Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 33

Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 33 Í UMRÆÐUM um Ísland og þróun- arlöndin á Alþingi í vikunni kom fram skýr vilji þing- manna úr öllum flokkum til þess að auka og bæta þróunarsamvinnu okkar við fátæk ríki. Það var óneitanlega ánægjulegt að hlýða á hvern þingmanninn á fætur öðrum lýsa því yfir að nú þyrftum við að gera enn betur og auka framlög ríkisins til þróunarsam- vinnu. Svo sannarlega orð í tíma töluð. En heitstreng- ingar klæða hvorki né fæða þá sem búa við ör- birgð og sjúkdóma. Þess vegna er brýnt að nýta meðbyrinn sem þróun- arsamvinnan hefur til að móta langtímastefnu í málaflokknum og gera framkvæmdaáætlun um verkefni Íslands á næsta áratug. Þróunarsamvinna okkar við fátæk ríki þarf að vera í fullu samræmi við almenn markmið utanríkisstefnu Íslands og haldast í hend- ur við málflutning okkar á alþjóðavettvangi, hvort sem það er innan Sam- einuðu þjóðanna, Norð- urlandaráðs, Alþjóða- bankans eða annarra alþjóðastofnana sem við eigum aðild að. Innan þessara stofnana verðum við bæði í orði og á borði að sýna að okkur sé full al- vara með því að aðstoða fátæk ríki meira en gert hefur verið hingað til. Það heyrist stundum að baráttan gegn örbirgð og sjúkdómum sé næsta von- laus, í það minnsta mjög flókin og tímafrek. Þetta er eins og hver önnur klisja og tal sem tekur kastljósið af því sem svo auðveldlega er hægt að gera. Ég er þeirrar skoð- unar að bætt réttindi kvenna séu lykillinn að aukinni velferð í heiminum. Konurnar eru lykillinn að betri kjörum barna sinna og fjölskyldna, um það vitna rannsóknir og reynsla þeirra sem best þekkja til. Ef allar konur kynnu að lesa og skrifa, ef öll börn væru bólusett gegn algengum smit- sjúkdómum, ef allar fjöl- skyldur hefðu aðgang að hreinu drykkjarvatni ná- lægt heimili sínu, væri staða mannkyns allt önnur og miklu betri en sú sem við horfumst í augu við í upphafi 21. aldarinnar. Annar algengur mis- skilningur er að þróun- arsamvinna snúist um eitthvað annað en grunn- þjónustu og innviði samfélagsins. Það er ekki hlutverk ríku landanna að innleiða menningu sína, hefðir eða sögu í öðrum löndum. Það hefur verið reynt oft með skelfilegum afleiðingum og heitir heimsvaldastefna – imper- íalismi. Okkar hlutverk er að aðstoða við uppbygg- ingu grundvallarþátta, svo sem menntunar og heilsu- gæslu, þannig að þeir sem við mesta fátækt búa fái raunverulegt tækifæri til þess að hjálpa sér sjálfir. Það segir sig sjálft að í löndum þar sem lífslíkur fólks eru 40 ár að með- altali, þriðjungur þjóð- arinnar HIV-smitaður og fjórða hvert barn nær ekki 5 ára aldri, hlýtur for- gangsverkefnið að vera að bjarga mannslífum, þ.e.a.s. að koma fólki til sæmilegr- ar heilsu svo að það geti stundað vinnu og sinnt sín- um nánustu. Þúsaldarmarkmiðin sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu árið 2000 lúta öll að því að auka möguleika fólks til sjálfs- hjálpar. Efst á blaði er baráttan gegn fátækt og hungri, menntun barna og bætt réttindi kvenna. Öll þessi markmið verða íslensk stjórnvöld að gera að sínum eigi einhver mælanlegur árangur að nást í þróunarsam- vinnu okkar við fátæk lönd á næstu árum. Við þurfum að setja okkur markmið sem ríma við þúsald- armarkmiðin og