Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það er alkunna að sér-hvert tungumál hefursín sérkenni sem greinaþað frá öðrum tungu-
málum. Því má halda fram að eitt
sérkenna íslensku sé margbrotin
og nákvæm notkun forsetninga
og forsetningasambanda (forsetn-
inga og atviksorða) sem byggist á
kerfi er við fyrstu sýn kann að
virðast nokkuð flókið. Kerfi þetta
hefur í stórum dráttum haldist
óbreytt frá elstu heimildum um
íslenskt mál og það er enn snar
þáttur í eðlilegri málbeitingu.
Meginþættir kerfisins eru þeir að
leitast er við að staðsetja hluti,
atburði og hugsanir sem ná-
kvæmast í tíma og rúmi. Það er í
fyrsta lagi gert með mismunandi
forsetningum (að, af, á, í, fyrir,
úr, við, hjá…), í öðru lagi með
mismunandi fallmörkun eftir því
hvort um er að ræða hreyfingu
eða dvöl (fara á fund, vera á
fundi; fara í föt, vera í fötum…)
og í þriðja lagi með mismunandi
atviksorðum til að kveða nánar á
um hreyfinguna/stefnuna (upp/
niður…á e-ð, inn/út…í e-ð…) eða
dvölina (uppi/niðri… á e-u, inni/
úti…í e-u). Atviksorðin geta haft
breytilegar myndir eftir því hvers
eðlis stefnan, hreyfingin eða dvöl-
in er (inn/út…í e-ð, inni/úti…í
e-u, innan/utan…úr e-u). Hlið-
stæð kerfi (eða leifar þeirra) er
einnig að finna í ýmsum grann-
málum okkar (e. into; out off; þ.
hinein; hinaus; d. på < upp á) en
í íslensku er kerfið mun sýnilegra
og víðtækara en í skyldum mál-
um.
Í flestum tilvikum er þetta
kerfi runnið okkur Íslendingum í
merg og bein, við notum það fyr-
irhafnarlaust og um það ríkir góð
sátt. Því er þó ekki að neita að í
einstökum tilvikum virðist mér
notkun forsetninga ekki í sam-
ræmi við málvenju. Áður hefur
verið vikið að þeirri tilhneigingu
að nota frá í stað af , t.d.: ?sleppa
óskaddaður frá hörðum árekstri
[úr]; ?halda frá e-m upplýsingum
[‘leyna; halda e-u leyndu fyrir
e-m’]; ?sýna dæmi frá öllum
greinum þjóðlífsins [úr]; ?fá allt
að helmingsafslátt frá sektum [af]
o.s.frv. Öll eru þessi dæmi fengin
úr fjölmiðlum en ætla má að hér
gæti áhrifa fá ensku from. Annað
dæmi af svipuðum toga varðar
forsetninguna í gegnum en ég hef
veitt því athygli að hún er notuð
með nýstárlegum hætti í nútíma-
máli.
Eftir því sem ég best veit
gegnir forsetningin í gegnum
einkum tvenns konar hlutverki
(öll eru dæmin traust í þeim
skilningi að þau eru öll fengin úr
góðum heimildum):
1a. Staðarmerking (hreyfing)
(bein merking): Hann kíkti (í)
gegnum skráargatið; göngin
liggja (í) gegnum fjallið; skríða
inn í gegnum gluggann (‘inn um’);
sigla í gegnum brimskafla/sund;
leggja e-u (sverði) í gegnum e-n;
tala við e-n í gegnum glugga;
ljósið skín í gegnum glerið
1b. Staðarmerking (hreyfing)
(óbein merking): brosa gegnum
tárin; brjótast í gegnum e-ð (erf-
iðan texta);
fara í gegn-
um e-ð (mál/
skjöl); kalla í
gegnum
svefninn; sjá
í gegnum
blekking-
arnar; sjá í
gegnum allt; sjá í gegnum fingur
við e-n
2. Tímamerking: allan veturinn
í gegnum; þau vöktu nótt þá alla í
gegnum; barnið grét alla nótt í
gegnum
Það eru einkum merkingarliðir
1a-b sem eru algengir en tíma-
merkingin (2) mun vera sjaldgæf-
ari þótt hún sé eldforn. Í nútíma-
máli bætist hins vegar þriðja
hlutverkið við sem mér sýnist
reyndar fremur óljóst. Þá virðist
forsetningin í gegnum samsvara
dönsku gennem, ensku per,
through, via eða þ. durch, t.d.:
3. ?fá að vita e-ð gegnum e-n;
?frétta e-ð í gegnum e-n; ?reyna
að hafa áhrif í gegnum félagið;
?NN hafði sannfærst um andstöð-
una gegnum fréttir af hópum
mótmælenda; ?ná sambandi við
e-n gegnum síma; ?ljúka námi í
gegnum fjarnám; ?málið er búið
að ganga í gegnum ríkisstjórnina;
e-ð fer í gegnum hendurnar á
e-m
Í þessum dæmum virðist mér
eðlilegt að nota fremur aðrar for-
setningar (frétta e-ð hjá e-m; ná
sambandi við e-n í síma) eða ann-
að orðalag (ríkisstjórnin hefur
fjallað um málið). Ég hef því leyft
mér að merkja dæmin með
spurningarmerki en um réttmæti
þess er best að hver dæmi fyrir
sig. Ég kann þó ekki við að
agnúast út í síðasta dæmið (e-ð
fer í gegnum hendurnar á e-m)
þar sem það er býsna gamalt í ís-
lensku (frá fyrri hluta 19. aldar,
komið úr dönsku).
