Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Eimskipafélags Íslands
taldi óeðlilegt að hlutabréf Burðaráss
í Flugleiðum yrðu seld til Fjárfesting-
arfélagsins Straums á genginu 5,35
þar sem stjórnin hafði nokkrum dög-
um áður hafnað tilboði í bréfin á geng-
inu 6 þar sem það væri of lágt verð.
Þetta kom fram í ræðu Benedikts Jó-
hannessonar, fráfarandi stjórnarfor-
manns Eimskipafélags Íslands, á
hluthafafundi félagsins á fimmtudag.
Benedikt rakti í ræðu sinni aðdrag-
andann að þeim miklu viðskiptum
sem áttu sér stað í september með
bréf Eimskipafélagsins og fleiri fyr-
irtækja.
Að sögn Benedikts taldi hann mik-
ilvægt að 6% eignarhlutur Skeljungs í
Eimskipafélaginu yrði keyptur af að-
ilum sem hefðu skilning á skipulagi
félagsins. En Eimskipafélagið leysti
hlutinn til sín tímabundið þegar
Steinhólar keyptu Skeljung hf.
„Ég hafði samband við ýmsa vegna
þessa máls, meðal annars Kjartan
Gunnarsson, varaformann bankaráðs
Landsbankans, og sagði honum frá
áhyggjum mínum vegna málsins.
Kjartan hefur öðrum mönnum betri
yfirsýn yfir viðskiptalífið og það póli-
tíska umhverfi sem það starfar í. Ég
hef stundum rætt viðkvæm mál við
Kjartan og notið þekkingar hans og
góðra ráða. Í samtali okkar talaði ég
um að menn yrðu að gæta sín vel
varðandi Brim, en gáleysislegur leik-
ur með það gæti haft mikil pólitísk
áhrif, bæði á byggðir víða um landið,
en ekki síður á sjálfa undirstöðu fé-
lagsins, kvótakerfið,“ sagði Benedikt.
Hugmyndum vel tekið
Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt
við Tryggingamiðstöðina og Lands-
banka Íslands um kaup á bréfunum
þar sem bæði fyrirtækin hafa mikil
viðskipti við sjávarútveginn. „Ég fór á
fund Gunnars Felixsonar, forstjóra
Tryggingamiðstöðvarinnar, og sagði
honum erindið. Ég hef kynnst Gunn-
ari vel á liðnum árum og hann er án
efa í hópi grandvörustu manna í ís-
lensku viðskiptalífi. Hann tók strax
vel í það að TM keypti nokkurn hluta
þessara hlutabréfa.
Jafnframt hafði ég um svipað leyti
samband við Björgólf Guðmundsson,
formann bankaráðs Landsbanka. Ég
bar upp erindið með svipuðum hætti
og fyrr og hann sagði mér að Kjartan
hefði rætt það við sig. Ég lagði
áherslu á það að ég teldi að með stofn-
un Brims hefði skapast einstakt tæki-
færi til þess að reka hagkvæmt sjáv-
arútvegsfyrirtæki til lengri tíma litið.
Reksturinn væri enn á fyrsta ári í
þessu formi en þegar fyrirtækið væri
komið á fulla siglingu ætti það mikla
möguleika til þess að ná meira hag-
ræði en þekktist í öðrum slíkum fyr-
irtækjum hérlendis. Jafnframt gæfi
svo sterkt fyrirtæki gott tækifæri til
útrásar, en hún er þegar hafin með
góðum árangri með kaupum á breska
fyrirtækinu Boyd Line.“
Viðskipti með Straum
ollu tortryggni
Í ræðu hans kom fram að Björg-
ólfur hefði tekið honum vel og líkað
vel hugmyndir Benedikts um Eim-
skipafélagið. „en hann gat þess að
auðvitað þyrftu þeir Landsbanka-
menn að kynna sér reksturinn betur.
Við vorum sammála um að mikilvægt
væri að allir legðust á eitt um að ná
betri árangri og ég sagðist að sjálf-
sögðu gjarnan vilja heyra þær hug-
myndir sem til heilla gætu horft.“
Benedikt sagði í ræðu sinni á fund-
inum frá þremur atburðum sem vöktu
með honum umhugsun. „Sá fyrsti var
þegar stærstu eigendur Landsbank-
ans og aðilar þeim tengdir keyptu
stóran hlut í Fjárfestingafélaginu
Straumi. Ástæða þess að ég tók eftir
þessu var ekki sú að ég hefði ein-
hverra sérstakra hagsmuna að gæta í
Straumi. Ég minntist þess hins vegar
að Íslandsbanki og Landsbanki höfðu
gert með sér samkomulag um að
halda með sér jafnræði í félaginu og
með þessum kaupum hallaði mjög á
Íslandsbanka. Hér ætla ég ekki að
rifja upp þrætur um þetta mál en ljóst
er að með því jókst mjög tortryggni
manna milli.
