Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 36

Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 36
FRÉTTIR 36 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Steinás - Garðabæ Glæsilegt og vel innréttað 170 fm einlyft ein- býlishús auk 40 fm bílskúrs. Eignin skiptist í forst., forstofuherb., setu- og borðstofu, eld- hús með mahóníinnrétt., sjónvarpshol, flísa- lagt gestaw.c., 3 svefnherb., flísalagt bað- herb. með nuddbaðkari og sturtu auk þvottaherb. og geymslu. Vandaðar innrétt- ingar, parket og flísar á gólfum. Mikil loft- hæð og innfelld lýsing í loftum víða í húsinu. Hellulögn fyrir framan hús og hitalagnir í inn- keyrslu að bílskúr og fyrir framan aðalinngang. Timburverönd með skjólveggjum. Staðsetning er afar góð, innarlega í botnlanga með útsýni yfir Reykjanesfjallgarð. Áhv. húsbr./lífsj. Verð 33,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkas. stórglæsil. tvílyft einb. í Funkistíl með innb. bílskúrs sam- tals 270 fm. Í húsinu er m.a. stofa, borð- stofa, arinn, glæsil. eldhús og glæsil. tvö rúmgóð baðherb. 4 stór svefnherb. Sjónvarpsskáli o.fl. Arinn í stofu. Hita- lögn í gólfi. Halogenlýsing. Hraunlóð. Glæsil. og vönduð ný fullbúin húseign í algjörum sérflokki. Frábær staðsetning og útsýni. Arkitekt Logi Einarsson. Hagst. lán. Verð 40 millj. VERIÐ VELKOMIN Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Erluás 58 Hf. - Stórglæsilegt einbýli Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 17.00. VALLARBARÐ 5 – HAFNARFIRÐI OPIÐ HÚS Í DAG Mjög vandað 165 fm endaraðhús á einni hæð ásamt rúmgóðum, innbyggðum, 25 fm bílskúr. Komið er í flísalagða forstofu. Stór flísa- lögð stofa, útgengt á verönd og í gróinn garð. Eldhús með nýlegri innréttingu. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, steyptur sturtuklefi. 3 rúmgóð svefnherbergi á sérgangi, rúm- góðir fataskápar í öllum. Geymsla innaf eldhúsi og gengið þaðan í bílskúr. Stór garður, verönd og útiarinn. Mjög góð staðsetning. Opið hús í dag á frá kl. 14:00-17:00. Helgi tekur vel á móti ykkur með kaffi. Verð 23,9 millj. WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Sk i p og bá ta r Netabátur með grásleppuleyfi byggður úr plasti á Akranesi 1990, 13 bt. og 9,86 brl., 11,99 ml. og 3,04 b. Báturinn er með Cummins aðalvél 1981, 250 hö. Er í dag í aflamarkskerfi en gengur í krókakerfið. Krókaaflahlutdeid. Erum með mikið magn af krókaaflahlutdeild. Erum með góð línuskip og höfum einnig góð fullvinnsluskip á söluskrá. Vantar allar gerðir skipa og báta á söluskrá. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í símum 5517282 og 8933985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali. www .hiby l iogskip. is Formálsorð féllu niður Þau mistök urðu við birtingu greinar Sögu Jónsdóttur, Á spenan- um…!, á bls. 38. í gær, að upphafs- orðin féllu niður. Þau voru: Athugasemdir vegna viðtals í Morgunblaðinu 21. október útaf aðalfundi Leikfélags Akureyr- ar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) verður á morgun, mánudaginn 27. október, kl. 20.30 í stofu 101, Lögbergi, Há- skóla Íslands. Gísli Víkingsson, líf- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur erindi um rannsóknir Haf- rannsóknastofnuninnar á hrefnu. Í erindinu lýsir Gísli hvalarann- sóknaáætlun þeirri sem nýlega var hrint í framkvæmd, þ.e. þeim hluta sem lýtur að hrefnu. Farið verður yf- ir forsögu málsins, þ.m.t. umræður í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og gerð grein fyrir markmiðum rannsóknanna og aðferðafræði. Að- gangur að fræðsluerindum HÍN er ókeypis og öllum heimill. Á MORGUN Ráðstefna Hollvina Hins gullna jafnvægis, sem ber yfirskriftina Samræming vinnu og einkalífs: Verð- ugt verkefni – varanlegur ávinn- ingur, verður haldin 10. nóvember á Hótel Nordica. Á dagskrá ráðstefn- unnar verða erindi sem einkum eru ætluð þeim sem starfs síns vegna geta stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og betri sam- ræmingu vinnu og einkalífs á íslensk- um vinnumarkaði, s.s. starfs- mannastjórum, jafnréttisráðgjöfum o.fl. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Stewart Friedman, prófessor í stjórnunardeild við Wharton- háskóla í Bandaríkjunum. Veitt verður viðurkenningin Lóð á vogarskálarnar fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki og er óskað er eftir ábendingum um t.d. ein- staklinga, stjórnendur, starfs- mannahópa. Hægt er að tilnefna bæði fyrirtæki á almennum vinnu- markaði og opinberar stofnanir. Tek- ið er á móti ábendingum á vefsvæð- inu hgj.is til 31. október. Skráning til þátttöku á ráðstefnunni fer fram á vefsvæðinu hgj.is til 6. nóv- ember. Námskeið um reiðmennsku og reiðþjálfun fatlaðra Íþrótta- samband fatlaðra og Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki standa fyrir námskeiði um reiðmennsku og reið- þjálfun fatlaðra helgina 31. október – 2. nóvember. Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum. Leiðbeinendur koma frá Diamond Riding Center í Surrey í Bretlandi, sjúkraþjálfari og reiðkennari, Anthea Pell og Judy Lord, sem báðar hafa áralanga þjálfun í samstarfi á þessu sviði. Sunnudaginn 2. nóvember verður haldið málþing þar sem flutt verða nokkur erindi auk þess sem rætt verður um stöðu mála á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI VETRARSTARF Öldungaráðs fyrr- verandi starfsmanna Landhelg- isgæslu Íslands og Sjómælinga Ís- lands er að hefjast í þessum mánuði. Öldungaráðið var stofnað fyrir sjö árum og kemur það saman mán- aðarlega átta mánuði ársins frá október til maí í hádeginu og alla tíð hefur það verið á Hótel Loftleiðum. Ólafur Valur Sigurðsson, ritari ráðsins og fv. skipherra, hefur sam- antekið árafjölda þann sem fé- lagsmenn höfðu starfað hjá Gæsl- unni og Sjómælingum og reyndust þau vera yfir 500 ár. Á jólaföstu bjóða félagar í Öld- ungaráðinu mökum til jólahlaðborðs á Hótel Loftleiðum. Stjórn Öldungaráðsins, f.v. Haukur Sigurðsson endurskoðandi, Ólafur Val- ur Sigurðsson ritari, Jón Magnússon formaður, Þór V. Steingrímsson gjaldkeri, Valdimar Jónsson meðstj. og Ólagur Þ. Thorlacius varamaður. Öldungaráð hefur vetrarstarf MÆÐRASTYRKSNEFND Reykjavíkur er samstarfsverkefni átta félagasamtaka í Reykjavík sem eiga það öll sameiginlegt að vinna að hagsmunum kvenna með einum eða öðrum hætti. Tilgangur Mæðra- styrksnefndar er að aðstoða efnalitl- ar mæður og börn þeirra og í því skyni stendur nefndin fyrir úthlutun á matvælum og öðrum nauðsynjum reglulega. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur er ekki tengd Fjölskylduhjálp Íslands, sem er nýstofnuð og eru málefni Fjölskylduhjálparinnar al- veg óviðkomandi starfsemi Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. Þá er það áréttað að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur mun áfram sinna því hlutverki sínu að útvega bágstödd- um mat og aðrar nauðsynjar, s.s. fatnað, og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að draga úr aðstoð nefndarinnar við fátæka í Reykja- vík. Þetta er að gefnu tilefni áréttað af formönnum allra aðildarfélaga Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en aðildarfélögin hafa staðið að þessu samstarfi undanfarin 75 ár og hyggjast halda því áfram svo lengi sem aðstoðar nefndarinnar er þörf, segir í fréttatilkynningu. Mæðrastyrksnefnd ekki tengd Fjölskylduhjálp JÓLAKORT MS-félagsins eru kom- in út. Að þessu sinni er myndin á þeim vatnslitamynd sem heitir „Skessuhorn“ og er eftir listamann- inn Tolla. Jólakortasalan er árleg tekjulind félagsins og rennur ágóðinn til upp- byggingar á því starfi sem MS-félag- ið stendur fyrir. Jólakortin eru til af- greiðslu á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík og eru seld 10 saman í pakka á 1.000 kr. Hægt er að panta í gegnum tölvu- póst, ingdis@msfelag.is. Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga kl. 10–15. Jólakort MS-félagsins komið út AÐALFUNDUR Vinstrihreyfingar-innar – græns framboðs í Hafnar- firði var nýlega haldinn. Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins. Í stjórn voru kjörnir: Formaður Gestur Svavarsson, gæðastjóri hjá EJS, meðstjórnendur Árni Stefán Jónsson, framkvæmda- stjóri SFR, og Sigurður Magnússon, matreiðslumaður og stjórnarmaður í Matvís. Til vara voru kjörin Hall- grímur Hallgrímsson fluggagna- fræðingur og Dögg Húgósdóttir há- skólanemi. Einnig voru kjörnir fulltrúar félagsins á landsfund flokksins sem verður haldinn helgina 7.–9. nóvember á Hótel Örk í Hvera- gerði. Ný stjórn VG í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.