Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Sverrir Forseti Íslands og landstjóri Kanada svara spurningum blaðamanna. ÉG HEF alltaf heillast mjög af Ís- landi, allt frá því ég kom hingað fyrst þegar ég var um tuttugu ára gömul og ég hef aldrei gleymt land- inu. Því meir sem ég ferðast um það finn ég að það er eitthvað sem dregur mig að því. Kannski er það hraunið, hverirnir eða Íslendinga- sögurnar og raunar samsama ég mig æ meir Guðrúnu Ósvífurs- dóttur í Laxdælu,“ sagði Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, á fundi með blaðamönnum á Bessa- stöðum síðdegis í gær. Clarkson sagði Ísland og Íslend- inga hafa auðgað sögu Kanada ákaflega mikið. Eins væru hin nánu tengsl Íslendinga við Íslendinga í Kanada einstök, oftast hefði raunin verið sú að föðurlönd útflytjend- anna til Kanada hefðu algerlega gleymt þeim þegar þeir fóru en það ætti ekki við um Ísland. Allt þetta auðveldaði mjög samvinnu þjóð- anna þegar kæmi að sameig- inlegum áherslum í norðlægum héruðum. Þá nefndi hún að hún og aðrir sem með henni væru í heim- sókninni hefðu sérstakan áhuga á að kynna sér hvernig Íslendingar hafa stjórnað fiskveiðum sínum enda væri fiskurinn í sjónum afar mikilvæg náttúruauðlind í báðum löndunum. Hefur sýnt Íslandi sérstakan velvilja Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagðist fagna mjög heim- sókn landstjórans sem liðar í sam- vinnu landanna á norðurslóðum og þakka þann sérstaka áhuga sem Clarkson hefði sýnt Íslandi og Ís- lendingum allt frá því hún hefði tekið við embætti landstjóra Kan- ada. „Ég tel að heimsókn landstjór- ans til Rússlands, Finnlands og Ís- lands sé til marks um áhuga Kanada á samvinnu landanna sem liggja að norðurheimskautinu.“ Opinber heimsókn landstjóra Kanada til Íslands Hef aldrei gleymt Íslandi FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEÐRÆKTARSTJARNAN var af- hent í gær í tilefni af Alþjóðlega geð- heilbrigðisdeginum. Hana hlaut Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðju- þjálfi á geðsviði Landspítalans, en hún hlýtur stjörnuna fyrir að vinna mikið að geðrækt, opna umræðu um geðheilbrigði og benda á marg- víslegar leiðir í meðferð við geðrösk- unum og við að efla geðheilsu. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri og fyrri handhafi geðræktarstjörn- unnar, afhenti Elínu Ebbu við- urkenninguna. Elín Ebba segist vera mjög ánægð með viðurkenninguna og líta fyrst og fremst á hana sem hvatn- ingu til að starfa áfram að geðrækt- armálum. „Ég hef unnið að því að minnka fordóma með fræðslu og skapa verkfæri fyrir fólk til að efla geðheilsuna. Það er mín von að þessi viðurkenning verði til þess að ég komist að með hugmyndir á þeim stöðum þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Þessi stjarna er leiðarljós þess sem á eftir kemur. Þetta er byrjun á verkefni sem bíður mín í framtíðinni.“ Nýta styrkleikana Elín Ebba lítur á það sem helsta baráttumál sitt að skapa stað þar sem fólk sem hefur átt við geð- heilsuvanda að stríða geti komið saman og nýtt sína styrkleika fyrir utan stofnanir. „Við erum alltaf að einblína á veikleikana og að það þurfi að gera eitthvað fyrir ein- staklinginn. Ég vil hafa stað þar sem fólk, sem einhverra hluta vegna er dottið úr skóla eða vinnu, kemur til þess að nýta sína styrkleika eins mikið og það getur.“ Elínu Ebbu finnst jafnframt mik- ilvægt að boðið sé upp á fræðslu og námskeið þar sem notendur eru virkjaðir með fagfólki. „Ég er mjög upptekin af því að breyta þjónustunni þannig að hún verði meira í takt við það sem þau segja sem hafa náð bata en þau eru oft með aðrar áherslur en fagfólkið. Þau tala um að það þurfi fyrirmyndir í umhverfinu til að þau missi ekki von- ina. Svo vilja þau tækifæri til að hjálpa öðrum og sjálfum sér í leiðinni en það vantar alveg farveg fyrir það,“ segir Elín Ebba. Þarf kjarkmikla ráðamenn Þá segir hún að það þurfi kjarkmikla ráða- menn til að þora að fara nýjar víddir. „Minn draumur er að hafa notanda með reynslu öðrum megin við mig og hinum megin vil ég hafa pólitíkus sem þorir að fara nýjar brautir. Ég auglýsi í rauninni eftir slíkum póli- tíkusi.“ Elín Ebba bendir á að það séu ennþá miklir fordómar gagnvart geðsjúkdómum og að það sé eins og fólk hverfi þegar það hefur náð bata. „Fordómarnir hafa verið það miklir að fólk vill hreinlega gleyma reynsl- unni. Þetta þarf hins vegar að vera sýnilegt. Við viljum í raun að það sé meira af sjálfshjálparmódelum. Þessar hugmyndir eru bæði í heil- brigðisráðuneytinu og félagsmála- ráðuneytinu og við bíðum spennt eft- ir að sjá hvað kemur út úr þeim.