Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 6

Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg myndabók fyrir yngstu börnin. Hundadraumar edda.is Fann ég á fjalli fallega steina faldi þá alla, vildi þeim leyna. Huldi þar í hellisskúta heillasteina alla mína unaðslegu óskasteina. Þ annig syngja krakkarnir af innlifun í upphafi vinnudags í leik- skólanum. Það skyldi enginn gera lítið úr þeirri vinnu sem felst í leikskóladvöl. Blaðamaður man vel hve erfitt var að vera lítill og hafa litla stjórn á eigin aðstæðum. Tilheyra krakkahópi sem er að læra saman inn á lífið og skilur því ekki alveg ábyrgðina sem í því felst að vera manneskja. Þetta er ekki auðveld- ari vinnudagur en hjá fullorðnum. Þegar söngnum lýkur verða nokkrar eldri stelpur eftir í salnum; þær eru að minnsta kosti þriggja ára. – Þetta er kvennaríki, segir fóstra brosandi. Það eru orð að sönnu. Stelpa situr alsæl í fatahrúgu á gólfinu og er með hvítt slör yfir höfðinu. Bíður eftir prinsinum. Undan slæðu á miðju gólfinu heyrist kallað: – Hver ætlar að vera draugurinn? – Hvað gerir draugurinn? spyr blaðamaður. – Hræðir börnin, heyrist undan slæðunni. Nokkrar stelpur hafa klifrað upp í rimlana og ein kallar skelfdum rómi: – Ég þori ekki að fara niður! Lítil „peggja“ ára stúlka horfir á eldri stelpurnar með virðingu og segir: – Krakkarnir eru að klifra eins og Kalli litli kónguló. Svo lítur hún á blaðamanninn, sem er að pára hugrenningar sínar, og segir: – Ertu að skrifa á blaðinu…? Frábært! Ertu svona duglegur? Váááá…! Auðvitað kann hún ekki að lesa, en hún rýnir samt í orðin og segir: – Þarna stendur Ólöf Kristrún. Þarna stendur Ásta Sóley. Þarna stend- ur afi Össi. Á deildinni fyrir eldri börnin eru þrjár stelpur búnar að klæða sig í hvíta „prinsessukjóla“. Ljóshærð stúlka stendur fyrir framan spegilinn og skoðar prinsessuna sem hún er. – Ég er búin að fella taglið, segir hún tígulega. Strákarnir mjaka sér gegnum stúlknahópinn. Þeir hafa um annað að hugsa. Sá fyrsti sýnir blaðamanni þyrlu, annar bíl og sá þriðji líka. – Þetta er minn bíll, segir hann ábúðarfullur. Ég ætla að geyma hann uppi á hillu handa mömmu minni. Stelpurnar í prinsessukjólunum eru byrjaðar að dansa. Stúlkan sem fer fyrir þeim er skelegg og kann ýmislegt fyrir sér. Hún er eins og hljómsveitarstjóri með Sinfóníuna: – Ég stjórna leiknum af því ég er í miðjunni. Allar að halda í tásurnar… Allar að grúfa höfuðið… Allar að fara upp í sófa… Og hinar hlýða samviskusamlega. Skyndilega bætist strákur í hópinn. Hann er líka kominn í hvítan kjól. Stelpurnar eru fyrst svolítið undrandi og ein hvíslar: – Hann er eins og stelpa. En svo heldur dansinn áfram eins og ekkert hafi í skorist. Strákurinn hlær og skemmtir sér allra best. Næst þegar krakkarnir setjast, þá situr önnur stelpa í miðjunni: – Nú stjórna ég, segir hún, en hljómsveitarstjórinn heldur nú síður. – Nei, ég er í miðjunni. Af því ég er stjarna, segir hún og sest í miðjuna. Svo heldur dansinn áfram, krakkarnir detta hver um annan, án þess að kippa sér nokkuð upp við það. Nema þegar strákurinn dettur eftir að hafa flækst í kjólfaldinum. Þá brotnar bíllinn, sem hann heldur á. Hann horfir á bílinn í tveim pörtum á gólfinu og fer að hágráta. Litla „peggja“ ára stúlkan fylgist með tilstandinu og segir: – Ég er með