Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 28
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAGT er, að þegar gleymskan fer
að vega þyngra en reynslan, fer
maður að verða gamall. Allavega
mundi undirritaður ekki fyrir sitt
litla líf eftir Tallis-Fantasíu
Vaughans Williams (1872–1958) sem
fyrst hljómaði á sinfóníutónleikun-
um á fimmtudag, þó að yfirgnæf-
andi líkur væru á að hann hefði
heyrt hana áður, enda frægt verk;
að sögn mest flutta hljómsveitar-
verk hins þjóðlega sinnaða brezka
tónskálds. Það var samið á hala-
stjörnuári Halleys 1910 – eingöngu
fyrir strokhljómsveit, en hins vegar
það niðurskipta að raddskráin hlýt-
ur að hafa verið með þeim viða-
mestu sem þangað til höfðu sézt fyr-
ir slíka áhöfn. Eða (eins og
stjórnandinn útlistaði fyrir hlust-
endum) fyrir stóra sveit, kvartett,
og litla sveit í fjarska er myndaði
„raddir hins liðna“. Litauðgin var
eftir því gífurleg, þrátt fyrir virðu-
legt grunntempó við hæfi endur-
reisnarsálmalags frá 1567. Þetta var
í alla staði hrífandi glæsiverk, allt
frá fyrsta ofurveika en athyglinjörv-
andi risahljómi til síðasta tóns 20
mínútum síðar. Ýmist draumkennd
eða safarík hugleiðingarferð aftur
um aldir, sem Rumon Gamba kreisti
fagmannlega úr til hinzta blóðdropa.
Hafliði Hallgrímsson samdi fyrri
sellókonsert sinn, Hermu, fyrir níu
árum. Var hinn seinni, aðeins auk-
nefndur ópusnúmeri, sem frumflutt-
ur var ytra fyrir skömmu, leikinn nú
á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta var
álíka langt verk (um hálftíma) og
hið fyrra, en örugglega ekki minna
krefjandi. Allra sízt fyrir sólistann,
er leysa þurfti margvíslegustu
þrautir og fingurbrjóta bæði til
vinstri og hægri handar, enda þótt
líðandi sönghæfir kaflar gæfust
einnig innan um. Segja má að flest-
allir möguleikar knéfiðlunnar hafi
verið gjörnýttir, sem og tíðnisvið
þess allt frá bjórtunnubotni til
ískrandi upphæða (hvað hið seinna
varðar mætti stundum halda að fiðla
væri á ferð þegar leikið var á efstu
endamörkum gripbrettisins), og
skilaði norski einleikarinn öllu sem
fyrir hann var lagt af
smitandi orkuhlöðnu
öryggi. Gilti hið sama
að mestu um hljóm-
sveitina, þrátt fyrir
nokkra býsna snúna
kafla í ósamhverfum
takttegundum. Þó að
verkið reyndi svolítið á
þolrif undirritaðs í
þriðja fjórðungi, gætti
samt fjölda athygli-
verðra staða, þ. á m. í
særingarkennndri
kadenzunni þar sem
dulrænt þrítekningar-
„mottó“ fór á milli ein-
leikara og hljómsveit-
ar. Þá brá fyrir fjölda litríkra hljóð-
færasamsetninga, m.a. syngjandi
bassapizzicato dobblað í hörpu. Nið-
urlagið var einnig áhrifamikið, borið
uppi af sama örlagaþrungna hæg-
genga bassatifi og upphafið, og
minnti mann óvart á gömlu brag-
henduna Tíminn, lífið, lestir, dyggð-
ir, löður, fjara, sem vel hefði getað
verið einkennisorð þessa víðfeðma
verks.