“ Geðræktarstjarnan var afhent á Geðræktarþingi í gær Aðeins byrjun á verkefni Elín Ebba Ásmundsdóttir fagnar viðurkenn- ingunni sem geðræktarstjarnan er. Morgunblaðið/Golli SÝNING á verkum Matthíasar Johannessen skálds var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Matthías er skáld mánaðarins, sem er sam- vinnuverkefni Þjóðmenningarhússins, Lands- bókasafns Íslands – háskólabókasafns og Skólavefjarins ehf. Á sýningunni um Matthías má sjá sýnishorn af störfum hans sem ljóðskáld, leikritaskáld og rithöfundur auk ljósmynda frá lífi hans og starfi. Mun efnt verða til fyrirlestra, upplestra og annarra viðburða í tengslum við sýninguna. Sýningin um Matthías var opnuð við hátíðlega athöfn í bókasal Þjóðmenningarhússins og las Matthías við það tilefni ljóðið Eylendan þín, sem birt er á blaðsíðu þrjú í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Morgunblaðið/Sverrir Matthías er skáld októbermánaðar í Þjóðmenningarhúsinu. Matthías Johannessen skáld mánaðarins NÝR samningur um verkefnið Geð- rækt var undirritaður í gær í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdegin- um. Geðrækt er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og geðsviðs Landspítalans. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir verður áfram verkefnastjóri Geð- ræktar en að hennar sögn er þegar komin metnaðarfull framkvæmda- áætlun fyrir næsta ár. „Framundan er áframhaldandi fræðsla fyrir almenning. Við viljum opna umræðu, auka fræðslu og vera vettvangur fyrir fólk sem hefur reynslu af geðsjúkdómum.“ Dóra segir að vonast sé til að verkefnið nái til alls samfélagsins og allra aldurshópa. Fólk rækti geðheilsuna „Við viljum hvetja fólk til að rækta geðheilsu sína. Við getum fyrirbyggt. Við höfum verið með námsefni fyrir leikskóla og grunn- skóla til þess að læra að tjá tilfinn- ingar sínar og annað,“ segir Dóra. Hún segir mikilvægt að Geðrækt haldi áfram að finna slíku námsefni farveg og koma því inn í mennta- kerfið hér á landi. „Það er svo mik- ilvægt að við lærum snemma að tak- ast á við erfiðleika á jákvæðan hátt. Það skiptir líka mestu máli að við lærum að tjá tilfinningar okkar, þekkja þær og orða þær, átta okkur á líðan okkar, hvað hefur áhrif á líð- anina og hvað við getum gert í því.“ Geðrækt mun halda áfram með fræðslu í skólum, fyrirtækjum og stofnunum. Að auki er Geðrækt í miklu alþjóðlegu samstarfi. „Við viljum fyrst og fremst auka meðvit- und fólks um eigin geðheilsu og þau geðheilsuvandamál sem til eru, draga úr fordómum og draga úr samfélagslegri byrði og kostnaði,“ segir Dóra. Nýr samningur um Geð- rækt undirritaður í gær Metnaðar- full fram- kvæmda- áætlun fyrir næsta ár Edduverð- launahafar 2003 KVIKMYNDIN Nói albínói, eftir Dag Kára Pétursson, varð langhlut- skörpust á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór á Hótel Nordica í gær- kvöldi. Edduverðlaunin eru viður- kenning íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar og er þeim ætlað að hvetja til dáða íslenskt kvik- myndagerðarfólk. Edduverðlaunin árið 2003 hlutu eftirfarandi:  Bíómynd ársins: Nói albínói  Leikstjóri ársins: Dagur Kári Pétursson fyrir Nóa albínóa  Leikari í aðalhlutverki: Tómas Lemarquis fyrir Nóa albínóa  Leikkona í aðalhlutverki: Sigur- laug „Didda“ Jónsdóttir fyrir Stormviðri  Leikari í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Nóa albínóa  Leikkona í aukahlutverki: Edda Heiðrún Bachman í áramóta- skaupinu 2002  Handrit: Dagur Kári Pétursson fyrir Nóa albínóa  Hljóð og mynd: Sigurrós fyrir tón- listina í Hlemmi  Útlit myndar: Jón Steinar Ragn- arsson fyrir Nóa albínóa  Stuttmynd: Karamellumyndin  Tónlistarmyndband: Mess it up með Quarashi  Sjónvarpsþáttur ársins: Sjálf- stætt fólk með Jóni Ársæli Þórð- arsyni.  Sjónvarpsfréttamaður ársins: Ómar Ragnarsson.  Sjónvarpsmaður ársins, kjörinn af almenningi: Gísli Marteinn Bald- ursson Mótuð verði heildstæð stefna FÉLAG foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga af- henti undirskriftalista á Geðræktar- þingi með áskorun til ríkisstjórnar- innar sem 14 þúsund manns skrifuðu undir. Skorað var á ríkisstjórnina að móta heildstæða stefnu um þjónustu á geðheilbrigðissviði fyrir börn, ung- linga og fjölskyldur þeirra auk þess sem hún var hvött til að standa við gefin loforð um aukna þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.