Næst vil ég nefna, að mér barst af
því spurn að viðræður hefðu átt sér
stað í fyrri hluta september milli
Landsbankans og fjársterks aðila um
hugsanlega sölu á einu dótturfélaga
Eimskipafélagsins. Ég bar þetta und-
ir forráðamann Landsbankans, en
hann sagði mér að engin loforð hefðu
verið gefin. Þetta fannst mér ónota-
legt að heyra, en bankinn hafði ekki
viðrað þessar hugmyndir við mig eða
aðra forráðamenn fyrirtækisins á
þeim tíma.
Loks vil ég geta þess sem snart mig
verst. Ég átti samtal við ágætan
mann um viðskipti sem snerta að-
draganda þeirra miklu samninga sem
hér á eftir verða teknir fyrir. Við vor-
um ekki sammála um hvort þessi fyr-
irhuguðu viðskipti væru heppileg eða
eðlileg. Hann sagði þá: „Þetta snýst
bara um krónur og aura.“ Þessi orð
komu illa við mig. Auðvitað snúast
viðskipti um krónur og aura. En í
mínum huga snúast þau um margt
fleira. Viðskipti snúast um fólk,
starfsmenn og viðskiptavini. Vel rekið
fyrirtæki hugar ekki bara að arðsemi,
heldur líka ánægju þeirra sem hjá því
starfa, heiðarlegum viðskiptaháttum,
ánægðum viðskiptavinum sem vita að
þeir geta komið aftur og aftur og not-
ið hlýlegs viðmóts og gæða í vöru og
þjónustu. Krónur og aurar kaupa
hlutabréf, en vinátta, virðing og
traust verða ekki keypt eða metin til
fjár,“ að því er fram kom í ræðu Bene-
dikts Jóhannessonar á hluthafafundi
Eimskipafélagsins.
Benedikt Jóhannesson um aðdraganda þeirra miklu viðskipta sem áttu sér stað 19. september
Óeðlilegt að selja Flug-
leiðabréfin á genginu 5,35
ÞAÐ sem hefur drifið breytingar og umrót í ís-
lensku atvinnulífi áfram á liðnum árum er hag-
kvæmari nýting á fjármunum, þ.e. framleiðni fjár-
magns hefur aukist, og aukin dýpt verð-
bréfamarkaðarins. Þetta kom fram í máli Bjarna
Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, á morgun-
fundi bankans í gær sem haldinn var undir yfir-
skriftinni „Hagnast fyrirtækið þitt á hagsveifl-
unni?“
Bjarni sagði alltof litla áherslu lagða á það hversu
dýpt markaðar skipti miklu máli. Þó svo að hags-
munir kaupenda og seljenda fari ekki alltaf saman
þá hafi báðir hagsmuni af því að viðskipti verði.
Þess vegna sé lykilatriði að til sé markaður og þar
fari fram mikil viðskipti. Dýpt markaðarins væri
mjög mikilvæg fyrir hagkerfið. „Velta í Kauphöll-
inni hefur tvöfaldast á tveimur árum og það er til
marks um þá byltingu sem hefur orðið og hefur leitt
af sér miklu betri nýtingu fjármuna,“ sagði Bjarni.
