Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 32

Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 32
32 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T ÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík (TR) er elsti starfandi tónlistarskóli landsins og jafnframt elsti listaskóli þessa lands. Hann var stofnaður árið 1930 og hefur æ síðan verið kjölfesta og ein af mikilvægustu und- irstöðum þess blómlega tónlistarlífs sem við erum svo gæfusöm að njóta og hafa notið á undangengnum árum. Það má fullyrða að vel yfir 90% þeirra sem gert hafa tónlist að ævistarfi sínu á Íslandi hafi um lengri eða skemmri tíma numið við TR. Árið 1959 var sett á fót söngkennaradeild við TR, síð- ar varð þessi deild að tónmenntakennaradeild. Fyrsta hljóðfærakennaradeildin, píanókennaradeild, var svo stofnuð árið 1963, strengjakennaradeild 5 árum síðar, blásarakennaradeild árið 1970, gítarkennara- og blokk- flautukennaradeild árið 1983 og söngkennaradeild árið 1988. Þessar kennaradeildir voru allar settar á stofn vegna þess að markaðurinn krafðist þess ef svo má að orði komast, og vegna þess að menn skildu mikilvægi þess að mennta og þjálfa kennara til tónlistarkennslu á skipulagðan og markvissan hátt. Brátt heyrir þessi starfsemi sögunni til. Með tilkomu tónlistardeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ) var ákveðið að allt nám á háskólastigi skyldi flytjast þangað úr TR, þar með talið kennaranám. Ein afleiðing þessa er að kennaradeildir TR hafa verið lagðar niður ein af annarri og mun skólinn útskrifa síðustu 5 kennarana næsta vor. Það er alveg ljóst að með því að leggja þessar deildir niður er höggvið stórt skarð í afar þýðingarmikið starf sem staðið hefur samfellt og með miklum blóma í liðlega 40 ár. Framtíðin er ekki að fullu ljós. Enn hefur ekki verið stofnuð tónlistarkennaradeild við LHÍ og helst lít- ur út fyrir að í það minnsta 4 til 5 ár líði þar til næst verði útskrifaðir hljóðfærakennarar hér á landi, það er að segja tónlistarmenn með BA gráðu og viðbótarnám til kennsluréttinda en ekki kennarar sem gengið hafa í gegn um formlegt kennaranám í þar til sto aradeild. Það er engin tilviljun að hér hefur á und tíma tekist að byggja upp tónlistarlíf sem v meðal annarra þjóða. Við eigum sinfóníuhlj hlýtur einróma lof hvar sem hún kemur. T okkar njóta virðingar erlendis. Við eigum f söngvara sem syngja við virtustu óperuhús og vestan og íslenskir popptónlistarmenn n vinsælda víða um heim. Ekkert af þessu he af sjálfu sér. Allt þetta þökkum við öflugu tónlistaruppeldi og því góða, fórnfúsa og óe starfi sem unnið hefur verið í tónlistarskólu oft við mjög þröngar aðstæður eins og við vel til dæmis í TR. Það hefur verið okkar gæfa að tónlistarn átt þess kost að nema við hvern þann skóla hafa talið þjóna hagsmunum sínum og fram miðum best óháð uppruna og búsetu. Það h ið okkar gæfa að einstakir skólar hafa haft ákveðið frelsi til að móta starfsemi sína í þ irbúa nemendur sem best fyrir framhaldsn Nú er öldin önnur. Á nemendur eru lagðir fjötrar og það er vegið að tónlistarskólunum uðborgarsvæðinu og ekki hvað síst þeim se mestum mæli sinnt kennslu á framhaldssti Heyrir formleg me kennara á Íslandi b Eftir Kjartan Óskarsson ’ Á nemendur eru lagðirhagafjötrar og það er veg tónlistarskólunum á höfu arsvæðinu og ekki hvað s sem hafa í mestum mæli kennslu á framhaldsstigi Þ AÐ er nóg um að vera í Róm þessi