Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 45

Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 45
sagði Rebekku að langafi væri dáinn sagði hún að líklega hafi Guð vantað einhvern til að sjá um hænurnar, og kannski það sé rétt hjá henni, alla- vega hjálpar það til við að finna ástæðuna fyrir þessu öllu saman. Eftir sitjum við ástvinir þínir með minningarnar um þig og tímana í Holti, því ég þekkti þig ekki öðru vísi en þar. Elsku Didda, takk fyrir að sjá svona vel um hann. Um leið og ég kveð þig í síðasta sinn, þakka ég þér fyrir samveruna og alla viskuna. Góða nótt og sofðu vel, Daði. Elsku afi minn. Ég á margar ynd- islegar minningar um þig, síðast þegar við hittumst eyddum við mikl- um tíma saman sem mér þótti vænt um, þú sagðir mér sögur af þér þeg- ar þú varst ungur, frá ömmu, börn- unum þínum og dýrum. Við töluðum um þann tíma þegar ég var barn og við fórum saman á hestbak. Ein sérstök saga sem ég gleymi aldrei er þegar ég og Hilda ætluðum að fara með brauð til hestanna og þegar hestarnir sáu að við vorum að koma með eitthvað góðgæti í poka komu þeir hlaupandi á móti okkur, við urðum svo hræddar að við köst- uðum pokunum frá okkur og hlup- um. Þegar við komum upp á hlaðið móðar og másandi, stóðst þú þar og hlóst og varst búinn að fylgjast með okkur allan tímann. Þú hafðir einstakt lag á dýrum og ég man að þú gast kallað til hestana þinna og þá komu þeir hlaupandi. Það verður erfitt að koma til Breiðdalsvíkur og sjá þig ekki koma gangandi á móti mér með fallega silfurslegna hárið og hundana í eft- irdragi. En ég geymi allar minningar um þig í hjarta mínu. Og ég veit að það eru margir sem hafa tekið á móti þér, bæði dýr og menn. Elsku Didda, og aðrir aðstandend- ur ég, Kim og Sólon Svan vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Hjördís. Elsku afi. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Ragnheiður Diljá. Margar góðar minningar eru tengdar honum afa og samveru- stundunum með honum. Afi, eyjarnar úti af Breiðdalnum og fjöllin þar í kring er eitthvað sem maður hélt að yrði þarna að eilífu, en svo er víst ekki því nú er hann afi farinn. Að koma út í Holt og hlusta á stofuklukkuna og skynja kyrrðina þar og hlusta á afa segja sögur frá því er hann var ungur, og hvernig hlutirnir voru þá, er eitthvað sem maður á eftir að sakna. Í Holti var alltaf nóg að gera, hvort sem það var í heyskap, sauðburði, girðingarvinnu eða umhirðu dýranna. Að fara að austan var allt annað en aðvelt fyrir mig og fjölskyldu mína og spurðu synir mínir iðulega hvort við þyrft- um nokkuð að fara, hvort við gætum ekki bara átt heima á Breiðdalsvík, því það væri svo stutt að fara í pönnsur til afa og Diddu. Með söknuði kveðjum við þig elsku afi. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kæra Didda. Við sendum þér og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur og styðja um ókomin ár. Gauti, Þórdís, Jökull Haukur og Kristvin Þór. Þegar þessi fátæklegu orð eru sett á blað, hvílir bróðir minn, Haukur Gíslason, á líkbörum og bíður þess að vera borinn til grafar. Í gegnum hugann renna óteljandi endurminn- ingar frá liðnum árum og áratugum. Við systkinin ólumst upp í öðrum endanum á, til þess að gera, stóru timburhúsi og í hinum endanum bjó önnur fjölskylda, barnmörg, alls um og yfir 20 manns. Haukur var fimm árum eldri en ég. Lengst af var það hann sem réð ferðinni í öllum verk- um, eins og gefur að skilja, og líklega kom það sér vel, því hann var afar röskur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Mér er það minnisstætt hve erfitt það reyndist hópnum að halda í við hann á göngu, hvort heldur stefnt var í berjamó eða til messu. Við bræðurnir ólumst upp við gamla búskaparhætti eins og víðast var í okkar byggðarlagi um þær mundir. Á heyskapartíma fór mest af orkunni í það að slá með orfi og ljá. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég fullyrði, að þar sem ég þekkti til, hafi Haukur bróðir minn verið með allra röskustu mönnum við slátt. Einhvern tíma var það á fimmta ára- tug liðinnar aldar, að karl faðir minn réð til sín þá Brekkuborgarbræður, Nanna og Einar, til að flýta fyrir með sláttinn. Þeir voru annálaðir dugnaðarmenn og þarna hitti bróðir minn líklega jafningja sína, en ég ofjarla. Sá háttur var hafður á þessa daga að sleginn var svonefndur „þrælasláttur“ þar sem ég var hafð- ur fremstur en Haukur rak lestina. Þetta var bæði erfitt og skemmti- legt. Á mettíma skáruðum við alla Drangalækjarbakkana þar sem göt- urnar Sólbakki og Sólheimar enda núna. Þrátt fyrir ómælt erfiði og langan vinnudag, gafst tími til áfloga og gamanmála þar sem sveitungarn- ir voru teknir fyrir með skrítlum og eftirhermum. Svona væri lengi hægt að halda áfran að ausa úr brunni endurminn- inganna. Segja má að við bræðurnir höfum starfað hlið við hlið í æsku okkar, árið um kring, árum saman: Göngur, sjósókn, veiðar, daglauna- vinna, vertrarstörfin, heyannir og skemmtanir. Á þeim árum urðu miklar breyt- ingar í þjóðfélaginu á öllum sviðum sem óþarfi er að tíunda mikið: Vélar leystu af hólmi ljái og árar. Rafmagn kom í stað týru og olíulampa og bíll- inn leysti hestinn af hólmi. – Flestir uppkomnir, sem þetta lesa hafa upp- lifað þetta að miklu leyti svipað og barnahópurinn á Selnesi gerði á sinni tíð. Og þó. Ætli heljarstökkið úr „forneskjunni“í vinnubrögðum og aðbúnaði þar sem Haukur ólst upp, yfir í nútímann hafi ekki verið enn stærra en gengur og gerist. Þrátt fyrir gott atgervi Hauks bróður míns, að mörgu leyti, eins og að framan er lýst „gekk hann ekki, að öllu leyti heill til skógar“, til að takast á við vandamál í lífsbarátt- unni. Þar á ég við þann vanda sem hann stríddi við alla ævi, sem nú er kallaður lesblinda. Ómögulegt er að segja nú hve mikil áhrif þetta hafði á allt hans líf. En sem kennari kynnt- ist ég vel lesblindunni hjá nemend- um mínum og sá hve geigvænleg áhrif hún hafði á hvern og einn. Nú þegar ég kveð bróður minn hinstu kveðju, er mér mikill sökn- uður í huga. Í æsku naut ég bæði skjóls og ögunar hjá honum. Hann var mér bæði leikbróðir, fyrirliði, samverkamaður, jafningi og oft fyr- irmynd. Guðbjörgu Steinsdóttur, afkom- endum hans öllum og öðrum að- standendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 45 Elsku afi minn, mikið vildi ég að ég hefði getað komið til þín eitt skipti til viðbótar og farið með þér að skoða fjósið og hitta hundana. Svo mundum við fara inn í stofu til ykkar Diddu og þú mundir segja mér sögur frá því í gamla daga. Þú gafst mér alltaf svo mikið og við áttum saman áhugamál sem voru dýrin. Alltaf var gaman að horfa á dýrin elta þig út um allt, hvort sem það voru hundar eða endur. Þau þekktu þig vel og þú þekktir þau. Stefán Svan. HINSTA KVEÐJA Elsku langafi, mig langar að kveðja þig og þakka fyrir allt með uppáhalds bæninni minni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð blessi þig og minningu þína. Þinn Rafn Svan. HINSTA KVEÐJA Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minningar- greina R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Beitusíld — beitusíld Góð beitusíld á heilum brettum. Upplýsingar í síma 892 8655. Stóri fornbókamarkaðurinn á Laugavegi 105. Allar bækur á 50-100. Opið í dag kl. 11-19. Bókamarkaðurinn, Laugavegi 105. ÞJÓNUSTA Fagflísar ehf. geta bætt við sig verkefnum í flísalögn- um, múrverki og viðgerðum. Einungis faglærðir menn. Sími 866 6291. TILKYNNINGAR Bryggjuhverfi í Kópavogi Kynning Mánudaginn 13. október nk.verða kynnt drög að skipulagi Bryggjuhverfis í utanverðum Foss- vogi. Kynningin fer fram í Félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, og hefst hún kl. 20.00. Skipulagsstjóri Kópavogs. Frímerki — gömul bréf — póstkort Alþjóðlegt uppboðsfyrirtæki heimsækir Reykja- vík dagana 16.—19. október. Okkur verður að finna á frímerkjasýningunni NORDIA 2003 á Kjarvalsstöðum og einnig er hægt að hitta okkur á kvöldin samkvæmt samkomulagi. Við tökum á móti efni á hin alþjóðlegu frímerkja- uppboð okkar í Osló. Efnið er meðhöndlað og því lýst í uppboðsskrá af viðurkenndum alþjóð- legum sérfræðingum. ENGERS FRIMERKER N-2836 BIRI, NOREGI, s. 0047 61181555, bréfs. 0047 61181737. Veffang: www.engers-frimerker.no Setti upp á sér stýri... Næst síðasta helgin - 60% afsláttur ...Úti er ævintýri Gvendur dúllari — alltaf góður Kolaportinu FÉLAGSLÍF 11. okt. Jepparæktin Farið verður á Vigdísarvelli á Reykjanesskaga. Allir eru vel- komnir í Jepparæktina, jafnt óbreyttir sem breyttir jeppar – ekkert þátttökugjald. Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 10:00. 12. október. Dagsferð. Fjallið eina — Hrútagjá Gengið af Krýsuvíkurvegi á Fjallið eina og þaðan í Hrútagjá. Göngunni lýkur í Móhálsadal. Fararstjóri er María Berglind Þráinsdóttir. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð 1.700/1.900 kr. 14. okt. Deildarfundur Jeppa- deildar Útivistar verður hald- inn nk. þriðjudag kl. 20:00 á skrif- stofu Útivistar, Laugavegi 178. Dagskrá: Kynning næstu ferða, myndasýning frá ferðum um Breiðbak og norðan Hofsjökuls. Kaffispjall um: starf jeppadeild- arinnar, drög að ferðum næsta árs kynnt og hugað að undirbún- ingi bílsins fyrir ferðir. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun starfsins. Nánari upplýsingar á www.utivist.is . ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfsfólk óskast í Efnalaugina og þvottahúsið Drífuna Æskilegur aldur 25—55 ára. Íslenskukunnátta skilyrði. Upplýsingar í síma 562 7740 eða á staðnum, Hringbraut 119, Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR Frímerki Í tilefni af „NORDÍA“ seljum við nú um helgina: Ýmis landasöfn, bæði stór og smá með miklum afslætti. Kaupum einnig íslensk frímerkjasöfn. www.icestamps.com, sími 561 1409. icestamp@islandia.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.