Meginástæður betri nýtingar fjármagns sagði
hann tilkomu hlutabréfamarkaðarins og þroskaðri
fjármálamarkað. Hann benti á að góð nýting fjár-
muna í Bandaríkjunum gerði það að verkum að það
hagkerfi væri það ríkasta í heimi. „Drifkrafturinn á
bakvið þetta er frjálsræði og samkeppni. Það er
meginbreytingin.“
Bjarni sagðist telja að nú, við upphaf hagsveiflu,
væru vissulega mörg tækifæri fyrir atvinnulífið en
varaði við því að ógnanirnar væru jafnvel fleiri en
tækifærin. „Ég held að stærsta ógnunin séum við
sjálf. Að við ætlum okkur um of og trúum um of á
eigin getu. Það ríki of mikil bjartsýni og það verði of
mikil ásókn í vöxt. Það er eitthvað sem þarf að
hemja og stýra. Þetta er það sem ég óttast mest og
allir ættu að elska og óttast sjálfan sig mest í þess-
um efnum, að ofmeta ekki sjálfan sig og vanmeta
ekki samkeppnina.“
Hagvaxtarskeið 2003 til 2006
Bjarni varaði einnig við efnahagslegum ógnunum
sem fælust m.a. í háu eignaverði og áhrifum af
virkjana- og álversframkvæmdum, ógnunum sem
fælust m.a. í breyttu mynstri samkeppni og meiri
hörku. Ennfremur varaði hann við áhættu fyrir
hagkerfið sem stafar af of stórum fyrirtækjum og
stofnunum fyrir Ísland og loks væru pólitískar ógn-
anir hvað varðar þróun eftirlitsstofnana og aukins
frelsis. Bjarni sagði tækifærin liggja í hagsveiflunni
framundan, opnu samfélagi, ungu fólki, háu mennt-
unarstigi, miklum athafnavilja auk þess sem hér
væri fjármagn.
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri
eignastýringar, fjallaði í erindi sínu um verðbréf við
upphaf nýrrar hagsveiflu. Hann benti á að hluta-
bréfamarkaðurinn byrjaði að jafnaði að hækka áður
en hagvöxturinn tæki við sér og færi vaxandi.
Hlutabréfamarkaðurinn næði líka hámarki á undan
hagsveiflunni. Hann sagði líklegt að árið 2003 væri
við upphaf nýrrar hagsveiflu.
Sigurður sagði umhugsunarvert að Bandaríkja-
menn hefðu á árunum 1990 til 2003 náð 10% meiri
aukningu þjóðartekna en Íslendingar. Íslendingar
yrðu því að gera betur í næstu sveiflu. Hann sagði
ennfremur að ástæða væri til að ætla að góð ár og
jafnvel mjög góð ár væru framundan á íslenskum
hlutabréfamarkaði.
Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns greining-
ar, um efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja kom
fram að Íslandsbanki spái því að framundan sé
styttra hagvaxtarskeið en það síðasta. Það verði þó
nokkuð kröftugt og muni standa yfir frá 2003 til
2006. Meðalhagvöxtur muni vera um 4% á tíma-
bilinu en fara hæst í 5,2%. Ingólfur sagði að hag-
kerfið yrði í nokkru jafnvægi 2004 en þensla væri
líkleg 2005–6. Þá er gert ráð fyrir samdrætti 2007–8
í lok virkjanaframkvæmda.
Erum líklega við upphaf
nýrrar hagsveiflu
Forstjóri Íslandsbanka segir
of mikla bjartsýni helstu
ógnunina við atvinnulífið
LANDSBANKI Íslands hefur stofn-
að 26 kjarnaútibú víða um land í
stað 6 svæðaútibúa. Þessar breyt-
ingar eru liður í þeirri stefnu Lands-
bankans að auka vægi útibúanna og
gera þau sjálfstæðari. Þá hefur ver-
ið stofnað Einstaklings- og markaðs-
svið bankans í stað Viðskipta-
bankasviðs, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Landsbankanum.
Verkefni þess eru samhæfing á
starfsemi útibúakerfis, stuðningur
við einstaklingsútlán í útibúum, um-
sjón með markaðs- og vöruþróun,
bakvinnslu útibúa, þjónustuveri,
heimilislánum og aðalféhirði. Útibú-
in munu hér eftir heyra beint undir
bankastjórn en dagleg stjórn heyrir
undir öll svið eftir eðli mála hverju
sinni. Samfara breytingum á útibúa-
neti bankans hafa eftirtaldar
mannabreytingar átt sér stað: Ing-
ólfur Guðmundsson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri einstaklings-
og markaðssviðs. Kristín Rafnar
hefur verið ráðin regluvörður auk
þess sem hún hefur umsjón með
starfsmannaútibúi bankans. Starf
regluvarðar verður gert sjálfstætt
og heyrir regluvörður beint undir
bankastjórn. Kristín var áður fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs.
