Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 37
MESSUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 37
krakkar fá biblíumynd af Jóhannesi skír-
ara og Jesúm, besta vini barnanna.
Rebbi fær brúðuheimsókn. Mikill söng-
ur, bænir og biblíusaga. Sr. Fjölnir Ás-
björnsson og barnafræðararnir. Kl.
14.00 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju
syngur undir stjórn Joönnu M. Wlaszcs-
yk organista. Fermingarbörn lesa ritn-
ingarlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víð-
isson og sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kl.
20.00 Æskulýðsfélag Landakirkju og
KFUM&K í kirkjunni. Kynnt verður
Fa-menningin, sem er þema Lands-
mótsins í Ólafsvík sem verður 17.–19.
október næstkomandi.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Kirkjudagur Kvenfélags Lágafells-
sóknar. Ræðumaður Elísabet Kristjáns-
dóttir kennari. Einsöngur Hanna Björk
Guðjónsdóttir. Kirkjukaffi í skrúðhúss-
alnum. Sunnudagaskóli í safnaðarheim-
ilinu kl. 13. Sameiginleg kvöldguðsþjón-
usta Lágafellssóknar og Fríkirkjunnar í
Reykjavík verður í Fríkirkjunni kl. 20.30.
Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skylduhátíð kl. 11.00. Allir leiðtogar
sunnudagaskólans taka þátt. Barnakór-
inn syngur undir stjórn Helgu Lofts-
dóttur. Sr. Þórhallur Heimisson segir
glærusögu og leiðir fólk á „Afr-
íkuslóðir.“ Góðgæti í Strandbergi.
Kirkjurútan fer sína venjulegu ferð til og
frá kirkjunni og strætisvagn fer frá Hval-
eyrarskóla kl. 10.55 og þangað aftur
eftir hátíðina. Dægurlagamessa kl.
20.30. Fjarðarbandið, sem Hjörtur
Howser hljómborðsleikari stýrir, leikur
þekkt dægurlög í messunni sem hafa
trúarlega skírskotun og eru með ís-
lenskum texta. Að þessu sinni syngur
Sigríður Guðnadóttir með Fjarðarband-
inu. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason,
sóknarprestur. Kökubasar Æskulýðs-
félagsins eftir messu.
KRÝSUVÍKURKIRKJA: Messa kl.14.00
Helga Björk Arnarsdóttir leikur á klarin-
ettu. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason,
sóknarprestur. Altaristafla kirkjunnar,
eftir Svein Björnsson, tekin niður í
messulok til vetursetu í Hafnarfjarð-
arkirkju. Sveinshús opið eftir messuna
og boðið þar upp á, gegn vægu gjaldi,
kaffi, jólaköku og kleinur. Leiðsögn
veitt um húsið og sýninguna „Bláhöfði í
Krýsuvík“. Sætaferðir frá Hafnarfjarð-
arkirkju kl. 13.00 og heim aftur eftir
messuna og kirkjukaffið.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund
fyrir alla fjölskylduna. Þjóðlagamessa
kl. 14. Magnea Tómasdóttir syngur
trúarleg þjóðlög. Organisti Úlrik Ólason.
Allir velkomnir.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda,
Hera og Örn. Kvöldvaka við kertaljós kl.
20. Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn
ásamt hljómsveit kirkjunnar. Tónlistar-
stjóri er Örn Arnarson. Sérstakt íhug-
unarefni kvöldsins er Davíðssálmurinn
þekkti nr. 23 „ Drottinn er minn hirðir“.
Tvær safnaðarkonur fjalla í stuttu máli
um upplifun sína á þessum sálmi og þá
mun Margrét Scheving flytja hugleiðingu
en hún samdi þekkt og fallegt lag við
þennan texta sem mikið er sungið.
ÁSTJARNARSÓKN, Samkomusal Hauka
að Ásvöllum. Barna- og fjölskyldumess-
ur á sunnudögum kl. 11.00–12.00.
Djús, kex og kaffi ásamt hlýju sam-
félagi eftir helgistundir. Ponzý unglinga-
starf á mánudögum kl. 20.00 - 22.00.
KÁLFATJARNARSÓKN, Vatnsleysu-
strandarhreppi. Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla laugardaga kl. 11.15–
12.00. Messa í Kálfatjarnarkirkju
sunnudaginn 12. september kl. 14.00.
Léttar veitingar eftir messu.
