Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorleifur RagnarJónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Siglu- firði 6. október síð- astliðinn. Foreldrar Ragnars voru Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum, f. 19. janúar 1879, d. 25. september 1933, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1884, d. 18. júlí 1957. For- eldrar Jónasar voru Guðmundur Árnason bóndi í Syðra-Tungukoti, Víðimýrarseli og Mikley í Vall- hólmi í Skagafirði, f. 19. desember 1830 í Dalasýslu, d. 26. janúar 1880, og kona hans Ingiríður Þorbergs- dóttir, f. 17. september 1837 í Aust- ur-Húnavatnssýslu, d. 23. desem- ber 1923. Foreldrar Ólafar voru Bjarni Sveinsson smiður og sjó- maður að Valbraut í Garði í Gull- bringusýslu, f. 22. apríl 1859 í Gull- bringusýslu, d. 18. september 1921, og kona hans Ásta María Sveins- dóttir, f. 6. september 1855 í Vest- ur-Húnavatnssýslu, d. 28. júlí 1919. Systkini Ragnars eru átta: 1) Bjarni Jónasson, f. 16. ágúst 1905, d. 5. apríl 1906. 2) Ásta María Jón- asdóttir hjúkrunarkona, f. 18. jan- úar 1909, d. 18. júní 1967. Maður hennar var Marínó R. Helgason verslunarstjóri. 3) Bjarni Jónasson, f. 1. febrúar 1911, d. 3. mars 1915. 4) Guðmundur Jónasson, f. 21. nóv- ember 1916, d. 6. desember 1916. 5) Guðmundur Jónasson útibússtjóri, f. 10. febrúar 1918. Kona hans er Margrét Jónsdóttir. 6) Ingiríður Jónasdóttir Blöndal húsmóðir, f. 9. október 1920. Maður hennar er Magnús Blöndal byggingameistari. 7) Aðalheiður Jónasdóttir húsmóð- ir, f. 30. desember 1922, d. 16. febr- júní 1984. Ragnar lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1933, hélt síðan til Danmerk- ur og lauk prófi sem mjólkurfræð- ingur frá Ladelund Mejeriskole vorið 1939. Hann vann á dönskum mjólkurbúum og kom heim í Petsamoför Esju haustið 1940 ásamt fjölda annarra Íslendinga. Ragnar flutti til Siglufjarðar vorið 1941. Í fjögur ár veitti hann for- stöðu mjólkursamsölu og mjólkur- búð og var næstu fimm ár skrif- stofustjóri hjá byggingarfélaginu Sveini og Gísla hf. Hann var ráðinn bæjargjaldkeri vorið 1950 og gegndi því starfi í þrjá áratugi. Á þeim tíma var hann oft settur bæj- arstjóri. Jafnframt var hann í þrettán ár framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglufjarðar. Hann var lengi fréttaritari fyrir dagblaðið Vísi og Sjónvarpið. Þegar Ragnar lét af störfum bæjargjaldkera gat hann helgað sig fræðimennsku og ritstörfum, sem hann hafði lengi unnið að í hjá- verkum um árabil. Á árunum frá 1996 til 2001 voru gefnar út fimm bækur eftir Ragnar: Siglfirskar þjóðsögur og sagnir, Siglfirskir söguþættir, Siglfirskur annáll, Margir eru vísdóms vegir og Mörg læknuð mein. Hann hlaut menning- arverðlaun Siglufjarðarkaupstað- ar árið 1997 fyrir fræðistörf sín. Ragnar var mjög virkur í fé- lagsmálum í sinni heimabyggð. Hann var formaður Norræna fé- lagsins á Siglufirði í þrjú ár og skipulagði fyrsta vinabæjamótið á Íslandi sumarið 1950. Hann starf- aði lengi í Félagi sjálfstæðismanna á Siglufirði og var formaður þess á sjötta áratugnum. Hann var í stjórn Sögufélags Siglufjarðar og Hún- vetningafélagsins og söng með Karlakórnum Vísi í fjölda ára. Ragnar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Siglufjarðar haustið 1954, en það var fyrsti klúbburinn utan Reykjavíkur, og var heiðurs- félagi klúbbsins. Ragnar var félagi í Frímúrarareglunni í áratugi og forystumaður þess félagsskapar á Siglufirði. Útför Ragnars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. úar 1995. Maður henn- ar er Hörður Haralds- son byggingameistari. 