Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
24 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
Reykjanesbæ | Nýlegar rann-
sóknir á þunglyndi unglinga sýna
að ákveðin tegund huglægrar
meðferðar skilar mjög góðum ár-
angri í að fyrirbyggja þróun
sjúkdómsins. Þetta kom fram í
kynningu Eiríks Arnar Arn-
arsonar, sálfræðings og rann-
sóknarstjóra á forvarnarverkefn-
inu „Forvörn þunglyndis meðal
unglinga“, á skrifstofum Reykja-
nesbæjar en bærinn hóf í fyrra
þátttöku í verkefninu. Niðurstöðu
úr fyrstu eftirfylgni þátttökuhópa
er að vænta innan tíðar.
Frá árinu 2001 hafa sálfræð-
ingar víða um land unnið við
rannsóknir á þunglyndi unglinga
og mat á árangri hugrænnar at-
ferlismeðferðar til að fyrirbyggja
þróun þunglyndis. Um er að ræða
unglinga sem eru með einkenni
þunglyndis og neikvæðan skýr-
ingarstíl, en hafa ekki verið
greindir með sjúkdóminn. Enginn
þekkingargrunnur er til fyrir for-
varnir með líkamlegum inn-
gripum og því er rannsóknin tal-
in mikilvæg. Auk Reykjanesbæjar
taka Seltjarnarnes, Mosfellsbær,
Garðabær, Reykjavík og Ak-
ureyri þátt í verkefninu. Rann-
sóknin fer þannig fram að skim-
un er framkvæmd meðal
nemenda 9. bekkja og ef nið-
urstaða skimunar er há er við-
komandi boðin þátttaka í verk-
efninu. Þátttakendum er skipt
niður í tvo hópa, tilraunahóp og
samanburðarhóp. Hópunum er
síðan boðið á námskeið þar sem
stuðst er við aðferðir hugrænnar
atferlismeðferðar, aðlagað þeim
sem ekki hafa upplifað djúpt
þunglyndi. Í kjölfar námskeiðsins
er tilraunahópnum boðið áfram-
haldandi meðferð en ekki sam-
anburðarhópi. Árangur er síðan
mældur að sex mánuðum liðnum,
tólf mánuðum og árlega þar til
17 ára aldri er náð.
Snarversnar aftur
Í rannsókninni kemur fram að
á meðan á námskeiði stendur
dregur verulega úr þunglynd-
iseinkennum en niðurstöður eftir
fyrstu eftirfylgd sýnir svo ekki
verður um villst að hin hugræna
atferlismeðferð er að skila veru-
legum árangri. „Rannsóknin sýn-
ir að einstaklingar í samanburð-
arhóp fá bata á meðan á
námskeiði stendur en síðan snar-
versnar þeim. Þegar hóparnir
eru athugaðir á ný eftir sex mán-
uði kemur í ljós meiriháttar geð-
lægð hjá tæplega fjórðungi sam-
anburðarhóps. Þetta eru sláandi
niðurstöður,“ sagði Eiríkur Örn á
kynningunni og bætti við í sam-
tali við blaðamann að allar líkur
væru á því að rannsóknin í
Reykjanesbæ myndi gefa sam-
bærilegar niðurstöður.
Eiríkur kynnti niðurstöður
rannsóknarinnar fyrir bæj-
arstjóra, bæjarfulltrúum, fulltrú-
um í fræðsluráði, barnavernd-
arnefnd, skólastjórum, starfs-
mönnum bæjarins sem með þessi
mál fara og umsjónarkennurum
þeirra 9. bekkja sem taka þátt í
rannsókninni. Í fyrra var rann-
sóknin framkvæmd í öllum
grunnskólunum fjórum í Reykja-
nesbæ en vegna fjárskorts verður
hún einungis framkvæmd í tveim-
ur skólum í nánustu framtíð. Sál-
fræðingarnir Hafdís Kjartans-
dóttir og Ágústa Gunnarsdóttir
hafa unnið við rannsóknina í
Reykjanesbæ.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Eiríkur Örn: Huglæg meðferð við þunglyndi unglinga skilar góðum árangri í að fyrirbyggja þróun sjúkdómsins.
