Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is VilhjálmurStefánssonvar mjögþekktur og virtur samanber skrif Káins til hans á póst- korti og greint er frá í bókinni Frægð og firn- indi, ævi Vilhjálms Stefánssonar, sem kom út í gær: […] En, skrítið er hvað meta fáir mig?/ Á meðan allur heim- ur dáir þig. Á bókarkápu segir að löngum hafi stafað ljómi af persónu og afrekum Vil- hjálms Stefánssonar, en Gísli Páls- son segi ævisögu hans frá nýju sjón- arhorni, „ekki síst í ljósi fjölmargra nýrra heimilda sem komið hafa fram í dagsljósið. Hann beinir sjónum að tilteknum þáttum í ævi Vilhjálms og störfum sem lítið hefur verið fjallað um til þessa.“ Um sextán ára glíma Gísli segir að hann hafi aðallega unnið að bókinni undanfarin tvö ár, en hann hafi glímt við Vilhjálm Stef- ánsson af og til frá 1987, þegar hann frétti af Alex, syni hans, sem hann átti með inúítakonunni Fanný Pann- igablúk. Hann hafi reynt að hafa upp á Alex án árangurs, en þegar bréf frá sonardóttur Vilhjálms hafi rekið á fjörur sínar, þar sem hún ræddi um afa sinn, afrek hans og þá virð- ingu sem hún bar fyrir honum, hafi sér verið ljóst að til væri fjölskylda og barnabörn. „Ég heimsótti þessa fjölskyldu fyrir þremur árum til þess að fá sýn inúítanna á Vilhjálm og samskipti hans við heimamenn þegar hann var á vettvangi,“ segir Gísli. „Lengi vel var ég að fikra mig áfram á þessari braut og reyna að átta mig á því af hverju Vilhjálmur talaði aldrei um son sinn og inúítafjölskyld- una. Það hefur löngum verið litið á þetta sem eitt af helstu leynd- armálum norðurslóða.“ Bókin er 416 síður með ítarlegri heim- ildaskrá, en Mál og menning gefur hana út. Fyrir um ári segist Gísli hafa rekist á einkabréf við Dart- mouth-háskóla sem hafi varpað nýju ljósi á sög- una. Fyrir tilviljun hafi kennari við skólann fundið bréfabunka á flóamarkaði fyrir nokkrum árum. Bréfin hafi verið í skókassa sem hafi verið merktur Stefánssonbréf og hafi flest kostað 1 til 2 dollara. Hann hafi áttað sig á að þetta hafi verið einkabréf Vilhjálms, á annað hundr- að bréf, hafi keypt þau öll og gefið safni skólans sem sé kennt við Vil- hjálm. „Enginn hefur rýnt í þessi bréf áður en ég fór í gegnum hluta þeirra og ég tel að þau varpi töluvert nýju ljósi á manninn og þessa inúíta- fjölskyldu,“ segir Gísli. „Forvitnilegasta sagan er sú að Vilhjálmur var trúlofaður ungri stúlku, Orphu Cecil Smith, leiklist- arnema í Boston, áður en hann hélt á vettvang í ferðir sínar á norðurslóðir Kanada. Orpha Cecil og Vilhjálmur héldu bréfasambandi af og til í um 15 ár, eða nánast allan tímann sem leiðangrar Vilhjálms stóðu yfir.“ Gísli segist hafa reynt mikið að hafa upp á fólki stúlkunnar og það hafi verið skemmtilegur eltinga- leikur. „Ég réð mér einkaspæjara í Toronto til þess að hafa upp á fjöl- skyldunni. Einkaspæjarinn var við það að gefast upp eftir að hafa þrætt götuskrár, manntöl og öll tiltæk gögn en skyndilega rakst hann á vef- síðu fjölskyldunnar sem var býsna ýtarleg. Þar var greint frá Cecil Smith, foreldrum hennar, uppruna og börnum. Þarna fann ég dóttur kærustu Vilhjálms, Jerry Day Mason, sem er 83 ára myndlist- arkona í Maine í Bandaríkjunum. Hún hafði frá töluverðu að segja um æskuást Vilhjálms og samskipti hennar og Vilhjálms sem fyllti upp í myndina.