Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 32
SKOÐUN 32 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIRFARANDI er opið bréf til menntamálaráðherra, Námsmats- stofnunar og íslenskukennara í framhaldsskólum: Fyrir nokkrum dögum heimsóttu okkur hingað austur á Laugarvatn fulltrúar Námsmatsstofnunar til að spjalla við okkur og stjórnendur skólans um fyrirhuguð samræmd próf í íslensku. Vissulega höfðum við áður hugsað heilmikið um þessi próf og fengið senda reglugerð mennta- málaráðherra um þau, meira að segja tvisvar, því að reglugerðinni hefur einu sinni verið breytt. En eins og oft er þá fengu hugsanirnar ekki á sig skýra mynd fyrr en hægt var að ræða þær og velta þeim fyrir sér í góðum hópi. Við vorum einnig svo heppin að hitta íslenskukennara úr fjórum öðrum framhaldsskólum sl. helgi í vettvangsnámi, þar sem samræmda prófið var einnig til um- ræðu. Okkur langar því til að festa hugsanir okkar og hugmyndir á blað, ef vera mætti að fleiri vildu taka þátt í umræðunni, því að enn er áreiðanlega ekki of seint að koma að jákvæðum hugmyndum til breyt- inga. Hver er hagur nemenda? Það er áreiðanlega rétt sem fram kom hjá fulltrúum Námsmatsstofn- unar að umræður um hvort halda beri samræmd próf í framhalds- skólum og hvers vegna eigi ekki lengur við. Ákvörðunin hefur verið tekin og henni verður ekki hnikað, enda bundin í lög og undirbúningur hafinn. Hins vegar er full ástæða til að við íslenskukennarar veltum al- varlega fyrir okkur innihaldi þeirra og framkvæmd og hvernig þau gætu best komið að gagni, einkum fyrir nemendur okkar, en einnig fyrir þá sem við þeim taka að loknu fram- haldsskólanámi, þ.e. háskólana og vinnumarkaðinn. Hvað vilja vinnumarkaður og háskólar? Áður en ákvarðanir eru teknar um innihald samræmdra prófa í ís- lensku væri mjög þarft að spyrja fulltrúa háskólastigsins og vinnu- markaðarins um hvað þeir teldu mikilvægast að hin nýju samræmdu próf segðu þeim, umfram það sem skólarnir sjálfir prófa og gefa ein- kunnir fyrir. Það er þó nokkuð aug- ljóst að sameiginlegur hagur nem- endanna, viðtökuskólanna og vinnumarkaðarins er að tryggja að nemendur séu sem allra best máli farnir, eigi sem best með að koma frá sér þekkingu sinni og hug- myndum í ræðu og riti. Hvað kunna nemendur svo eftir allt þetta nám? Þótt tilskilið sé í reglugerðum að hið nýja samræmda próf skuli tekið að loknu 15 eininga námi í íslensku, er ekki þar með sagt að ástæða sé til að prófa þar innihald þessara 15 ein- inga. Skólunum er sjálfum ágætlega treystandi til þess. Hins vegar gæti verið áhugavert og spennandi að mæla hvers krakkarnir eru megnugir eftir allt þetta íslenskunám sem kemur til viðbótar 10 vetra námi í íslensku í grunnskólum. Hversu vel eru þau máli farin? Hversu létt eiga þau með að tjá sig? Hversu vel kunna þau til verka við ritun – svo sem fræði- legs efnis, hugleiðinga og texta af ýmsu tagi? Hafa þau fótað sig í skapandi skrifum – geta þau ort ljóð, skrifað smásögur, skrifað búta úr leikritum o.s.frv.? Hvernig er hæfni þeirra í að koma fyrir sig orði á fundum, í samtölum, í stórum hóp- um eða litlum? Hafa þau öðlast skilning á mikilvægi tungunnar fyrir alla hugsun, allar námsgreinar, öll samskipti? Líta þau á tungumálið sem sameign sína sem þarf að hlúa að og rækta? Fyrri prófhluti: Munnleg málfærni Við sem þetta ritum teljum að samræmt próf í íslensku ætti í raun- inni að skipta um nafn og heita sam- ræmt próf í íslenskri málfærni. Að minnsta kosti ætti að ákveða það í reglugerð nú þegar, að innihald prófsins eigi að snúast um málfærni, bæði munnlega og skriflega færni. Þórunn Blöndal, lektor við