Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 29
finna fyrir slíku sjálfstæði,“ segir hann um þessa
áhrifavalda í lífi sínu. „Skýringin var kannski sú
að listheimurinn var nægilega þróaður á þessum
tíma í Köln til þess að fjalla mest um innihaldið
og lítið um formið. Ég færði mig frá stað [Dan-
mörku] sem hafði einfaldlega ekki slíka innri
byggingu, yfir á stað sem hafði hana. Og hluti
þessarar innri byggingar fólst í gagnrýnu við-
horfi listamannanna til stofnunarinnar.“ Jafn-
framt segir Ólafur að í Þýskalandi hafi hann átt-
að sig á því „hvað það hefur mikla þýðingu fyrir
listamenn að vera hreinskilnir sem einstaklingar.
Sú uppgötvun varð til þess að ég fór loks að læra
ýmislegt markvert sem tengdist frumsköpuninni
sjálfri.“
Ytri þættir
listheimsins
Þá sprengingu sem
varð í sýningarhaldi
hjá honum eftir að
hann hafði fundið sér
þennan hugmyndafræðilega bakgrunn í frum-
sköpuninni rekur hann síðan til þess er hann var
svo heppinn að komast að hjá góðu, þýsku gall-
eríi, Neugerriemschneider, sem mótaðist af þeim
ströngu hugmyndafræðilegu kröfum er lista-
mennirnir sjálfir gerðu til starfsumhverfis síns
og Ólafur lýsir hér að ofan. „Án [gallerísins] væri
ég ekki inni á kortinu. Það skiptir einnig máli að
galleríið fylgir mjög harðri hugsjónastefnu er
spratt upp úr endurskoðun á þeirri hugmynda-
fræði sem gallerí mótast af. Stjórnendur þess
setja aldrei upp sýningar með það fyrir augum
að selja. [...] Mér hefur því aldrei verið ýtt út í að
búa til markaðsvæna list. Sýningarnar snúast
um list en ekki sölu. Sú staðreynd skipti höf-
uðmáli. Stefna þeirra mótast af því að þeir eru
eingöngu fulltrúar ungra listamanna sem þeir
hafa sjálfir uppgötvað og sýndu í fyrsta sinn hjá
þeim. Þetta er því gallerí sem hugsar fyrst og
fremst um að marka listamönnunum sínum
framabraut frekar en að versla með verk. Salan
kemur svo í kjölfarið og þeir selja út um allan
heim sem sýnir ef til vill hversu vel þessi stefna
hefur skilað sér. En starfið byggist á háleitum
markmiðum sem er framfylgt á afar faglegan
hátt.“
Á árunum 1997–8 sýndi Ólafur mjög víða í
Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar voru sýning-
arnar árið 1998 en þá opnaði hann eina til tvær
sýningar á viku eða alls sextíu og fjórar sýningar
á árinu. Hann segir þetta sýningarhald hafa
markað upphaf ferils síns, þó eftir á að hyggja
hefði eflaust mátt sleppa einhverjum þeirra. Þær
voru þó sú reynsla sem hann býr enn að og veittu
honum ómetanlega innsýn í listheiminn sem
heild. „Árin sem ég sýndi mest,“ segir Ólafur,
„gerðu mér ljóst að til er alþjóðlegur listheimur
sem hægt er að skilgreina sem hið eiginlega
stofnanavald. Sá heimur skiptist ekki niður í ein-
ingar sem tilheyra mismunandi löndum, heldur
er hann alþjóðlegur í þeim skilningi að hann til-
heyrir okkur öllum. Listheimurinn hefur
ákveðna innri byggingu þar sem fjöldinn allur af
fagfólki vinnur út frá veigamikilli þekkingu á
kerfinu sem heild. Í gegnum galleríið mitt hef ég
lært að nota þetta kerfi en vera um leið gagnrýn-
inn á það. Hinn alþjóðlegi listheimur er í raun-
inni ótrúlega lítill þegar allt kemur til alls. Eftir
