Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 25
Borgarnesi | Jóhannes Arason opn-
ar sýningu í Listasafni Borgarness
kl. 16 í dag, laugardag. Sýningin
ber yfirskriftina „Þetta þarf skýr-
ingar við“ og gefur þar að líta út-
skornar klukkur, leirmunir og mál-
verk. Einnig er á sýningunni
ljósmyndir af grjóthleðslum Jó-
hannesar og endurbyggingum á
gömlum torfhúsum, þ.á m. er bað-
stofan í Seljalandi sem Jóhannes
byggði á árunum 1990–1994.
Jóhannes Arason er fæddur þann
30. september árið 1913 í Múla í
Kollafirði. Hann útskrifaðist sem
búfræðingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri árið 1935 og rak bú í
áratugi. Árið 1980 sneri Jóhannes
sér alfarið að torfi og grjóthleðslu
og má víða sjá handbragð hans um
sveitir landsins. Hann hefur m.a.
komið að endurbyggingum á göml-
um torfhúsum og má þar nefna
Glaumbæ, Saurbæ í Eyjafirði,
„Hjallinn“ í Vatnsfirði, Stóru Akra í
Skagafirði og Hóla í Hjaltadal.
Allt frá árinu 1986 hefur Jóhann-
es fengist við útskurð og fyrir rétt
liðlega fimm árum síðan sneri hann
sér jafnframt að listmálun. Sýn-
ingin í Listasafni Borgarness er
sett upp í tilefni af 90 ára afmæli
Jóhannesar og er þetta hans fyrsta
einkasýning.
Sýningin er opin virka daga kl.
13–18 og til kl. 20 á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum. Sýningin
stendur til 5. nóvember.
Jóhannes Arason fyrir utan baðstofuna í Seljalandi.
„Þetta þarf út-
skýringar við“
Jóhannes Arason heldur upp á 90 ára
afmælið með fyrstu einkasýningunni
Ísafirði | Bæjarstjóri og formaður
bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vilja
aukin framlög í Húsafriðunarsjóð
og jafnframt að ábyrgð sjóðsins á
ákvörðunum hans verði aukin.
Þetta kemur á fréttavef Bæjarins
besta á Ísafirði.
Á fundi sem Halldór Halldórsson
bæjarstjóri og Guðni Geir Jóhann-
esson, formaður bæjarráðs Ísa-
fjarðarbæjar, áttu með fjár-
laganefnd Alþingis fyrir skömmu,
tilkynntu þeir að bærinn hygðist
sækja um fjárframlag úr Húsafrið-
unarsjóði til endurbyggingar gamla
barnaskólahússins við Aðalstræti á
Ísafirði. Í erindi þeirra til fjár-
laganefndar segir svo: „Bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar tók
ákvörðun fyrir 3–4 árum um að rífa
gamla barnaskólann á Ísafirði en
húsið er að grunni til frá 1901.
Ákvörðun þessi var tekin vegna
þess að húsið hentar illa inn í heild-
arfyrirkomulag á svæðinu, tekur
mikið pláss en rými þess nýtist ekki
vel miðað við nútímakröfur. Auk
þess liggur fyrir að gríðarlegur
kostnaður fylgir því að gera húsið
upp. Húsafriðunarsjóður ríkisins
stöðvaði þessa ákvörðun með einni
ákvörðun og bæjarstjórn varð að
fella gamla barnaskólann að hug-
myndum um framtíðaruppbygg-
ingu í húsnæðismálum Grunnskól-
ans á Ísafirði.
Nú verður sótt um til Húsafrið-
unarsjóðs vegna fyrsta áfanga í að
gera gamla barnaskólann upp. Sótt
verður um 50% af framkvæmda-
kostnaði eða 6.000.000 kr. að þessu
sinni. Miðað við getu sjóðsins má
þykja gott ef hann úthlutar 600.000
kr. því þótt Húsafriðunarsjóður
geti lagt þungar byrðar á eigendur
gamalla húsa fylgir því engin
ábyrgð af hálfu sjóðsins. Undirrit-
aðir vilja vekja athygli fjár-
laganefndar á þessari staðreynd,“
segir í erindi bæjarstjóra og for-
manns bæjarráðs.
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir
rúmum 66 milljónum króna til
Húsafriðunarsjóðs.
Vilja aukin
framlög í Húsa-
friðunarsjóð
Í ný störf | Snorri Björn Sigurðs-
son, fyrrverandi sveitarstjóri Sveit-
arfélagsins Skagafjarðar, hefur ver-
ið ráðinn forstöðumaður þróunar-
sviðs Byggðastofnunar.
Þá hefur Valbjörn Steingrímsson
rekstrarfræðingur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi.
