Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BUSH HÓTAR KASTRÓ
George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær að framvegis
yrði harðar fylgt eftir banni við ferð-
um bandarískra ríkisborgara til
Kúbu. Fordæmdi Bush kúgunar-
stefnu Fídels Kastrós Kúbuforseta
og sagði að framvegis yrði fleiri
Kúbumönnum gert kleift að flytjast
til Bandaríkjanna.
Ebadi fær friðarverðlaunin
Íranski lögfræðingurinn Shirin
Ebadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í
ár. Hvatti hún í gær til þess, að öll-
um pólitískum föngum í Íran yrði
sleppt. Hún hefur lengi barist fyrir
lýðræði og mannréttindum í landinu.
Tilboð í bækur Arnaldar
Þýskt útgáfufyrirtæki hefur gert
Arnaldi Indriðasyni tilboð í allar
bækur hans. Fyrirtækið býður einn-
ig í útgáfu þriggja óútkominna bóka
Arnaldar. Mýrin hefur nú selst í um
110 þúsund eintökum í Þýskalandi
og mun brátt koma út í Japan.
Landstjóri Kanada á Íslandi
Adrianne Clarkson, landstjóri
Kanada, er nú í opinberri heimsókn
á Íslandi. Clarkson heimsótti landið
fyrir tuttugu árum og segist aldrei
hafa gleymt því. Hefur hún sýnt
landi og þjóð mikinn áhuga og legg-
ur ríka áherslu á samvinnu landa á
norðurslóðum. Hún mun ferðast um
á Suður- og Norðurlandi.
Laugardagur
11. október 2003
Á ÍSLANDI eru starfrækt ótal leik-
hús. Sum þeirra eru atvinnuleikhús
en þá fá leikararnir laun fyrir vinn-
una sína. Önnur eru áhugamanna-
leikhús en þá eru leikararnir oftast í
annarri vinnu en sinna leiklistinni ut-
an vinnutíma. Ef þig langar til að
verða atvinnuleikari þarftu að ganga
í leiklistarskóla til þess að læra að
leika.
Möguleikhúsið er atvinnuleikhús
sem sérhæfir sig í sýningum fyrir
börn. Leikhúsið er lítið og sýningarn-
ar frekar stuttar. Stundum fara leik-
ararnir í skóla eða leikskóla og sýna
leikritin þar. Barnablaðið leit í heim-
sókn í Möguleikhúsið og sá leikritið
Tveir menn og kassi en það er eitt af
fjölmörgum leikritum sem eru sýnd
þar í vetur. Mörg börn voru á sýning-
unni og virtust skemmta sér vel.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Mennirnir tveir í leikritinu eiga í mesta brasi með að koma þessum stóra kassa í réttar hendur.
Leikhús fyrir börn
LENGSTA leikrit sem hefur verið sett
upp heitir The Warp og er eftir Neil
Oram. Leikritið hefur verið sett upp
oftar en einu sinni og uppfærslurnar
hafa tekið frá 18 og upp í 29 klukku-
tíma. Það hefur ýmist verið sýnt á
nokkrum dögum eða allt á einum
degi.
Árið 1997 var leikritið sýnt í einni
lotu og það tók 29 klukkutíma. Aðal-
leikarinn örmagnaðist og þurfti að
taka sér hlé þegar sýningin var rúm-
lega hálfnuð. Aðeins einn maður sá
alla sýninguna og hann var stórhrif-
inn af henni en viðurkenndi að hafa
orðið svolítið þreyttur á köflum.
Unnið upp úr Vísindavef Háskóla Íslands:
UNNUR Regína, 11 ára stelpa úr Víkurskóla, fór á leikritið Tveir
menn og kassi og skemmti sér nokkuð vel. Leikritið fjallar um tvo
menn sem eru að flytja kassa en ekkert bólar á viðtakandanum.
Meðan þeir bíða og velta fyrir sér hvað skuli gera við kassann fara
undarlegir hlutir að gerast í kassanum.
