Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 49
Á AÐALFUNDI Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs í Kópavogi
fimmtudaginn 9. október, var kosin
ný stjórn og var Sigursteinn Másson
kjörinn formaður.
Aðrir í stjórn eru: Guðný Dóra
Gestsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson,
Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Emil
Hjörvar Petersen og í varastjórn
voru kjörnar Guðrún Gunnarsdóttir
og Kolbrún Valvesdóttir.
Nýr formaður
hjá VG í
Kópavogi
IMPREGILO og Íslensk almanna-
tengsl hafa samið um að Íslensk al-
mannatengsl sjái um miðlun upplýs-
inga frá Impregilo til fjölmiðla á
Íslandi. Ómar R. Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Íslenskra al-
mannatengsla, mun taka að sér hlut-
verk upplýsingafulltrúa Impregilo á
Íslandi og verður hann með aðstöðu
á skrifstofum Íslenskra almanna-
tengsla á Laugavegi 66.
Miðla upplýs-
ingum fyrir
Impregilo
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 49
Fjölskylduhátíð í
Hafnarfjarðarkirkju
Á MORGUN, sunnudag, verður
haldin önnur fjölskylduhátíð vetr-
arins í Hafnarfjarðarkirkju en slík-
ar hátíðir eru haldnar einu sinni í
mánuði yfir vetrartímann.
Hefst hátíðin kl. 11.00. Þá mæta
báðir sunnudagaskólarnir til
kirkju, en Hafnarfjarðarkirkja rek-
ur sunnudagaskóla bæði í safn-
aðarheimilinu og Hvaleyrarskóla.
Allir leiðtogar sunnudagaskólanna
mynda hljómsveit og leika undir
söng. Barnakórinn kemur í heim-
sókn og syngur nokkur lög undir
stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Þór-
hallur Heimisson sýnir glærusögu
og stjórnar hópleik með öllum í
kirkjunni.
Síðast mættu um 300 á hátíðina.
Hefur þú nokurn tímann tekið þátt
í 300 manna leik? Eftir söng, leik
og gleði í kirkjunni er boðið til
nammiveislu í safnaðarheimilinu.
Kirkjurútan ekur að venju. Stræt-
isvagn ekur frá Hvaleyrarskóla
kl.10.50 og heim aftur 12.30.
Dægurlagamessa í
Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 12. októ-
ber nk. kl. 20.30 fer fram Dæg-
urlagamessa í Hafnarfjarðarkirkju.
Fjarðarbandið, sem Hjörtur Hows-
er hljómborðsleikari stýrir, leikur
þekkt dægurlög í messunni. Textar
þessara sígildu laga Bítlanna, Holl-
ies o.fl. hafa verið þýddir á ís-
lensku. Þegar þessi lög eru sungin
og leikin í helgu Guðshúsi kemur
fram að textarnir hafa trúarlega
skírskotun og lögin snerta sál og
hjartastrengi. Sigríður Guðnadótt-
ir söngkona syngur með Fjarð-
arbandinu að þessu sinni. Prestur
er sr. Gunnþór Þ. Ingason. Köku-
basar Æskulýðsfélagsins eftir
messu.
Dægurlagamessa að hausti hefur
ávallt verið mjög vel sótt og er þess
vænst að svo verði einnig að þessu
sinni.
Kvöldvaka í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20
verður mánaðarleg kvöldvaka Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði.
Á þessum kvöldvökum er leitast
við að skapa hlýja og notalega
stemningu. Örn Arnarson, tónlist-
arstjóri kirkjunnar, hljómsveit
hans og kór kirkjunnar leiða tón-
list og fallega sálma og söngva.
Sérstakt íhugunarefni er valið
hverju sinni og nú er það Davíðs-
sálmurinn þekkti nr. 23 „ Drottinn
er minn hirðir“ sem fjallað verður
um. Tveir góðir fulltrúar úr hópi
safnaðarfólks hafa verið beðnir að
fjalla í örstuttu máli um upplifun
sína á þessum sálmi og þá mun
Margrét Scheving verða gestur
kvöldvökunnar en hún samdi hið
fallega lag við þenna texta sem all-
ir þekkja. Margrét mun fjalla um
sálminn.
Að lokinni kvöldvöku verður svo
kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.
Nýr messustaður
í Grafarvogi
FRÁ því að safnaðarstarfið hófst í
haust hefur verið messað kl. 11.00
á sunnudögum í Borgarholtsskóla.
Skemmtilegt er að greina frá því
að þátttaka hefur verið mjög mikil
í starfinu þar og er aðstaða þar góð
til messuhalds og umhverfið aðlað-
andi.
Eins og venjulega er einnig
messað í Grafarvogskirkju kl.