misserin og sendinefndir erlendra ríkja koma og fara, enda fara Ítalir með for- mennsku í Evrópusambandinu um þessar mundir og að mörgu að hyggja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti fyrr í vikunni fund með Franco Frattini utanríkisráðherra Ítalíu og ræddu þeir m.a. stöðu viðræðna aðildarríkjanna á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um breytingar á stofnskrá sambandsins, hinni svokölluðu stjórnarskrá, en stefnt er að því að samþykkja breytingar á henni fyrir áramót. Nokkur ágreiningur hefur þegar komið í ljós á milli aðildarríkja, ekki síst milli smærri og stærri ríkjanna. Staðreyndin er sú að bæði smærri og stærri ríkin óttast að áhrif þeirra kunni að minnka eftir stækkun. Á ríkjaráðstefnunni í Nice árið 2000 náðist samkomulag um breytingar á stofnanafyrirkomulagi ESB til að undirbúa stækkun sambandsins. Sumir hafa talið niðurstöðu ríkjaráðstefn- unnar í Nice ívilna stærri ríkjunum öðrum fremur. Þá telja aðrir að tillögur þær sem nú liggja fyrir ríkjaráðstefnu ESB gangi lengra í þessum efnum. Tillögur þessar voru unnar undir leiðsögn fyrrum forseta Frakklands, Valéry Giscard d’Estaing. Að þessu sinni kemur þó samstaða smærri ríkja ýmsum á óvart. Það eru eink- um tvö atriði sem því ráða. Í fyrsta lagi sú tillaga að framkvæmdastjórar ESB verði aðeins 15 eftir árið 2009 í stað 25 áður. Líklegra er talið að þessir 15 fram- kvæmdastjórar komi fremur frá stærri ríkjunum en þeim smærri. Auk þess sem það sé grundvallaratriði að mati smærri ríkjanna að þekking á aðstæðum allra að- ildarríkja sé til staðar í framkvæmda- stjórninni. Í öðru lagi er tillagan um öflugan for- seta ráðherraráðsins smærri ríkjunum á móti skapi. Samkvæmt þessari tillögu myndi hin hefðbundna sex mánaða for- Endurskoðun Róm ins – ný evrópsk s Valery Giscard d’Estaing stýrir endurskoðun stofnsátt Eftir Björn Inga Hrafnsson ÍSLAND OG KANADA Adrienne Clarkson, landstjóriKanada, hóf í gær opinberaheimsókn hingað til lands. Clarkson fylgir óvenjulega fjöl- menn sendinefnd fulltrúa hinna ýmsu sviða kanadísks þjóðlífs, allt frá viðskiptalífi til arkitektúrs, lista og vínframleiðslu. Hefur stærð sendinefndarinnar og kostnaður við ferðina raunar sætt gagnrýni heima fyrir, en heimsókn Clarkson hingað er síðasti hlekkurinn í ferð um heimskautslöndin Rússland, Finnland og Ísland. Hvað sem því líður, tryggir fjöldi viðburða, sem tengist heimsókninni, að Íslending- ar fá betra tækifæri en áður hefur boðizt hér á landi til að kynnast kanadísku þjóðlífi og menningu. Tengsl Íslands og Kanada eru mikilvæg og hafa eflzt á síðustu ár- um, m.a. með því að kanadískt sendiráð hefur verið opnað í Reykjavík og íslenzkt í Ottawa. Löndin eiga margt sameiginlegt. Clarkson landstjóri benti á það í viðtali í Morgunblaðinu í gær að loftslag og svipmót norðlægra landa væri gerólíkt því, sem gerðist í öðrum heimshlutum, og það tengdi saman heimskautslöndin. Kanada og Ísland eiga auðvitað jafnframt sem norðlæg heim- skautsríki mikilvægra sameigin- legra hagsmuna að gæta. Umhverf- ið á norðurslóðum er t.d. afar viðkvæmt fyrir röskun, s.s. mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna og hlýnunar loftslags. Ríki norð- ursins lifa að verulegu leyti á hinu viðkvæma umhverfi; hreinu hafi, heilbrigðum skógum og náttúru, sem laðar að sér ferðamenn. Þann- ig er vernd umhverfisins jafnframt mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir heimskautsríkin. M.a. til að vinna að vernd um- hverfis norðurslóða hafði Kanada á sínum tíma frumkvæði að stofnun Norðurskautsráðsins, þar sem bæði Ísland og Kanada eiga nú sæti. Norðurskautsríkin þurfa að semja sín á milli um vernd um- hverfisins, en þau þurfa líka að beita sér sameiginlega á vettvangi annarra alþjóðastofnana til að stuðla að alþjóðlegum aðgerðum til að draga úr mengun og losun gróð- urhúsalofttegunda. Samstarf Íslands og Kanada á viðskiptasviðinu fer vaxandi. Fyrir tæpum mánuði var stofnað íslenzk- kanadískt verzlunarráð í Toronto. Í Morgunblaðsviðtalinu nefnir Clarkson sérstaklega að Kanada- menn hafi áhuga á að kynnast ís- lenzkum sjávarútvegi betur, en á sviði sjávarútvegs eru samskiptin þegar talsverð. Þá er stutt síðan Ís- land og Manitoba-fylki undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf á sviði vetnisvæðingar. Mikilvægustu samskiptin við Kanada eru ekki sízt við hina fjöl- mörgu afkomendur íslenzkra land- nema, sem þar búa og eru margir hverjir í áhrifastöðum í kanadísku þjóðlífi. Áhugi þessa fólks á að rækta íslenzka arfleifð sína er mik- ill. Það er skylda Íslendinga að ýta undir og auðvelda þá ræktarsemi, auk þess að halda á lofti minningu Vestur-Íslendinga á borð við Vil- hjálm Stefánsson. Með því móti efl- um við líka tengslin við þetta mik- ilvæga nágrannaríki okkar. VERÐHÆKKANIR OG SAMKEPPNI Í Morgunblaðinu í fyrradag varfrá því skýrt, að töluvert væri um verðhækkanir frá birgjum til verzlana og í sumum tilvikum allt að 10%. Skýringin, sem gefin er á þessum hækkunum, er sú, að gengi evrunnar hafi hækkað. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi það spurningu „hvort þessar hækkanir frá birgjum væru nauð- synlegar og eðlilegar í stöðunni“. Það er ekki sjálfgefið, að vöru- verð eigi að hækka, þótt einhverjir þættir, sem við sögu koma, hækki. Og því miður er reynsla neytenda sú, að vöruverð lækkar ekki jafn hratt þegar gengi gjaldmiðla lækk- ar. Ástæðan fyrir því, að hægt er að hækka verð hér á Íslandi af nánast hvaða tilefni sem er, er einfaldlega sú, að samkeppni er ekki nægilega mikil. Ef samkeppni væri meiri mundi verðið ekki hækka. Þá mundu fyrirtækin leita leiða til þess að mæta hækkunum á t.d. gengi evrunnar með því að lækka annan kostnað á móti. Það má t.d. gera ráð fyrir því, að hvorki birgjar né smásöluverzlanir mundu láta sér detta í hug að hækka verð ef staðan á íslenzka markaðnum væri svipuð og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, að kom- in væri upp í Noregi. Þar eru lág- vöruverðsverzlanir frá meginlandi Evrópu að búa um sig og hyggjast hefja innrás á smásölumarkaðinn þar. Frammi fyrir slíkri yfirvofandi samkeppni mundu birgjar á Íslandi ekki hækka verð um 10% jafnvel þótt evran hækkaði. Vandi íslenzks samfélags er skortur á samkeppni og ákveðin fjarlægðarvernd ýmissa viðskipta- aðila. Það er varla hægt að tala um samkeppni á matvörumarkaðnum hér enda verðmunur á milli verzl- ana í föstum skorðum. Því verður ekki haldið fram með nokkrum rök- um, að Samkeppnisstofnun hafi tekizt vel til að tryggja slíka sam- keppni með ákvörðunum stofnun- arinnar á því sviði. Fremur má segja, að Samkeppnisstofnun hafi stuðlað að minnkandi samkeppni. Þótt matvörumarkaðurinn sé nefndur hér er ljóst að hið sama á við um mörg önnur svið íslenzks viðskiptalífs. Neytendur borga brúsann eins og alltaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.