„Þetta var svolítið sérstakt leikrit en samt mjög fyndið. Það
skrýtnasta var að mennirnir töluðu ekki íslensku. Mér fannst það
líkjast meira þýsku,“ segir Unnur en henni fannst leikaranir nota
líkamann meira í staðinn fyrir orðin.
Unnur er ekki alveg viss hver boðskapur leikritsins var. „Ég
held að það hafi fjallað um að það er best að allir séu vinir,“ segir
hún.
Krakkarýni:
Tveir menn og kassi
Best að allir séu vinir
Unnur Regína
ÍSLENDINGAR lesa texta alltaf frá
vinstri til hægri, það er að segja við
byrjum vinstra megin og færum
augun til hægri meðan við lesum.
Þetta finnst okkur hið eðlilegasta
mál en engu að síður eru til þjóðir
sem lesa ekki á sama hátt og við.
Arabar lesa til dæmis frá hægri til
vinstri. Það væri mikil kúnst fyrir
okkur að lesa texta á arabísku því
það gæti vafist fyrir okkur að fara í
öfuga átt.
Einu sinni ætlaði lyfjafyrirtæki að
selja höfuðverkjatöflur í Norður-
Afríku. Þar eru margar manneskjur
sem kunna ekki að lesa svo að fyr-
irtækið ákvað að nota myndir til að
auglýsa töflurnar. Myndirnar voru
þrjár. Sú fyrsta sýndi mann sem var
mjög illt í höfðinu. Á næstu mynd tók
hann töflu og á þeirri þriðju er hann
glaður og laus við höfuðverkinn.
Fyrirtækið lét prenta stór auglýs-
ingaspjöld með myndunum og
hengdi upp úti um allt. Aðeins eitt
gleymdist. Í Norður-Afríku lesa íbú-
arnir frá hægri til vinstri. Þeir sáu
því myndasyrpuna á allt annan hátt.
Það er að segja kátan mann gleypa
töflu og líða eftir það ferlega illa.
Það getur verið
kúnst að lesa
Morgunblaðið/Magnús Valur
Það er mikill munur á boðskap þessarar myndasyrpu eftir því hvort lesið er frá
vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri.
ÆTLUNIN var að birta hérna nokkrar
skrýtlur með viðeigandi myndum.
Einhver ruglingur varð og ekki er vit-
að hvaða texti fylgir hvaða mynd.
Getur þú komist að því?
Ef þú hættir ekki að borða af hatt-
inum mínum hrópa ég á hjálp!
Alfreð, við verðum að fara að gera
við bílflautuna.
Má ekki bjóða ykkur að tefla meðan
þið bíðið eftir matnum?
Er þetta í fyrsta skipti sem þú
ferðast með flugvél?
Svar: 1 B 2 C 3 D 4 A
Skrýtlur
Svar: Þögn
Lengsta
leikrit
í heimi
Ef þú nefnir mig á nafn þá er ég ekki lengur til. Hver er ég?
Prentsmiðja
Árvakurs hf.
L a u g a r d a g u r
11.
o k t ó b e r ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónustan 35
Úr verinu 12 Viðhorf 36
Viðskipti 14 Messur 36/37
Erlent 16/18 Minningar 38/44
Heima 20 Myndasögur 48
Höfuðborgin 21/22 Bréf 48
Akureyri 22 Kirkjustarf 49
Suðurnes 24 Dagbók 50/51
Árborg 24/25 Íþróttir 52/55
Landið 25 Leikhús 56
Daglegt líf 26/27 Fólk 56/61
Listir 34/35 Bíó 58/61
Umræðan 30 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 38 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir Dag-
skrá Íslensku óperunnar 2003–
2004.
AUKAHLUTIR eru allt í öllu upp á síðkastið, ekki síst
skór og töskur. Á sjötta áratug 20. aldar var pilssídd og
útlínur í brennidepli, en þá birtist táknróf tískunnar í flík-
unum sjálfum, en ekki framleiðslu risavaxinna lúxusvöru-
samsteypna, segir Style, helgarútgáfa The Sunday Times.