stuðla að því að þau náist fyrir árið 2015. Við gerum það m.a. með því að auka opinber framlög okkar til þróun- arsamvinnu úr 0,16% af vergri landsframleiðslu í 0,30% árið 2006, eins og lagt er til í nýrri álitsgerð til utanríkisráðherra. En við þurfum einnig að leggja mikla áherslu á verkefnaval sem end- urspeglar rétta forgangs- röðum í þessum mála- flokki. Þingkona Frjálslynda flokksins, Sig- urlín Margrét Sigurð- ardóttir, hefur bent á að fiskveiðiverkefni í Afríku eru ekki endilega besta leiðin í þróunarsamvinnu. Margt annað er brýnna, t.d. samvinna sem bætir kjör og aðstæður fatlaðs fólks í fátækum löndum. Það er kominn tími til að þing og þjóð taki saman höndum um að reka af okkur slyðruorðið í þessum málaflokki. Við eigum að setja okkur metnaðarfull en raunhæf markmið og vinna að stefnumótun með faglegum hætti. Verk- efnaval verður að byggja á þörfinni í þeim löndum sem við kjósum að vinna með, ekki á hugmyndum okkar um hvað sé best fyr- ir þau að gera. Markmiði Sameinuðu þjóðanna um að 0,7% að landsframleiðsl- unni renni til opinberrar þróunaraðstoðar eigum við að ná á innan við áratug og eigi síðar en árið 2015. Vilji er allt sem þarf. Konur eru lykillinn að árangri í þró- unarsamvinnu Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Bætt staðakvenna og barna er lykillinn að auk- inni velferð í heim- inum … ‘ Höfundur situr í utanríkis- málanefnd Alþingis. ofnaðri kenn- draskömmum vekur aðdáun jómsveit sem ónskáldin fjölda góðra s austan hafs njóta mikilla efur orðið til og markvissu eigingjarna um landsins þekkjum svo nemar hafa a sem þeir mtíðarmark- hefur líka ver- t svigrúm og á átt að und- nám erlendis. átthaga- m á höf- em hafa í igi. Hún er löng og ströng leiðin sem feta þarf frá því að nemandi hefur tónlistarnám langt innan við tíu ára aldur þar til hann getur tekið sér sæti í félagsskap atvinnumanna í bíóhúsi vestur á Melum eða stigið á svið og miðlað af list sinni í öðrum þeim húsum sem hér eru notuð til tón- leikahalds. Það leggja margir af stað en eðli málsins samkvæmt eru þeir fáir sem fara alla leið. Það er góðra gjalda vert að gefa sem flestum færi á að hefja þessa göngu en það er skammsýni af verstu gerð að leggja stein í götu þeirra sem hæfileika og úthald hafa til þess að fara alla leið á tindinn. Það má ekki gleymast í öllum útreikningum og karpi um krónur og aura að tónlistar- lífið er mikilvægur og vaxandi atvinnuvegur sem þarfn- ast stöðugrar endurnýjunar með hæfileikaríku ungu fólki sem vill mennta sig á þessu sviði. Menn verða að átta sig á því að ef ekki verður gengið rösklega til verks og tónlistarkennaranám hafið til vegs og virðingar á ný er tónlistarlífið í hættu og þá kann sú stund að renna upp að stjórnmálamenn eigi erfitt með að standa keikir við hátíðleg tækifæri og tala fjálglega um blómlegt tón- listarlíf okkar Íslendinga! Eins og áður sagði hafa kennaradeildir TR verið lagð- ar niður ein af annarri og nú er svo komið að einungis blásarakennaradeild er eftir. Þegar þessum kafla lýkur næsta vor hefur skólinn útskrifað 210 tónmenntakenn- ara, 99 píanókennara, 40 strengjakennara, 93 blásara- kennara, 8 söngkennara, 8 blokkflautukennara og 3 gít- arkennara eða alls 461 tónlistarkennara. Þörfin er brýn fyrir menntaða tónlistarkennara. Hvert