Nú er það auðvitað svo að um
smekk manna tjáir ekki að deila
og á það einnig við um málkennd-
ina. Það sem mér eða öðrum
kann að þykja framandlegt og lítt
til fyrirmyndar kann öðrum að
þykja fullboðlegt. Ég hef gert
þetta atriði að umræðuefni hér
þótt ekki sé nema til að vekja at-
hygli á þessari nýjung og hvet
áhugasama til að hafa augun hjá
sér er þeir lesa dagblöðin, þar
eru hliðstæður auðfundnar.
Úr handraðanum
Flestir munu þekkja orða-
sambandið gruna e-n um græsku
‘hafa efasemdir um heilindi e-s’.
Það er fremur ungt í þeirri mynd
sem við þekkjum það en það á
sér sína sögu. Í Sturlu sögu segir
Brandur biskup Sæmundarson
um Hvamm-Sturlu: Engi maður
frýr þér vits en meir ertu grun-
aður um gæsku og þar merkir
orðasambandið gruna e-n um
gæsku ‘hafa efasemdir um góð-
mennsku e-s’. Í síðari alda máli
fær sögnin gruna e-n um e-ð
merkinguna ‘fella gruna á e-n;
ætla e-m e-ð’, einkum með vísan
til e-s neikvæðs, t.d.: gruna e-n
um þjófnað, svik, svindl… Sú
merking fellur ekki vel að orða-
sambandinu gruna e-n um gæsku
enda hefur gæska jákvæða merk-
ingu. Á 19. öld er blásið lífi í um-
mæli Brands en þá með tvenns
konar breytingu. Annars vegar í
breyttri merkingu sagna-
sambandsins gruna e-n um e-ð
(‘hafa grunsemdir um’ > ‘fella
grun á, ætla e-m e-ð neikvætt’)
og hins vegar er notað nafnorðið
græska ‘illmennska’ í stað gæsku
‘góðmennsku’ og þá verður merk-
ingin ‘ætla e-m illmennsku; tor-
tryggja e-n’. Elstu dæmi um
breytinguna eru frá miðri 19. öld
eins og sjá má í ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans. Nútíma-
myndin gruna e-n um græsku er
því í raun byggð á misskilningi en
vitaskuld hefur hún öðlast hefð
og upprunalega myndin er ekki
lengur notuð.
Nú er það auð-
vitað svo að um
smekk manna tjá-
ir ekki að deila og
á það einnig við
um málkenndina.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
12. þáttur
STUNDUM getur verið vanda-
samt að vera sjálfum sér sam-
kvæmur. Við viljum fá ódýrar og
góðar neysluvörur,
viljum kaupa hús-
gögn og annað því
um líkt á sama
verði og tíðkast
meðal annarra
þjóða og nýta alla
kosti hagkvæmra
viðskipta. Þegar við komum fagn-
andi heim með hinn ódýra varning
eru sjaldnast hugleiddar ástæður
fyrir lágu verði, s.s. hvort þeir,
sem unnu að framleiðslunni, hafi
fengið mannsæmandi laun og boð-
lega vinnuaðstöðu. Aðalatriðið er
að hafa gert góð kaup og veitt sér
hluti sem að öðrum kosti var ekki
gerlegt. Fjarlæg vandamál, eins
og meint nauðung fólks, að sætta
sig við það sem okkur þykir
óásættanlegt, víkur fyrir eigin
löngunum. Þetta heitir að nýta sér
hagkvæmar aðstæður til eigin
þarfa og allir una væntanlega
glaðir við sitt – að minnsta kosti
þangað til hin fjarlæga veröld
nálgast okkur ekki úr hófi. Þá get-
ur gamanið farið að kárna.
