mæta á svæðið og þar af eru rúmlega þrjú þúsund Íslend- ingar. Miðar hafa verið seldir á aðaljárnbrautastöðinni í mið- borg Hamborgar og í gær var kominn langur listi yfir fólk sem vildi tryggja sér miða á leikinn. Það er smá möguleiki fyrir þá sem eru á listanum að fá miða, en ósóttir miðar verða seldir fyrir hádegi í dag. Geysileg spenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.