vor og haust er það hlutskipti skólastjóra tónlist- arskólanna á landsbyggðinni og líka hér á höfuðborg- arsvæðinu þó í minna mæli sé, að leita með logandi ljósi að kennurum sem kennt geti á hin ýmsu hljóðfæri. Því miður er framboð af tónlistarkennurum hérlendis mun minna en eftirspurnin. Hljóðfærakennarar hérlendis hafa að langstærstum hluta verið menntaðir í TR. Um 10 ára skeið rak Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar píanókennara- og gítarkennaradeild sem miðaði að því að mennta kennara til að kenna nemendum á neðri stig- unum. Á þessum árum voru útskrifaðir tæplega 20 kennarar úr þessum deildum. Þessi starfsemi var aflögð fyrir þremur árum. Söngskólinn í Reykjavík rekur söngkennaradeild og hefur gert um 20 ára bil og hefur á þeim árum útskrifað liðlega 40 kennara. Í Tónlistar- skóla FÍH er kennarabraut sem menntar kennara til kennslu á grunnhljóðfæri rythmiskrar tónlistar. Þaðan hafa verið útskrifaðir 13 kennarar undanfarin 4 ár. Ef sú stefna sem Reykjavíkurborg hefur markað, að skera framlög til skólanna niður á hverju ári til þess að fjölga skólum í borginni, er komin til að vera, er alveg ljóst að stór hætta er á að þessir skólar hafi ekki bol- magn til þess að halda kennaranámi úti til frambúðar. Síaukinn niðurskurður þýðir að skólarnir verða að tak- marka námsframboð og þá verður þess kannski ekki svo langt að bíða að sá tími renni upp, að menn geti ekki lengur staðið við það gagnvart sjálfum sér og öðrum, að það sem sé í boði teljist fullgilt kennaranám. Það er vá fyrir dyrum! Það hlýtur að vera skýlaus krafa að yfirvöld mennta- mála komi fastri skipan á tónmennta- og tónlistarkenn- aramenntun í landinu. Það er algerlega óásættanlegt að menntun og þjálfun tónlistarkennara sé einhver auka- afurð sem helst má ekki nefna á nafn. Yfirvöld verða að gera sér ljóst, að forsendan fyrir öflugu tónlistarlífi hér- lendis er að í landinu sé til kröftugt og framsækið tón- listarkennaranám í sífelldri endurskoðun, sem tekur mið af séríslenskum veruleika og hefur það að leiðarljósi að mennta afburða tónlistarkennara til starfa um allt land. Krafan hlýtur að vera sú, að hér á landi verði starfrækt öflug tónlistarkennaradeild á háskólastigi þar sem kennaranámið er í forgrunni og það verði viðurkennt að tónlistarkennsla sé sérgrein og gegni afar þýðing- armiklu hlutverki í menntun þjóðarinnar. enntun tónlistar- brátt sögunni til? Höfundur er skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. r átt- gið að uðborg- síst þeim sinnt . ‘ mennska einstakra aðildarríkja heyra sög- unni til, en það hefur hingað til verið talið að smærri ríkin hafi leyst formennskuverk- efni betur af hendi en stærri ríkin. Þau síð- arnefndu virðast oft eiga erfiðara með að gera greinarmun á almennum hagsmunum og sérhagsmunum. Það kemur því ekki á óvart að smærri ríkin hafa lagt áherslu á að forseti ráðherraráðsins hefði fremur sáttahlutverk en öflugt samræmingarhlut- verk. Ágreiningur er um fleira. Pólverjar og Spánverjar hafa t.d. viljað breyta sam- komulaginu sem náðist í Nice varðandi vægi atkvæða við atkvæðagreiðslur þar sem þau hafa minna atkvæðavægi en t.d. Þýskaland, Bretland, Frakkland og Ítalía. Þessari áherslu hefur verið mótmælt harð- lega af ríkjunum fjórum sem telja óhæft að opna