Undanfarið hefur margt verið
rætt og ritað um lág laun erlendra
verka- og iðnaðarmanna við Kára-
hnjúka og meint aðstöðuleysi á
alla vegu. Kjarasamningar og lög
hér á landi eru sögð brotin og
framkvæmdin í engu samræmi við
það sem vera ber. Ekki skal neitt
af því, sem sagt hefur verið, dreg-
ið í efa og eðlilegt að viðkomandi
leiti réttar síns telji þeir á sér
brotið. Eitt er víst: Hér á landi
gilda aðrir kjarasamningar en á
Ítalíu, Portúgal eða í Kína.
Skjól fjarlægðarinnar
Því er þó ekki að leyna að
mörgum verður hugsað til launa
og aðstöðu þess fólks sem vinnur
fyrir okkur Íslendinga á heima-
slóðum sínum. Skyldi þar ekki
vera komin skýringin á því að fjöl-
mörg verkefni, t.d. á sviði skipa-
iðnaðar, hafa verið flutt til útlanda
til þess að viðkomandi geti nýtt
sér „lægsta verð enda þótt þjóð-
hagslegt gildi þess að vinna þau
hér á landi sé augljóst? Umkvart-
anir þeirra, sem vilja vinna slík
verk innanlands, eru vegnar og
léttvægar fundnar; leitað er
lægsta verðs, úr hvaða jarðvegi
sem það er sprottið og þá er hver
sjálfum sér næstur. Fjarlægðin
veitir skjól fyrir viðkvæmni sam-
viskunnar en hún er aftur á móti á
berangri stödd þegar ekki er hægt
að flytja verkefnin til útlanda
vegna eðlis máls. Þess í stað verð-
ur að flytja vinnuaflið hingað og
þá blasir við lögmálið um orsök og
afleiðingu í allri sinni nekt. Á slík-
um ögurstundum er erfitt að vera
sjálfum sér samkvæmur og næst-
um ómögulegt að nota stóryrði
nema hitta sjálfan sig fyrir. Mörg-
um hefur líka sýnst að þeir sem
krefjast mestu verndar hér á landi
fyrir sína atvinnu og atvinnu-
starfsemi vilji um leið geta notið
alls þess frelsis sem þeim býðst til
hagkvæmra innkaupa í opnu al-
þjóðaumhverfi.
Vituð þér enn …
Eftir stendur að hvorki íslenska
saumakonan né skipasmiðurinn,
sem hafa horft á eftir lifibrauði
sínu til útlanda, eru nokkru nær
þótt upphefjist mikið þóf vegna
þess eins að ekki var hægt að
flytja virkjanaframkvæmdir til út-
landa. Aftur á móti er ekki hægt
að útiloka að þau undrist hversu
margir hafa nú áhuga á að útlend-
ingar komi ekki við sögu við þær
sömu framkvæmdir á sama tíma
og þeirra eigin störf eru fyrir
löngu komin á annarra hendur í
fjarlægum löndum.
Samviskan í nútímanum
Eftir Ingólf Sverrisson
Höfundur er deildarstjóri hjá
Samtökum iðnaðarins.
ÞAÐ þarf vart að tíunda fyrir
landsmönnum, hvernig höndlað hef-
ur verið með hin og þessi verðbréf að
undanförnu. Hart
hefur verið tekist á
um völd með pen-
ingum, en nú ber
minna á pólitíkinni á
yfirborðinu; mark-
aðurinn og arðsemin
eiga að ráða ferðinni.
Inn í þessar umræður hafa bland-
ast málefni Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, sem illu heilli er komið í
eigu Eimskips, sem einhverju sinni
var kallað óskabarn þjóðarinnar. Nú
eru komnir nýir eigendur að því fé-
lagi, sem hafa lýst því yfir, að þeir
ætli sér að selja útgerðarsvið félags-
ins innan fárra ára. Þar eru stærstu
bitarnir Útgerðarfélag Akureyr-
inga, Skagstrendingur á Skaga-
strönd og Haraldur Böðvarsson á
Akranesi. Við þessi tíðindi hafa
heimamenn á hverjum stað hrokkið
upp af værum blundi. Nú verður að
grípa til varnaraðgerða; við megum
ekki missa þessi atvinnufyrirtæki úr
okkar byggðarlagi! En hvað voru
menn að hugsa á sínum tíma, þegar
þeir seldu fjöregg þessara staða?
