Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Harmonikuleikur | Fyrirhugað er að halda fyrsta landsmótið fyrir unga harm- onikuleikara í Skagafirði næsta vor. Gunnar Ágústsson formaður Félags harmonikuunnenda í Skagafirði segir að meðfram annarri starfsemi félagsins væri undirbúningur þegar hafinn, og send hefðu verið gögn til allra harmonikufélaganna í landinu auk bréfs til skólanna þar sem mót- ið er kynnt, og óskað eftir skráningu á net- fangið: stefang@krokur.is, fyrir 18. októ- ber næstkomandi, en þetta væri gert einmitt núna þar sem greinilega hefði kom- ið í ljós mjög aukinn áhugi ungs fólks fyrir að leika á þetta skemmtilega hljóðfæri og því fyrr sem unnt væri að sjá umfang þessa móts þeim mun betur yrði hægt að und- irbúa það til þess að vel mætti til takast. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Leiklist | Nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urlands frumsýna í dag kl. 15.00 barna- leikritið Búkollu. Önnur sýning, sem er há- tíðarsýning, verður svo sama dag kl 17.00. Þriðja og fjórða sýning eru fyrirhugaðar á morgun, sunnudag 12. október, einnig kl. 15 og 17. Sýnt verður í sal Fjölbrautaskólans á Selfossi. Leikritið er í mjög nútímalegum stíl, leik- mynd, búningar og tal. „Þetta er rosalega skemmtilegt leikrit sem höfðar til svona 3– 10 ára barna og foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með. Í hléinu verða svo mjólk- urafurðir frá MBF til sölu gegn mjög lágu verði. Undirbúningstímabilið hefur verið sex vikur og hafa allir staðið sig mjög vel,“ sagði Sigga Karlsdóttir formaður nem- endafélagsins. Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir alla ald- urshópa, en 800 kr. ef keypt er fyrir 20 manna hópa eða fleiri. Dagur iðnaðarins | Félagsmenn í Meist- arafélagi iðnaðarmanna halda upp á dag iðn- aðarins í dag. Almenningi er boðið í opið hús á tólf stöðum í Hafnarfirði, þar sem iðn- aðarmenn kynna framleiðslu sína og þjón- ustu. Sérstök móttaka gesta og sýning verð- ur í nýjum samkomusal Íþróttamiðstöðvar Hauka á Ásvöllum. Rík áhersla verður lögð á að kynna fagmennsku meistaranna og fram- kvæmdir í Firðinum, íslenska byggingavöru og húshluti og síðast en ekki síst verður lögð áhersla á að fólk velji sér öðrum fremur meistara þegar vanda skal til verks. Hafnarfjarðarbær kynnir m.a. deiliskipu- lag íbúðahverfis og skrifstofu- og þjón- ustusvæði á Völlum, nýjasta byggingarsvæð- inu bæjarins. Auk þess kynnir fjöldi iðnfyrirtækja þjónustu sína og framleiðslu. Á morgun, sunnu-daginn 12. októ-ber, fagnar Íþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað áttatíu ára afmæli sínu. Verður blásið til hátíðar í íþróttahúsi bæjarins og við sundlaugina. Hefst hátíðin kl. tíu um morg- uninn við sundlaugina þar sem foreldrar etja kappi við unga Þróttara. Eftir hádegi verður í íþróttahúsinu dagskrá, þar sem flutt verða ávörp og fólk getur spreytt sig í bolta- leikjum. Hófinu lýkur með kaffiboði. Innan vé- banda Þróttar eru nú fjórar deildir; blak-, knattspyrnu-, skíða- og sunddeild. Þróttur 80 ára Nemendur Háskólans á Akureyri gerðu sér glaðandag í gær og settu skemmtilegan svip á bæinn;héldu svokallaðan sprelldag. Fatnaðurinn var ekki hefðbundinn og hver deild annarri skrautlegri. Er blaðamaður rakst á hópinn á Ráðhústorgi var ekki annað að heyra en hver deild reyndi að yfirgnæfa hinar með söng sínum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Háskólanemar sprella Stærsta einstaka nám-skeið sem Sjúkra-flutningaskólinn hef- ur efnt til hófst í vikunni, en um er