„Spólum áfram til ársins 2003 og nemum kliðinn í kringum
Murakami-töskur Louis Vuitton (þessar með litskrúðugu teikni-
myndafígúrunum). Indælar glitsteina-skikkjur Marc Jacobs hafa
ekki fengið nándar nærri því eins mikla athygli, enda búa töskur ekki
aðeins til umtal heldur peninga. Velta af fatasölu var ekki nema 3% af
250 milljörðum hjá Vuitton á síðasta ári.“ Aukahlutirnir eru vélin sem knýr risa-
trukk tískunnar áfram. „Einungis tvö af söluhæstu tískumerkjum samtímans
selja meira af fötum en aukahlutum, það er Armani (sem er númer þrjú) og
MaxMara (í sjöunda sæti á listanum). Fólk kaupir enn dýra merkjavöru, en eigi
það að velja á milli Gucci-kápu á tæpar 200 þúsund krónur og Gucci-veskis á
tæpar 32 þúsund, velur það síðari kostinn. Aukahlutir eru ódýrari leið til þess að
eignast merkjavöru og líklega hagkvæmari til lengri tíma litið. Kostnaður er
líka minni við framleiðslu á töskum en fatnaði og „brauðhorns“-taska Fendi
passar konum af öllum stærðum og gerðum.“
Taskan með hástöfum
Tískutaskan sem allir „verða“ að eignast varð til sem fyrirbæri upp úr 1980
þegar byrjaði að þykja smart að hafa merki hönnuðarins áberandi. Chanel-taskan
(með cé-unum tveimur og keðjuól) varð hið endanlega handleggsstöðutákn. Á tí-
unda áratugnum fór slíkum töskum fjölgandi, fyrst kom svartur nælon-bakpoki
Prada, þá „snittubrauðs“-taska Fendi og fyrr en varði ruddist hver tískutaskan
af annarri fram á sjónarsviðið og hreyfði jafn ötullega við hjörtum og sparifé.
Haft er eftir talsmanni hönnunardeildar Selfridges að konur séu farnar að
eyða minna fé í föt og meira í fína aukahluti. „Þær sem fylgjast með tískunni
kaupa fötin nú í Topshop og New Look. Það þótti ekki fínt fyrir fimm árum,
en er í lagi núna. Það er að segja ef dýrir aukahlutir eru með í heildarmynd-
inni.“
Talsmaður MaxMara segir í tísku í augnablikinu að framleiða og selja
aukahluti. „Við viljum ekki missa af lestinni,“ segir hann.
Einnig hafa Vivienne Westwood og Burberry aukið framleiðslu á
aukahlutum fyrir haust- og vetrartískuna, svo fleiri dæmi séu tekin.
Algert stelpudót
„Aukahlutir setja svo mikinn svip á klæðaburðinn, að taska eða
skór eru oft það fyrsta sem kona kaupir sér þegar ný tíska geng-
ur í garð. Pils síðan í fyrra breytir strax um yfir-
bragð ef stígvélin sem notuð eru við það
eru nýjasta tíska. Kvenleiki tískunnar
hefur líka fært okkur aukahluti í stíl.
Krókódílaáferð Prada, Miu Miu og Louis
Vuitton birtist í skóm, hrikalega smart
töskum, hönskum og belti sem reyrt er að í mitt-
ið.“ Style hefur eftir þekktri töskukonu að auka-
hlutir fái hjartað ávallt til þess að slá örar. „Þetta er
einfaldlega stelpudót. Kannski að töskur höfði til söfn-
unaráráttunnar í konum, sem virðast ávallt þurfa að hafa allt það mik-
ilvægasta meðferðis. Skór eru einfaldlega stórkostlegt sköpunarverk og
handtaskan segir sína sögu. Sumir velja handtöskur sem greinilega
kosta yfir 100 þúsund krónur. Aðrir forðast þær eins og pest-
ina.“ En hvort sem í þér býr tískudrottning eða einstak-
lingshyggjuvera, eru töskur (og skór í stíl) svo sannarlega
á hverju strái.