KHÍ, benti okkur á það í fyrrgreindu vett- vangsnámi að í mörgum löndum væri munnleg færni prófuð með við- urkenndum aðferðum. Okkur finnst einsýnt að sá þáttur eigi að koma sterkur inn í samræmdu prófin frá byrjun. Það er alveg á hreinu að færni í munnlegum samskiptum er eitthvað sem nemendum gagnast vel í öllu lífi sínu, jafnt í námi sem starfi, og bæði háskólar og vinnumarkaður kunna vel að meta slíka færni, og telja hana kannski réttilega mik- ilvægasta þátt málfærninnar, þegar allt kemur til alls. Annar prófhluti: Málskilningur og ritun Hinn hluti prófsins ætti svo að snúast um færni í skilningi og ritun. Málskilninginn mætti prófa með því að láta nemendur hlusta á texta (les- inn eða sunginn), skoða kvikmynda- búta með texta og lesa bókartexta og sýna síðan skilning sinn með lausn ákveðinna verkefna. Ritunin yrði síðan prófuð með stuttum, fjöl- breytilegum ritunarverkefnum sem krefjast skilnings á mismunandi málsniði (frétt, auglýsing, sendibréf, tölvubréf, blogg, SMS, þýðing, viðtal o.s.frv.) og með því að sýna færni í þáttum sem einkum nýtast í lengri ritunarverkefnum. Í lokin þyrfti svo að vera prófþáttur sem tæki til færni í skapandi skrifum, sem nem- endur hafa í raun stundað allt frá því snemma í grunnskóla með samningu vísna og ljóða, örsagna, smásagna o.fl. Svo að þekkingaratriðum sé nú ekki alveg sleppt mættu ýmis færni- verkefni prófsins miðast við eða byggjast á meginatriðum þeirrar þekkingar sem krakkarnir hafa afl- að sér í 15 eininga framhalds- skólanámi í íslensku, en hins vegar ætti matið á svörum þeirra að byggjast fyrst og fremst á færni- þáttunum. Kunnáttu í stafsetningu, almennu málfari, beygingum og setn- ingafræði þyrfti ekki að prófa sér- staklega, heldur mætti meta þá þætti út frá ritunarverkefnum prófsins, en hins vegar væri kannski ástæða til að kanna sérstaklega við- horf nemendanna til tungumálsins og verndunar þess, út frá röksemd- um þeirra sjálfra og þekkingu á til- gangi og hlutverki málsins sem sam- skiptamiðils í nútímasamfélagi. Ólíkar aðferðir og námsefni Önnur ástæða fyrir því að ekki er ráðlegt að prófa mikið út úr þekk- ingaratriðum er hversu ólíkar að- ferðir og námsefni eru í framhalds- skólunum í íslensku, kannski vegna þess hve aðalnámskrá í íslensku er almenn og frjáls hvað varðar inni- hald og viðfangsefni áfanganna. Hér er einkum átt við grunnáfangana ÍSL 102-202-212 og þriggja eininga útfærslu sama efnis í ÍSL 103-203. Í einum skóla er það talið henta, til að ná því meginmarkmiði að auka færni og kunnáttu nemenda í móð- urmálinu, að ástunda t.d. mjög ná- kvæma kennslu í setningafræði í 5–8 vikur, en sleppa eða aðeins tæpa á helstu bragreglum. Í öðrum skóla fær setningafræðin í mesta lagi 1–2 vikna upprifjun, en þeim mun meiri tími gefinn fyrir bragfræði, ljóða- gerð og skapandi skrif. Þetta er hið besta mál, en hvernig ætti að prófa úr þessum þáttum þannig að sann- gjarnt gæti talist fyrir nemendur beggja þessara skóla? Prófun með tölvum Í flestum framhaldsskólum er tölvutæknin farin að eiga mikinn og vaxandi sess í íslenskukennslunni. Nemendur vinna flest verkefni sín í tölvum, senda kennurum þau með tölvupósti og mörg verkefni eru fólgin í því að útbúa heimasíður og glærusýningar fyrir skjávarpa. Vinnumarkaðurinn og háskólarnir leggja enn meiri áherslu á að tölvur séu notaðar á þennan hátt og líta á tölvufærni og tölvulæsi sem einn mikilvægasta þátt málfærninnar. Auk þess eru flestir nemendur miklu fljótari að slá texta inn í tölvur en skrifa hann á blað, auk þess sem þeir þjálfast í notkun hjálpargagna í tölvum, sem er sérstakt áherslu- atriði námskrárinnar. Út frá