kjól heima hjá mér… Ég get ekki dansað. Ég er svo lítill. Á leiðinni á yngstu deildina mætir blaðamaður tveim strákum sem haldast í hendur og snúa sér í hringi. Fóstran stöðvar þá, því þeir eru komnir ískyggilega nálægt hillunni í herberginu. Annar er með risastóran plástur á enninu. – Hann fékk gat á hausinn, segir vinur hans. Við vorum í Formúlu… Ég var Schumacher og hann Montoya. – Eru kynin svolítið ólík? spyr blaðamaður fóstru, sem kímir bara og segir: – Soldið. Á sófanum situr strákur með lítinn leikfangakarl. – Hann er dáinn, segir hann alvörugefinn. Hjá yngstu börnunum gengur mikið á. Það rennur vatn í baðkar á miðju gólfinu. Þau standa í gættinni og hlæja óstjórnlega. Þetta finnst þeim fyndið. Og hrópa: – Sulla! Fötin eru samanbrotin á stólunum og þau leika sér með dótið í baðinu. Stelpa fyllir ílát af vatni og hellir úr því yfir höfuðið á stráknum við hliðina á sér. En gætir þess á sama tíma að enginn bleyti hana sjálfa með því að halda hinni hendinni yfir hárinu á sér. Eftir baðið mikla fara börnin að kubba. „Ég er í vinnunni,“ segir sú „peggja“ ára. Blaðamaður þarf líka að fara í vinnuna. Hann þarf að fara að kubba orðum. Og gengur úr ævintýri prinsa, prinsessa og kastala. Gott eiga þeir sem eiga óskastein. Morgunblaðið/Ásdís Stelpurnar á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði virðast eitthvað þungt hugsi… en eru þó vel klæddar, enda kominn vetur… Fallegir óskasteinar SKISSA Pétur Blöndal fór í leikskóla. ÍSLENSKAR konur hafa oftrú á að þreifing brjósta sé nægileg til að finna hvort þar leynist krabbamein og fara því síður í hópleit hjá Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins. Þetta segir Baldur F. Sigfússon, yfirlækn- ir hjá Krabbameinsfélaginu. „Staðreyndin er sú að rúmur helmingur af krabbameini sem við finnum í hópleitinni er ekki áþreif- anlegur. Í þessum helmingi er meiri- hluti minnstu meinanna þar á meðal forstig krabbameins sem eru um 20% alls sem finnst.“ Liðlega 60% íslenskra kvenna sem fá boð um röntgenskoðun á brjóstum nýta sér hana. Þetta hlutfall er yfir 80% í Svíþjóð og í Finnlandi. Baldur segir að mætingin sé yf- irleitt mjög góð hjá konum úti á landi. „Það sem er okkar Akílesar- hæll eru stóru þéttbýlin; höfuðborg- arsvæðið, Reykjanes og Akureyri. Reykvískar konur eru til dæmis með aðeins 58% mætingu,“ segir Baldur og bætir við: „Þær mæta margar mjög óreglulega, kannski á 3–5 ára fresti eða jafnvel sjaldnar.“ Í Svíþjóð og Finnlandi er konum úthlutað mætingartíma í fyrsta bréfi. Baldur bendir á að það sé nokkuð dýr leið, að taka frá tíma ef þær mæti ekki. Hér panti konur því tímann sjálfar þegar þær fá bréf. Misskilningur varðandi ættgengi Árum saman hafi mikið verið talað um ættgengi brjóstakrabbameins, því telji konur sig öruggar hafi það ekki greinst í nánum ættingja. „Um 85% kvenna sem fá krabbamein eiga hins vegar ekki slíka ættingja. Þarna er því mikill misskilningur á ferð.“ Hræðsla gagnvart pressunni sem notuð sé við leitina hafi hugsanlega fælt konur frá. Í dag séu þessi tæki miklu betri en áður tíðkaðist, há- marksþrýstingur sé minni og tekið sé tillit til þess ef konan er mjög aum í brjóstum. Geislunarhræðsla sumra kvenna fæli einnig frá. „Þeir skammtar sem við notum eru hins vegar langt undir því sem við vitum að getur valdið krabbameini í brjóst- um,“ segir Baldur. „Tugmilljónir kvenna fara í hópleitarrannsóknir á ári hverju í 25 löndum í heiminum. Heilbrigðisyfirvöld myndu aldrei leyfa það ef það væri teljandi geisl- unarhætta.