Héldu þeir að Eimskipsmenn væru
að gera einhver góðverk með því að
kippa „óskabörnum“ þeirra upp í til
sín? Datt þeim í hug, að þeir gætu
náð þessum fjöreggjum úr körfunni
þegar þeim hentaði? Ef menn hafa
haldið, að Eimskipsmenn hefðu það
eitt að leiðarljósi, að treysta byggð í
þeim sveitarfélögum sem hlut áttu
að máli, þá hafa þeir hinir sömu vað-
ið reyk – og það kolsvartan.
Því miður er komin upp sú staða,
sem ég varaði við þegar bæjarstjórn
Akureyrar kastaði yfirráðum í félag-
inu til sunnanmanna fyrir fagurgala
og klæðin rauð. Nú má enginn skilja
orð mín svo, að Útgerðarfélag Ak-
ureyringa hafi átt að vera bæj-
arútgerð um aldur og ævi. Síður en
svo; það átti að rjúfa bein tengsl við
bæjarstjórnina, en um leið að auka
kröfur um arðsemi og umfram allt að
tryggja áframhaldandi starfsemi fé-
lagsins á Akureyri. Þess í stað var
félagið selt í hendur auðvaldsins í
Reykjavík, sem nú getur selt þetta
„fjöregg“ Akureyringa hvert á land
sem er.
Þetta gerðist árið 1996 þegar hart
var tekist á um yfirráðin í Útgerð-
arfélagi Akureyringa milli „Kol-
krabbans“ og „Smokkfisksins“, sem
að stærstum hluta var gamla pen-
ingavélin úr Sambandinu sáluga.
Þarna var háð harðvítugt stríð. Því
miður leiddi þáverandi bæjarstjórn-
armeirihluti framsóknarmanna og
krata Kolkrabbann til sigurs. Þá
skrifaði ég greinarkorn í Morg-
unblaðið, sem ég leyfi mér að vitna
hér til:
„Útgerðarfélag Akureyringa var
og er hornsteinn atvinulífsins á Ak-
ureyri. Félagið var rekið sem bæj-
arútgerð og stundum var svo hart í
ári, að því var vart hugað líf. Þá kom
bæjarsjóður til skjalanna og blés lífi
í félagið með því að veita fé inn í
reksturinn. Þetta bitnaði á annarri
þjónustu bæjarins við íbúana, en var
fyrirgefið, þar sem atvinna og lífs-
viðurværi fjölda fólks var í húfi. En
fyrir vikið varð þetta félag eins kon-
ar óskabarn bæjarbúa …
Þá átti Akureyrarbær enn meiri-
hluta í ÚA og það var því bæj-
arstjórn sem réði ferðinni. Þá var
Jakob Björnsson við stjórnartaum-
ana ásamt félögum sínum í Fram-
sóknarflokknum og einum krata.
Þegar tilboð barst frá Íslenskum
sjávarafurðum um að flytja hingað
bækistöðvar félagsins, gegn því að fá
söluumboð fyrir ÚA, komst valda-
baráttan í hámark. Stríðið stóð dag
eftir dag og hver orrustan varð ann-
arri harðari.
Sölumiðstöðin vann, gegn því að
skapa hér áttatíu störf, þar af um
þrjátíu í Akureyrarútibúi Sölu-
miðstöðvarinnar. Eini kratinn í
meirihlutanum hafði svínbeygt
framsóknarmennina fimm. Þeir
höfðu ekki þor til að mynda nýjan
meirihluta til þess að gera það sem
þeir vildu; ganga til samninga við
Íslenskar sjávarafurðir.
Eftir alla þessa afleiki bæj-
arstjórnarinnar voru stjórnendur
SH sigri hrósandi. Þeir ætluðu að
gera þetta og gera hitt fyrir Ak-
ureyri og þeir töluðu vissulega fal-
lega til bæjarbúa. Einn daginn gátu
þeir fært fyrir því rök, að þeirra
kraftar stæðu á bak við áttatíu ný
störf á Akureyri. Í flestum tilfellum
var þetta sýndarmennska og ofan í
kaupin voru störfin flest illa launuð.“
Þetta var forleikurinn, en eftir að
Kolkrabbinn hafði komið vilja sínum
fram fór að fjara undan dásemdinni.