“ Bóhem í New York Í bókinni rekur Gísli meðal annars dvöl Vilhjálms í Greenwich Village í New York, þar sem hann bjó frá 1920 til 1940. „Árin í New York voru afskaplega fjölbreytt. Hann hafði sagt skilið við inúítafjölskylduna og þetta var áður en hann kvæntist Evelyn. Hann lifði bóhemsku lífi í nokkur ár, safnaði bókum, leigði tvær íbúðir í New York, aðra fyrir bækur og hina fyrir sjálfan sig, og var sífellt á ferðalög- um til að halda fyrirlestra. Hann lifði af því og þáði aldrei fasta stöðu en á þessum árum var hann gjarnan í sviðsljósinu. Hann öðlaðist heims- frægð þegar hann kom af vettvangi um 1918 og var á hvers manns vörum fyrir afrek í landkönnun og fyrir djarfar yfirlýsingar um mat- aræði, ferðalög, stjórnmál og fleira. Það gustaði af honum. Hann var um- deildur, sérstaklega í Kanada, þar sem menn fyrirgáfu honum aldrei Karlúkslysið, en um leið var hann vinur vina sinna. Ég held að undir þessu hrjúfa yfirbragði heim- skautafarans hafi verið hlý og örlát persóna.“ Bókin Frægð og firnindi er mikið verk, en Gísli segir að upphaflega hafi ekki staðið til að gefa út þessa bók. „Kanadískur rithöfundur, Rudy Wiebe, sagði um Vilhjálm í bók sem kom út fyrir nokkrum árum að per- sóna Vilhjálms væri eins og hvalur og menn skyldu halda sig fjarri per- sónunni vegna þess að fyrr en varði myndi hvalurinn gleypa þá. Það væri svo margt heillandi og spennandi í lífi og persónu Vilhjálms að menn kæmust ekki hjá því að gera því ein- hver skil ef þeir kæmust í seiling- arfjarlægð við hvalinn. Það má kannski segja sem svo að þannig hafi farið fyrir mér. Nú er þessi bók, Frægð og firnindi, komin út og næsta skref er að huga að enskri út- gáfu á henni. Ég er því ekki alveg laus við hvalinn.“ Gísli Pálsson með bók um ævi Vilhjálms Stefánssonar frá nýju sjónarhorni Löngum talið eitt af helstu leyndarmálum norðurslóða Gísli Pálsson prófessor hefur kynnt sér rækilega ævi Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar og skrifað bók um goðsögnina. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Gísla. Hjónin Vilhjálmur og Evelyn Stefánsson á göngu við Dartmouth árið 1957.Gísli Pálsson steg@mbl.is Í DAG er haldin á Seyðisfirði ráð- stefnan Konur í stóru samhengi. Er hún liður í sýninga- og ráð- stefnuröð undir yfirskriftinni At- hafnakonur, sem fer um landið á næstu vikum. Verkefnið er unnið að tilstuðlan Kvennasjóðs Vinnumálastofnunar, í samstarfi við atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Norðaustur- og suðurkjördæma. Helga Björg Ragnarsdóttir er at- vinnu- og jafnréttisráðgjafi Norð- austurkjördæmis. „Hugsunin var sú að gera atvinnurekstur kvenna sýnilegan með því að bjóða kven- fyrirtækjum sem fengið hafa styrk eða notið stuðnings frá Kvennasjóði að kynna sig á einum stað,“ segir Helga Björg. „Það ætti að gefa mynd af því í hversu fjölbreyttum atvinnurekstri konur eru. Ákveðið var að fara í þetta verkefni, fjórar sýningar og ráðstefnur og mark- miðið að konur geti kynnt fyrirtæki sín og að umræða skapist um at- vinnumál kvenna á sama tíma. Því eru ráðstefnur haldnar samhliða sýningunum.