Hugræn atferlismeðferð
dregur úr einkennum
Fyrirbyggjandi aðgerðir við þunglyndi unglinga
Bíræfni | Kona sem skrapp inn á
heimili sitt við Háseylu í Njarðvík í
fyrradag varð fyrir því að bíræfinn
þjófur stal tösku hennar úr bílnum á
meðan. Hún var aðeins í um fimm
mínútur inni. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar var seðlaveski
með um tíu þúsund krónum og
greiðslukortum í töskunni og einnig
farsími.
Grjótkast | Lögreglumenn urðu
vitni að því er maður kastaði grjóti í
bifreið við Hafnargötu í Keflavík í
fyrrinótt. Maðurinn sem er um tví-
tugt var handtekinn. Var hann mjög
ölvaður samkvæmt upplýsingum
lögreglu og þurfti að hafa hann í
fangageymslu á meðan víman rann
af honum. Bifreiðin skemmdist.
Íþróttahátíð | Ýmislegt er til
skemmtunar um helgina í Íþrótta-
miðstöðinni í Garði í tilefni 10 ára af-
mælis hennar. Eru atburðir helg-
arinnar nokkurs konar upphitun
fyrir sýningu og menningardaga í
Garði um næstu helgi.
Í dag verður kynning á öld-
ungablaki, badminton og sportköfun
og leiðbeint í þreksal. Í kvöld verður
síðan hnefaleikakeppni.
Á morgun, sunnudag, verður
firmamót í knattspyrnu meðal dag-
skráratriða.
Reykjanesbæ | Ekki hefur verið
gengið frá kaupum hæstbjóð-
enda á byggingarlandi á Neðra-
Nikkelsvæði í Njarðvík þar sem
skipulagt hefur verið Hlíðahverfi
með um 140 íbúðum. Búist er við
því að málið skýrist næstu daga.
Reykjanesbær lét skipuleggja
Hlíðahverfi á Neðra-Nikkel-
svæði eftir að varnarliðið skilaði
því til utanríkisráðuneytisins.
Stjórnendur bæjarins töldu
landið mikilvægt byggingarland
þar sem það liggur á milli
byggðarinnar í Njarðvík og
Keflavík. Ráðuneytið ákvað að
fela Ríkiskaupum að auglýsa það
til sölu.
Þrjú tilboð bárust er tilboð
voru opnuð 3. júlí. Hæst buðu
Húsagerðin ehf., SEES ehf. og
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.,
150 milljónir kr. fyrir landið í
heild en boðið hafði verið upp á
kaup á því öllu eða ákveðnum
hlutum. Hin tilboðin voru á ann-
an tug milljóna eða aðeins um
10% af hæsta boði.
Ríkiskaup tóku tilboði Húsa-
gerðarinnar o.fl. og höfðu fyr-
irtækin frest fram í byrjun ágúst
til að ganga frá samningum og
greiðslum fyrir landið. Guð-
mundur I. Guðmundsson, skrif-
stofustjóri hjá Ríkiskaupum,
segir að fulltrúar bjóðenda hafi
enn ekki mætt til að ganga frá
samningum þótt lokafrestur sem
þeim hafi verið gefinn sé runn-
inn út. Hann tók fram að fyr-
irtækin væru bundin af tilboði
sínu. Lætur Guðmundur þess
getið að lögmaður bjóðenda hafi
óskað eftir fundi og málið skýr-
ist væntanlega í næstu viku.
Anton Jónsson, framkvæmda-
stjóri Húsagerðarinnar, segir að
verið sé að vinna í málinu og
ekki frá neinu að segja á þessu
stigi.
