Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
fer út Kuroshio Maru.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag kemur Eldborg.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Morg-
ungangan er frá
Hraunseli kl. 10.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Farið verður
í Borgarhleikhúsið 18.
október að sjá Kvetch
kl. 20. Skráning ísíma
565 6622 og á skrifstofu
félagsstarfsins í Kirkju-
hvoli.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á þriðjudögum og
föstudögum kl. 10
„Gleðin gerir limina
létta“. Létt ganga og
útvisti o.fl. Umsj: Júlíus
Arnars., íþróttakenn-
ari. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag karla.
Kaffisala verður í
Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58–60
sunnudaginn 12. októ-
ber kl. 14–17.30. Allur
ágóðu af kaffisölunni
rennur til starfsins í
Konsó og Kenýa.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krumma-
kaffi kl. 9.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14 á
morgun sunnudag kl.
14. Allir velkomnir.
Kaffiveitingar.
ITC Harpa. Kynning-
arfundur verðu þriðju-
daginn 14. október, kl.
20 á 3. hæð í Borgartúni
22. Stef fundar er „Að
hika er sama og tapa“.
Gestir velkomnir.
Tölvupóstfang ITC
Hörpu er itc-
harpa@hotmail.com,
heimasíða http://
www.life.is/itcharpa.
Nánari upplýsingar
gefur Guðbjörg í síma
553 0831
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
TaiChi. Skráning
stendur yfir í námskeið
í kínverskri leikfimi í
Félagsstarfi aldraðra í
Garðabæ, sími 525 8590
og 820 8553.
GA-Samtök spilafíkla,
fundir spilafíkla, Höf-
uðborgarsvæðið:
Þriðjudagur kl 18.15 –
Seltjarnarneskirkja,
Valhúsahæð, Seltjarn-
arnes. Miðvikudagur kl.
18 – Digranesvegur 12,
Kópavogur. Fimmtu-
dagur kl. 20.30 – Síðu-
múla 3–5, Göngudeild
SÁÁ, Reykjavík. Föstu-
dagur kl. 20 – Víðistaða-
kirkja, Hafnarfjörður.
Laugard. kl.10.30 –
Kirkja Óháða safnaðar-
ins, v/ Háteigsveg,
Reykjavík. Austurland:
Fimmtudagur kl.17 –
Egilsstaðakirkja, Egils-
stöðum. Neyðarsími
GA er opinn allan sólar-
hringinn. Hjálp fyrir
spilafíkla. Neyðarsími:
698 3888.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa-samtökin. Átröskun
/ Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud. frá
kl. 14–17. Leið 10 og
110 genga að Kattholti.
Blóðbankabílinn. Ferð-
ir blóðbankabílsins: sjá
www.blodbankinn.is
Minningakort
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar ( K.H. ),
er hægt að fá í Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565-1630 og á
skrifstofu K.H., Suð-
urgötu 44,II. hæð, sími
á skrifstofu 544-5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Í dag er laugardagur 11. októ-
ber, 284. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Þá segir Jesús við
þær: Óttist ekki, farið og segið
bræðrum mínum að halda til
Galíleu. Þar munu þeir sjá mig.
(Matt. 28, 10.)
Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylk-
ingarinnar, skrifar
grein á vef flokksins um
deilu verkalýðshreyfing-
arinnar og Impregilo
vegna aðbúnaðar starfs-
manna við Kárahnjúka-
virkjun.
Það er hægt að verastoltur af verkalýðs-
hreyfingunni þessa dag-
ana,“ skrifar Össur.
„Grétar Þorsteinsson og
félagar hafa staðið sig
einmuna vel í slagnum
um grundvallarrétt
verkafólks við Kára-
hnjúka. Munurinn á
þeim og félagsmálaráð-
herra gæti ekki verið
meiri. Þeir standa í
lappirnar meðan Árni
kiknaði í hnjánum við
fyrstu raun.“
Össur segir að ASÍ
hafi hitt hina erlendu
verkamenn augliti til
auglitis. „Svona eiga
menn að vinna. Á meðan
svitnaði félagsmálaráð-
herrann við skrifborðið
og lét ekki í sér heyra.
Af hverju í ósköpunum
fór hann ekki og skoðaði
aðstæður á vinnusvæð-
inu við Kárahnjúka?“
Framsóknarmenn ogVinstri-Grænir eru
haldnir sömu meinlok-
unni, segir Össur. „For-
ystumenn beggja flokka
tala einsog þeir sem
studdu virkjunina hljóti
að styðja Impregiló líka
í ranglæti þeirra við
verkamenn á hálendinu.
Halldór Ásgrímsson féll
í þann fúla pytt á fundi
fyrir austan að taka
andköf yfir gagnrýni á
Impregíló og sagði efn-
islega að án þeirra væri
ekki víst að menn hefðu
virkjað. Steingrímur Joð
er jafn áttavilltur í mál-
inu. Hann talar einsog
menn geti ekki verið á
móti fautaskap Impreg-
íló nema þeir séu líka á
móti virkjun. Þetta er
mikill eintrjáningsháttur
Steingríms og Halldórs.
