Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 15
við getað bent honum á margar leiðir út úr vandræðunum með til- skipun Evrópusambandsins og þær fjölmörgu leiðir sem hann getur farið til að vernda íslenska náttúru. Af hverju reyndi landbúnaðarráð- herra að blekkja veiðiréttareigend- ur og reka erindi eldismanna? Í löndum eins og í Svíþjóð er það lög- formleg skylda fiskeldisfyrirtækja að kaupa sér ábyrgðartryggingar. Þetta er beinlínis gert þar sem mörg ár líða þar til heildaráhrif á náttúruna koma í ljós. Nei, land- búnaðarráðherra, af kunnáttuleysi sínu í þessum málum, neitar að láta fara fram fullkomna rannsókn á stöðu mála hjá sökudólgunum fyrir austan. Hvað er hann að verja?“ Fordæmin fyrir hendi Orri segir að sig renni í grun að skaðinn sem þegar hefur orðið sam- fara laxeldi hér á landi sé meiri en fram hefur komið. Hann bendir á að á hverju ári sleppi þúsundir tonna af eldislaxi úr kvíum alls staðar í heiminum. Hann óttast að slysið í Norðfirði á dögunum, þegar á þriðja þúsund eldislaxa sluppu úr geymslukví, sé þannig aðeins topp- urinn á ísjakanum. Orri vitnar til rannsókna ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa víxlverkandi sam- skipti villtra laxa við eldislaxa sem orðið hafi til við blöndun af völdum slysa eða tilviljana. Þær sýni að lax- ar af eldisuppruna séu síður hæfir til að lifa af í náttúrunni. Hrygnur af eldisuppruna geri færri riðholur eða hreiður, hrygningartími þeirra sé styttri, þær loki riðholunum verr og tæmi sig síður af hrognum en villtar hrygnur. Ennfremur gangi eldislaxar seinna í árnar en villtir vegna reynsluleysis í uppvexti og hafi verri æxlunarhæfileika og meiri óvissa ríki um lífslíkur af- kvæmanna. Og Orri segir að for- dæmin séu fyrir hendi og bendir á að eldislaxar hafi í upphafi 10. ára- tugarins haft veruleg áhrif á lax- veiði í Laxá í Kjós og áin hafi aðeins á allra seinustu árum verið að ná sér á strik eftir það. Þarna hafi ver- ið um innlendan eldislax að ræða og hætt í tíma. Erlendur eldislax hefði valdið miklum mun varanlegra tjóni. „Landbúnaðarráðherra hefur gumað af því að hafa sett bann- svæði á nokkrum svæðum á land- inu. Hann lætur þess ógetið að þetta bannsvæði nær ekki til eld- iskvía með ófrjóa laxa, þar með talið norskra laxa, sem mega þá vera í aðeins fimm kílómetra fjarlæð frá árósum. Það tekur laxinn hins veg- ar aðeins nokkrar mínútur að synda þessa fimm kílómetra upp í árnar. Það er ekki trúverðugt þegar land- búnaðarráðherra býr til hagsmuni eftir á. Bráðabirgðalögin voru sett einvörðungu til að þjóna útflutningi á fáeinum hrognum til Skotlands. Á þeim forsendum voru samráðherr- ar hans blekktir til að styðja tillög- una um bráðabirgðalögin eins og stendur skrifað í aðfararorðum lag- anna. Það virðast allir Íslendingar nema landbúnaðarráðherra og lax- eldismenn vera sammála um að vernda villta laxastofna á Íslandi, ekki bara á grundvelli sjúkdóma heldur líka til að koma í veg fyrir erfðamengun. Það er ekki heiðar- legt að blanda í þessa umræðu teg- undum eins og bleikju og þorski sem eru hluti af náttúrunni við Ís- land. Hjá þeim aðilum virðist fag- lega vera staðið að verki og allur undirbúningur vandaður.“ Opnar leiðir fyrir fleiri tegundir Orri segir að þótt tillögur land- búnaðarráðherra beinist nú fyrst og fremst að laxi sé hætt við að þær skapi margfalt meiri vanda því þær opni leiðir fyrir miklu fleiri fram- andi tegundir sem geta auðveldlega haft grafalvarleg áhrif á náttúru landsins. „Árið 2000 benti ég land- búnaðarráðherra á að fátt væri skelfilegra en fyrirhyggjulaus framtakssemi. Þetta hefur nú geng- ið eftir og eldislaxar hans eru þessa dagana að eyðileggja hreiður villtra laxa í Selá og Hofsá. Auðvitað á að fara fram opinber rannsókn á stöðu þessara mála. Hagsmunaaðilar munu gera ríkið meðábyrgt fiskeld- isfyrirtækjunum. Og auðvitað ber ráðherra að láta af ofbeldi sínu gagnvart íslenskri náttúru. Öðrum ráðherrum og þingmönnum ber að taka af skarið og gera ráðstafanir til að tekjumöguleikum bænda og sjálfbærri nýtingu verði ekki stefnt í óþarfa voða,“ segir Orri Vigfús- son. Og Orri er síður en svo einn um þessar skoðanir. Í áðurnefndri grein í National Geographic er tek- ið undir öll helstu sjónarmið þeirra sem vernda vilja villta laxastofna í Norður-Atlantshafi. Á það er bent að þrátt fyrir nærri þriggja áratuga baráttu gegn netaveiðum á laxi eigi laxastofnar enn langt í land með að ná sínum fyrri styrk. Skaðinn sé enn sem komið er mestur í syðstu hlutum hafsvæðisins, laxinn eigi enn griðland í ómenguðum ám norðurhjarans, s.s. í Quebec, Labrador, Íslandi, Norður-Noregi og á Kólaskaga. Ógn fiskeldisins vaki hins vegar stöðugt yfir. hema@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 15 SÝNINGIN LIFANDI LANDAKORT VERÐUR OPNUÐ Í TJARNARSAL RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR SUNNUDAGINN 26. OKTÓBER KL. 14 Kl. 14:30 Landupplýsingar og landakort frá ólíkum og ólíklegum sjónarhornum: Einar Garibaldi – Himininn yfir Reykjavík Stefán Pálsson – Kort sem söguna skapa og skemma Guðmundur Steingrímsson – Garðurinn sem ég vissi ekki um Ólafur Stefánsson – Skokkað á vefsjánni Sigurður Grétar Guðmundsson – Það er líf undir malbikinu • Starfsmenn frá Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur, Símanum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunni í Reykjavík, Neyðarlínu, Reykjavíkurhöfn og Strætó verða á staðnum og sýna hvernig landupplýsingar nýtast í þeirra starfi. • Yfir 20 fermetra loftmynd af borginni sýnir notkunarmöguleika Landupplýsingakerfis Reykjavíkur. • Borgarvefsjáin og fleiri spennandi kerfi kynnt - öll borgin í tölvunni þinni! • Alvöru slökkviliðsbíll, stjórnborð neyðarvarða, prentari sem prentar í þrívídd, blöðrur og fleira skemmtilegt. • Ráðstefna um LUKR mánudaginn 27. október kl 9-16. Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur. Allar upplýsingar um sýninguna Lifandi landakort og viðburði tengda henni má finna á www.reykjavik.is ze to r 15 ára afmæli lukr 26. – 28. október sýning, ráðstefna, borgin í bítið, barnafundur ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.