Ekki gengið frá
kaupum á lóðum á
Neðra-Nikkelsvæði
Selfossi | Góð þátttaka hefur verið á
íbúaþingunum í Árborg sem haldin
hafa verið. Þingin eru liður í samráðs-
ferli sveitarstjórnar og íbúa í
tengslum við gerð nýs aðalskipulags
fyrir Sveitarfélagið Árborg. 70 íbúar
mættu til þings á Eyrarbakka og
Stokkseyri og tæplega 30 manns
mættu á kvöldfundinn með íbúum
dreifbýlisins. Fyrir þingin hafði einn-
ig verið unnið með börnum og ung-
lingum úr Barnaskólanum að hug-
myndum þeirra um samfélagið sem
þau kynntu.
Fjórða og síðasta íbúaþingið í Ár-
borg verður á Selfossi þann 18. októ-
ber og að lokum verða niðurstöður
allra þinganna kynntar í sameiningu í
Fjölbrautaskólanum á Selfossi þriðju-
dagskvöldið 21. október kl. 20.
Á íbúaþinginu á Eyrarbakka komu
meðal annars fram skýr skilaboð um
mikilvægi þess að efla og byggja á
þeirri sérstöðu sem felst í gömlum
húsum og gamalli götumynd sem gæti
styrkt ímynd Eyrarbakka sem alda-
mótabæjar. Þátttakendur á Stokks-
eyri töldu mikilvægt að skipuleggja
miðbæ í kringum Hólmaröst og vilja
að byggt verði á góðri sambúð við
náttúruna, s.s. fuglafriðlandi, svoköll-
uðum dælum (tjörnum) og ströndinni.
Á báðum þingunum voru skólamál
talsvert til umræðu. Þá var lögð
áhersla á að bæta tengingar milli
byggðarlaganna í Árborg, annars
vegar með góðum almenningssam-
göngum og hins vegar með göngu- og
hjólastígum, ekki síst milli þorpanna
tveggja við ströndina. Íbúar á Eyr-
arbakka og Stokkseyrar eru stoltir af
þeim kostum sem þorpin hafa upp á
að bjóða og sjá mörg sóknarfæri í
framtíðinni, sérstaklega í ferðaþjón-
ustu.
Íbúar í Sandvíkurhreppi fyrrver-
andi lögðu helst áherslu á bættar
vegasamgöngur í dreifbýlinu, allt frá
lagningu sérstakra reiðvega og hjóla-
stíga upp í malbikun núverandi vega,
ásamt því að þeir geti í náinni framtíð
setið við sama borð og íbúar þéttbýlis-
ins hvað varðar gæði og gjöld vegna
rafmagns- og hitaveitu. Íbúar lýstu
einnig yfir vissum áhyggjum af því í
hvaða átt byggð á Selfossi mundi
vaxa, en það snertir hagsmuni land-
eigenda á þessu svæði.
Íbúar vilja bættar
samgöngur á
Árborgarsvæðinu
Vel heppnuð íbúaþing haldin í
tengslum við gerð nýs aðalskipulags
Hveragerði | Hinn 6. október sl.
voru fyrstu skóflustungurnar tekn-
ar að nýjum leikskóla hér í Hvera-
gerði. Með skóflustungunum hófust
formlega framkvæmdir við fyrri
áfanga leikskóla við Finnmörk í
Hveragerði. Það voru leik-
skólabörn í bænum, ásamt forstöðu-
manni leikskólans á Óskalandi,
Gunnvöru Kolbeinsdóttur, sem
tóku í sameiningu fyrstu skóflu-
stungurnar að byggingunni.
Leikskólinn er teiknaður af Arki-
tektum Skógarhlíð, og verður hon-
um skilað fullfrágengnum með lóð
og tækjabúnaði hinn 1. júní 2004.
Gerður hefur verið stjórn-
unarsamningur við Íslenska að-
alverktaka (ÍAV) þar sem þeir taka
að sér hönnun, uppsetningu og
rekstur vinnubúða og bygging-
arstjórn. Gert er ráð fyrir að allir
verkþættir utan hönnunar verði
boðnir út.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Gunnvör Kolbeinsdóttir ásamt leikskólabörnum við fyrstu skóflustunguna.
Nýr leikskóli
rís í Hveragerði