8) Skúli Jónasson byggingameistari og bankastarfsmaður, f. 12. febrúar 1926. Kona hans er Guðrún Jóns- dóttir húsmóðir. Ragnar kvæntist 29. maí 1943 Guðrúnu Reykdal, f. 16. desem- ber 1922. Foreldrar hennar voru Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20. desember 1960, og kona hans Sæunn Odds- dóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní 1938. Börn Ragnars og Guðrúnar eru þrjú: 1) Ólafur bókaútgefandi í Reykjavík, f. 8. september 1944. Kona hans er Elín Bergs skrifstofu- maður, f. 11. júní 1949. Synir þeirra eru tveir: Ragnar Helgi grafískur hönnuður, f. 5. október 1971. Kona hans er Margrét Sig- urðardóttir kennari. Börn þeirra eru Diljá og Ólafur Kári. Kjartan Örn, f. 25. október 1972. Hann stundar framhaldsnám við Har- vardháskóla í Bandaríkjunum. Kona hans er Ásta Sóllilja Guð- mundsdóttir líffræðingur og börn þeirra eru Valtýr Örn og Elín Halla. 2) Jónas ritstjóri í Reykjavík, f. 24. febrúar 1948. Kona hans er Katrín Guðjónsdóttir, læknaritari, f. 27. maí 1950. Þau eiga tvo syni, þeir eru: Ragnar héraðsdómslög- maður, f. 20. júlí 1976, og Tómas laganemi, f. 7. ágúst 1980. 3) Edda húsmóðir í Hollandi, f. 4. október 1949. Maður hennar er Óskar Már Sigurðsson flugstjóri, f. 27. júní 1949. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: Sigurður Rúnar tölvufræðingur, f. 6. júní 1975. Kona hans er Steph- anie Óskarsson-Colaris, sálfræð- ingur. Þau eiga einn son, Kjartan Pieter. Ólafur Ragnar nemi, f. 17. ágúst 1981. Ásgeir Þór nemi, f. 26. Fjöllin á Siglufirði hafa ætíð tekið á móti mér brosandi – en í dag eru þau sorgmædd. Hólshyrnan grætur. Fjöllin vita að sá sem hefur horft á þau hvern einasta dag síðustu sextíu ár, og þekkti þau öll með nafni, er horfinn. Siglufjörður hefur misst mikið. Það var hrein unun að vera í kring- um tengdaföður minn. Hann hafði þessa einstöku nærveru og hreif alla með sér með lifandi frásögn og víð- tækri þekkingu á mönnum og mál- efnum. Ég kom fyrst til Siglufjarðar á Þorláksmessu árið 1971. Smá föl var á jörðinni, jólasnjór. Hlíðarvegur 27, sem Jónas var búinn að segja mér svo oft frá, nálgaðist. Á stéttinni stóðu til- vonandi tengdaforeldrar mínir, Ragnar og Guðrún, héldust í hendur eins og þau gerðu alltaf. Þau litu á mig og breiddu út faðminn. Ég var svo velkomin. Gimsteinninn hans Ragnars, hún Guðrún, á svo bágt, en við munum öll halda utan um hana – fyrir hann. Katrín Guðjónsdóttir. Sem ungur Reykjavíkurdrengur var ég sendur í sveit norður í Húna- vatnssýslu á árunum kringum 1960. Eitt haustið vorum við nokkrir unglingarnir sendir í svonefndar fyr- irgöngur fram á Auðkúluheiði. Fyrsti áningarstaður okkar var Eiðsstaðir, fremsti bær í Blöndudal. Þegar við kvöddum heimamenn og lögðum af stað báðu þeir okkur að sýna hæversku við fólk þar í framsveitum, þar sem þaðan kæmu mestu gáfu- menn þjóðarinnar, þar væri töluð betri íslenzka og fjölskylduböndin væru sterkari. Þar slægi hjarta þjóð- arsálarinnar. Úr þessu umhverfi eru rætur tengdaföður míns Þ. Ragnars Jónassonar sprottnar. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna, þegar ég kom inn í hans fjölskyldu, að ég skildi sannleikann í orðum bændanna forðum. Ragnar tengdafaðir minn var hinn mesti viskubrunnur og voru fjöl- skylduböndin honum afar mikilvæg. Enda þótt fjarlægðirnar á milli okkar væru stundum miklar og við værum á margan hátt ólíkir, annars vegar flugstjórinn, þar sem allt þarf að gerast á að minnsta kosti hálfum hljóðhraða, og hins vegar fræðimað- urinn, þar sem nákvæmni og sam- viskusemi ræður ríkjum, náðum við mjög vel saman. Mér er sérstaklega minnisstætt sumarið 1981, þegar ást- kær tengdamóðir mín þurfti að fara til lækninga í London og ég fór með þeim hjónum. Við Ragnar þræddum götur Lundúnaborgar tveir saman, ég þekkti leiðirnar á söfnin og um breiðstræti borgarinnar og hann kunni söguna og þekkti bakgrunn þess sem fyrir augu bar. Seinna nut- um við þess líka að hafa þau Ragnar og Guðrúnu í heimsókn hjá okkur þegar við bjuggum í Englandi, og var sama hvort við værum á víkingaslóð- um í Hastings eða á slóðum Róm- verja á suðurströnd Englands, alltaf kunni Ragnar skil á sögu staðanna. Eftir að við fluttum til Hollands komu þau líka til okkar, og nutum við þess að hafa þau hjá okkur og fara með þau þar um slóðir, og naut fræðimað- urinn sín einnig þar. Með þessum orðum langar mig til að þakka Ragnari tengdaföður mín- um ánægjulega samfylgd, og erum við Edda stolt yfir því að synir okkar skuli hafa átt slíkt ljúfmenni fyrir afa. Það á eftir að verða tengdamóður minni mikill styrkur í hennar miklu sorg að eiga minningar um svo góðan mann. Óskar Már Sigurðsson, Hollandi. Plato leggur á einum stað í munn Aristofanesar ræðu um ástina. Þar segir að í upphafi hafi maðurinn verið settur saman úr tveimur samföstum líkömum. Guðirnir hafi síðar deilt í með tveimur, skipt hverjum manni upp og skapað þannig mann og konu. Þarna eigi leit okkar að ástinni upptök sín, hver maður leiti að „hinum helmingi sjálfs sín“. Sumir finna, aðrir ekki. Í þessu ljósi hef ég alltaf séð samband afa míns og ömmu. Þau fundu. Virðingin og vænt- umþykjan sem þau ræktuðu sín í milli virtist alltaf jafn náttúruleg, raun- veruleg og einhvern veginn sjálf- sprottin. Þau voru sem ein sál í tveim- ur líkömum. Amma og afi bjuggu á Hlíðarveg- inum. Þar er amma fædd og býr enn. Afi flutti inn þegar þau giftust. Langafi minn hafði byggt húsið og svo byggði afi sjálfur við þegar börn- um fjölgaði. Húsið á Hlíðarveginum er öðruvísi en nokkur annar staður sem ég veit um. Þar tókst ömmu á endanum að venja mig á koppinn með loforðum um rúsínuverðlaun fyrir margt löngu. Þaðan gengum við afi upp í Hvann- eyrarskál saman, til þess að vinna okkur inn fyrir kökum og kaffi hjá ömmu á eftir. Andrúmsloftið á Hlíð- arveginum er einhvern veginn kyrr- ara en annarsstaðar og þótt