Meðal klassískra heimahlustenda
hafa þær hinna níu sinfónía Beet-
hovens löngum þótt „merkari“ sem
ójafnari hafa töluna; m.ö.o. nr. 1, 3,
5, 7 og 9. Hvað sem annars kann að
vera hæft í því, þá eru nr. 2, 4 og 8 –
með Sveitasinfóníuna sem aðalund-
antekningu – eftir sem áður mun
sjaldnar fluttar en hinar. Hjá und-
irrituðum (ábyggilega líkt og hjá
mörgum öðrum) hefur nr. 2 jafnan
verið í minnsta uppáhaldi. M.a.
vegna hlutfallslegs ófrumleika (ná-
lægðin við Eroicu bætir ekki úr
skák) og, að manni fannst, full-
groddalegs, jafnvel barnalegs, húm-
ors, sem í miðlungsflutningi getur
komið út sem hálfbilleg eftiröpun af
Haydn, kannski sérstaklega í
Scherzóinu (III).
Það er því hjákátlegt að þurfa að
viðurkenna, að í túlkun SÍ þetta
kvöld hafi skelin loks hrokkið frá
augum og tappinn úr eyrum. Frómt
frá sagt var leikur sveitarinnar und-
ir drífandi og fjaðurmagnaðri stjórn
Rumons Gamba nefnilega upplifun
sem kom manni í opna skjöldu. Áður
en varði breyttist gamla klumban í
korða og kalkkústurinn í lista-
mannspensil. Og í þetta sinn voru
strengirnir – með 1. fiðlur sem
prímaballerínur – aðalstjörnur
kvöldsins. Bæði fyrir meitlaðar
áherzlur þeirra og sópandi tæra
drift í I. og III. þætti, ásamt líðandi
sönghæfninni í II. (Larghetto) –
sem að vísu var tekinn í það geyst-
asta, þó að bráðsnjöll hæging
stjórnandans í Coda jafnaði um
margt. En ekki sízt í makalaust virt-
úósu víravirki þeirra í Fínalnum,
þar sem fyrrum frumstætt verbúða-
grínið umturnaðist í svo andríka
glettni, að fínsmökkuður háðs á við
Voltaire hefði örugglega fundið
sælufiðring hríslast niður endilanga
mænuna. Aðeins hefði mátt óska 6
sellóa og 4 kontrabassa í stað 4 og 3,
því þótt styrkvægið hefði að öðru
jöfnu verið ákjósanlegt, var við
óvenjulágtíðnifælið hús að eiga.
Ólíkt því sem við – vonandi – eigum
í vændum.
Beethoven í banastuði
TÓNLIST
Háskólabíó
Vaughan Williams: Fantasía um stef eftir
Thomas Tallis. Hafliði Hallgrímsson:
Sellókonsert nr. 2 Op. 30. Beethoven:
Sinfónía nr. 2 í D Op. 36. Truls Mørk
selló; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj.
Rumons Gamba. Fimmtudaginn 9. októ-
ber kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Hafliði Hallgrímsson Truls Mørk
Ríkarður Ö. Pálsson
HAMLET í þýð-
ingu Helga Hálf-
danarsonar verð-
ur leiklesinn í dag
kl. 15 í Smiðjunni,
leikhúsi LHÍ við
Sölvhólsgötu.
Í vetur munu
nemendur á 2. ári
í leiklistardeild
leiklesa nokkur af
verkum Williams
Shakespeares, ásamt atvinnuleikur-
um sem tekið hafa þátt í uppfærslum
þeirra á íslensku leiksviði.
Í Hamlet les Erlingur Gíslason
Pólóníus, Kjartan Bjargmundsson
Gullinstjörnu, Jakob Þór Einarsson
Rósinkrans og Sigurður Þ. Líndal
les Laertes. Nemendur skipta með
sér öðrum hlutverkum.
Lestrarnir eru óæfðir og leikritin
verða lesin óstytt. Aðgangur er
ókeypis.
Hamlet
leiklesinn
William
Shakespeare
KAMMERKÓR Suðurlands flytur
tónlistardagskrá í Iðnó kl. 17 í dag.
Dagskráin kallast Gengið á lagið í
Iðnó. Kórinn hefur undanfarið flutt
þessa dagskrá á Suðurlandi.
Meðal höfunda tónlistar má
nefna Bach, Billy Joel og Gunnar
Reyni Sveinsson. Dagskráin verður
flutt með leikrænu ívafi þar sem
léttleiki og grín verður í hávegi
haft. Edda Björgvinsdóttir leikkona
hefur verið sérlegur leiklistar-
ráðunautur kórsins í þessu verk-
efni. Sophie Schoonjans hörpuleik-
ari kemur fram með kórnum.