VÍDALÍNSKIRKJA: „Léttmessa“ –
Klassísk messa með nýjum söngvum
og sveiflu kl. 11.00. Óskar Guðjónsson
saxófónleikari og Ómar Guðjónsson gít-
arleikari sjá um tónlistina ásamt org-
anistanum, Jóhanni Baldvinssyni.
Kirkjukórinn leiðir sönginn og kennir
nýja söngva. Sunnudagaskólinn er á
sama tíma. Sr. Friðrik J. Hjartar og
Nanna Guðrún djákni þjóna. Að messu
lokinni býður sóknarnefnd upp á léttan
málsverð í safnaðarheimilinu sem
Lionsfólk annast. Allir velkomnir. Prest-
arnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn
kl. 11.00 í Álftanesskóla. Umsjón-
armenn: Ásgeir Páll og Kristjana. Styðj-
um börnin til þátttöku. Allir velkomnir.
Prestarnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Kirkjudagur safn-
aðarins verður haldinn hátíðlegur í kirkj-
unni kl. 14.00. Álftaneskórinn, kór kirkj-
unnar, hefur undirbúið sérstök verk til
flutnings og mun leiða safnaðarsöng
undir stjórn organistans, Hrannar
Helgadóttur. Yngri hópur barnakórs
Álftanesskóla kemur og syngur undir
stjórn Lindu Margrétar Sigfúsdóttur og
Helgu Loftsdóttur. Sr. Friðrik J. Hjartar
og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna.
Kirkjurúta ekur hringinn fyrir og eftir –
hafið samband við Linda í síma
5650952. Að athöfn lokinni verður
kaffisala Kvenfélagsins til styrktar Líkn-
arsjóði Bessastaðahrepps í hátíðarsal
íþróttahússins. Styðjum starf kirkjunnar
og fjölmennum. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskól-
inn kl. 11.00. „Allir eitt – enginn eins“.
Léttir söngvar, stutt fræðsla. Krakkar úr
Tónlistarskólanum koma í heimsókn af
og til í vetur og spila á hljóðfærin sín.
Sögustund og brúðuleikþættir. For-
eldrar, ömmur og afar velkomin með
börnunum. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.
Létt gospelsveifla með hljómsveit og
kór. Fermingarbörn og foreldrar þeirra
sérstaklega velkomin. Eigum góða
kvöldstund saman. Prestur og sókn-
arnefnd.
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Vænst er þátttöku fermingarbarna og
aðstandenda þeirra. Fermingarbörn
lesa ritningartexta. Söngfélag Þorláks-
hafnar. Julian Isaaks á orgelinu. Kl.
10.00 verður fyrri hluti myndar um Jes-
úm Krist sýndur í „safnaðarheimilinu“.
Sterkt Merrild-kaffi á könnunni. Nánar á
www.Thorlakskirkja.is Sóknarprestur.
STRANDARKIRKJA. „Veiðimanna-
messa“ kl. 14.00. Söngfélag Þorláks-
hafnar. Julian Isaaks á orgelinu. Veiði-
menn og aðrir velkomnir. Opið í T-bæ.
Nánar á www.Strandarkirkja.is Sókn-
arprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli sunnudaginn 12. október kl. 11.
Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir,
Ingibjörg Erlendsdóttir og Natalía Chow
organisti.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Sunnudagaskóli sunnudaginn 12. októ-
ber kl. 11 í umsjá Arngerðar Maríu
Árnadóttur organista, Kötlu Ólafsdóttur
og Petrínu Sigurðardóttur.
KIRKJUVOGSKIRKJA (Höfnum): Sunnu-
dagaskóli sunnudaginn 12. október kl.
13. Umsjón Margrét H. Halldórsdóttir
og Gunnar Þór Hauksson. Sr. Baldur
Rafn Sigurðsson.
HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn11.
október. Safnaðarheimilið í Sandgerði.
Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir.
Sunnudagurinn 12. október: Hvals-
neskirkja: 17. sunnudagur eftir Þrenn-
ingarhátíð. Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar
Guðmundsson NTT-starfið er á mánu-
dögum kl. 17.30. Umsjón með starfinu
hefur Erla Björg Rúnarsdóttir.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 11.
október. Safnaðarheimilið Sæborg.
Kirkjuskólinn kl. 14. Allir velkomnir.
Sunnudagurinn 12. október: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Útskálakirkju syngur.
Organisti Steinar Guðmundsson. Garð-
vangur. Helgistund kl. 15.30. NTT-
starfið - Níu til tólf ára starfið er á
fimmtudögum kl. 16.30. Umsjón með
starfinu hefur Kristjana Kjartansdóttir.
Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur
sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njáls-
dóttir, umsjónarmaður eldri barna. Mar-
grét H. Halldórsdóttir umsjónarmaður
yngri barna. Aðrir starfsmenn sunnu-
dagaskólans eru: Arnhildur H. Arn-
björnsdóttir, Einar Guðmundsson og
Sigríður Helga Karlsdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Barn borið til skírnar.
Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Ræðu-
efni: Eftirfylgdin við Krist og staða þjóð-
kirkjunnar. Kór Keflavíkurkirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson. Meðhjálpari:
Laufey Kristjánsdóttir.
HNÍFSDALSKAPELLA: Sunnudagaskóli
kl. 13.00.
ÍSAFJARÐARSÓKN: Fjölskyldumessa kl.
11.00. Barnakór Tónlistarskólans syng-
ur undir stjórn Rúnu Esradóttur. Sókn-
arprestur.
HOFSÓS- OG HÓLAPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Hóladómkirkju
sunnudaginn 12. október kl. 14. Upp-
haf barna- og fermingarstarfsins í vetur.
Kirkjukór Hóladómkirkju leiðir sönginn,
Jóhann Bjarnason er við orgelið og sr.
Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.
Foreldrar og börn, afar og ömmur,
frænkur og frændur, já – allir hvattir til
að koma og tilbiðja Guð, færa honum
þakkir og fagna lífinu saman. Kaffi og
nýbakaðar vöfflur í Bændaskólanum að
athöfn lokinni. Sóknarprestur.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson þjón-
ar. Barnastarfið alla sunnudaga kl. 11.
Allir velkomnir. Sóknarprestur.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í
Kaupangskirkju sunnudag kl. 11 og
sama dag í Möðruvallakirkju kl. 13.30.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta fyrir allt prestakallið sunnudag
kl. 11. Léttir söngvar, mikil stemning.
Messa verður í Glæsibæjarkirkju sama
dag kl. 14. Allir velkomnir. Sókn-
arprestur.
HRÍSEYJARKIRKJA: Helgistund laug-
ardaginn 11. okt. kl. 16 í umsjá kvenna
úr Kvennakirkjunni. Sunnudagaskóli
sunnudag kl. 11.
AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttþjónar fyrir alt-
ari. Kvennaraddir úr Kór Akureyrarkirkju
leiða almennan söng ásamt konum úr
Kvennakirkjunni. Organisti Eyþór Ingi
Jónsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í
kirkju, síðan í Safnaðarheimili. Fræðsla
og léttar veitingar í Safnaðarheimili eftir
messu. „Konur eru konum bestar“ kl.
20. Samskipta- og sjálfstyrking-
arnámskeið fyrir konur. Upplýsingar og
skráning í síma 462 7700 kl. 9–12
virka daga. Í tengslum við heimsókn
Kvennakirkjunnar: Námskeið í lífsgleði
kl. 13–14.30 í Safnaðarheimili. Leið-
beinendur: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
og hjúkrunarfræðingarnir Margrét Há-
konardóttir og Þóra Friðriksdóttir. Nám-
skeiðsgjald kr. 1.000.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Fé-
lagar úr Kór Glerárkirkju. Organisti
Hjörtur Steinbergsson. Fermingarbörn
og foreldrar hvött til að mæta. Barna-
samvera kl. 11 alla sunnudaga í vetur
með tvískiptu barnastarfi fyrir yngri og
eldri börn.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl.
11 sunnudagaskóli. Kl. 15 samvera fyr-
ir Heimilasamband og Hjálparflokk. Kl.
17 almenn samkoma í umsjón
kvennanna. Allir velkomnir. Rannveig
Óskarsdóttir talar.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja
Guðsþjónusta sunnudaginn 12. okt. kl.
14. Grenivíkurkirkja : Kyrrðarstund
mánudagskvöldið 13. okt. kl. 20. (Ath.
breytta dagsetningu). Grenilundur:
Guðsþjónusta sunnudaginn 12. okt. kl.
16.
ÁSSÓKN í Fellum: Sunnudagaskólinn
hefst á sunnudag kl. 11 í Kirkjuselinu,
nýju húsnæði sóknarinnar við Smiðju-
sel. Í tilefni af þessum merku tímamót-
um verður boðið upp á djús, kaffi og
kökur á eftir. Mömmumorgnar verða
alla þriðjudaga kl. 10–12 í Kirkjuselinu.
KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA-
KALL: Prestsbakkakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 14. Fermingarbörn lesa ritn-
ingalestra. Kirkjukórinn leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Brians R.
