Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
ÝNING Ólafs Elíassonar
myndlistarmanns í túrbínusal
Tate Modern í London hefur
vakið óskipta athygli í hinum
alþjóðlega listheimi en hún
hófst eins og kunnugt er hinn
15. október sl. og mun standa
til 21. mars á næsta ári. Bresk-
ir fjölmiðlar hafa sýnt verki Ólafs óvenjulega
mikinn áhuga, svo sem forsíður helstu blaða þar í
landi báru vitni um. Bæði The Guardian og The
Independent birtu stórar myndir úr túrbínusaln-
um á forsíðu á opnunardaginn en The Times
fjallaði um sýninguna með mjög veglegum hætti
bæði á frétta- og listasíðum. Umfjöllun BBC um
sýninguna hefur einnig orðið til þess að ýta undir
vitund bresks almennings um þennan viðburð
sem umsvifalaust sagði til sín í aðsóknartölum
Tate Modern er stigu mjög í kjölfar þess að sýn-
ingin var opnuð.
Hér á landi hefur sýning Ólafs einnig vakið at-
hygli hins almenna borgara enda má segja að það
sé töluverður viðburður í litlu samfélagi á borð
við Ísland þegar einstaklingar er tengjast land-
inu nánum böndum ná framúrskarandi árangri á
einhverju sviði og vekja athygli á alþjóðavísu.
Það umtal sem um sýninguna hefur skapast hér
snýst þó ekki einungis um hana sem listviðburð,
heldur hefur töluvert verið rætt um þjóðerni
Ólafs og sýnist sitt hverjum um það hvort hægt
sé að gera tilkall til hans sem íslensks listamanns
þar sem hann hefur alið allan sinn aldur erlendis
þó að tengsl hans við land og þjóð séu óumdeil-
anlega sterk.
Þessar vangaveltur endurspegluðust að
nokkru leyti í aðsendri grein sem birtist hér í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Þar segir Áslaug
Thorlacius, myndlistarmaður og formaður Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna, að „merkileg
umræða [hafi] sprottið upp í kjölfar þess að sýn-
ing Ólafs Elíassonar myndlistarmanns var opnuð
í Lundúnum. Skyndilega hafa allir áhuga á
myndlist og tala um túrbínusalinn í Tate Modern
eins og gamlan kunningja. Allir vilja slá eign
sinni á listamanninn sem er af íslenskum ættum
þó að hann sé fæddur og uppalinn í Danmörku.
Nú gerum við tilkall til hans. Danir mega alls
ekki eigna sér hann, íslenski þráðurinn í verkum
hans er svo augljós og við blásum út af stolti og
þjóðerniskennd. Við verðum samt að átta okkur
á því að það er hæpið fyrir okkur að gera kröfu
um „hagnaðinn“ af frægð Ólafs þar sem við eig-
um nákvæmlega engan þátt í velgengni hans.
Það var danska samtímalistamiðstöðin (DCA)
sem upphaflega veðjaði á hann og tók þá við-
skiptaáhættu að „kosta“ hann.“
Þjóðerni og
hugmynda-
fræðileg
umræða
Sú umræða sem Ás-
laug vísar í um tilkall
Íslendinga til Ólafs á
sér vissulega stoðir í
raunveruleikanum
enda er alþekkt um
heim allan að keppn-
isandi sá er leiðir til þess að hópar eða jafnvel
heilar þjóðir fylkja sér um ákveðna einstaklinga
eða stærri teymi byggist að miklu leyti á sam-
sömun sem iðulega á mikið skylt við þjóðern-
iskennd. Hún er þó að öllu jöfnu álitin jákvæð í
þessu tiltekna tilliti og nægir í því sambandi að
vísa til þess stuðnings sem íþróttafólk og íþrótta-
lið njóta og þeirrar almennu umræðu sem ætíð
skapast í kringum stórviðburði á því sviði. Það
má þó velta því fyrir sér af hverju þessar vanga-
veltur um þjóðerni Ólafs rata inn í hugmynda-
fræðilega umræðu um stöðu íslenskra samtíma-
lista, líkt og þær gera í grein Áslaugar undir
fyrirsögninni „Allir vildu Lilju kveðið hafa“. Hún
bendir réttilega á þátt dönsku samtímalista-
stofnunarinnar, DCA, í velgengni Ólafs og vísar
til þeirrar staðreyndar sem ákjósanlegrar fyr-
irmyndar varðandi mikilvægi þess að koma
áþekkri stofnun upp hér á landi íslensku mynd-
listarlífi til framdráttar. En í lok greinar sinnar
segir Áslaug ennfremur: „Göngum nú ekki af
göflunum yfir velgengni Ólafs Elíassonar! Leyf-
um Dönum að njóta ávaxtanna af sínu starfi.