samkomulagið kennt við Nice. Auk þess hafa ýmis ríki átt í erfiðleikum með einstök önnur ákvæði og Ítalir hafa t.d. lagt ríka áherslu á það að stofnskráin vísi til kristinna gilda o.s.frv. Vandamálið er að ef eitthvert ríkið opnar umræðuna er líklegt að hin ríkin munu einnig sækja sína hagsmuni og þá er talið afar ólíklegt að hægt sé að ná samkomulagi í formennsku- tíð Ítala. Undir þeim kringumstæðum gæti jafnvel tekið mörg ár að komast að ein- hverri niðurstöðu. Frá því að EES-samningurinn var gerð- ur hafa orðið umtalsverðar breytingar á Rómarsamningnum bæði varðandi efnis- greinar samningsins og fyrirkomulag stofnana. Á það hefur ítrekað verið bent að breytingar á Rómarsamningnum sem gerð- ar voru í Maastricht, Amsterdam, Nice auk fyrirliggjandi tillagna að stofnskránni, kalli á endurskoðun EES-samningsins. Nokkrar efnisgreinar sem áður voru samhljóða í samningum hafa breyst, t.d. varðandi af- nám mismununar eða verndun menningar- legrar arfleifðar. Þá hefur ákvarðanaferlið innan ESB tekið grundvallarbreytingum frá því sem tíðkaðist við gerð EES-samn- ingsins og fyrirliggjandi tillögur ganga skrefinu lengra. Leiðtogaráðið og ráð- herraráðið er nú mun öflugra. Evrópuþing- ið er orðinn löggjafaraðili sem það var ekki áður. Aðkoma sveitarfélaga að mótun ákvarðana hefur verið efld verulega. Vægi þessara stofnana mun aukast enn meira nái tillögur d’Estaing fram að ganga. Þá er fyrirhugað að þjóðþing aðildarríkjanna muni hafa mun meiri áhrif m.a. á grund- velli hinnar svokölluðu nálægðarreglu. Ekki er hægt að útiloka umtalsverðar breytingar á Schengen samstarfinu ef til- lögur d’Estaing ná fram að ganga, sem fela m.a. í sér að dóms- og innanríkismál verða hefðbundin samrunamál sem heyra undir stofnanir ESB með líkum hætti og á innri markaðinum. Þetta getur haft áhrif á sér- staka aðkomu EFTA-ríkjanna að þessu starfi innan ESB. Jafnframt er gert ráð fyrir því að mun fleiri gerðir verði ákveðnar með vegnum meirihluta og því kunni sú breyting að leiða til þess að um- deildari reglur verði settar en áður og minna verður reynt að ná samhljóða sam- komulagi. Af þessu er ljóst að sú pólitíska þróun sem á sér stað í Evrópu hefur einnig þýð- ingu einnig fyrir EFTA-ríkin. Nýleg um- mæli Bondevik forsætisráðherra Noregs um að stækkun ESB kynni að leiða til þess að hann endurskoðaði afstöðu sína til að- ildar Noregs að ESB ber einnig að skoða í ljósi umræðunnar um breytingar á stofn- skránni. Evrópusambandið er án nokkurs vafa að breytast mjög hratt, hins vegar getur enginn sagt til með nokkurri vissu í hvaða átt sú þróun stefnir. Munu stóru rík- in ráða ferðinni eða næst jafnvægi milli þeirra og smærri ríkja? Mun Evrópusam- bandið þróast í átt til sambandsríkis eða bandalags þjóðríkja? Í þessu ljósi ber að skoða margvíslega fyrirvara Bondeviks um að rétt sé að bíða átekta áður en ákvörðun er tekin um næstu skref. Hafin er í Noregi víðtæk um- ræða um Evrópusamrunann og afstöðuna til Evrópusambandsins og víst er að áhrifa ákvarðana í Noregi um framhaldið mun gæta hér á landi. marsamnings- stjórnarskrá Reuters tmála Evrópusambandsins. ’ Ekki er hægt að útilokaumtalsverðar breytingar á Schengen-samstarfinu ef tillögur d’Estaing ná fram að ganga. ‘ Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.