þessum röksemdum finnst okkur einboðið að allur skriflegur hluti samræmda prófsins í íslensku fari fram í gegn- um tölvur, enda er það eitt af meg- inatriðum prófafræðinnar að próf skuli tekin við sömu eða svipaðar að- stæður og sjálft námið. Annað sem styður þessa tillögu er að með þessu móti verður yfirferð og úrvinnsla prófanna stórum fljót- legri og einfaldari (og væntanlega ódýrari). Sérstök tölvuforrit geta unnið úr öllum fjölvalsspurningum, krossum, eyðufyllingum, teng- ingum, röðun setninga o.fl. Við yf- irferð úrlausna geta yfirferðarmenn skráð jafnóðum mat sitt inn í sér- stök hólf sem flytja það í gagna- banka, þar sem útreikningur loka- einkunnar fer fram. Tæknilega séð er því ekkert sem mælir gegn þess- ari aðferð. Margir nemendur mundu kjósa að nota sínar eigin tölvur í prófum, og allir framhaldsskólar eiga eða geta útvegað þau tæki sem þarf til viðbótar til að nemendur geti tekið prófin á þennan hátt. Auðvitað þarf að semja prófin öðruvísi, þegar tölvur eru notaðar, en það ætti ekki að vefjast fyrir þjálfuðum prófsamn- ingarmönnum Tölum saman Við hvetjum íslenskukennara til að láta í sér heyra um þessi mál. Í nóvember ætlar Námsmatsstofnun að senda frá sér sýnispróf sam- ræmdra prófa í íslensku. Eftir það verður undirbúningurinn of langt kominn til að unnt verði að hnika miklu til. Menntamálaráðherra og Námsmatsstofnun hvetjum við til að leggja við hlustir og taka tillit til þeirra skoðana sem við höfum lagt fram hér og þeirra skoðana sem koma frá íslenskukennurum í fram- haldsskólum næstu vikurnar. Einnig ættu þeir að óska sérstaklega eftir áliti vinnumarkaðarins og háskól- anna. Markmið okkar allra er áreið- anlega eitt og hið sama – samræmt próf sem kemur að gagni og mælir vel þá þætti íslenskukunnáttunnar sem mestu skipta fyrir áframhald- andi nám og störf í íslensku sam- félagi. Eftir Guðmund Sæmundsson, Ingólf R. Björnsson og Sigrúnu Lilju Einarsdóttur Höfundar eru íslenskukennarar við Menntaskólann að Laugarvatni. Sigrún Lilja Einarsdóttir Guðmundur Sæmundsson Ingólfur R. Björnsson Samræmd próf í íslensku í framhalds- skólum: Málfærni eða gamla tuggan? Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Glæsilegt og mjög vandað 315 fm einbýli á rólegum og fallegum stað. Ca 90 fm hliðarbygging fylgir. Innangengt er í hana frá hús- inu og nýtist hún vel fyrir atv.starfsemi eða séríbúð. Tvöfaldur bíl- skúr og fallegt úsýni. Mikið af góðum myndum á „Fold.is“. Eign sem vert er að skoða. Möguleg skipti á minna. 5972 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 Gljúfrasel 6 Söluturn í eigin húsnæði Höfum í einkasölu mjög góðan söluturn í eigin húsnæði. Staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Grill, lottó, eigin sam- lokugerð. Opunartími frá kl. 8.00-19.00. Góð velta. Upplýsingar einungis á skrifstofunni. Lynghálsi 4 110 Reykjavík Sími 594 5050 Fax 594 5059 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG MILLI Kl. 17-18 Laugarteigur 15, 105 Rvk. Góð 75 fm 3ja herb íbúð í kjallara á þessum eftirsótta stað stór stofa-ný eldhúsinnrétting-rúmgóð herbergi akkurat íbúð fyrir þig Viggó Sigur- steinsson sölufulltrúi tekur á móti áhugasömum. Verð 12,5 millj. Viggó Sigursteinsson, sölumaður, sími 824 5066, Viggo@akkurat.is Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fasteignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuðborgarsvæðinu. Eignir án leigutaka koma til greina ef seljandi er tilbúinn til að taka sjálfur eignina á leigu til langs tíma. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 50.000.000 - 2.500.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.