Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN um skólagjöld er langtfrá því ný af nálinni innan HáskólaÍslands. Ég get nefnt að svipaðarhugmyndir og núna hafa komiðfram um skólagjöld í meist- aranámi í viðskipta- og hagfræðideild sem voru til umræðu á fundum háskólaráðs 1995– 1996,“ segir Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. Páll ræddi hugmyndir um skólagjöld við HÍ á há- skólahátíð í gær. „Hingað til hefur meginreglan á Norð- urlöndunum og víðar í Evrópu verið að há- skólanám sé greitt úr opinberum sjóðum án beinnar kostnaðarþátttöku nemenda. Rökin fyrir þeirri reglu voru að samfélagið hefði aug- ljósa hagsmuni af fjölgun háskólamenntaðs fólks. Ríkið taldi háskólamenntun meginfor- senduna fyrir góðri uppbyggingu sinni og vel- ferð. Hagsmunir ríkisins höfðu því ákveðinn forgang umfram hagsmuni einstaklingsins. Gríðarleg fjölgun háskólanema með tilheyr- andi kostnaði hefur valdið því að aftur er farið að ræða kostnaðarhliðina. Hvort skynsamlegt sé að allur kostnaður sé greiddur af hinu op- inbera eða einhver hluti kostnaðarins komi beint í hlut nemendanna sjálfra. Páll segir að Ágúst Einarsson, forseti við- skipta- og hagfræðideildar, hefði óskað eftir því við stjórnvöld að fá heimild til að taka upp skólagjöld í meistaranáminu við deildina. „Við ákváðum í framhaldi af því að taka umræðuna um skólagjöld upp innan háskólans ekki alls fyrir löngu. Að því tilefni er athyglisvert að rifja upp rökin fyrir því að óskað var eftir heimild til skólagjalda í meistaranámi við deildina á sínum tíma. Fyrir utan fjárþörfina var bent á að þriggja ára grunnnám til BA- eða BS-prófs væri orðið eins og stúdentspróf áður. Ekki væri því óeðlilegt að hið opinbera greiddi alfarið fyrir grunnnámið. Öðruvísi horfði við um meistara- og doktorsnám.“ – Hversu háa upphæð er verið að tala um? „Hugmyndin gengur út að innheimta 100.000 til 150.000 kr. á hvern nemenda á miss- eri.“ – Myndi Lánasjóður íslenskra námsmanna lána nemendum fyrir þessum skólagjöldum? „Lánasjóðurinn hefur lánað nemendum í einkareknu skólunum fyrir skólagjöldum með niðurgreiddum vöxtum. Væntanlega myndi sama regla gilda um skólagjöld í HÍ.“ – Hver eru helstu rökin með og á móti skóla- gjöldum önnur en þú hefur talið upp? „Annars vegar eru hin efnahagslegu og póli- tísku rök eins og ég ræddi um áðan. Hvert og eitt okkar verður að velta því fyrir sér hvort ríkið eigi að greiða þennan kostnað að öllu leyti eða með aukinni hlutdeild nemendanna. Við megum nefnilega ekki gleyma því að núna bera háskólanemar óbeinan kostnað af námi sínu í gegnum skatta. Nemendur eru launa- lausir á meðan á náminu stendur og áfram mætti telja. Minna hefur farið fyrir umræðunni um hugsanleg áhrif upptöku skólagjalda á innra starf skólans. Sumir hafa haldið því fram að upptaka skólagjalda myndi valda því að nem- endur yrðu virkari í náminu og gerðu meiri kröfur til skólans, t.d. varðandi betri aðstöðu og kennslu. Með því móti væri stuðlað að því að nemendur litu svo á að þeir sem viðskiptavinir væru að kaupa ákveðna þjónustu af skólanum. Aðrir hafa litið svo á að nemendur væru ekki í háskóla til að kaupa sér þjónustu. Kennsla væri ekki í eðli sínu þjónusta af sama tagi og veitt væri af almennum fyrirtækjum úti í bæ. Kennslan krefðist