Guðmundur Ingi Hauksson hefur
verið ráðinn útibússtjóri í aðal-
banka, Austurstræti 11 í stað Ingólfs
Guðmundssonar. Í júní síðastliðinn
tók Guðmundur Ingi við starfi for-
stöðumanns áhættukrafna hjá
Landsbankanum en hann starfaði
áður hjá Búnaðarbankanum.
Þorkell Jónsson, aðstoðarmaður
svæðisstjóra í Austurstræti 11 verð-
ur forstöðumaður útlánaþjónustu
útibúa.
Þórunn Ragnarsdóttir, verður að-
stoðarmaður útibússtjóra í aðal-
banka. Þórunn hefur verið for-
stöðumaður heimilislánadeildar
síðustu 4 ár.
Ásta Eyjólfsdóttir hefur verið
ráðin forstöðumaður umsjónar úti-
búa, sem er ný deild á lögfræðisviði
og útlánaeftirliti. Ásta var áður for-
stöðumaður á viðskiptabankasviði
Kaupþings-Búnaðarbanka.
Hulda G. Kjærnested hefur verið
ráðin í stöðu aðalféhirðis, Hulda hef-
ur verið þjónustufulltrúi í Höfða-
bakkaútibúi.
Morgunblaðið/Sverrir
Í gær var haldinn fundur með öllum útibússtjórum Landsbankans og var þar hið breytta fyrirkomulag og hinar
nýju áherslur bankans til umræðu.
Breytingar á útibúasviði Landsbankans
● AFTURKÖLLUÐ hefur verið beiðni
um hluthafafund í Sjóvá-Almennum
tryggingum hf. sem stjórn félagsins
barst frá Afli fjárfestingarfélagi hf. og
Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. þar
sem þessir aðilar hafa nú selt alla
hluti sína í Sjóvá-Almennum. Eins og
fram hefur komið seldu Afl og Atorka
Íslandsbanka allan hlut sinn í Sjóvá-
Almennum, samtals 10,8%. Þá hafa
MP Verðbréf selt bankanum 2,8% af
6,9% eign sinni í Sjóvá-Almennum.
Eftir eiga MP Verðbréf 4,1% í Sjóvá-
Almennum, en hafa gert framvirkan
sölusamning vegna þess hlutar.
Beiðni Íslandsbanka frá 26. sept-
ember 2003 um hluthafafund í
Sjóvá-Almennum hefur einnig verið
afturkölluð. Að sögn Bjarna Ár-
mannssonar forstjóra Íslandsbanka
kemur afturköllunin til vegna þess
að bankinn telur ekki þörf á að halda
hluthafafund að svo stöddu.
Íslandsbanki hafði beðið um hlut-
hafafund til að kjósa nýja stjórn og
jafnframt fækka stjórnarmönnum.
Stjórn Sjóvár-Almennra hefur hætt
við boðun hluthafafundar.
Beiðni um hluthafa-
fund afturkölluð
● SIGURÐUR Einarsson stjórn-
arformaður Kaupþings Búnaðarbanka
hefur verið tilnefndur af hálfu bank-
ans í stjórn finnska fjárfestingarsjóðs-
ins Norvestia sem bankinn keypti ráð-
andi hlut í í síðasta mánuði og telst
nú dótturfélag hans. Sigurður er til-
nefndur sem stjórnarformannsefni.
Ný stjórn verður kosinn í Norvestia
og í dótturfélagi Norvestia, Neo-
markka, á hluthafafundi sem halda á
þann 20. október nk.
Aðrir sem tilnefndir eru í stjórn af
hálfu Kaupþings Búnaðarbanka eru
samkvæmt upplýsingum frá bank-
anum þeir Mika Lehto stjórnar-
formaður Kaupþings Sofi sem vara-
formaður, og Hreiðar Már Sigurðsson
forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka
sem stjórnarmaður.
Sigurður Einarsson
tilnefndur í stjórn
Norvestia
● SALA bresku matvörukeðjunnar
Iceland sem er í eigu Big Food Group
jókst um 1,7% á öðrum ársfjórðungi
en hafði hins vegar dalað á fyrsta
fjórðungi ársins. Sala Big Food
Group-keðjunnar jókst hins vegar um
2,2% á öðrum ársfjórðungi. Sam-
kvæmt fréttum í breskum miðlum er
helst hægt að þakka sölu á ís, grill-
mat og gosdrykkjum, sem jókst veru-
lega vegna hlýinda um mitt árið, um-
skipti í rekstrinum.
Ís selst vel
hjá Iceland