Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 21
Sýningarlok | Á morgun er síðasti
sýningardagur sýninga Eyjólfs Ein-
arssonar í vestursal og Sæmundar
Valdimarssonar í miðrými Kjarvals-
staða. Sýning Eyjólfs ber yfirskrift-
ina Hringekjur lífsins og er áhersl-
an á stór málverk sem lista-
maðurinn hefur verið að vinna
undanfarin ár og ekki hafa verið
sýnd áður. Sæmundur Valdimars-
son er löngu orðinn kunnur fyrir
trémyndir sínar sem hann vinnur
úr rekaviðardrumbum. Myndirnar
sýna ævintýraverur hulduheima
sem standa landsmönnum nærri í
gegnum þjóðtrú og sagnaminni. Kl.
15.00 á morgun, sunnudag verður
leiðsögn um sýningar Eyjólfs og
Sæmundar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Mosfellsbæ | Leikfélag Mosfells-
bæjar frumsýndi í gær leikritið
Hobbitann, sem byggt er á sam-
nefndri sögu J.R.R. Tolkien. Á
morgun, sunnudag, verður önnur
sýning á þessari leikgerð hins sígilda
bókmenntaverks sem fjallar um
Hobbitann Bilbó Bagga sem leggur í
langferð með Dvergum fyrir til-
stuðlan Galdrakarlsins Gandalfs.
Lendir hann í ýmsum ævintýrum,
hittir tröll, álfa, köngulær og dreka,
auk þess sem hann finnur, í fylgsni
verunnar Gollris, hring sem á eftir
að verða honum bæði til gæfu og
þjáningar.
Hobbitinn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 21
Reykjavík | Sextíu og þrjú prósent
nemenda í öðrum bekk grunnskóla
Reykjavíkur náðu því viðmiði í ár-
legri lesskimun, sem Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur stendur fyrir, að geta
lesið sér til gagns. Hluti þeirra sem
ekki náðu þeim árangri þurfa stuðn-
ing í lestri. Þetta kemur fram í nið-
urstöðum nýrrar skýrslu á vegum
Fræðslumiðstöðvarinnar. Í fyrra
náðu sextíu og sjö prósent nemenda
viðmiðinu, fjórum prósentum fleiri en
í ár. „Þessi munur er talinn eðlilegur
og stafar trúlega af því að prófið er
ekki lagt fyrir á nákvæmlega sama
degi og ekki á sama tíma í öllum skól-
um,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir,
fræðslustjóri Reykjavíkur.
Tækifæri til samanburðar og
vöktunar á lestrarkunnáttu
Ennfremur komu fram vísbend-
ingar í skýrslum Fræðslumiðstöðvar-
innar um að miklar framfarir yrðu á
lesskilningi frá lokum annars bekkjar
og að upphafi þriðja bekkjar, en mik-
ill munur var á niðurstöðum kannana
sem framkvæmdar voru um haust og
vor. „Þannig sáum við að það gerðist
mikið frá vori og fram á haust,“ segir
Gerður.
Rannsóknunum er ætlað að vakta
stöðu lestrarkunnáttu barna strax í
upphafi skólagöngunnar, til þess að
sjá hvar þörf er á stuðningi í lestri
samkvæmt einstaklingsáætlunum.
Einstakir skólar fá einnig tækifæri til
að bera árangur nemenda sinna sam-
an við meðalárangur nemenda í öðr-
um skólum og borginni sem heild og
sjá hvað megi bæta. Þannig kom í
skýrslunni fram um fjörutíu pró-
sentustiga munur á besta og lakasta
árangri einstakra skóla í lestrarskim-
unarprófinu. Það getur bæði verið
vegna mismunandi tímasetningar
prófanna og einnig vegna þess að
nemendur koma mismunandi undir-
búnir í skólann hvað varðar lestrar-
kunnáttu. Einnig var marktækur
munur á árangri drengja og stúlkna,
en stúlkur voru um fjórum prósent-
um yfir drengjum að meðaltali.
Gerður segir að nú sé ætlast til að
skólarnir nýti niðurstöður skiman-
anna til að skipuleggja lestrar-
kennslu. „Það var einnig nokkuð
merkilegt að sjá að viss fylgni var
milli þess þegar börn sögðust hafa
ánægju að því að lesa sjálf og góðs ár-
angurs í prófinu.“
Niðurstöður lesskimunar í 2. bekk
Mikill munur á
einstökum skólum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er öllum hollt að lesa góða bók.