snjó- skaflarnir byrgi sýn út um gluggana er þar alltaf hlýtt. Tíminn líður líka öðruvísi fram í þessu húsi en annars- staðar. Þar tekur maður leikhlé og nær andanum. Og þótt ég viti að hús- ið stendur í hlíðinni fyrir ofan eyrina á Siglufirði hefur mér alltaf fundist það vera bara að nafninu til. Hlíðarvegur 27 er fyrir mér alltaf einhversstaðar annarsstaðar, á öðru sviði, í sérheimi. Afi minn var alltaf umhyggjusam- ur og hlýr. Hann hafði áhuga á ver- öldinni, fylgdist með fram á síðasta dag, alltaf jafn skýr og eldfljótur að hugsa í rökræðum. En líka alltaf tilbúinn að grínast enda gat hann ver- ið mjög stríðinn þegar sá gállinn var á honum. Hann var hófstilltur maður, ekki mikið fyrir að hreykja sér eða láta hafa fyrir sér. Hann var sjálf- stæður og sjálfum sér nægur. Hann lifði viðburðaríka og farsæla ævi; fæddist í torfbæ í sárri fátækt, komst til mennta, bjó um árabil í Danmörku uns stríðið umturnaði öllu og sendi hann heim til Íslands. Það var á Siglufirði sem hann síðan á endanum fann ömmu. Eftir hádegið á mánudaginn sagð- ist afi minn vera svolítið þreyttur og vildi leggja sig. Eftir stundarkorn í rúmi sínu sofnaði hann svefninum langa. Hljóðlátari gerist brottför úr þessum heimi varla. Og allt mjög í hans stíl. Það eru forréttindi að hafa Þ. RAGNAR JÓNASSON ✝ RögnvaldurJónsson fæddist í Réttarholti í Skagafirði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Rögnvalds- son bóndi í Réttar- holti, f. 24. septem- ber 1883, d. 18. janúar 1917, og kona hans Sólveig Halldórsdóttir, f. 22. apríl 1881, d. 1. júní 1953. Rögnvaldur átti tvö systk- ini, Freyju Katrínu Filippíu og Sigurð, sem létust bæði í frum- bernsku. arinn Guðmundur, f. 4. nóvember 1954, Halldór Bragi, f. 3. nóv- ember 1957, Sólveig Ebba, f. 27. september 1959, Sigurður Örn, f. 9. desember 1961 og Ásta Berg- hildur, f. 26. nóvember 1963. 2) Jón, f. 19. febrúar 1939, maki Ás- dís Björnsdóttir, f. 18. sept. 1936. Börn þeirra eru Björn, f. 3. jan- úar 1966 og Bryndís, f. 5. júní 1970. Barnabarnabörnin eru 18, þar af 17 á lífi. Rögnvaldur og Ingibjörg stofnuðu heimili í Flugumýrarhvammi og bjuggu þar ávallt síðan. Rögnvaldur varð búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Jafnframt bú- störfum var hann kennari í Akra- hreppi 1934–1960 og skólastjóri þar 1960–1966. Hann var kirkju- organisti við Flugumýrar- og Miklabæjarkirkju 1927–1965 og einnig um skeið við Hofstaða- kirkju og Hóladómkirkju. Rögnvaldur verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 26. maí 1932 kvæntist Rögnvaldur Ingibjörgu Maríu Jónsdóttur, f. 9. júlí 1908, d. 8. júlí 1999. Foreldrar Ingibjarg- ar voru Jón Jónasson bóndi á Flugumýri í Skagafirði, f. 1. apríl 1855, d. 1. mars 1936 og kona hans Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1879, d. 22. desember 1973. Börn Rögnvalds og Ingi- bjargar eru: 1) Sigur- veig Norðmann, f. 28. maí 1933, maki Ólafur Þórarins- son, f. 26. október 1923. Þau skildu. Börn þeirra eru sex, Rögn- valdur, f. 27. ágúst 1952, Þór- Á meðan hafið glitrar við aftaninn, og mávarnir garga sinn aftansöng, rennur skelfullur sandurinn saman við steina