að maður hefur dregist inn í hann eða tengst
honum á einhvern hátt getur maður hæglega
notfært sér hann og unnið með hann. Maður þarf
ekki að vera eins og kúla í kúluspili, það er hægt
að taka stjórnina sjálfur. Þó að ekki sé nema með
því að ákveða hvort maður vill vera þátttakandi
eða ekki. Ákvörðun um að taka ekki þátt felur í
sér þekkingu á því sem maður er að hafna.“
Hinn íslenski
veruleiki
Afstaða sú sem Ás-
laug Thorlacius lýsir í
grein sinni og vísað
var til hér í upphafi er
um margt mjög skiljanleg, bæði út frá sjónar-
horni hennar sem myndlistarmanns og sem for-
manns Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Það er þó ekki þar með sagt að sú afneitun sem í
henni felst á Ólafi Elíassyni, áhrifum hans og vel-
gengni sé íslenskum myndlistarmönnum til
framdráttar við að færa myndlistarlíf hér til
betri vegar. Mun nær væri að taka Ólafi og því
sem hann stendur fyrir opnum örmum og reyna
að nýta sér það fordæmi sem hann er og þá þekk-
ingu sem hægt er að afla um hinn alþjóðlega
myndlistarheim í kjölfarið til að koma menning-
arpólitískum sjónarmiðum á framfæri og afla
þeim nauðsynlegs stuðnings. Allir sem viðstadd-
ir voru það mikla opnunarferli sem stóð yfir í
Tate Modern í tvo daga vita að sýningarferlið í
túrbínusalnum skiptir máli fyrir íslenskt mynd-
listarlíf – burt séð frá umræðu um þjóðerni og
eignarhald – jafnvel þó það sé einvörðungu
vegna þess áhuga á Íslandi og íslenskri myndlist
er vaknar á meðan allur heimurinn beinir sjónum
sínum að þessum vel heppnaða listgjörningi.
Eins og áður hefur verið bent á er óneitanlega
freistandi að bera hlutverk Ólafs saman við hlut-
verk Bjarkar Guðmundsdóttur í íslenskri menn-
ingu, en enginn efast lengur um þau margföld-
unaráhrif sem velgengni hennar hefur haft á
íslenskan tónlistarheim, öðrum tónlistarmönnum
hér á landi til framdráttar. Þau áhrif hafa þegar
varað lengi og munu án efa halda áfram að hafa
sitt að segja, sérstaklega eftir að öðrum íslensk-
um tónlistarmönnum tókst einnig að koma sér á
kortið erlendis, svo sem hljómsveitarmeðlimum
Sigur Rósar, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.
Íslenskt myndlistarumhverfi er mjög einangr-
að auk þess sem hér skortir alla þá nauðsynlegu
innviði er þurfa að vera til staðar þannig að hug-
myndafræðileg umræða geti verið markviss og
skilað árangri. Hér er alvarleg þörf fyrir sam-
tímalistastofnun eins og Ólafur Elíasson benti
reyndar á í viðtali því frá árinu 2001 sem hér hef-
ur verið rakið að nokkru leyti. Hann segir þar að
nú sé lag fyrir íslenska list „því þessi alþjóðlegi
listheimur hefur í auknum mæli þróast þannig að
sýningarstjórar ferðast um heiminn til að skoða
list og áhuginn hefur beinst að jaðarsvæðum á
borð við Ísland. Ef rétt er að kynningarmálum
staðið,“ segir Ólafur, „er ekkert því til fyrirstöðu
að þeir uppgötvi íslenska list,“ og nefnir síðan
fyrirmyndir að kynningarskrifstofum eða sam-
tímalistastofnunum sem Íslendingar gætu horft
til, svo sem Iaspis í Svíþjóð og British Council í
Bretlandi. „Það er grundvallaratriði að sýning-
arstjórar hafi aðgang að slíku kynningarkerfi,“
segir hann.