virkrar þátttöku nemenda í náminu. Námið og kennslan væru samstarfs- verkefni kennara og nemenda. Ef allt er með felldu er nemandi í háskóla nær því að vera starfsfélagi kennarans fremur en viðskiptavinur. Sú staðhæfing á alveg sér- staklega við í meistara- og doktorsnámi. Kenn- ari og nemandi vinna hlið við hlið í náinni sam- vinnu og kennarinn eða fræðimaðurinn er oft háður því að vinna með góðum nemendum að fræðastarfinu. Góðum nemendum fylgir oft bæði mikil örvun og hvatning á efri stigum há- skólanámsins.“ – Ertu með þessu að segja að skólagjöld skili ekkert endilega betur menntuðum nemendum út í samfélagið? „Ég er ekki viss um að svo sé. Annars er spurningin alls ekki einföld. Sumir nemendur fara hugsanlega í háskóla til að fjárfesta í sinni eigin kunnáttu eða færni. Ef meginmarkmið nemenda er aðeins að öðlast færni til að gegna ákveðnu starfi getur krafan um meiri þjónustu verið fullkomlega skiljanleg. Aðrir fara í háskólanám til að öðlast meiri al- hliða þroska án þess að vita fyrirfram hvort þeir séu þar með að tryggja sér hærri laun í framtíðinni. Þessir nemendur horfa því á nám- ið svolítið öðrum augum en hinir. Sumir hafa horft til Bandaríkjanna í skóla- gjaldaumræðunni. Ég tel slíkt varhugavert. Bandarísk menning er svo ólík evrópskri menningu. Þar stóðu ákveðnir þjóðfélagshópar að uppbyggingu háskólanna og voru tilbúnir til að greiða beint fyrir námið. Í Evrópu urðu há- skólarnir til sem ein af undirstöðustofnunum þjóðríkisins og þessi forsenda er enn í fullu gildi.“ – Hvert er viðhorf stúdenta til skólagjalda? „Þeir hafi verið eindregnir andstæðingar þess að tekin séu upp skólagjöld.“ – Telur þú að skólagjöld hefðu áhrif á jafn- ræði til náms? „Svarið fer allt eftir því hvað ríkið gerir til að koma til móts við nemendur, t.d. með lánum fyrir skólagjöldum. Ég veit reyndar að í Bandaríkjunum hafa háskólanemar iðulega áhyggjur af því hvað þeir hafa safnað miklum skuldum vegna framhaldsnáms síns.“ – Hefði upptaka skólagjalda við HÍ ekki áhrif á samkeppnisstöðu háskólans gagnvart háskólum á hinum Norðurlöndunum og víðast í Evrópu? „Það kann að vera. Háskóli Íslands er auð- vitað í mikilli samkeppni við háskólana í ná- grannalöndunum. Nú er ekki lengur nánast sjálfgefið að góður íslenskur nemandi fari í HÍ. Hann getur allt eins valið að fara í einhvern annan evrópskan háskóla. Ef skólagjöld verða tekin upp við HÍ yrði að bregðast við þessu með því að hygla sérstaklega góðum nem- endum, t.d. með niðurfellingu skólagjalda. Há- skólinn yrði áfram að hafa möguleika á að laða til sín bestu nemendurna. Annars konar vandi gæti svo komið upp í tengslum við skiptinemendurna okkar frá ná- grannalöndunum. Hingað til höfum við tekið við þeim án sérstakrar gjaldtöku og sent okkar nemendur utan á sömu forsendum. Ef skóla- gjöld yrðu tekin upp við HÍ en væru ekki í skólum þessara nemenda þyrfti að leysa þann vanda sérstaklega.