Stöðutákn frá Chanel.
Leður- og nælonpoki Prada.
Murakami-taska Vuitton.
L A U G A R D A G U R
1 1 . O K T Ó B E R 2 0 0 3
Brauð-
horn
Fendi.
Skór og töskur í stíl. Gyllt sparilína frá Flex og silfraðir balletskór og taska frá TopShop. Túrkísbláir pallí-
ettuskór Flex fyrir prinsessuna og sportleg lína fyrir nútímakonuna frá Karen Millen.
Fendi, kennd við
snittubrauð.Aukahlutir
eru allt í öllu
TÍSKA
Skór og taska
frá TopShop.
Kvenleiki tískunnar
endurspeglast í
aukahlutum í stíl.
Skór og taska í stíl, sem, ásamt
jakkanum, eru frá Karen Millen.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Ás
dí
s
GAMALT bátaverkstæði í Bolung-
arvík er gjörónýtt eftir bruna í gær-
kvöldi. Slökkvilið Bolungarvíkur
náði tökum á eldinum um áttaleytið
og komu í veg fyrir að hann bærist í
nærliggjandi hús, þar sem er versl-
un, með því að rífa niður veggi
verkstæðisins með vinnuvélum. Í
húsinu var áður trésmíðaverkstæði
en það hefur undanfarin ár verið
notað sem bátaverkstæði. Var húsið
orðið nokkuð gamalt og hrörlegt og
verður það fjarlægt með öllu eftir
að slökkvistarfi lýkur.
Mikill reykur kom undan þak-
skeggi hússins þegar slökkvilið kom
á vettvang og skömmu síðar bloss-
aði eldurinn upp.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Stórbruni í Bolungarvík
„ÉG tel að við höfum nú lagt grunn
að því hvernig samkomulag verður
unnið vegna erlendra starfsmanna
hér á landi í framtíðinni. Þetta er
ekki bundið við þessa framkvæmd,
og vandamál af sama toga tengd er-
lendu verkafólki finnast víðar, þó á
mun smærri skala sé,“ segir Þor-
björn Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Samiðnar, eftir að samkomu-
lag náðist milli Impregilo S.p.A. og
landssambanda ASÍ sem aðild eiga
að samráðsnefnd virkjunarsamn-
ings.
Markmið samningsins var að
skýra reglur og leysa þau ágrein-
ingsefni sem uppi hafa verið um
starfskjör erlendra starfsmanna
Impregilo.
„Efnislega er þetta samkomulag
svipað því sem við gerðum 5. október
fyrir hluta af erlendu starfsmönnun-
um“ segir Þorbjörn. „Þar skildum
við Ítalina eftir vegna sérstakrar
óskar Impregilo um að lögmenn
þeirra kæmu að því vegna þess að
starfsmennirnir væru að stærstum
hluta með fastráðningarsamninga
við móðurfélagið. Nú náðist sam-
komulag um að laun ítölsku verka-
mannanna fara inn í íslenskt launa-
kerfi til að það sé klárt að þeir nái að
minnsta kosti lágmarkslaunum. Gef-
inn verður út íslenskur launaseðill
fyrir þá og laun öll greidd inn á
banka. Trúnaðarmaður hefur að-
gang að öllum þessum upplýsingum
gagnvart Ítölunum alveg jafnt og
öðrum erlendum starfsmönnum á
svæðinu. Þetta tekur gildi nú þegar
og september verður keyrður aftur
til þess að tryggja þetta.“
Í samkomulaginu eru einnig
ákvæði um lágmarksorlof erlendra
starfsmanna, veikindarétt, fé-
lagsgjöld, aðgang að heilbrigðiskerfi
Heilbrigðisstofnunar Austurlands
og ferðakostnað.
