Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pólitík út yfir gröf og dauða. Erfðafræðirannsóknir í Kanada Verði á meðal þeirra bestu KANADÍSKIlæknaprófessor-inn dr. Henry Friesen hefur verið leið- andi í rannsóknum og til- raunum á hormónum sem ætlað er að örva vöxt smávaxinna barna sem líða hormónaskort. Hans helsta og mikilvægasta uppgötvun var hinsvegar hormónið prolactin og þróun á einfaldri aðferð til að greina æxli sem fram- leiða óhóflega mikið af hormóninu. Rannsóknir hans leiddu til þróunar lyfsins bromocriptine sem hefur hjálpað þúsundum kvenna víðsvegar um heiminn sem eiga við ófrjósemi að stríða vegna of mikillar prolactin-framleiðslu. Dr. Friesen gegnir stjórnarfor- mennsku í kanadíska erfðarann- sóknafyrirtækinu Genome Can- ada og kynnti fyrirtækið fyrir starfsmönnum Íslenskrar erfða- greiningar í fyrirlestri í gær. Hverskonar fyrirtæki er Gen- ome Canada? „Genome Canada var stofnað fyrir þremur árum af kanadísk- um stjórnvöldum. Fyrirtækinu, sem ekki er rekið í hagnaðar- skyni, er ætlað að móta heild- arstefnu í erfðafræðirannsóknum í Kanada, þannig að þær verði samkeppnishæfar við það sem best þekkist í heiminum. Mark- miðið er að Kanada verði leiðandi í erfðafræðirannsóknum á ákveðnum sviðum, svo sem í landbúnaði, umhverfismálum, fiskveiðum, skógrækt og svo auð- vitað heilsugæslu. Kanadísk stjórnvöld hafa lagt fyrirtækinu til um 375 milljónir kanadískra dollara [rúma 17 milljarða ís- lenskra króna] sem notaðar verða til að koma á fót fimm rannsóknarstöðvum víðs vegar um Kanada.“ Eru Kanadamenn framarlega á sviði erfðafræðirannsókna? „Þegar við unnum að stofnun Genome Canada skoðuðum við ýmsa mælikvarða til að meta stöðu Kanada á þessu sviði. Með- al annars fjölda vísindagreina sem birst hafa í viðurkenndum fagritum fjölda einkaleyfa í Bandaríkjunum. Niðurstaðan var sú að Kanada væri nokkuð að baki þeim þjóðum sem lengst eru komnar í erfðafræðirannsóknum, s.s. Bretum, Japönum, Þjóðverj- um og Frökkum en Bandaríkja- menn eru hinsvegar sér á báti á sviði erfðafræði og komnir allra þjóða lengst. Markmið okkar er að skipa Kanada sess á meðal þeirra bestu.“ Hvernig verður það gert? „Það munum við gera með því að hrinda af stað ýmsum rann- sóknaverkefnum í náinni sam- vinnu við önnur fyrirtæki og stofnanir, bæði kanadískar og al- þjóðlegar. Þannig leitum við fjár- festa í ýmsum verk- efnum meðal einka- fyrirtækja á þessu sviði en við skuldbund- um okkur til að afla annarra 375 milljóna dala á móti þeim sem kanadísk stjórnvöld lögðu til. Við höfum lagt áherslu á umfangsmikil verkefni og að fá til liðs við okkur öfluga fjárfesta og samstarfs- aðila. Það hefur gengið vel hing- að til og ekki útlit fyrir annað en að það takist. Erfðafræðirannsóknir hafa markaðsvæðst mjög á síðari ár- um og við leggjum því þunga áherslu á samstarf við iðnaðinn. Þannig höfum við hleypt af stokkunum nokkuð umfangsmik- illi rannsókn á sviði landbúnaðar í samvinnu við bandarísk fyrir- tæki, sem einkum snýr að sjúk- dómavörnum í búpeningi, svo sem nautgripum. Um er að ræða stærsta erfðafræðiverkefni á þessu sviði sem um getur. Í ljósi kúafársins sem reið yfir Evrópu fyrir fáum árum hefur þetta verkefni vakið mikinn áhuga og athygli.“ Er þannig möguleiki á sam- starfi við íslenska aðila? „Eitt af forgangsverkefnum Genome Canada er að leita sam- starfsaðila og fjárfesta á alþjóð- legum vettvangi og hjá fyrirtæk- inu er rekið sérstakt verkefni sem snýr að því að afla sam- starfsaðila víðs vegar um heim- inn. Við erum til dæmis þegar í samstarfi við aðila á Spáni og í Bretlandi.“ Er Ísland á einhvern hátt spennandi viðfangsefni erfða- fræðinnar? „Ég er hér á Íslandi í föruneyti landstjóra Kanada sem hefur lagt áherslu á samvinnu norð- urheimskautaríkjanna og sam- kennd fólksins sem þar býr. Kan- ada tilheyrir vissulega þeim hópi ríkja. Erfðafræðin er auðvitað mikilvæg þegar skoða á þá þætti sem er þessum þjóðum sameig- inlegur. Þá kemur í ljós að við eigum öll sameiginleg- an erfðafræðilegan uppruna sem er mik- ilvægur heilsu okkar og við meðferð sjúk- dóma. Ég kem frá Winnipeg í Kan- ada, þar sem líklega er fleira fólk af íslenskum uppruna en býr á sjálfu Íslandi. Margir af prófess- orum mínum í háskóla voru af ís- lenskum uppruna og því tengj- umst við Íslandi á bæði erfðafræðilegan og persónulegan hátt. Þessi ferð hefur því verið mér mikið tilhlökkunarefni,“ seg- ir dr. Henry Friesen. Dr. Henry Friesen  Dr. Henry Friesen hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði hormónarann- sókna. Friesen gegndi um hríð stöðu forseta læknarannsókna- ráðs Kanada og lagði grunninn að einni helstu heilbrigðis- stofnun Kanada, The Canadian Institute of Health Research. Friesen er stjórnarformaður erfðarannsóknafyrirtæksins Genome Canada. Hann er heið- ursfélagi í læknaráði Manitoba- háskóla og hefur auk þess hlotið heiðurdoktorsnafnbót í átta há- skólum. Áhersla á alþjóðlega samvinnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.