Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SYSTUR fimmtán ára gamals palestínsks drengs, Sami Salah, gráta er lík hans er borið út úr húsi fjölskyld- unnar til greftrunar í gær. Drengurinn var einn sjö Palestínumanna sem létu lífið í umfangsmestu hern- aðaraðgerð sem Ísraelar hafa gripið til um alllanga hríð í Rafah-flóttamannabúðunum syðst á Gazasvæð- inu. Tilgangurinn var að reyna að stöðva vopnasmygl frá Egyptalandi sem vitað er að stundað er í gegn um leynileg jarðgöng. Um fimmtíu Palestínumenn særðust í bardögum sem upphófust er hermenn létu til skarar skríða á þeim stöðum þar sem þeir töldu smyglgöng vera að finna. Einn hermaður særðist, skv. frétt AFP. AP Sjö Palestínumenn felldir á Gaza EMBÆTTISMENN kaþólsku kirkjunnar hafa verið sakaðir um að halda því að fólki í löndum þar sem alnæmi er útbreitt að smokk- ar séu ótæk vörn gegn sjúkdómn- um banvæna. Er því haldið fram í sjónvarpsþætti, sem sýndur verð- ur í breska sjónvarpinu BBC á morgun, að erindrekar kaþólsku kirkjunnar í fjórum heimsálfum staðhæfi við fólk að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, geti sloppið í gegnum lítil göt sem séu á smokkum. Greint var frá uppljóstrunum hins margverðlaunaða Panor- ama-sjónvarpsþáttar í gær. Brugðust fulltrúar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) skjótt við og fordæmdu slíkar staðhæfingar, sem hér um ræðir, og vöruðu jafnframt emb- ættismenn kirkjunnar við því að þeir væru að stefna lífi fólks í hættu. Smokkar stuðli að lauslæti Um sex þúsund manns á aldr- inum 15 til 24 ára smitast af HIV- veirunni á degi hverjum. Er út- breiðsla alnæmis mest í Afríku en talið er að sjúkdómurinn hafi þegar dregið 20 milljónir manna til dauða í veröldinni. Sérfræð- ingar í heilbrigðismálum hvetja til þess að fólk noti smokkinn til að verjast HIV-smiti og ýmsum öðrum kynsjúkdómum. Kaþólska kirkjan hefur hins vegar ekki tekið þátt í slíku átaki enda er Páfagarður algerlega mótfallinn getnaðarvörnum eins og smokkum og telur þær stuðla að lauslæti. „AIDS-veiran er um það bil 450 sinnum minni en sáðfruma,“ seg- ir Alfonso Lopez, einn af áhrifa- mestu kardínálum Páfagarðs, í viðtali við Panorama. „Sáð- fruman getur auðveldlega slopp- ið í gegnum „net“ sem er á smokknum,“ segir hann enn- fremur. Gefur Lopez í skyn í við- talinu að hann telji að rík- isstjórnir landa heims eigi að hvetja fólk til að nota ekki smokka. Erkibiskupinn í Nairobi í Ken- ýa, Raphael Ndingi Nzeki, full- yrðir jafnvel í viðtali við Pan- orama að notkun smokka hjálpi til við að dreifa veirunni milli manna. „AIDS…hefur breiðst svo hratt út vegna þess hversu auð- velt er að nálgast smokka,“ segir hann en einn af hverjum fimm íbúum Kenýa er HIV-smitaður. Gordon Wambi, sem stýrir átaki gegn útbreiðslu alnæmis í Afríku, segir ennfremur að sumir presta haldi því að fólki að smokkar séu smurðir HIV-veirunni. Catherine Hankins, vís- indaráðgjafi hjá UNAIDS, þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst eingöngu gegn útbreiðslu alnæmis, fordæmdi staðhæfingar sumra embættismanna kaþólsku kirkjunnar. Sagði hún í samtali við fréttasíðu BBC að staðhæf- ingarnar væru algerlega rangar, smokkar kæmu sannanlega í veg fyrir að menn smituðust af HIV- veirunni. Kaþólskir kardínálar telja að smokkar dugi ekki gegn alnæmi Segja HIV- veiruna sleppa í gegnum lítil göt London. AFP. ÍRANSKI lögfræðingurinn Shirin Ebadi, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, hvatti til þess í gær að öllum pólitískum föngum í Íran yrði sleppt. „Margir sem barist hafa fyrir frelsi og lýðræði í Íran eru í fangelsi. Ég vona að þeim verði sleppt eins fljótt og unnt er,“ sagði Ebadi á blaðamannafundi í París um leið og hún lýsti því hversu stolt hún væri yfir því að hafa orðið fyrir valinu í ár. „Verðlaunin gefa mér aukna orku til að halda áfram baráttunni fyrir betri framtíð,“ sagði hún. „Ég vona að þetta hafi áhrif í Íran.“ Tilkynnt var í gærmorgun að Ebadi hlyti friðarverðlaunin að þessu sinni. Ebadi hefur um langa hríð barist fyrir lýðræði og mann- réttindum í Íran og hefur fengið litl- ar þakkir fyrir frá harðlínuklerkun- um sem fara með stjórn landsins. Umbótasinnar í landinu fögnuðu tíð- indunum hins vegar mjög í gær og sögðu Ebadi vel að þessum verð- launum komna. Ebadi sagðist á blaðamannafund- inum í París vera andvíg íhlutun annarra þjóða í málefni Írans. „Bar- áttan fyrir mannréttindum er háð af írönsku þjóðinni og fer fram í Íran og við erum andvíg hvers konar er- lendri íhlutun þar,“ sagði hún. Þá sagðist hún ekki telja að íslamstrú væri þess eðlis, að mannréttindi fengju ekki þrifist