Reynum frekar að sjá sóma okkar í því að standa
á eigin fótum. Búum til okkar eigin Ólaf. Rækt-
um garðinn okkar og munum að myndlist er arð-
bær atvinnugrein ef að henni er hlúð.“
Af orðum Áslaugar má ráða að vegna þess
hvernig ástandið er í íslenskum myndlistarheimi,
sé einhverja þversögn að finna í þeim samhug og
stolti sem Íslendingar hafa fundið fyrir vegna
velgengni Ólafs Elíassonar. Þó að Áslaug eigi
vafalaust við að okkur færi betur að líta okkur
nær – rækta garðinn okkar, eins og hún orðar
það – er samt sem áður mikilvægt að skilja á milli
þeirra tilfinninga sem þjóðin finnur fyrir í hans
garð nú þegar velgengni hans er á allra vörum,
annars vegar, og þeirrar kreppu sem íslenskir
myndlistarmenn búa við, hins vegar, m.a. vegna
þess hér er ekki enn til staðar það mikilvæga
bakland sem búið er að byggja upp í nágranna-
löndum okkar.
Birtingarmynd
fjölmenning-
arlegs
samfélags
Vangaveltur um það
hvort Ólafur Elíasson
sé Íslendingur eða
Dani, dansk-íslenskur
eða jafnvel þýskur –
hann er jú búsettur í
Þýsklandi – eru auð-
vitað aðeins ein birtingarmynd þess fjölmenning-
arlega samfélags sem einkennir menningarheim
okkar um þessar mundir og mun í vaxandi mæli
hafa áhrif á sjálfsmynd þjóða á borð við Ísland í
framtíðinni. Þetta eru fremur jákvæðar vanga-
veltur, vel til þess fallnar að brjóta upp staðlaðar
hugmyndir um þann hóp er við samsömum okkur
sem heild og skapa ný viðmið er endurspegla
veruleika þess mikla fjölda einstaklinga, hér á
landi sem annars staðar, er eiga rætur sínar í
fleiri en einu landi eða menningarheimi. Í því
fjölmenningarlega samfélagi sem þegar er orðið
til hér á landi verður þess vonandi ekki langt að
bíða að hér rísi upp atkvæðamiklir einstaklingar
er búið hafa við áþekka skörun og Ólafur hvað
þjóðerni varðar. Það er full ástæða til að bíða
þess með eftirvæntingu að ný sjónarhorn birtist
á íslenskt samfélag frá þeim fjölmörgu einstak-
lingum sem hér búa nú og eru af erlendu bergi
brotnir, hvort heldur er á sviði bókmennta,
myndlistar eða tónlistar – eins og reyndar hefur
þegar átt sér stað í nokkrum mæli í tónlistarlíf-
inu, ekki síst um og eftir miðja síðustu öld. Þjóðin
mun vonandi einnig gera tilkall til þeirra ein-
staklinga sem þannig rísa til metorða og jafn-
framt vera tilbúin að deila því tilkalli með öðrum,
eins og lögmál nútímans gera ráð fyrir.