Kammerkór Suðurlands er skip-
aður starfandi tónlistarfólki frá
Suðurlandi. Kórinn hefur komið
fram víða um land.
Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn
Agnarsson organisti í Skálholti.
Gengið á
lagið í Iðnó
MYNDÞING verður haldið í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi kl.
13.30–16 á morgun. Tilefni er sýning
sem nú stendur yfir í safninu, Yfir
bjartsýnisbrúna. Sýningarstjóri er
Níels Hafstein en umsjón með
þinginu hefur Harpa Björnsdóttir.
Eiríkur Þorláksson forstöðumað-
ur Listasafns Reykjavíkur setur
myndþingið. Hannes Lárusson flyt-
ur gjörning. Níels Hafstein kallar er-
indi sitt „Listin að safna og sameina
list“. Aðalsteinn Ingólfsson fjallar
um íslenska naívista. Ólöf Nordal
segir frá því hvernig hún sem lista-
maður nýtir sér alþýðlegan fróðleik
og minni í verkum sínum. Valdemar
Bjarnfreðsson sýnir nokkrar myndir
sínar á skjávarpa. Hrefna Sigurðar-
dóttir flytur frumsamin ljóð. Ólafur
Gíslason fjallar um listsköpun naív-
ista.
Myndþing
BORGARSKJALASAFN Reykja-
víkur og Kvennasögusafn Íslands í
samvinnu við Femínistafélag Ís-
lands opna sýningu um kvenna-
hreyfinguna síðustu fjóra áratugi
kl. 14 í dag í Grófarhúsi, Tryggva-
götu 15. Á sýningunni, sem nefnist
Áfram stelpur!, gefur að líta skjöl
og muni tengda kvennahreyf-
ingum. Sýningunni er ætlað að
vekja forvitni gesta á þessum
hreyfingum og hvetja þá til að
halda til haga gögnum sem tengjast
þeim og hugleiða varðveislu þeirra
fyrir komandi kynslóðir. Söfnin
taka bæði á móti slíkum skjölum og
munum er tengjast kvennahreyf-
ingunni. Opið mánudaga til
fimmtudaga kl. 10–20, föstudaga 11
til 19 og helgar kl. 13–17. Til 2. nóv-
ember.
Kvennahreyf-
ingin í 40 ár
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
TÓNLIST verður í tignarsæti á Stokkseyri á
morgun, sunnudag. Þá verða 110 ár liðin frá fæð-
ingu dr. Páls Ísólfssonar tónlistarfrömuðar, org-
anleikara og tónskálds. Af því tilefni verður vígt
nýtt orgel í Stokkseyrarkirkju kl. 13:30. Það er
smíðað af Björgvini Tómassyni. Björn Steinar Sól-
bergsson orgelleikari leikur verk eftir Pál. Kl.
14:00 hefst guðsþjónusta með þátttöku biskupsins
yfir Íslandi, Karls Sigurbjörnssonar, auk prest-
anna sr. Úlfars Guðmundssonar og sr. Önnu Sig-
ríðar Pálsdóttur. Orgelleikari kirkjunnar, Hauk-
ur Arnarr Gíslason leikur á orgelið.
Að athöfn lokinni, um kl. 15:00, verður sýningin
Organistinn formlega opnuð í nýjum húsakynnum
Tónminjaseturs á Hafnargötu 6 og Pálsstofa, ný
og endurbætt af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur, dótt-
ur tónskáldsins.