“ – Þyrfti að vera samræmi á milli deilda inn- an háskólans eða hefur viðskipta- og hag- fræðideild sérstöðu ? „Ég er þeirrar skoðunar að ef ríkið veitir Háskóla Íslands heimild til innheimtu skóla- gjalda eigi heimildin að vera opin og gilda jafnt í grunnnámi sem í meistara- og doktorsnámi. Jafnrík ástæða getur verið fyrir því að inn- heimta skólagjöld í ákveðnum greinum í grunnnámi og í meistaranámi. Hins vegar er alveg skýrt í mínum huga að háskólinn yrði væntanlega að einhverju leyti að taka ákvörðun um nýtingu heimildarinnar í samvinnu við ríkið. Almennt er mjög mik- ilvægt að stöðugt fari fram umræður á milli há- skólans og ríkisvaldsins um starfsemi skólans. Hlutverk HÍ er að þjóna ríkinu og samfélaginu í heild. Nú hafa verkefnin aukist eins og sést best á því að nemendum hefur fjölgað um 45% á síðustu sex árum og eðlilegt að brugðist sé við því með því að renna fleiri fjárhagslegum stoðum undir starfsemina.“ – Þarf ekki að setja umræðuna um skóla- gjöld í HÍ á dagskrá stjórnmálamanna? „Við höfum verið að ræða skólagjöld innan háskólans og allir geta fylgst með þeirri um- ræðu, t.d. með því að kynna sér fundargerð síðasta háskólafundar á heimasíðu Háskólans. Hins vegar má aldrei líta svo á að umræðan um hugsanlega upptöku skólagjalda við HÍ sé einkamál skólans. Skólagjöld eru fyrst og síð- ast málefni þjóðfélagsins. Þar af leiðandi eru það stjórnmálamennirnir og alþingi sem að endingu verður að taka þessa ákvörðun.“ – Hvað gerist ef fram heldur sem horfir að einkareknu skólarnir fái sömu nemendafram- lög og HÍ og innheimta því til viðbótar áfram skólagjöld fyrir grunn- og framhaldsnámið? „Dæmið gengur náttúrulega ekki upp. Það segir sig sjálft. Leikreglurnar eru einfaldlega ekki réttlátar.“ – Eruð þið farin að finna fyrir þessum mun? „Við vitum að einhverjum kennurum í há- skólanum hafa verið boðin hærri laun í einka- reknum skólum á háskólastigi og einhverjir hafa flutt sig yfir til þeirra.“ – Er lausn að lækka nemendaframlag til hinna háskólanna? „Sú leið hefur verið farin á hinum Norð- urlöndunum og er því auðvitað alveg hugs- anleg.“ – Hafa ríkisháskólarnir eitthvað verið að stilla saman strengi sína til að létta róðurinn? „Skilaboðin sem allir skólarnir eru að fá í fjárlagafrumvarpinu eru alveg skýr: Nýtið fjármunina betur! Lykilhugtökin eru í raun samkeppni, samstarf og verkaskipting. HÍ hef- ur sífellt verið að auka samstarfið og alveg sér- staklega við hina ríkisháskólana, þ.e. Háskól- ann á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands og Tækniháskóla Íslands. Við höfum verið að gera samninga um kennaraskipti og samnýt- ingu á ýmsum sviðum. Núna erum við t.d. að hugsa um sameiginlegar prófgráður. Sam- starfið hefur því verið náið og verður eflaust enn nánara í framtíðinni – öllum þessum skól- um til hagsbóta.“ Alþingis að taka ákvörðun Morgunblaðið/Sverrir Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, ræddi um hugmyndir um skólagjöld við HÍ á háskólahátíð í gær. Fjölgun nemenda við Háskóla Ís- lands með tilheyrandi kostnaðar- aukningu hefur valdið því að enn hafa risið upp umræður um skólagjöld innan Háskóla Íslands. Anna G. Ólafsdóttir ræddi við Pál Skúlason, rektor HÍ, um kosti og galla hugmyndarinnar. ’ Ég er þeirrar skoðunar að ef ríkið veitir HáskólaÍslands heimild til innheimtu skólagjalda eigi heim- ildin að vera opin og gilda jafnt í grunnnámi sem í meistara- og doktorsnámi. Jafnrík ástæða getur ver- ið fyrir því að innheimta skólagjöld í ákveðnum greinum í grunnnámi og í meistaranámi. ‘ Umræður um hugsanleg skólagjöld innan Háskóla Íslands ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.