Þessi umræða um þjóðerni, tilkall og fjöl-
menningarlegan bakgrunn breytir þó ekki þeirri
staðreynd að einmitt vegna þess að Ólafur Elías-
son er fyrst og fremst alþjóðlegur listamaður og
hefur tengsl inn í íslenskt mannlíf og menningu,
hefur hann ákaflega mikla þýðingu fyrir íslenskt
myndlistarlíf og er áhrifaríkt dæmi um það
hversu vel getur tekist til þegar hæfileikar, tæki-
færi og fjármögnun er nýtt til hins ýtrasta lista-
lífinu til framdráttar. „Hagnaðurinn“ af frægð
hans, svo vísað sé til orðalags Áslaugar hér að of-
an, getur því svo sannarlega nýst íslenskum
myndlistarheimi með margvíslegum hætti og
það án þess að danska samtímalistastofnunin
DCA beri skarðan hlut frá borði. Ef Samband ís-
lenskra myndlistarmanna kærir sig á annað borð
um að blanda Ólafi inn málefnalegar umræður
um stöðu samtímalista á Íslandi er full ástæða til
að kanna feril Ólafs til hlítar og draga af honum
þann lærdóm sem síðan er hægt að nýta öðrum
til framdráttar; til að gera íslenska myndlist loks
að „arðbærri atvinnugrein“ eins og Áslaug segir.
Hugmynda-
fræðilegur agi
Staðreyndin er auð-
vitað sú að þó að
greina megi margvís-
leg tengsl við Ísland í
myndlist Ólafs Elíassonar er sá hugarheimur
sem hann hefur skapað fullkomlega afstæður í
þjóðernislegum skilningi. Þó að hann beri með
sér sterkan persónulegan stíl er hann fyrst og
fremst sammannlegur og í því hugmyndafræði-
lega baklandi liggur styrkur listar Ólafs á alþjóð-
legum vettvangi. Í ítarlegu viðtali sem birtist við
Ólaf í Morgunblaðinu 29. september 2001, undir
fyrirsögninni „Rýmið á milli væntinga og minn-
is“, kemur einnig fram að hugmyndir hans um
myndlistina, hlutverk hennar og hans eigin þátt í
henni hafa sömuleiðis mótast af viðmiðum sem
eru fyrst og fremst alþjóðleg. Í upphafi má rekja
þau til eins konar innra uppgjörs sem Ólafur rek-
ur hreinskilnislega í viðtalinu þar sem hann lýsir
því er baráttuhugurinn kom yfir hann. „Ég lærði
að leggja allt í sölurnar og áttaði mig á þýðingu
þess að fórna einhverju til að helga sig því sem
skiptir máli,“ segir Ólafur, og því má ekki gleyma
að þó að honum hafi tekist að nýta sér þau tæki-
færi er danska samtímalistastofnunin, gallerí
hans í Þýskalandi og hið alþjóðlega listumhverfi
hefur upp á að bjóða við að koma sér á framfæri
þá er fyrsta forsenda fyrir velgengni hans auð-
vitað sköpunarkraftur og hugmyndaauðgi hans
sjálfs auk þeirrar þrotlausu vinnu sem skrá yfir
sýningarhald hans ber augljóst vitni um.
Ólafur segir að sá hugmyndafræðilegi agi sem
myndlistarmenn þeir er hann kynntist á fyrstu
árum sínum í Þýskalandi tileinkuðu sér hafi kom-
ið sér á óvart og verið sér dýrmæt lexía. „Mynd-
listarmenn á mínum aldri stóðu ótrúlega fast á
sannfæringu sinni. Fyrir þeim var engin mála-
miðlun til. Það kom mér algjörlega á óvart að
26. október 1993: „Á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins,
sem lauk síðari hluta sunnu-
dags, urðu talsverðar um-
ræður um sjávarútvegsmál. Í
ályktun landsfundarins eru
ýmis atriði, sem Morg-
unblaðið hefur lagt mikla
áherslu á undanfarin ár. Þar
segir m.a.: „Ljóst er að
heildarafkastageta veiðiflot-
ans og fiskvinnslunnar er
meiri en sem nemur núver-
andi afrakstursgetu fiski-
stofnanna. Mikilvægt er að
draga úr ónýttri afkastagetu
í sjávarútvegi.“ Þetta er auð-
vitað lykilþáttur í end-
urskipulagningu sjáv-
arútvegsins.