Bjarki Sveinbjörnsson hjá Músík og sögu sem
séð hefur um framkvæmd Tónminjaseturs kveðst
ánægður með hin nýju heimkynni setursins. „Við
vorum fimm einstaklingar sem unnum að því að
skapa þessa hugmynd um Tónminjasetur á
Stokkseyri, Björn Ingi Bjarnason og Einar S. Ein-
arsson frá Hólmaröst á Stokkseyri, Bjarki Svein-
björnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson frá Músík
og sögu, og Sigurður Bjarnason frá Atvinnuþró-
unarsjóði Suðurlands. Þetta er hugmynd sem hef-
ur vaxið. Pálsstofa var upphaflega opnuð fyrir um
ári. Í febrúar síðastliðnum var félagið síðan stofn-
að og skipað í stjórn sem tók þá ákvörðun að
leigja nýlegt húsnæði á Stokkseyri sem þótti
henta vel utan um Pálsstofu og þar sem hægt væri
að gera skil sögu organistanna á svæðinu.“
Saga organistanna á svæðinu
Að sýningunni, Organistanum, hefur verið unn-
ið síðan og Ólafur Jóhann Engilbertsson frá fyr-
irtækinu Sögumiðlunin fenginn til að sjá um hönn-
un. Sýningin segir sögu organistanna í Gaul-
verjabæjarkirkju, Stokkseyrarkirkju og Eyrar-
bakkakirkju.
„Við gagnaöflun hafa komið fram einstakir
hlutir,“ segir Bjarki og nefnir þar vísitasíubækur
Stokkseyrarkirkju frá 1780 til 1900. Þær voru
varðveittar í heimahúsi. „Þarna er ómetanlegar
heimildir að finna.“
Þá hafa verið endurgerð sveitablöð frá Eyr-
arbakka og Stokkseyri frá því um 1890, skrifuð af
Jóni Pálssyni. „Við höfum endurgert stórt handrit
eftir Jón þar sem á annað hundrað mannlýsingar
er að finna. Það er mjög fróðlegt efni.“
Að auki eru á sýningunni ýmsir merkir munir
úr fórum tónlistarmannanna sem um er fjallað og
ýmsar persónulegar upplýsingar um þá.
Að sögn Bjarka má fullyrða að þetta svæði hafi,
ásamt Árnessýslu, orðið fyrst til að orgelvæða
kirkjur sínar. „Fyrsta kirkjuorgelið á suðurlandi
var vígt á Arnarbæli 1875 og á Stokkseyri ári síð-
ar. Þessi saga er því orðin löng.“
Sama fjölskyldan við orgelið í 120 ár
Páll Ísólfsson er vitaskuld kunnastur organista
sem við söguna koma en af öðrum má nefna föður
hans, Ísólf Pálsson og bræður Ísólfs, Bjarna og
Gísla, og dóttur Gísla, Margréti. „Það er svo
merkilegt að fjölskylda Páls spilaði á orgel
Stokkseyrarkirkju svo til samfellt í 120 ár, frá
1876 til 1998, að Pálmar Eyjólfsson lét af störf-
um.“
Bjarki bindur miklar vonir við Tónminjasetrið.
„Unnið er nú að því að skapa setrinu rekstrar-
grundvöll en draumurinn er að það geti orðið
höfuðsafn yfir tónminjar í landinu. Það myndi þá
í samvinnu við héraðssöfnin hafa frumkvæði að
vinnslu heimilda- og gagnasafna um sögu tónlist-
ar í landinu. Ég legg hér áherslu á orðið sam-
vinnu því ekki stendur til að seilast í minjar ann-
arra safna. Tónminjasetrið mun ekki draga neitt
til sín sem aðrir eiga.
Eins eru hugmyndir um að Tónminjasetrið
hafi frumkvæði að því að móta samstarf við hér-
öð landsins um sýningar sem myndu þá hverfast
um tónlistarsögu á hverjum stað og fundinn yrði
staður heima í héraði.
Annars verður afstaða til framhaldsins tekin á
aðalfundi stjórnar Tónminjaseturs síðar í þessum
mánuði.“
Í stjórn Tónminjaseturs eiga sæti: Jónatan
Garðarsson, formaður, Hinrik Bjarnason, Ægir
Hafberg, Torfi Áskelsson og Ísólfur Gylfi Pálma-
son.
Tónminjasetur opnað og Páls Ísólfssonar minnst á Stokkseyri
Af organistum
Ísólfur Pálsson, faðir Páls, ásamt fjórum bræðr-
um sínum, Jóni, Gísla, Bjarna og Júníusi.
Frændurnir Jón Pálsson og Páll Ísólfsson koma
talsvert við sögu á sýningunni í Tónminjasetri.