Ólafur bendir þó einnig á nauðsyn þess að nýta
slík kerfi ekki þröngum sjónarmiðum til fram-
dráttar, heldur listinni í víðari skilningi: „Stofn-
anir á borð við British Council og DCA í Dan-
mörku, styðja innlenda listamenn sína á
erlendum vettvangi vegna þess að þær líta á þá
sem fulltrúa sína í alþjóðlegri orðræðu þar sem
þeim finnst nauðsynlegt að láta að sér kveða.
Þær líta ekki á listina út frá sjónarmiðum þjóð-
ernis og sætta sig ekki við að nota hana sem
staðnaða táknmynd landsins. Ef við notum DCA
sem dæmi þá senda þeir ekki listsköpun til út-
landa til þess eins að auglýsa Danmörku, heldur
til þess að vera þátttakendur í stærri umræðu en
á sér stað heima fyrir. Það er því mjög mikilvægt
að vera ekki of þjóðernissinnuð í þessum efnum
og þá ekki síður að átta sig á því að það sem þátt-
takendur bera með sér til baka skilar sér sem
margfaldur ávinningur inn í listheim viðkomandi
lands. Sá ávinningur hefur síðan bein áhrif á
samfélagið sem heild.“
Þessi orð Ólafs Elíassonar ættum við öll að
hafa í huga í þeirri umræðu sem skapast hefur
um hlutverk hans fyrir íslenskt menningarlíf, í
viðleitni til að víkka myndlistarlíf hér á landi út í
stað þess að smækka það. Ef Danir, Þjóðverjar
og nú Bretar líta til Ólafs og listar hans sem mót-
andi afls á þeirra samtímalistir og hugmynda-
heim því skyldu ekki Íslendingar – og ekki síst
Samband íslenskra myndlistarmanna – gera það
líka og draga lærdóm af því sem hann hefur fram
að færa. Listheimurinn er þeim eiginleikum
gæddur umfram marga aðra þætti þjóðlífsins að
hann getur hafið sig yfir hið sértæka og náð til
fjöldans á nótum sammannlegs skilnings og sam-
sömunar okkar sem einstaklinga, burt séð frá
öðrum skilgreiningum sem kunna að eiga við um
okkur. Það má ekki vanmeta þann þátt listsköp-
unar Ólafs Elíassonar í þeirri miklu athygli sem
frami hans nú vekur meðal almennings á Íslandi,
jafnvel þó að þeirri athygli sé að einhverju leyti
miðlað til okkar einmitt vegna tengsla hans við
land og þjóð. „Listheimurinn er áhugaverðastur
þegar hann snýst um grundvallarspurningar
tengdar þroska, hæfileika og frelsi einstaklings-
ins til að skilgreina sig en ekki frelsi í þjóðern-
islegum skilningi. Í því samhengi verður hann
heillandi og virkur kraftur í þjóðfélaginu – kraft-
ur sem togar og ýtir,“ sagði Ólafur í Morgun-
blaðinu fyrir tveimur árum. Þau orð hans eru
þörf áminning til allra sem láta sér annt um
myndlist á Íslandi um þessar mundir og verða
vonandi til þess að okkur takist að víkka mynd-
listarheiminn út í framtíðinni með því að innlima
sem flesta sem tekst að sanna sig með eftirtekt-
arverðum hætti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólstafir á Ströndum.
„Listheimurinn er
áhugaverðastur
þegar hann snýst
um grundvallar-
spurningar tengdar
þroska, hæfileika og
frelsi einstaklings-
ins til að skilgreina
sig en ekki frelsi í
þjóðernislegum
skilningi. Í því sam-
hengi verður hann
heillandi og virkur
kraftur í þjóðfélag-
inu – kraftur sem
togar og ýtir.“
Laugardagur 25. október