„Það er tekið á ferðakostnaði
þannig að tryggt er að allir fá farseð-
il fram og til baka. Þau uppsagnar-
bréf sem menn undirrituðu í sínu
heimalandi áður en þeir komu hing-
að teljum við nú ógild og að það þurfi
að vera mjög gildar ástæður til þess
að starfsmaður borgi farmiða sinn
sjálfur,“ segir Þorbjörn.
Hann segir jafnframt að sam-
kvæmt samkomulaginu sé nú öllum
tryggður lágmarks uppsagnarfrest-
ur, sem er ein vika og því ekki hægt
að láta menn fara samdægurs.
Þá var tekið á starfsréttindamál-
um og skuldbindur fyrirtækið sig frá
1. nóvember nk. til að engir hefji
störf á svæðinu nema hafa fengið
staðfestingu á starfsréttindum. Á
það við iðnaðarmennina og þá sem
hafa sérréttindi á tæki. „Gegnsæi
þessa samkomulags á að vera mjög
mikið, þannig að grannt má fylgjast
með því hvort það er haldið, “ segir
Þorbjörn og telur að verkalýðsfor-
ystan hafi nú náð utan um málefni
erlendu starfsmannanna við Kára-
hnjúkavirkjun.
Impregilo og verkalýðsforysta semja um málefni erlendra verkamanna
Samningur sem á að geta
leyst ágreiningsefnin
LÖGREGLAN á Egilsstöðum var
kölluð að Kárahnjúkum í gær að
beiðni Impregilo vegna óróa í röð-
um verkamanna. Rúmlega fimmtíu
portúgalskir verkamenn Impregilo
höfðu lagt niður vinnu, annan dag-
inn í röð. Fyrirtækið hafði útvegað
300 pör af ullarsokkum, annað eins
af ullarvettlingum og 46 pör af
vatnsþéttum öryggisskóm en í gær
hélt fimmtíu manna hópur vinnu-
stöðvun til streitu og sagðist hafa
gert samkomulag við fyrirtækið um
að þeir sem fengju skó færu til
vinnu, en aðrir mættu bíða í að-
albúðum. Impregilo kannaðist hins
vegar ekki við að hafa samið um
þetta og lét tilkynna mönnunum að
þeir skyldu mæta til vinnu eða
missa hana ella. Ollu uppsagnirnar
nokkrum usla í hópi verkamann-
anna og var lögregla kölluð til en
ekki kom þó til afskipta hennar.
Eftir fund Odds Friðrikssonar,
yfirtrúnaðarmanns verkalýðs-
hreyfingarinnar á virkjunarstað,
með fulltrúum Impregilo í Reykja-
vík, var ákveðið að afturkalla allar
uppsagnirnar gegn því að hópurinn
mætti til vinnu í morgun: „Þeir eru
búnir að draga allar uppsagnir til
baka og mennirnir mæta til vinnu,“
sagði Oddur og tekur fram að
verkalýðshreyfingin hafi ekki stutt
aðgerðirnar í gær og talið þær
ganga of langt miðað við tilefnið.
Lögregla
kölluð til
RÍKISSAKSÓKNARI krefst þess
að tveir lögregluþjónar verði dæmd-
ir í fangelsi fyrir stóralvarleg brot í
starfi með tilefnislausum handtök-
um og röngum skýrslugjöfum í vor.
Málflutningi fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur lauk í gær og er nið-
urstöðu dómara að vænta innan
nokkurra vikna. Verjendur lög-
regluþjónanna krefjast sýknu og
vara við þeim áhrifum sem dómur-
inn kann að hafa ef þeir verða sak-
felldir.
Lögreglumennirnir eru ákærðir
fyrir ástæðulausa handtöku á manni
um þrítugt í Tryggvagötu hinn 9.
mars sl. og ennfremur er annar lög-
regluþjónninn sakaður um að hafa
skráð ranglega í skýrslu að mikil
múgæsing hafi myndast á vettvangi
o.fl. Starfsbróðir hans er þá sakaður
um brot í opinberu starfi með því að
beita úðavopni gegn borgara án
nægilegra ástæðna eða tilefnis.