11.00 á sunnudögum. Almenn
messa í aðalsal kirkjunnar og
barnamessa á neðri hæð. Prestar
safnaðarins messa ásamt barna-
starfsfólki.
Prestar Grafarvogskirkju.
Klassísk messa
ÁHUGAHÓPUR um klassíska
messu og iðkun gregorssöngs
stendur nú í haust fyrir messu með
gregorslagi 2. sunnudag hvers
mánaðar kl. 20 í Friðrikskapellu.
Hópurinn kallar til helgiþjónustu
ýmsa presta.
Kynning og æfingar á messunum
verða deginum áður, laugardag, kl.
12–13 í Friðrikskapellu. Sungin
verður VIII. messan, Missa de
Angelis. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Næsta messa verður sunnudag-
inn 12. október kl. 20, prestur sr.
Flóki Kristinsson. Fyrsta messan
var sungin 14. september síðastlið-
inn og messaði þá sr. Kristján Val-
ur Ingólfsson. Sú síðasta fyrir ára-
mót verður 9. nóvember, sungin af
sr. Arngrími Jónssyni.
Klassísk messa og gregors-
söngur er dýrmætur arfur kirkj-
unnar og kjarnmikið andlegt fóður.
Það er von þeirra sem að þessari
messuröð standa að með henni
skapist vettvangur fyrir þau sem
gleði hafa af því að iðka klassíska
tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs
kirkjunnar, sem tjáningarform trú-
arinnar.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
EINS og undanfarna vetur eru fjöl-
skylduguðsþjónustur í Árbæj-
arkirkju annan sunnudag hvers
mánaðar.
Þar er kynslóðabilið brúað og
stórfjölskyldan boðin velkomin í
sameinginlega guðsþjónustu.
Prestar og sunnudagaskólakenn-
arar safnaðarins sameina krafta
sína. Það er mikið sungið, gamlir
og góðir barnasálmar ásamt sunnu-
dagaskólasöngvum, nýjum og
gömlum. Sagðar verða sögur,
brúður koma í heimsókn auk hefð-
bundinna liða guðsþjónustunnar.
Við vonumst til að sjá sem flesta
Árbæinga í kirkjunnu á sunnudag-
inn kl. 11. Kaffi, djús og kex í boði
eins og alltaf að stundinni lokinni.
Prestar og sunnudagaskólakenn-
arar.
Fundur um íslam í
Safnaðarfélagi
Dómkirkjunnar
VETRARSTARF Safnaðarfélags
Dómkirkjunnar er nú hafið. Fundir
eru á sunnudögum kl. 12.00 einu
sinni í mánuði yfir vetrarmán-
uðina.
Safnaðarfélag Dómkirkjunnar
var stofnað til þess að vera vett-
vangur sóknarbarna og annarra
velunnara Dómkirkjunnar. Þátt-
taka í Safnaðarfélaginu er því ekki
bundin við þá sem búa í Dóm-
kirkjusókn heldur er öllum þeim
sem áhuga hafa hjartanlega vel-
komið að sækja fundi. Fundarmenn
byrja á því að borða saman súpu og
brauð og síðan er flutt stutt erindi.
Erindin geta bæði verið um það
sem snertir kirkjuna og starf henn-
ar eða það sem er efst á baugi í
þjóðfélaginu. Ennfremur hefur
stundum verið farið í vettvangs-
heimsóknir á staði í nágrenni Dóm-
kirkjunnar.
Fimm manna stjórn leikmanna
stýrir Safnaðarfélaginu og er Ingi-
björg Hjaltadóttir hjúkrunarfræð-
ingur núverandi formaður félags-
ins.
Á næsta fundi félagsins sunnu-
daginn 12. október kl. 12.00 mun
Salmann Tamimi, formaður félags
múslima á Íslandi, segja frá því
hvað islam er. Sem fyrr segir eru
allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
Stefna
þjóðkirkjunnar
HVAÐA stefnu hefur þjóðkirkjan?
Hvaða stefnu mun hún taka og
beita sér fyrir á næstu árum? Á
vegum þjóðkirkjunnar hefur á
liðnu ári verið unnið að svonefndri
svót-greiningu til að grundvalla
framtíðarstefnu og starf kirkj-
unnar. Yfir eitt þúsund manns hef-
ur komið að því verki.
Stofnanir kirkjunnar hafa beitt
sér og kirkjuráð hefur nýlega sam-
þykkt að leggja drög að stefnu-
mörkun þjóðkirkjunnar fyrir
kirkjuþing 2003, sem verður haldið
síðari hluta októbermánaðar.