“ Það sem eykur á hræðslu kvenna við hópleit séu hugsanlega einnig fréttir um erlendar rannsóknir, þar sem haldið er fram gagnsleysi eða jafnvel skaðsemi brjóstamyndatöku, sem eigi sér engar stoðir eða séu byggðar á misskilningi og þekking- arleysi. „Þær geta valdið miklum skaða, því erfitt er að leiðrétta þær,“ segir Baldur. „Hlutfallsleg lækkun á dánartíðni kvenna vegna sjúkdóms- ins er þvert á móti betur sönnuð en margt annað í læknisfræði og sýnir gagnsemi hópleita,“ segir Baldur að lokum og hvetur konur, sem hafa lát- ið hjá líða að fara í skoðun að panta tíma. Yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir að íslenskar konur mættu vera duglegri að fara í krabbameinsskoðun Brjóstakrabbi er ekki alltaf áþreifanlegur SUN Jiazheng, menningar- málaráðherra Kína, flaug í gær- morgun til Lundúna en hann var í opinberri heimsókn hér á landi í boði Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra frá því á miðvikudag. Kínverki ráðherrann kynnti sér ýmsar stofnanir í heimsókn sinni, naut menningarviðburða og heim- sótti ferðamannastaði, auk þess sem hann átti viðræður við íslenska menntamálaráðherrann. Hann heimsótti meðal annars Þjóðmenn- ingarhúsið, Listasafn Íslands og Reykjavíkur, Alþingi, Árbæjarsafn og Húsið á Eyrarbakka, fór á Þing- velli og á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sun Jiazheng og Tómas Ingi Olrich ræða saman í heimsókninni. Opinberri heimsókn lokið SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Landlæknisembættisins voru 926 fóstureyðingar framkvæmdar hér- lendis í fyrra en 984 árið 2001 og er um tæplega 6% fækkun að ræða. Upplýsingar um þessi mál er að finna á vef landlæknisemb- ættisins. Landlæknir segir að síðustu ár hafi fóstureyðingum oftar en ekki fjölgað um 4 til 5% milli ára ef undan sé skilin fækkun um rúm- lega 2% milli áranna 1997 og 1998. Fjöldi fóstureyðinga miðað við 1.000 lifandi fædda var mestur ár- ið 2001 en þeim fækkaði aftur árið 2002. Notkun neyðargetnaðarvarna hefur aukist talsvert Einnig kemur fram á heimasíðu embættisins að notkun neyðar- getnaðarvarna í formi hormóna- taflna hafi vaxið talsvert undanfar- in ár samkvæmt sölutölum frá lyfjaheildsölum. Talsverð umræða hafi verið um neyðargetnaðarvarnir á síðustu misserum og gaf Landlæknisemb- ættið t.d. út klínískar leiðbeiningar um neyðargetnaðarvarnir snemma árs 2001. Þá hefur heilsugæslan lagt sig fram um að koma til móts við þarfir unglinga og hafa nokkr- ar heilsugæslustöðvar sett upp sérstakar unglingamóttökur. Ófrjósemisaðgerðir álíka margar og árið áður Samkvæmt bráðabirgðatölum Landlæknisembættisins voru framkvæmdar 663 ófrjósemisað- gerðir árið 2002 eða álíka margar og árið 2001. Árið 2000 voru hins vegar framkvæmdar talsvert fleiri aðgerðir eða 765. Fram kemur á heimasíðu land- læknis að sú meginbreyting hafi orðið á síðustu árum að mikil fjölg- un hefur orðið á ófrjósemisagerð- um meðal karla en á sama tíma hefur orðið dálítil fækkun meðal kvenna. Fóstur- eyðingum fækkaði um 6% Nýjar tölur landlæknisembættis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.