Störfunum sem hægt varð að spyrða
við „samninginn“ við Kolkrabba-
veldið fækkaði ört, margrómuðu
útibúi SH á Akureyri var lokað og nú
stendur ekkert eftir. „Svik“, sagði
Jakob Björnsson, þegar hann sá
ekki ósýnilegu störfin frá Kolkrabb-
anum, enda hafði hann og hans lið
verið platað upp úr skónum, rétt eins
og keisarinn forðum. Sá hafði ausið
gulli sínu í skraddara, sem saumaði
fyrir vikið „ósýnileg föt“ á keis-
arann, sem hreifst af í einfeldni
sinni. Hann stóð því uppi „ nakinn“,
rétt eins og meistari Jakob, fyrrum
bæjarstjóri, sem svaf og vissi ekki
hvað klukkan sló.
Nú vakna menn upp af værum
blundi og reyna að átta sig á hvað
klukkan slær. Við megum ekki missa
þessa starfsemi úr bænum, Ak-
ureyringar verða að kaupa ÚA aftur,
segja menn hver um annan þveran.
Hvað ætli það kosti?
Fyrrum stjórnendur Akureyr-
arbæjar afsöluðu sér völdum í félag-
inu árið 1996 fyrir 1.120 m. kr., þeg-
ar þeir seldu þriðjung hlutabréfanna
á genginu 4.98. Samkvæmt því hafa
þessir háu herrar metið félagið í
heild á ríflega 3 milljarða króna. Síð-
ar var afgangurinn seldur á hærra
gengi, en samtals fékk Akureyr-
arbær tæplega 2,4 milljarða króna
fyrir stóreign sína í Útgerðarfélagi
Akureyringa. Félagið hefði getað
skilað bænum sömu upphæð og gott
betur í beinan arð á undanförnum
árum, með góða menn við stjórnvöl-
inn. Markaðsvirði félagsins í dag
liggur ekki fyrir, en vísir menn hafa
nefnt töluna 6–7 milljarða króna.
Ætli 7–8 milljarðar verði ekki nær
lagi. Og nýir stjórnendur hjá Eim-
skip koma ekki til með að hafa hags-
muni Akureyrar, Akraness, Skaga-
strandar, Hólmavíkur eða
Raufarhafnar að leiðarljósi þegar
þessi fyrirtæki verða seld. Nei, síður
en svo. Sá fær sem mest borgar. Það
er ekkert flóknara en það.
Ég átti því láni að fagna, að vera í
stjórn ÚA og um árabil þar stjórn-
arformaður. Þess vegna hef ég feng-
ið að kynnast því á sjálfum mér, hvað
þetta félag er bæjarbúum kært.
Þess vegna skil ég sárindi þeirra yfir
stöðunni. Ég vona að leiðir finnist til
að bjarga málum og tryggja framtíð
ÚA á Akureyri. Stjórn KEA reið á
vaðið og óskaði eftir viðræðum við
núverandi eigendur ÚA um kaup á
félaginu. KEA hefur ekki burði til að
kaupa Útgerðarfélag Akureyringa
eitt og óstutt. Þetta mikla veldi hef-
ur hjaðnað í skúffufélag, sem hefur
ekki mikla burði. Kaldbakur var að
vísu að losa fé með því að selja frá
sér matvöruverslunina, sem áður
var undir merkjum KEA. Þá var
auglýst; „verslið í heimabyggð“, en
ekki hjá aðkomumönnum eins og Jó-
hannesi í Bónus! En nú er svo komið,
að ef við Akureyringar ætlum að
gera stórinnkaup í heimabyggð, þá
verðum við að versla hjá Jóhannesi
karlinum. Hann hefur nefnilega flutt
lögheimili sitt til Akureyrar, en mat-
vörudeild KEA er orðin eins og
útibú frá kaupfélagi á Suðurnesjum!
Það er eitthvað að gerjast bak við
tjöldin, sem ekki er séð fyrir endann
á. Menn eru að henda „bréfum“ hver
í annan, stundum til að fá áferð-
arfallegra bókhald, en stundum til
að krækja í völd. En hvað sem það
er, þá er ljóst að við Akureyringar
verðum að bera gæfu til að slá
skjaldborg um ÚA og tryggja
áframhaldandi starfsemi þess á Ak-
ureyri. Annars erum við illa staddir.
Hver vill borga mest?
Eftir Sverri Leósson
Höfundur er útgerðarmaður og
fyrrverandi stjórnarformaður
Útgerðarfélags Akureyringa hf.