Bacon, organista. Sr. Bryndís Malla Elí-
dóttir.
SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Organisti
Kristín Björnsdóttir. Kór Skeiðflat-
arkirkju syngur.
KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Mess-
að verður sunnudag kl. 14. Alt-
arisganga. Safnaðarfundir eftir messu.
Sr. Skírnir Garðarsson.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Messa
nk. sunnudag kl. 13.30. Sr. Gunnar
Björnsson messar í sumarleyfi sókn-
arprests. Fermingarfræðsla hefst í
næstu viku. Organisti Ingi Heiðmar
Jónsson. Vænst er þátttöku ferming-
arbarna og aðstandenda þeirra. Krist-
inn Ág. Friðfinnsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
sunnudag 12. október kl. 11.00. Sókn-
arprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11 og sunnudagaskólinn á sama tíma.
Léttur hádegisverður að messu lokinni.
Morguntíð sungin þriðjudag, miðviku-
dag, fimmtudag og föstudag kl. 10.
Kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera
miðvikud. kl. 11–12. Kirkjuskóli í Valla-
skóla, útistofu nr. 6, á fimmtudögum
kl. 14–14.50. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta og
orgelvígsla kl. 13.30 á afmælisdegi
Páls Ísólfssonar 12. okt. nk. Björn
Steinar Sólbergsson organisti leikur lög
eftir Pál á nýtt orgel kirkjunnar hálftíma
fyrir guðsþjónustu sem hefst kl. 14.00.
Orgelið er 14 radda og smíðað af Björg-
vin Tómassyni orgelsmið. Biskup Ís-
lands, hr. Karl Sigurbjörnsson, predikar
og vígir orgelið. Sr. Anna Pálsdóttir og
sóknarprestur þjóna fyrir altari. Eftir
messuna verður opnað Tónminjasetur
Íslands á Stokkseyri. Sóknarprestur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÉTTIR
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing
frá FÍA, Félagi íslenskra atvinnuflug-
manna.
„Vegna yfirlýsingar stjórnarfor-
manns Air Atlanta í Morgunblaðinu
9. október sl. vill FÍA koma að eft-
irfarandi:
FÍA er eina frjálsa og opna stétt-
arfélag flugmanna á Íslandi. Félagar í
FÍA eru á fimmta hundrað. FÍA er
með kjarasamninga við alla stærstu
flugrekendur á Íslandi eða Flugleiðir,
Íslandsflug, Flugfélag Íslands, Land-
helgisgæsluna, Bláfugl og Air Atlanta
auk ýmissa smærri flugrekenda.
Fyrir nokkrum árum var að und-
irlagi Air Atlanta stofnað hið svokall-
aða Frjálsa flugmannafélag eða FFF.
Í því eru í dag um 33 flugmenn af um
200 flugmönnum Air Atlanta. Stjórn-
endur Atlanta ráða því hverjir fá inn-
göngu í það félag. Aðrir flugmenn,
bæði íslenskir og erlendir, eru ráðnir
hjá félaginu í gegnum erlenda áhafna-
leigu, Air Crew Executive Limited
(ACE), sem hefur höfuðstöðvar sínar
á smáeyjunni Niue, sem tilheyrir
Nýja-Sjálandi. Skráð heimilsfang er:
„No. 5 Commercial Square P.O. Box
71, Alofi, Niue.“ Rétt væri að Atlanta
upplýsti hvort áhafnaleigan sé að ein-
hverju leyti í eigu Air Atlanta eða
tengdra aðila.
Í nýlegri auglýsingu á Netinu frá
ACE er nýjum flugmönnum boðnir
175 USD á dag. Miðað við 21 vinnu-
dag í mánuði gerir þetta um 279.000
kr. á mánuði. Af þessari fjárhæð
þurfa flugmennirnir að greiða í skatt
38,55%, greiða tryggingargjald 5,73%
og að lágmarki 10% í lífeyrissjóð. Auk
þess fá þeir ekki greidd laun í orlofi.
Þorri flugmanna Air Atlanta tekur
ekki laun skv. kjarasamningi FFF.
FÍA hefur í þessari umræðu ekki
gagnrýnt launakjör hjá FFF og
myndi gleðjast mjög yfir því ef Air
Atlanta réði alla sína flugmenn í
gegnum það félag. Það gerir Air Atl-
anta hins vegar ekki. Nú nýlega hafn-
aði Air Atlanta íslenskum flugmanni
um þau sjálfsögðu mannréttindi að
ráða sig á ísl. kjarasamning.
