Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 58
58 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 10.
B.i. 12.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
með ísl. tali.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
Ný vídd í
skemmtun fyrir
alla fjölskylduna.
Settu upp
3víddar
gleraugun og
taktu þátt í
ævintýrinu!
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11.
B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10.15.
Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að
lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd!
Frá framleiðanda
Fast & the Furious og xXx
Beint á
toppinn
í USA
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 powersýning B.i. 12 ára
Powe
rsýni
ng
kl. 1
0.30
.
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
Ný vídd í
skemmtun fyrir
alla fjölskylduna.
Settu upp
3víddar
gleraugun og
taktu þátt í
ævintýrinu!
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12 ára
Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli.
Mögnuð spennumynd!
Frá framleiðanda
Fast & the Furious og xXx
Löggur þurfa líka hjálp!
Beint á
toppinn
í USA
Kl. 8. B.i. 16 ára. Kl. 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 2.
Grensásvegi 7
Tilboð á bjór til miðnættis
Frítt inn laugardag til kl. 24.00
Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar
HIN glaðbeitta hljómsveit Ríó-tríó spilar í Þjórsárveri í kvöld þar sem fluttir
verða gamlir og góðir smellir í bland við nýtt efni. Meðal annars munu gestir
fá forsmekkinn af því sem verður á nýrri plötu sveitarinnar sem kemur út 20.
október, en sjö ár eru liðin frá því hún sendi frá sér nýtt efni. „Þetta verður
létt og skemmtilegt, bæði gamalt og nýtt,“ segir Ólafur Þórðarson Ríó-
maður.
Í kringum útgáf-
una hyggst hljóm-
sveitin spila víðs
vegar um landið en
Ólafur segir alltaf
jafn gaman að
halda tónleika.
Hljómsveitin gaf út
tvöfalda safnplötu í
fyrra og spilaði
heilmikið á tón-
leikum í tengslum
við þá útgáfu. „Það
kemur okkur alltaf
jafn mikið á óvart
hvað unga fólkið,
jafnvel um tvítugt
virðist skemmta
sér vel á böllum og kunna textana okkar. Við héldum að bara eldri borgarar
hefðu ánægju af okkur,“ segir hann glettnislega.
Þeir Ríó-menn hafa spilað saman á fullu síðan um miðjan sjöunda áratug-
inn og hvergi slegið af. Leikur blaðamanni forvitni á því hver munurinn er á
að spila þá og nú 40 árum seinna? „Við erum bara miklu betri núna, það er
eini munurinn,“ segir Ólafur og hlær.
„Erum bara
miklu betri“
Morgunblaðið/Kristinn
Ríó-tríó í fullu fjöri ásamt hjálparkokkum.
Ríó-tríó á Tónahátíð í Þjórsárveri í kvöld
ÁHRIF stríðs á líf kvenna er viðfangs-
efni heimildarmyndarinnar, Konur:
hin gleymda ásjóna stríðs eða
Women: The Forgotten Face of War
eftir Grétu Ólafsdóttur og Susan
Muska en hún var frumsýnd í Há-
skólabíói í gær. Verður hún sýnd í
kvöld kl. 20 og síðan kl. 18 næstu daga
fram til 16. október. Myndin segir
sögu fimm kvenna sem upplifðu stríð-
ið á Balkanskaga og hefur hún hlotið
mikið lof gagnrýnenda þar sem hún
hefur verið sýnd erlendis.
Gréta og Susan fylgdu konunum
eftir í þrjú ár, frá 1999 til haustsins
2001 og fylgdust með því hvernig líf
þeirra breyttist á tímabilinu. „Al-
gengt er að fólk haldi að þegar stríð-
inu sé lokið þá sé allt í lagi, en það er
langt því frá, því þá fyrst þurfa kon-
urnar að berjast,“ sagði Gréta er
Morgunblaðið ræddi við hana stuttu
fyrir frumsýningu.
Gréta og Susan búa báðar og
starfa í New York en mynd þeirra
The Brandon-Teena Story frá árinu
1998 vakti mikla athygli og hlaut
margar viðurkenningar.
Ólíkur bakgrunnur
Þótt myndin eigi sér stað í Kosovo
segir hún í raun sögu kvenna um all-
an heim sem gengið hafa í gegnum
stríð, en reynsla þeirra er oft mjög
svipuð, að sögn Grétu.
Konurnar fimm hafa ólíkan bak-
grunn og eru á mismunandi aldri,
bæði ungar stúlkur og eldri konur.
Meðal annars segir frá hinni 72
ára gömlu Ködu sem misst hefur níu
fjölskyldumeðlimi í fjöldaaftökum
og Aferditu, konu er sem var nauðg-
að af hópi manna í stríðinu. Einnig
fá áhorfendur að kynnast tveimur
17 ára stúlkum sem flýðu einar til
Albaníu eftir að hafa verið reknar
frá heimili sínu.
Sýnd í háskólum
Í Bandaríkjunum hefur myndin
mikið verið sýnd í háskólum og hafa
þær Gréta og Susan gjarnan fylgt
sýningunum eftir með fyrirlestrum
um málefnið. Gréta segir að þær
hafi viljað nota myndina á þann hátt.
„Við beinum sjónum okkar að órétt-
læti rétt eins og við gerðum í Brand-
on-Teena Story þótt aðstæður við
gerð hennar hafi verið ólíkar. Að
mínu mati fá sögur kvenna, sér-
staklega um erfið málefni líka allt of
litla athygli og við viljum leggja okk-
ar af mörkum til að bæta úr því.“
En hvers konar myndum megum
við búast við næst frá ykkur? „Í
augnablikinu erum við að vinna að
heimildarmynd um mótmæli fólks
gegn stríðsrekstri. Þar förum við
allt frá Víetnam til Íraksstríðsins ár-
ið 2003. Svo erum við með fleiri
verkefni í bígerð sem má enn ekki
tala um,“ segir Gréta leyndardóms-
full að lokum.
„Beinum
sjónum
okkar að
óréttlæti“
Ema (t.v.) er ein stúlknanna sem
rætt er við í myndinni en hún lærði
sjúkraþjálfun áður en hún var rekin
frá heimili sínu í stríðinu.
bryndis@mbl.is
!" #
$%&
'
(') & !
*+
*%& , $ ,
'
)
* ) - .&
Morgunblaðið/Ásdís
Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska kvikmyndagerðarmenn segja sögu fimm
kvenna í Kosovo eftir stríðið á Balkanskaga.
Heimildarmynd um konur og Kosovostríðið sýnd í Háskólabíói