Vitanlega geta menn
stutt ákvörðun um virkj-
un, án þess að sam-
þykkja ofríkið sem verk-
takinn ítalski hefur beitt
starfsmenn sína. Þing-
menn Samfylking-
arinnar studdu lang-
flestir virkjun, en
enginn þeirra myndi
nokkru sinni verja frá-
leita framkomu Impreg-
iló.“
Þá skrifar formaðurSamfylkingarinnar:
„Það sem erlendu starfs-
mannaleigurnar komast
upp með við Kárahnjúka
mun óhjákvæmilega
ryðja sér til rúms annars
staðar. Sameiginleg lög-
mál samkeppni og arðs-
vonar munu sjá um það.
Þess vegna þarf að
stoppa þær í framferði
sínu. Hér er hins vegar
um tiltölulega nýjan
vanda að ræða. Jafn-
aðarmenn á alþjóðavísu
þurfa því að samræma
aðgerðir, og lagasetn-
ingar, til að stemma
stigu við ófögnuði eins-
og þeim sem við höfum
kynnst síðustu vikur.“
STAKSTEINAR
Verkalýðshreyfingin
og Impregilo
Víkverji skrifar...
VINKONA Víkverja ákvað á dög-unum að endurnýja tvenn skil-
ríki, ökuskírteini og vegabréf, á
sama tíma. Hún komst að því að
það er ekki góð hugmynd. Vega-
bréfið var að renna út og öku-
skírteinið var gallað þannig að hún
ákvað að drífa í að endurnýja þessi
skilríki hvor tveggja í einu.
Þegar hún kom með gamla öku-
skírteinið í afgreiðslu lögreglunnar
og sagðist þurfa nýtt þar sem nú-
verandi skírteini væri nær ónýtt og
myndin máð af því, var það um-
svifalaust tekið af henni. Hún fékk í
staðinn í hendurnar bráðbirgðaöku-
skírteini, sem er pappírssnifsi með
áletrun sem gefur til kynna að það
sé ígildi ökuskírteinis. Þegar þessi
vinkona Víkverja vildi fá að halda
skírteininu eftir þar til hún fengi
nýtt (ökuskírteinið var nota bene
ekki útrunnið, heldur gallað) var
henni neitað og sagt að pappírinn
dygði þar til nýtt skírteini hefði
verið gefið út.
x x x
NÆST var komið að því að fávegabréfið endurnýjað og hélt
vinkona Víkverja til Útlendinga-
stofnunar í þeim erindagjörðum.
Hún útskýrði erindi sitt og rétti
vegabréfið í afgreiðsluna þar sem
það var gatað med det samme og
henni tjáð að nýtt vegabréf yrði
tilbúið nokkrum dögum síðar. Þar
með stóð umrædd vinkona Víkverja
uppi skilríkjalaus. Allt vegna þess
að hún ákvað að slá tvær flugur í
einu höggi og drífa í að endurnýja
persónuskilríkin eins og lög kveða á
um. Þykir Víkverja í meira lagi
undarlegt að þjónustan sé ekki
betri hjá þessum stofnunum.
VÍKVERJI getur ekki látið hjálíða að nefna að þessi sama vin-
kona þurfti nokkru síðar að end-
urnýja debetkort hjá bankanum
sínum. Þar var allt annað uppi á
teningnum. Títtnefnd vinkona fékk
að halda gamla kortinu þar til það
nýja var tilbúið. Ekkert vesen.
x x x
FÁTT er Víkverja verr við en aðfá vonda þjónustu. Honum þyk-
ir sýnt að þær reglur sem lögreglan
og Útlendingastofnun fara eftir eru
ekki til þess fallnar að skapa
ánægju þeirra sem þurfa að leita til
þeirra. Með því að leyfa fólki ekki
að halda eftir gömlu skilríkjunum
þar til hin nýju eru tilbúin er ekki
verið að þjóna neinum. Í tilviki vin-
konu Víkverja stóð hún uppi án
skilríkja eftir heimsóknir til þess-
ara tveggja opinberu stofnana. Þar
sem debetkort eru ekki lögleg og
gild skilríki var í raun útilokað fyrir
hana að sanna hver hún var í þessa
rúmu viku sem það tók að fá ný
skilríki. Það eina sem hún hafði í
höndunum var pappírssnifsið frá
lögreglunni. Ekki merkilegur papp-
ír það en þó greinilega nógu merki-
legur til að gilda sem lögleg skil-
ríki.
Reglur sem lögreglan og Útlend-
ingastofnun fara eftir eru ekki til
þess fallnar að skapa ánægju þeirra
sem þurfa að leita til þeirra.