Einnig er honum gefið að sök að
hafa handtekið 23 ára mann án
nægilegra ástæðna eða tilefnis hinn
8. mars sl. í Hafnarstræti.
Stóðu rangt að málum
Saksóknari upplýsti við réttar-
höldin í gær, að það sem af væri
árinu, hefði lögreglan verið kærð 14
sinnum fyrir meint brot gegn borg-
urum en á síðasta ári hefðu kær-
urnar verið 31 og 18 árið þar á und-
an. Í langflestum tilvikum væru
málin leyst án opinberrar málshöfð-
unar, en í þessu tilviki hefði lögregl-
an farið yfir strikið og kallað yfir sig
ákæru ríkissaksóknara. Óumdeilt
var að lögregluþjónarnir hefðu orðið
fyrir leiðindum og dónaskap en sak-
sóknara fannst það ekki nægja til
handtöku. „Góð lögga“ ætti að leiða
hjá sér leiðindi í fólki en ekki búa til
vandamál með viðbrögðum sínum.
Lögregluþjónarnir hefðu hins vegar
staðið rangt að málum t.d. þegar
einn hinna handteknu hefði verið
færður á lögreglustöð án þess að
varðstjóri fengi að sjá hann. Hefði
hinn handtekni þess í stað verið lát-
inn í herbergi á umferðardeild, sem
var deild viðkomandi lögregluþjóns.
Með slíkri „prívatafgreiðslu“ hefði
það vakað fyrir lögregluþjóninum að
sýna vald sitt.
Í öðru tilvikinu var maður hand-
tekinn sem stóð á miðri Tryggva-
götu og neitaði að færa sig eða gefa
lögregluþjónunum nafn og kenni-
tölu. Taldi ríkissaksóknari ólíklegt
að lögregluþjónarnir hefðu getað
spurt manninn að nafni og kenni-
tölu, fengið neitun og handtekið
hann fyrir vikið – allt á aðeins fimm
sekúndum.
Úðaði á ógnandi borgara
Varðandi úða sem annar lögreglu-
þjónninn notaði gegn einum borgara
umrædda helgi, taldi ríkissaksókn-
ari að lögregluþjóninum hefði verið í
lófa lagið að verjast án þess að grípa
til þessa varnarvopns. Í umrætt sinn
sat lögregluþjónninn í lögreglubíl
með annan fótinn út úr bílnum.
Fannst honum borgarinn ógnandi
þar sem hann kom stormandi að
bílnum og greip til úðans. Óttaðist
hann mjög að borgarinn, sem var
tröll að burðum, ætlaði að klemma
fótinn milli stafs og hurðar. Ríkis-
saksóknari benti á að lögregluþjónn-
inn hefði auðveldlega getað kippt
fætinum inn og lokað að sér.
Verjendur ákærðu sögðu að ekki
hefði tekist að sanna brotaásetning
lögregluþjónanna og gagnrýndu
rannsókn málsins m.a. með því að
yfirmaður lögregluþjónanna hefði
beinlínis hvatt einn hinna handteknu
til að leggja fram kæru. Þá væri það
andstætt lögum um meðferð opin-
berra mála, að umræddur yfirmað-
ur, sem var lykilvitni ákæruvaldsins,
hefði verið undirbúinn fyrir skýrslu-
tökur fyrir dómi á sérstökum fundi
með ríkissaksóknara daginn fyrir
málflutninginn. Skýrslugerð ríkis-
saksóknara væri ennfremur í molum
og sá vafi sem léki á sekt ákærðu
ætti að leiða til sýknu. Verjendur
vöruðu þá við þeim skilaboðum sem
dómurinn gæfi ef hann sakfelldi lög-
regluþjónanna. Afleiðingarnar yrðu
að almenningur myndi vaða uppi
með óhlýðni og dónaskap í garð lög-
reglu með ófyrirséðum afleiðingum.
Telur handtökur
tilefnislausar