Á sunnudagsfundi í Hallgríms-
kirkju á morgun, sunnudag, mun
Adda Steina Björnsdóttir ræða um
þetta stórmál kirkjunnar. Hún hef-
ur verið starfsmaður stefnumót-
unarvinnu og fylgst með málinu á
öllum stigum. Nokkrir félagar
Grettisakademíunnar munu bregð-
ast við drögunum að stefnumörk-
un, sem hægt er að lesa á vef þjóð-
kirkjunnar, www.kirkjan.is.
Sunnudagsfundur í Hallgríms-
kirkju hefst kl. 13. Allir eru vel-
komnir til fundarins því stefna
þjóðkirkjunnar varðar alla íslensku
þjóðina!
Gospelmessa í
Glersalnum
Á MORGUN, sunnudaginn 12.
október kl. 20, heldur Lindakirkja
Gospelmessu í Glersalnum við Sala-
veg í Kópavogi (í sama húsi og
Nettó, gengið inn bakatil inn í lyftu
og upp í sal).
Um tónlistarflutning sér Kór
Lindakirkju ásamt Hannesi Bald-
urssyni organista. Leynigestur
kvöldsins er ung söngkona sem
örugglega á eftir að láta mikið að
sér kveða í framtíðinni. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson flytur
hugleiðingu. Allir eru velkomnir
og aðgangur er að sjálfsögðu
ókeypis.
Lofgjörð í
Hjallakirkju
SUNNUDAGINN 12. október kl. 11
verður lofgjörðarguðsþjónusta í
Hjallakirkju í Kópavogi. Þorvaldur
Halldórsson, hinn vel þekkti tón-
listarmaður, mætir með hljóm-
borðið sitt og leikur undir létta og
skemmtilega lofgjörðartónlist.
Í vetur mun Þorvaldur heim-
sækja söfnuðinn einu sinni í mán-
uði og leiðalofgjörðarstundir af
þessu tagi. Eftir hádegi kl. 13 verð-
ur barnaguðsþjónusta í kirkjunni.
Hin fríska Tóta trúður kemur í
heimsókn og skemmtir börnunum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kaffisala Kristniboðs-
félags karla
KAFFISALA Kristniboðsfélags
karla verður í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58–60, sunnudaginn
12. október frá kl. 14–17.
Þetta er árleg fjáröflun félagsins
fyrir kristniboðs- og þróunarverk-
efnum Kristniboðssambandsins. Að
venju hella karlarnir upp á ljúf-
fengt kaffi og bjóða jafnframt með
því gómsætar kökur og holl-
ustubrauð. Hver getur staðist slík-
ar freistingar? Fjölmennum í kaffið
og hjálpum um leið bræðrum og
systrum í Afríku sem fengið hafa
minna en við af velsældarkökunni.
Morgunblaðið/ÓmarHafnarfjarðarkirkja
FRÉTTIR
GUÐMUNDUR Pálmason jarðeðl-
isfræðingur var kjörinn heið-
ursfélagi Jarðhitafélags Íslands á
aðalfundi félagsins í apríl sl. Ákveð-
ið var að afhenda honum heið-
ursfélagaskjalið við setningu Al-
þjóðajarðhitaráðstefnunnar í
Reykjavík 15. september sl. vegna
hins mikla framlags Guðmundar til
alþjóðlegs jarðhitasamstarfs í þrjá
áratugi.
Á ráðstefnunni voru rúmlega tvö
hundruð þátttakendur frá 32 lönd-
um. Hann er þriðji heiðursfélagi
Jarðhitafélags Íslands. Jón Jónsson
jarðfræðingur og Jóhannes Zoega
fv. hitaveitustjóri voru kjörnir heið-
ursfélagar 2001.
Heiðursfélagi
Jarðhitafélags
Íslands
Guðmundur Pálmason tekur við
heiðursfélagaskjalinu úr hendi
Ingvars Birgis Friðleifssonar, for-
manns Jarðhitafélags Íslands.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
BÓKIN um bakið er komin út hjá
Landlæknisembættinu í prentaðri
útgáfu. Sigurður Guðmundsson
landlæknir afhenti Guðmundi
Haukssyni, sparisjóðsstjóra
SPRON, fyrsta eintak bæklingsins í
aðalstöðvum sparisjóðsins við Ár-
múla. SPRON veitti Landlækn-
isembættinu styrk, að upphæð
500.000 kr., til að standa undir
kostnaði.
Landlæknisembættið hefur
mælst til þess að læknar, sjúkra-
þjálfarar og kírópraktorar afhendi
sjúklingum sínum Bókina um bakið
til að hjálpa þeim að ráða við bak-
verki strax á bráðastiginu. Hægt
verður að nálgast prentútgáfu
bæklingsins á heilsugæslustöðum
innan tíðar, en vefútgáfuna má
nálgast á vefsetri Landlæknisemb-
ættisins: www.landlaeknir.is.
SPRON
styrkir Bókina
um bakið