Brosandi
fólk
Í HELGARBLAÐI DV 4.
október sl. las ég
skemmtilega grein, sem
heitir, Brosandi fólk, fílar
og te.
Þessi grein vakti upp
hjá mér gamlar minning-
ar, en hún fjallar um Sri
Lanka (Ceylon).
1960 átti ég þess kost,
að kynnast þessari fallegu
eyju, landi og þjóð, í
fyrsta sinn. Undrun minni
á fegurð verður ekki lýst
hér í stórum dráttum.
Sömuleiðis kom ég til Ind-
lands, Pakistan, og Burma
í sömu ferð. Þó fannst mér
Ceylon heilla mig mest,
kannski vegna þess, að
þar áttum við lengsta við-
dvöl, eða 26 daga. Nátt-
úrufegurð eyjarinnar er
ólýsanleg. Vegna monsún-
rigninga, tafði það okkur
mjög, þar sem við lestuð-
um aðallega gúmmí, te og
krydd til Evrópu. Ég
hafði því nægan tíma til að
kynnast staðháttum og
fólkinu og miklum and-
stæðum hvað varðar ríki-
dæmi og fátækt, sem kom
mér svo sannarlega á
óvart.
Í grein DV er getið um
duglega stúlku sem getur
haft um 160 rúpíur á dag
við tínslu á 25 kg af tei.
Þessi daglaun hennar
samsvara 130 krónum ísl.
Skyldi henni endast aldur
til að eignast þak yfir höf-
uðið á þessum launum,
hvað þá glæsihöll, en nóg
er af þeim á þessum slóð-
um. Munurinn á miklu
ríkidæmi og sárustu fá-
tækt er svo skelfilegur að
vart er um það hugsandi.
Svona er það bara, um all-
an heim. Allt frá því, að ég
kynntist austurlenskum
kryddvörum hefur mér
fundist sú matreiðsla
standa fremst, ekki síst ef
eldað er af innfæddum.
Hver kannast ekki við hið
fræga Madras karrý, ekki
síst ef það er nógu sterkt,
og aðrar kryddvörur frá
þessum heimshluta, jafn-
vel frá Indonesíu.
Væri svo ekki tilvalið að
fá sér góðan bolla af Ceyl-
on-te þess í milli?
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Inniskór með
nuddtökkum
ER einhver sem getur
gefið mér upplýsingar um
hvar hægt sé að fá inniskó
með nuddtökkum? Þeir
sem gætu gefið upplýsing-
ar hafi samband við Frið-
rik í síma 893 2012.
Tapað/fundið
Svartur bakpoki
týndist
SVARTUR Adidas-bak-
poki týndist við Þingholts-
stræti í Reykjavík, föstu-
daginn 5. september
síðastliðinn. Í honum voru
gleraugu í svörtu Diesel-
hulstri. Þeir sem gætu
gefið upplýsingar hafi
samband við Ólaf Hauk
Johnson, sími 820-0662,
oli@h.is.
Gönguskór
týndist
GRÆNN og blár göngu-
skór hefur dottið af bíl á
höfuðborgarsvæðinu. Skil-
vís finnandi hafi samband
í síma 869 1843.
Plastveski
týndist
LÍTIÐ plastveski með
debet-, visakortum og
ökuskírteini týndist senni-
lega í Kópavogi við Skóla-
vörubúðina eða við Furu-
grund. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
554 1602 eða 847 1383.
Dýrahald
Persneskur
fress
MIG vantar að komast í
samband við einhvern sem
á persneskan kött (fress)
sem getur hjálpað læð-
unni minni við að eignast
kettlinga. Þeir sem gætu
liðsinnt mér hafi samband
í síma 566 7074 og
692 2048.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Götulíf í Hafnarfirði.
LÁRÉTT
1 vörugeymslan, 8 ljúk-
um við, 9 daufa ljósið,
10 flana, 11 fífl, 13 króks,
15 deilu, 18 póll, 21 kusk,
22 dáni, 23 viljugt,
24 fugl.
LÓÐRÉTT
2 ávöxtur, 3 náðhús,
4 sýnishorn, 5 syndajátn-
ing, 6 skjóta undan,
7 klettanef, 12 elska,
14 tré, 15 vers, 16 veið-
arfæri, 17 eyddur,
18 bjuggu til, 19 stétt,
20 stútur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 gáski, 4 gegna, 7 fátæk, 8 golan, 9 agn, 11 alin,
13 maur, 14 ýlfra, 15 snær, 17 trúr, 20 sný, 22 padda,
23 sötri, 24 iðrar, 25 niðja.
Lóðrétt: 1 gifta, 2 setti, 3 iðka, 4 gagn, 5 gilda, 6 annar,
10 gufan, 12 nýr, 13 mat, 15 seppi, 16 ældir, 18 rotið,
19 reisa, 20 saur, 21 ýsan.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16