“ Staða kvenna í uppbyggingunni eystra Helga Björg segir sýnendur hátt í fimmtíu talsins. Einnig verða ýms- ir stuðningsaðilar verkefnisins með kynningar og má þar til dæmis nefna Iðntæknistofnun og Hand- verk og hönnun. „Viðfangsefni ráðstefnunnar í dag er staða kvenna og kvenfyr- irtækja í atvinnuuppbyggingunni á Austurlandi. Annars vegar erum við að skoða atvinnurekstur kvenna og hins vegar að athuga stöðu kvenna, hvort sem þær eru atvinnu- rekendur eða ekki, á þeim atvinnu- markaði sem er að skapast á Aust- urlandi. Þetta skoðum við m.a. út frá sjónarhorni búsetuþróunar, at- vinnumála, atvinnuleysis og hver atvinnuuppbygging gæti orðið og hvaða störf munu skapast kringum stóriðjuna.“ Á ráðstefnunni, sem hefst í Herðubreið á kl. 13, flytja m.a. að- ilar frá Rannsóknarstofnun Háskól- ans á Akureyri, Svæðisvinnumiðlun Austurlands og fleirum. Athafna- konur á Austurlandi Helga Björg Ragnarsdóttir Saga flugs og fram- tíðarsýn á flugþingi FLUGÞING verður haldið í Reykjavík í sjötta sinn fimmtudaginn 23. október og er yfirskrift þess flug í heila öld, saga og framtíð flugsins. Að þinginu standa Flugmála- stjórn og samgönguráðuneyt- ið. Flutt verða erindi um sögu flugsins en í ár er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því hin- ir bandarísku Wright bræður flugu vélknúnu flugfari fyrstir manna. Fulltrúar nokkurra ís- lenskra flugrekenda munu ræða framtíðarsýn fyrirtækja sinna. Þá munu fulltrúar Boeing og Airbus flugvéla- verksmiðjanna fjalla um þró- un í flugvélasmíði og tækni sem tengist henni. Einnig mun framkvæmdstjóri Euro- control, flugstjórnarmiðstöðv- ar Evrópu, fjalla um flugum- ferðarstjórn og vandamál hennar í álfunni. SÉRSTAKUR verkefnisstjóri verð- ur skipaður með það hlutverk að stuðla að og gera tillögur um hvernig koma má þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðraskanir í einn far- veg og bæta með því þjónustu við þá. Þetta kom fram í ávarpi Jóns Krist- jánssonar, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, á Geðræktarþinginu sem haldið var í gær í tilefni af Al- þjóðlega geðheilbrigðisdeginum. Jón tilkynnti ríkisstjórninni þessi áform í gærmorgun en að hans sögn þarf nú að stefna saman heilbrigðis-, félags-, skóla- og sveitarstjórnar- mönnum og sameinast um beinar að- gerðir í geðheilbrigðismálum. Þetta sé afar brýnt til þess að hægt sé að sameinast um að veita rétta þjón- ustu, á réttum stað, á réttum tíma þannig að einstaklingur sem þarfn- ast þjónustunnar fái viðeigandi úr- ræði. Jón sagðist hafa orðið þess var á fundum sínum með aðstandendum, fulltrúum samtaka og fulltrúum áhugamanna um geðrækt og heilsu að í samfélaginu séu mjög alvarleg dæmi um geðsjúka einstaklinga sem virðast ekki fá þá þjónustu sem nauðsynleg er. Þá hafi hann einnig orðið var við að aðstandendum barna og ungmenna sem glíma við geðrask- anir finnist vanta samstarf milli heil- brigðis-, félagsmála-, mennta- og fé- lagsþjónustukerfanna og að eitt kerfi hafi tilhneigingu til að ýta vandanum yfir á annað. „Ég er sannfærður um að sam- hæfing af því tagi sem ég nefni hér hefur í för með sér stórum betri þjónustu en við veitum nú,“ sagði Jón. „Ég er sannfærður um að með samstilltu átaki getum við lyft grettistaki í þjónustunni við börn- in.“ Sérstakur verkefnisstjóri til að vinna að bættri þjónustu við fólk með geðraskanir Brýnt að koma þjónustunni í einn farveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.