Miklar sviptingar urðu
hins vegar um hugmyndir,
sem fram komu á landsfund-
inum bæði af hálfu iðn-
aðarnefndar og einnig innan
sjávarútvegsnefndar um
gjaldtöku í sjávarútvegi. Þær
hugmyndir, sem fram komu í
drögum að ályktun um iðn-
aðarmál, sem lögð voru fyrir
landsfundinn til afgreiðslu,
byggðust á sjónarmiðum
þeirra, sem í iðnaði starfa, að
nauðsynlegt sé að jafna
starfsskilyrði atvinnugreina í
landinu. Þeir bentu á, að
heilu iðngreinarnar hefðu
horfið eða væru að hverfa
vegna þess að þær gætu ekki
þrifizt í skugga sjávarútvegs-
ins.“
. . . . . . . . . .
26. október 1983: „Störf
stjórnmálamanna bæði hér-
lendis og erlendis bera þess
töluverð merki að þeir eru
tregir til að fara ótroðnar
slóðir, kjósa heldur að feta í
fótspor annarra en segja
eitthvað eða gera sem óhjá-
kvæmilega vekur undrun og
gagnrýni. Ógjörningur er að
segja að Albert Guðmunds-
son, fjármálaráðherra, sé
þessu marki brenndur. Hann
hikar ekki við að slá ýmsu
fram sem virðist fráleitt við
fyrstu sýn. Til marks um
þetta nægir í dag að nefna
yfirlýsingu Alberts á alþingi
síðastliðinn mánudag um að
skuldir sjávarútvegsfyr-
irtækja við opinbera sjóði
verði strikaðar út með einu
pennastriki.
Ekki er vafi á því að flestir
bregðast þannig við frásögn-
um af þessari yfirlýsingu
fjármálaráðherra að þeir
yppta öxlum og segja sem
svo: Varla getur maðurinn
meint neitt með þessu. Það á
eftir að koma í ljós, hvað Al-
bert Guðmundsson meinar
með yfirlýsingu sinni og
hvort hann fylgir henni eft-
ir.“
. . . . . . . . . .
26. október 1973: „Und-
anfarna viku hafa landsmenn
fylgzt með því, er Alþýðu-
bandalagsmenn, með Lúðvík
Jósepsson í fararbroddi, hafa
étið ofan í sig allt, sem þeir
hafa sagt, frá því Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
kom heim frá Lundúnum.
Lúðvík Jósepsson og flokkur
hans lýstu því yfir, þegar á
fyrsta degi, að tillögur Ólafs
Jóhannessonar í landhelg-
ismálinu væru óaðgengileg-
ar. Lúðvík Jósepsson og
Magnús Kjartansson hafa nú
staðið að því í ríkisstjórninni
að samþykkja að fela utan-
ríkisráðherra að gera drög
að samningsuppkasti, sem
byggt yrði á þessum tillögum
Ólafs Jóhannessonar. Lúðvík
Jósepsson hefur einnig orðið
að sæta þeirri auðmýkingu
að vera settur út úr samn-
inganefnd Íslands við Breta,
og hefur utanríkisráðherra
einum verið falin sú samn-
ingsgerð. Meiri auðmýkingu
hefur íslenzkur ráðherra
ekki orðið fyrir, og slíkt van-
traust hafa samstarfsmenn í
ríkisstjórn ekki áður sýnt
ráðherra.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
SÉRKENNILEGUR KAFLI
Í SÖGU MANNKYNS
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
NORÐURLANDS
Um þessar mundir heldur Sinfón-íuhljómsveit Norðurlands upp á10 ára afmæli sitt og efnir af því
tilefni til tónleika í Akureyrarkirkju í
dag. Fyrir áratug höfðu fáir trú á því, að
hægt væri að koma upp raunverulegri
sinfóníuhljómsveit á Norðurlandi. En það
höfðu líka fáir trú á því, þegar Sverrir
Hermannsson, þáverandi menntamála-
ráðherra, tilkynnti um stofnun Háskólans
á Akureyri, að þar gæti risið háskóli, sem
stæði undir nafni.