meðal múslíma. Fyrsta múslímakonan Ebadi er aðeins ellefta konan sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels og sú fyrsta úr röðum múslíma. Hún er fimmtíu og sex ára gömul, gift og tveggja barna móðir. Hefur barátta hennar einkum miðast að því að auka lagaleg réttindi kvenna og barna í Íran. Þá hefur hún sem lög- fræðingur einnig tekið að sér mál ír- anskra stjórnarandstæðinga sem aðrir hafa ekki þorað að taka að sér. Ebadi komst fyrst í fréttirnar þegar hún varð fyrsta konan til að vera skipuð dómari í Íran. Þetta var hins vegar fyrir trúarbyltinguna í Íran 1979 en klerkastjórnin, sem þá tók við völdum, taldi konur ekki hæf- ar til að sinna slíkum störfum og var Ebadi svipt dómaraembættinu. Í staðinn fyrir að flýja land, eins og margir gerðu við breyttar aðstæður í Íran, kaus Ebadi hins vegar að hverfa aftur til lögmannsstarfa, auk þess sem hún hélt áfram að kenna lögfræði við háskólann í Teheran. Ebadi var árið 2000 dæmd til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum, auk þess sem henni var bannað að iðka lög næstu fimm árin. Formaður norsku nóbels- nefndarinnar, Ole Danbolt Mjøs, hrósaði störfum Ebadi í gær þegar hann tilkynnti útnefningu hennar. Sagði hann að líta bæri á ákvörðun nefndarinnar sem yfirlýsingu um mikilvægi þess að mannréttindi séu virt í heiminum. „Þetta eru skilaboð til írönsku þjóðarinnar, múslímaheimsins og veraldarinnar allrar um að mannleg gildi, baráttan fyrir frelsi, baráttan fyrir réttindum kvenna og barna eigi að vera í hávegum höfð,“ sagði Mjøs. Lögfræðingurinn Shirin Ebadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu fyrir mannréttindum Vill að öllum pólitískum föngum í Íran verði sleppt Reuters Íranski lögfræðingurinn Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár, heilsar viðstöddum á fréttamannafundi í París í gær. Hefur um árabil barist fyrir mann- réttindum í Íran, einkum rétti kvenna og barna París, Ósló, Teheran. AFP. LECH Walesa, fyrr- verandi forseti Pól- lands, telur norsku Nóbelsnefndina hafa gert „mikil mistök“ með því að útnefna Shirin Ebadi friðar- verðlaunahafa Nób- els fyrir árið 2003 en ekki Jóhannes Pál páfa, landa Walesas. „Hvað mig varðar eru þetta mikil mistök, slæm mistök, óheppileg mistök,“ sagði Walesa. Sjá mátti á látbragði Walesa, sem sjálfur hlaut friðarverðlaunin 1983 vegna starfa sinna í þágu pólskra verkamanna, að útnefning Ebadis olli honum miklum vonbrigðum. „Ég hef ekkert á móti þessari konu en ef það er einhver sem á þessi verðlaun skilið þá er það Hans heil- agleiki,“ sagði Walesa. Tadeusz Pieronek, einn af for- ystumönnum kaþólsku kirkjunnar í Krakow, borginni sem páfi bjó í framan af ævi sinni, tók í sama streng. „Páfinn reiknaði ekki með neinum verðlaunum og þetta mun ekki koma honum á óvart. Ég er hins vegar undrandi, og tel að það gildi líka um almenning, að barátta hans í þágu friðar skuli ekki metin að verðleikum,“ sagði Pieronek. Páfinn er þjóðhetja í Póllandi og sagði Walesa að hann hefði gefið pólsku verkafólki sjálfstraustið til að setja sig á sínum tíma upp á móti kommúnistastjórninni í landinu. Fyrir það ætti hann heiðurinn skil- ið. Lech Walesa afar ósáttur Varsjá. AFP. Lech Walesa FYRIRTÆKI í Norður-Noregi verða frá og með næstu áramótum að standa skil á launatengdum gjöld- um til jafns við fyrirtæki annars staðar í landinu. Hefur ESA, eftir- litsstofnun EFTA, kveðið upp úr með þetta, að sögn blaðsins Nordlys. Undanskilin eru fyrirtæki í tveimur nyrstu héruðunum, Finnmörk og Norður-Troms, en áður hafði verið samþykkt vegna byggðasjónarmiða, að þau slyppu við þessi gjöld. Stjórnmálamenn í Norður-Nor- egi, utan nyrstu fylkjanna, höfðu far- ið fram á það við ESA, að samræm- ingu þessara gjalda yrði frestað, þó að ekki væri nema í eitt eða jafnvel aðeins í hálft ár. Fyrir fyrirtæki í Norðlandi og Troms þýðir samræm- ingin að þau verða að greiða um 12 milljarða ísl. kr. meira á ári í launa- tengdum gjöldum en hingað til. Ólík gjaldtaka að þessu leyti hefur verið einn af burðarásum byggða- stefnunnar. Norska stjórnin hefur lofað að koma með ýmsar ráðstafanir til að hjálpa fyrirtækjum á lands- byggðinni í ljósi niðurstöðu ESA og eru tillögur hennar um það nú til skoðunar í aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins, EES, Evrópu- sambandsríkjunum 15 og á Íslandi og í Liechtenstein. Á álit þeirra að liggja fyrir 11. október og búist er við að ESA muni kveða upp sinn dóm um tillögurnar um miðjan nóvember. ESA hafnar afslætti af launatengdum gjöldum Byggðastefna Norðmanna talin vera í uppnámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.