Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ALÞINGI var sett, glansandi fínt.
Ösku hefði þurft að bera á völlinn svo
ekki skini uppundir fyrirfólkið. Nýju
gólfin og endurgerð salarkynnin
vekja sérstaka athygli í aðhaldsum-
ræðunni sem upp er hafin eins og
jafnan þegar kjarasamningar eru í
nánd. Gæfa og gjörvuleiki eru fráleitt
eitt og hið sama. Að láta sér detta í
hug að höggva enn í sama knérunn og
sækja fé til sjúkra; að kafa í þeirra
léttu vasa með því að hækka gjöld
vegna læknisþjónustu og lyfja er
ótrúlegt siðleysi. Í stað þess að vera á
blússandi ferð að bæta velferð á hag-
vaxtartímum, jafna kjör og létta sjúk-
um og mæddum lífið skal á þá ráðist
til að létta ríkissjóði róðurinn! Þessi
gjörð og kvein ráðamanna um aðhald í
ríkisútgjöldum er ekki í stíl við stæl-
inn á þingsölum. Lítill stíll yfir lág-
kúru og lágkúra er það!
Að bíta í skottið á sjálfum sér
Hin sérstaka árás á öryrkja, gam-
alt fólk og veikt (lítið gagnar að rétta
öryrkjum aura með annarri hendinni
en taka þá síðan aftur með hinni) tek-
ur steininn úr. Það er ekki glansinn
yfir ríkisstjórninni. Á sama tíma
dekrar hún á alla lund við peningaút-
gerð í landinu. Sköttum á peninga-
gróða er haldið í lágmarki en neyslu-
og launasköttum háum. Viðskipta-
bankar, sem hafa til varðveislu laun
og persónuupplýsingar almennings,
ganga kaupum og sölum. Braskað er
með sparifé jafnt og skuldir fólks.
Meirihluti alþingis hefur verið
óþreytandi við að hlaða undir pen-
ingabraskið. Á sama tíma drabbast
velferðarkerfið niður hér og heilu
byggðirnar eru án samfelldrar heilsu-
gæslu og annarrar samfélagsþjón-
ustu. Allt bítur þetta í skottið á sjálfu
sér enda er misskipting, fátækt og
áhyggjur ein meginorsök heilsuleysis
sem aftur eykur kostnað við heil-
brigðisþjónustu.
Án heilsugæslu í rúm 40 ár
Gott atlæti, góð almenn heilsu-
gæsla og sú heilsuvernd sem í því felst
að allir hafi sinn heimilislækni með yf-
irsýn yfir heilbrigði hvers og eins
dregur úr veikindum og minnkar
sjúkrakostnað samfélagsins. Þetta
vita þeir sem vilja. Samanburður á
heilbrigðisþjónustu hér og í öðrum
löndum er út í hött. Hvað væri t.d. að
marka samanburð á tannheilsu hér og
á Norðurlöndum? Tennur voru lengst
af rifnar úr fullorðnum hér á landi og
þeim fengnar falskar. Í almennri heil-
brigðisþjónustu höfum við ekki fyrr
en á allra síðustu árum komist með
tærnar þar sem grannþjóðir hafa haft
hælana árum saman. Fólk leyfir sér
einnig að lifa lengur nú en áður og það
jafnvel með fullan munninn af tönn-
um. Ekki nema von að ráðamönnum
blöskri að halda lífi í þjóð sem eldist
og þarf að halda við og „smælar“ auk
heldur framan í heiminn með fullan
munninn af tönnum!
Sannleikurinn er sá að heilsu-
gæslukerfið er krosssprungið og þús-
undir eru án heimilislæknis eða
heilsugæslu í höfuðborginni og víðar.
Í hverfinu mínu, Kleppsholti, Sunda-,
Voga- og Heimahverfi hefur aldrei
starfað heilsugæsla í þá fjóra áratugi
sem ég hef búið hér. Er ekki mál að
linni? Ég höfða til betri vitundar heil-
brigðisráðherra og þingmanna með
siðvitið í lagi og bið þá að hugsa vand-
lega um mál mitt. Ég trúi vart að
þeim eða heiðursmanninum Jóni
Kristjánssyni hugnist hin veika staða
sjúkra og hrjáðra hér á landi. Ég veit
að þorri þjóðarinnar vill vernda vel-
ferðarkerfið.
Ég trúi þess vegna á samstöðu al-
mennings fyrir bættri almennri vel-
ferð og heilsuvernd og baráttu gegn
auknum skattaálögum á sjúka.
Hrindum þessari árás á okkar
minnstu systur og bræður.
ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR,
fyrrv. borgarfulltrúi.
Lítill stíll yfir lágkúru
og lágkúra er það!
Frá Elínu G. Ólafsdóttur
KÆRU landlausu ungu stjórn-
málaáhugamenn! Um fátt hefur
verið meira rætt en ákvörðun fyrr-
verandi stjórnar Heimdallar (ung-
liðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík) um að hafna skrán-
ingarbeiðnum ykkar í félagið. Ung-
ir jafnaðarmenn eiga erfitt með að
horfa upp á það ranglæti sem þið
hafið verið beitt. Það er sárt að
vita af slíkum fjölda ungs fólks án
heimahafnar í pólitík. Við höfum
því ákveðið að bjóða ykkur að
ganga til liðs við Unga jafnaðar-
menn (ungliðahreyfingu Samfylk-
ingarinnar), enda teljum við líklegt
að Samfylkingin eigi betur við ykk-
ur en Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki
bara vegna þess að Samfylkingin
er opinn og lýðræðislegur flokkur
heldur líka vegna þess að okkur
virðist sem þið eigið flest meiri
samleið með Samfylkingunni en
Sjálfstæðisflokknum hvað varðar
hugsjónir og skoðanir. Þetta þykj-
umst við ráða af skrifum sumra
ykkar á vefritinu Deiglunni.
Ungir jafnaðarmenn eru góður
kostur fyrir fólk sem hefur brenn-
andi áhuga á að starfa í stjórn-
málum og vill hafa áhrif á þjóð-
málaumræðuna. Ekki þarf að
ákveða að vera í félaginu það sem
eftir er ævinnar eða greiða til þess
gjöld nema menn kjósi það sjálfir.
Öllum er jafnframt frjálst að bjóða
sig fram og taka þátt í kosningum í
félaginu. Við förum fram á það eitt
af ykkur að þið vinnið með okkur
að því að bæta samfélagið með því
að vinna að framgangi stefnu sem
er byggð á jöfnum tækifærum,
fjölskyldugildum og frjálsræði.
Hlakka til að sjá ykkur.
ANDRÉS JÓNSSON,
formaður Ungra jafnaðarmanna.
Opið bréf ungra
áhugamanna
Frá Andrési Jónssyni,
formanni FUJ