Vantrú á að sinfóníuhljómsveit eða há-
skóli gætu náð að festa rætur á Akureyri
byggðist fyrst og fremst á því, að ekki
væri nægilega fjölmenn byggð á Akureyri
og við Eyjafjörð til að standa undir slíkri
starfsemi.
Allt reyndist þetta tóm vitleysa. Há-
skólinn á Akureyri hefur átt lykilþátt í að
treysta og efla byggð við Eyjafjörð og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur
vaxið úr grasi og þroskast með þeim hætti
að tónlistarmenn þar geta verið stoltir af.
Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði
Guðmundur Óli Gunnarsson m.a.: „Þetta
var eins og oft er með menningarstarf-
semi á Íslandi, hún byrjar af hugsjónum
og eldmóði einum saman.“
Af ummælum Guðmundar Óla er ljóst,
að húsnæðisvandi hrjáir hljómsveitina
mest. Hann segir: „Tilfellið er að við er-
um oft í stórum vandræðum vegna hús-
næðisleysis, það hefur háð starfsemi okk-
ar mest þannig að við erum mjög glöð nú
þegar við sjáum fram á að húsið verður
byggt,“ og vísar Guðmundur Óli þá til
væntanlegs menningarhúss á Akureyri.
Fordæmi Kópavogs sýnir að hægt er að
byggja myndarleg menningarhús í til-
tölulega fámennum byggðarlögum, þótt
Kópavogur njóti auðvitað góðs af því fjöl-
menni, sem er á höfuðborgarsvæðinu.
Það er afrek að byggja upp Sinfóníu-
hljómsveit á Norðurlandi. Alveg eins og
uppbygging Háskólans á Akureyri er af-
rek. Og starfsemi listasafnsins á Akur-
eyri undir framsækinni stjórn er höfuð-
borg Norðurlands til framdráttar. Hið
sama á við um sögufrægt Leikfélag Ak-
ureyrar.
Á þessum tímamótum er ástæða til að
óska forsvarsmönnum Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands til hamingju með
þennan áfanga og tónlistarfólki og tón-
listarunnendum. Jafnframt er ástæða til
að hvetja Akureyrarbæ og önnur sveit-
arfélög á Eyjafjarðasvæðinu og á Norð-
urlandi til þess að veita Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands öflugan stuðning.
Dagfinn Høybråten, heilbrigðismála-ráðherra Noregs, sagði í fyrradag:
„Sígarettan er á útleið. Eftir 50 ár munum
við líta á tóbaksnotkun, sem mjög sér-
kennilegan kafla í sögu mannkyns.“
Norski ráðherrann sagði þetta þegar
hann kynnti mikið átak til þess að minnka
reykingar meðal norskra ungmenna um
helming á næstu fimm árum. Hinn 1. júní
á næsta ári gengur í gildi algert bann við
reykingum á öllum opinberum stöðum í
Noregi, þar á meðal á veitingastöðum.
Þessi orð heilbrigðismálaráðherra
Noregs eru orð að sönnu. Eftir hálfa öld
mun fólk furða sig á þeirri háttsemi fólks
að reykja. Bæði vegna þess, að sannað er
að reykingar geta leitt fólk til dauða eða
valdið stórfelldu heilsutjóni og líka vegna
hins að með reykingum mengar fólk um-
hverfi sitt.
Markmiðið hlýtur að vera að útrýma
reykingum.