Sportbar | Nýr sportbar verður
opnaður í dag í húsi Valaskjálfar á
Egilsstöðum. Opnunarleikur Sport-
barsins er viðureign Íslendinga og
Þjóðverja kl. 15, en opnunarteiti
hefst kl. 14 með léttum veitingum og
upphitun fyrir leikinn. Sett hefur
verið upp gervihnattakerfi sem veit-
ir aðgang að flestum stórleikjum á
íþróttasviðinu.
Vopnafirði | „Uppboðsmarkaðirnir
eru spennandiz,“ segir Einar Þór
Sigurjónsson hjá Fiskmarkaði
Vopnafjarðar. Einar og
sonur hans Steinþór
eiga og reka Fiskmark-
aðinn, sem var stofn-
aður af Einari og eldri
syni hans í litlu leigu-
húsnæði á bryggjunni
árið 1994. „Fyrsta árið
gekk ágætlega og í
kjölfarið keyptum við
þetta hús sem við erum
nú í,“ segir Einar. „Við
þurftum að breyta því
mikið og búið að ganga
upp og ofan síðan.
Við seljum allan þann
fisk sem við erum beðn-
ir um að selja, en
vinnum jafnframt vel
með fiskverkunum,
jafnt hér sem annars staðar“ heldur
Einar áfram. „Stundum vilja menn
ekki nýta smáfiskinn og þá seljum
við hann fyrir þá. Við seljum fisk frá
Bakkafirði, Vopnafirði og Borg-
arfirði. Í dag vorum við til dæmis að
selja af Brettingi og það fer á bíl
núna á eftir. Helstu kaupendur okk-
ar eru fyrir sunnan, suður með sjó, í
Vestmannaeyjum og á Dalvík. Mað-
ur verður ekki feitur af þessum við-
skiptum en þetta sleppur til.“
Einar segist vera ánægður með
björgun Tanga, eins og hann kallar
það. „Ég er hrifinn af þeim björg-
unaraðgerðum, þær eru nauðsyn-
legar. Þeir auglýstu eftir hluthöfum
og ég veit svo sem ekki
hversu margir bæj-
arbúar fara í að kaupa
hlutabréf. Hlutabréfa-
markaðurinn er
hættulegur að vissu
marki. Einhverjir
menn úti í bæ eiga
hluti hingað og þangað
og eru ekkert að velta
því fyrir sér að fólk
haldi vinnu sinni á
landsbyggðinni. Þeir
horfa bara á arðinn og
ef hann lukkast ekki
þá taka þeir kvótann
burt,“ segir Einar. „Ef
Eskfirðingar taka
kvótann erum við hér
búin að vera,“ segir
Steinþór. „Fari Tangi og kvótinn af
staðnum þá leggur allt annað upp
laupana, það segir sig sjálft.“
Feðgarnir minnast á að íbúðaverð
hafi hækkað á Vopnafirði og þrátt
fyrir vandræðin með Tanga virðist
eins og fólk sé nú jákvæðara að
kaupa sér húsnæði en áður. „Fólk
sem var kannski búið að leigja í
mörg ár hrekkur nú allt í einu til og
fer að kaupa sér,“ segir Einar. Hann
bætir því við að hver sé sinnar gæfu
smiður og það gildi jafnt um Vopn-
firðinga sem aðra í heimi hér.
Verður ekki
feitur af því að
höndla með fisk
Einar Þór
Sigurjónsson
Íbúðabyggingar | Skipulags-
yfirvöld á Austur-Héraði hafa á síð-
ustu vikum og mánuðum úthlutað
eða lofað fyrirtækjum og ein-
staklingum lóðum fyrir um fjögur
hundruð íbúðir. Á heimasíðu sveit-
arfélagsins kemur fram að þessi
íbúðafjöldi samsvari því að nú sé í
uppbyggingu á Austur-Héraði
íbúðarhúsnæði fyrir um eitt þúsund
og eitt hundrað íbúa. Stjórnendur
sveitarfélagsins telja sig vinna
skipulagsmál í réttu samhengi við
eftirspurn og framkvæmdir og hafa
góða stjórn og yfirsýn á uppbygg-
ingu svæðisins.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfossi | „Svona kóramót hefur
ekki verið haldið áður,“ segir Valdi-
mar Bragason, formaður Karlakórs
Selfoss, sem stendur fyrir stór-
tónleikum í dag klukkan 17.00 í
Íþróttahúsinu á Selfossi. Þá koma
sjö karlakórar saman á kóramóti og
mynda stórkór með 300 körlum sem
syngja munu saman nokkur þekkt
kóralög.
Þeir sem taka þátt í mótinu eru
auk Karlakórs Selfoss, Karlakórinn
Fóstbræður, Karlakórinn Jökull frá
Hornafirði, Karlakór Rangæinga,
Karlakór Hreppamanna, Karlakór
Keflavíkur og Lögreglukórinn. Í til-
efni þess að 110 ár eru liðin frá fæð-
ingu Páls Ísólfssonar tónskálds
munu kórarnir syngja saman lagið
Brennið þið vitar.