fjöruborðsins, í taktföstum rythma. Tvenn fótspor, ein lítil, ein stór, marka sér leið í gljúpum sandinum. Þau ganga svo létt, hönd í hönd. Ann- að hægt og hitt skoppar hjá. Þú sem veist svo óendanlega meira en ég, ert svo óendanlega stærri en ég. Svarar spurningum og segir sögur gamalla daga. Afi, af hverju er himininn blár? Nú velkist minningin um í huga mér, eins og smápeningur í vasa, því þú, afi minn, ert floginn á vit minninganna, og ert svo óendanlega langt í burtu frá mér. Eftir stend ég, við glitrandi haf aft- ansins, mávarnir garga sinn aftan- söng. Og aðeins ein fótspor marka sér gamalkunna leið, við steina fjöru- borðsins. Hvíl í friði, afi minn, þín dótturdótt- ir Arnhildur Lilý Karlsdóttir. Elsku langafi, mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín en veit þó að nú líður þér vel því þú ert komin til langömmu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Ég mun geyma stundirnar með þér í hjarta mínu. Þín Harpa. Elsku langafi, við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa, meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið. Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt. (Jónas Tryggvason.) Þín langafabörn, Sunna, Tinna og Ólafur Andri. Glóðafeykir gnæfir yfir sögufræg- um bæjunum í Blönduhlíð. Margur ekur um Skagafjörð án þess að veita þessum fjalljöfri athygli þar sem hann fyllir upp í röð fjallanna, en þau verða hlíf að baki Blönduhlíðar og gera hana fríða og búsældarlega. Þetta var heimur Rögnvaldar Jóns- sonar í Flugumýrarhvammi, þar sinnti hann starfi bóndans, kennar- ans, organistans en þó er eftirminni- legastur öðlingurinn sem hann bar með sér, einlægur í að bæta annarra hag, efla söngmennt og aðra menn- ingu. Hann gerði Blöndhlíðinga- organista úr undirrituðum, sem kynntist þar úrvalsfólki, félögum Rögnvaldar úr kirkjustarfinu og þeirri sveitareiningu sem glímir nú við að halda úti sjálfstæðu hrepps- félagi og framkvæma þannig merki- lega tilraun, þar sem bera má saman stórt nýsameinað sveitarfélag ann- arra Skagfirðinga og Akrahreppinn, – gróinn sveitahrepp, sem kýs að glíma sjálfur við að halda sjó og sækja fram á tímum ágjafa og ólaga. Þau hjónin Ebba og Rögnvaldur fundu til í stormum samtíðarinnar og lögðu fyllilega sinn skerf til samfélagsins. Það var eftirminnilegt að koma á heimili þeirra, ekki síður eftir að þau fluttu í litla húsið sitt, þar sem iðulega var fullt af frændum og vinum og tek- ið á móti gestum af einstakri hlýju. Lánsmaður var ég að fá að eignast Rögnvald að vini og ráðgjafa og mig langar til að votta ættingjum hans og vinum samúð við þessi þungbæru tímamót. Ingi Heiðmar Jónsson. Leiðir okkar Rögnvaldar lágu sam- an haustið 1978, þegar við Elsa flutt- um að Miklabæ. Rögnvaldur var kirkjuorganisti í Blönduhlíð í áratugi, hann byrjaði með afa mínum, sr. Lár- usi Arnórssyni, snemma á síðustu öld. Rögnvaldur sagði við mig að hann væri hættur að spila, þegar ég hitti hann en honum fannst það vera skylda sín að hjálpa þessum unga son- arsyni Lárusar af stað. Samvinna okkar var góð og þar kynntist ég RÖGNVALDUR JÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.