Hvað er orðið um árangur af bar-
áttu launafólks á Íslandi í áratugi ef
fyrirtæki geta í dag neitað fólki um
ráðningar í gegnum kjarasamninga
stéttarfélaga og þess í stað ráðið það í
gegnum erl. vinnumiðlanir. Þar
stendur það án orlofs-, veikinda- og
lífeyrisréttar og er gert að standa skil
á sköttum sjálft. Enginn samnings-
réttur. Aðeins er boðið upp á meinta
verktakasamninga, en með því fyrir-
komulagi kemst fyrirtækið hjá því að
greiða öll launatengd gjöld.
Það er einmitt þetta atriði í starfs-
mannastefnu Air Atlanta gagnvart
flugmönnum sem FÍA hefur gagn-
rýnt. Í nýlegu ákvarðandi bréfi Rík-
isskattstjóra nr. 8 frá 27. ágúst 2003
segir m.a. orðrétt: „Ríkisskattstjóri
telur að samningar launagreiðanda
við svonefnda vinnuleigu um að hún
láti í té starfsmenn geti aldrei breytt
stöðu hans sem launagreiðanda.“ Af
dómavenju um vinnuréttarmál, úr-
skurðum ríkisskattstjóra o.fl. dregur
FÍA þá ályktun að Air Atlanta hljóti í
raun að vera launagreiðandi þeirra
flugmanna sem ráðnir eru hjá ACE
og beri því að halda eftir staðgreiðslu
skatta og skila tryggingargjaldi af
greiðslum til þessara aðila og öðrum
launatengdum gjöldum. Það hefur
Air Atlanta ekki gert, væntanlega á
þeim grundvelli að um verktaka-
samninga sé að ræða. FÍA bendir á að
skv. 4. tölulið. 1. greinar laga nr. 90
frá 2003 um tekju- og eignarskatt eru
menn skattskyldir þar sem skip
þeirra eða loftfar er skrásett, en flug-
vélar Air Atlanta eru skráðar á Ís-
landi. Jafnframt er rétt að vísa til 3.
gr. 1. tl. sömu laga þar sem vikið er að
takmarkaðri skattskyldu en þar segir
svo: „Allir menn sem dvelja hér á
landi og njóta launa fyrir störf sín hér
skulu greiða tekjuskatt af þeim laun-
um. Hér með teljast þeir menn sem
atvinnu stunda hér á landi, eða um
borð í loftfari eða skipi sem skráð er
hér á landi, þar með talið á grundvelli
samninga um útleigu á vinnuafli, þótt
dvöl þeirra eða starf vari 183 daga
samtals eða skemur á sérhverju 12
mánaða tímabili.“
Ætla má af frétt Fréttablaðsins um
málið frá 4. október sl. að FÍA telji að
Air Atlanta hafi brotið af sér gagn-
vart starfsmönnum. Fréttina verður
að lesa í heild sinni, og sést þá að FÍA
er að benda á hugsanleg skattalaga-
brot með vísan til álits Ríkisskatt-
stjóra eins og kemur fram í lok frétt-
arinnar. Eina samlíking FÍA á Air
Atlanta við Impregilo er sú að fyr-
irtækin hafast bæði líkt að hvað varð-
ar ráðningar í gegnum erl. starfs-
mannaleigur.
Einnig koma sjónarmið FÍA fram í
frétt í Morgunblaðinu 7. október og í
fréttabréfi FÍA sem er að finna á
heimasíðu félagsins.
FÍA vísar því algerlega á bug að
gagnrýni félagsins sé aðeins aðdrótt-
anir og hálfkveðnar vísur eða tilraun
til að sverta Air Atlanta. FÍA hefur
hér fært rök fyrir máli sínu og mun
áfram verða eini skjöldur íslenskra
flugmanna í kjara- og réttindabaráttu
þeirra.“
Yfirlýsing frá Félagi íslenskra
atvinnuflugmanna
Eini skjöldur ís-
lenskra flugmanna
í réttindabaráttu
NÝLEGA gaf Kvennadeild Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Íslands
fæðingardeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss gjöf sem er ABS5-
blóðgasmælir frá Radiometer.
Tækið sem hér um ræðir er notað
til að mæla blóðgös í blóði ófæddra
og nýfæddra barna. Niðurstaða úr
þeim mælingum hjálpar til við að
meta líðan ófædds barns, svo og til
að mæla sýrustig í blóði barns strax
eftir fæðinguna.
Myndin er tekin við afhendingu á
tækinu.
Gáfu blóðgasmæli