„Upphafið að þessu kóramóti má
rekja til þess að Fóstbræður ætluðu í
heimsókn til Hafnar í Hornafirði til
að halda tónleika þar með Karla-
kórnum Jökli. Þeir urðu ásáttir um
að hittast frekar á Selfossi og syngja
þar saman með Karlakór Selfoss.
Síðan fór þetta að hlaða utan á sig
og nú eru þetta sjö kórar sem koma
hér saman,“ segir Valdimar Braga-
son sem segir kóramótin mjög gef-
andi samkomur bæði fyrir kórfélaga
og áheyrendur. „Við fáum að kynn-
ast starfinu hver hjá öðrum. Þetta
eru mismunandi kórar og við lærum
af efnistökum hinna og sjáum hvern-
ig þeir bera sig að. Svo fá áheyr-
endur tækifæri til að hlusta á alla
þessa kóra sem eru með 20–30 karla
upp í ríflega 60 í hverjum kór. Mað-
ur er auðvitað mjög spenntur að sjá
þetta samstarfsverkefni okkar og
Karlakórsins Fóstbræðra ganga upp
en Eyþór Eðvarðsson, formaður
þeirra, hefur unnið mikið að þessu
með okkur,“ segir Valdimar.
Á tónleikunum mun hver kór
syngja þrjú lög og síðan syngja þeir
fjögur saman. Að loknum tónleik-
unum heldur Karlakór Selfoss
árshátíð sína í Hótel Selfoss og
munu þar verða 350–400 manns að
skemmta sér. Konur karlakórs-
manna koma með þeim á kóramótið
í dag og verður sérstök skoð-
unardagskrá fyrir þær á meðan
karlarnir liðka raddböndin fyrir tón-
leikana.
Félagsskapurinn
er aðdráttarafl
„Það er bæði áhugi fyrir góðum
söng og ekki síður félagsskapurinn
sem dregur mann í karlakór. Það er
mjög gefandi að vera í þesum fé-
lagsskap. Svo er alltaf eitthvað nýtt
á ferðinni á hverju ári. Núna erum
við til dæmis me0ð tvö ný lög sem
eru útsett af Helenu Káradóttur,
tónlistarkennara á Selfossi, og Þóri
Baldurssyni, tónlistarkennara í
Reykjavík. Þannig erum við alltaf að
bæta við söngflóruna hjá okkur.
Það er spennandi að æfa söng-
skrána yfir veturinn með mönnum
sem leggja sig fram um að gera vel
og þegar vel tekst til er þetta ólýs-
anlega gaman. Menn verða að ein-
beita sér og syngja rétt þannig að
samhljómurinn verði fullkominn.
Það fylgir því mikil vellíðan að
syngja í kór, maður nýtur þess að
syngja og finna samkenndina sem
myndast í kórnum,“ segir Valdimar
Bragason, formaður Karlakórs Sel-
foss.
Þegar vel tekst til er
ólýsanlega gaman
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gaman: Valdimar Bragason, formaður Karlakórs Selfoss.
Stórtónleikar sjö karlakóra á Selfossi
Selfossi | Í lokahófi Golfklúbbs Sel-
foss sem fram fór nýlega var til-
kynnt val á kylfingi ársins, efnileg-
asta unglingi og mestu framfarir á
árinu, sem sagt þrír bikarhafar.
Kylfingur ársins var valinn Hlynur
Geir Hjartarson en hann var ekki
til staðar í lokahófinu þar sem hann
er við æfingar á Spáni. Davíð Örn
Jónsson 14 ára var valinn efnileg-
asti unglingurinn, fékk einnig við-
urkenninguna fyrir framfarir árs-
ins. Framfarir hans eru ótrúlegar
því að á einu sumri lækkaði hann
forgjöf sína úr 36 í 12,4 en svona
mikil lækkun á einu sumri er
óþekkt hjá GOS.
Davíð Örn er svo til nýbyrjaður í
golfíþróttinni; hann byrjaði að sjást
á golfvellinum síðla sumars árið
2002 en byrjaði ekki að keppa í
mótum fyrr en á þessu ári, og hann
keppti í mörgum mótum í sumar.
En keppni í mótum er óræk sönnun
á því hvaða forgjöf viðkomandi kylf-
ingur er með.
Davíð Örn Jónsson er efnilegasti
unglingurinn í Golfklúbbi Selfoss
Lækkaði forgjöfina
úr 36 í 12 á einu ári
Framfarir: Davíð Örn er efnilegasti
unglingurinn í golfi á Selfossi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gatnagerðargjöld | Fellahreppur
hækkar gatnagerðargjöld í bænum
verulega á næstunni. Er það gert til
að færa gjaldskrá nær raunkostnaði,
en hún hefur verið óbreytt frá árinu
1999. Fellahreppur á nú við rekstr-
arvanda að stríða og er verið að
skoða innri málefni hreppsins með
tilliti til hagræðingar og sparnaðar.