að ræða svonefnt neyðarflutninganámskeið, sem er framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru með nokk- urra ára starfsreynslu sem sjúkraflutningamenn. Nem- endur eru á tveimur stöð- um, 15 í Reykjavík og 6 á Akureyri eða alls 21 nem- andi. Fyrirlesarar verða ýmist á Akureyri eða Reykjavík en notaður er fjarfundabúnaður. Markmiðið er að gera nemendur færa um að meta ástand mikið veikra og slas- aðra sjúklinga, taka ákvörð- un um og beita allri bráða- meðferð. Námskeiðið tekur fimm vikur og er bæði bók- legt og verklegt, en nemar verða í starfsþjálfun á sjúkrahúsum á Akureyri og Reykjavík eftir að bóklega hlutanum er lokið. Sjúkraflutn- ingamenn á skólabekk Hafnarfirði | Aníta Guðlaug Axelsdóttir, 13 ára nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði fékk fyrir skömmu þá hug- mynd að leita til Þorgríms Þráinssonar hjá Tóbaksvarn- arráði og fá hann til þess að búa til boli gegn reykingum á alla bekkjarfélaga sína í 8NA. Aníta hannaði merki gegn reykingum framan á bolina með slagorðunum 2 COOL 2 SMOKE, nokkuð sem á hefð- bundinni ensku væri skrifað Too cool too smoke, og gæti útlagst Of svöl til að reykja, á íslensku. Aníta sendi Tóbaks- varnaráði merkið, þar á bæ var tekið mjög jákvætt í hugmynd- ina og drifið í að framkvæma hana. Myndin er af stoltun nemendum 8NA í Setbergs- skóla í bolunum fínu. Aníta Guðlaug er fremst fyrir miðju. Of svöl til að reykja … Forvarnir Fljótum | Lokið var við það í gær að slátra þeim barra sem fyrirtækið Sægull ehf. hef- ur alið síðustu misseri í eldisstöðinni á Lambanes-Reykjum í Fljótum. Sægull ehf. sem er í eigu Ný- sköpunarsjóðs hóf starfsemi eftir að Máki hf. var gjald- þrota fyrir rúmu ári. Jón Sigvaldason, sem starfað hefur hjá Máka frá upphafi, segir að tveimur og hálfu tonni hafi verið slátrað á viku síðan í febrúar en barrinn hefur farið á markað í Bandaríkjunum. Skilaverð hefur verið nokkuð breytilegt vegna gengisbreytinga en nú undir lokin hefur það verið um 490 krónur fyrir kílóið. Hann sagði í samtali að eldið á fiskinum hefði gengið alveg prýðilega og hann vaxið ágætlega þetta síðasta ár. Jón sagði að vissulega væri eftirsjá í þessari starfsemi því það hefði sýnt sig að allur búnaður í stöðinni hefði virkað ágæt- lega eftir að búið var að yfirstíga vissa byrjunarörðugleika. Hann sagðist ekkert vita um hvað yrði um eldisstöðina sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs eins og áður sagði en ljóst væri að ákveðnir aðilar væru með vissar hugleiðingar varðandi mannvirkin. Hvort það yrði til þess að þar yrði hafið eldi fljótlega aftur ætti eftir að koma í ljós. Barrinn í Fljótunum á þrotum Reykjanesbæ | Nú stunda 1.740 börn og unglingar nám við grunnskóla í Reykja- nesbæ, 48 færri en á sama tíma á síðasta ári þegar nemendurnir voru 1.788. Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri seg- ir að sveiflur í stærð árganga sé megin- skýringin á fækkun nemenda. Síðastliðið vor hafi stór árgangur lokið námi í 10. bekk en frekar lítill árgangur hafið nám í fyrsta bekk. Útlit er fyrir fækkun næsta haust af sömu ástæðum. Eiríkur lætur þess þó get- ið að fjöldi nemenda hafi verið að aukast á síðustu árum, hafi til dæmis verið innan við 1.700 fyrir fimm árum. Heiðarskóli í Keflavík er fjölmennasti grunnskólinn í Reykjanesbæ. Þar er nú 481 nemandi. 462 stunda nám við Holta- skóla í Keflavík, 415 við Njarðvíkurskóla og 380 nemendur eru í Myllubakkaskóla í Keflavík. Fækkar um 48 í grunnskólum ♦ ♦ ♦       Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.