Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
Útfararstjóri
Sími 5679110, 8938638
Heimasíða okkar er
www.utfarir.is
Þar eru upplýsingar um
allt er lýtur að útför:
- Söngfólk og kórar
- Erfidrykkja
- Aðstoð við skrif
minningargreina
- Panta kross og frágang á leiði
Nú er ég kveð þig,
elsku tengdapabbi,
koma ótal minningar
upp í hugann frá því ég
kom fyrst í heimsókn á Hofsvallagöt-
una. Hvað mér var strax vel tekið
eins og ég hefði alltaf verið í fjöl-
skyldunni. Þið voruð svo ánægð er
við Sverrir giftum okkur og ég tala
ekki um þegar nafni þinn kom í
heiminn, þú vildir alltaf vera með
hann og ekki síður er dóttir okkar
fæddist þá voruð þið svo ánægð.
Þið Stína voruð mjög samrýnd
hjón og fóruð í sund á hverjum
morgni í Vesturbæjarlauginni.
Fengu börnin okkar tvö að njóta
þess er þau voru lítil að fara í sund
með ömmu og afa. Tóku þau saman
þátt í félagsstarfi aldraðra og höfðu
gaman af að dansa og fara í ferðalög.
Alltaf svo hress og við góða heilsu.
Hannes fór oft til Eyja og fór
svona einn túr á ári með Sverri
Gunnlaugssyni, skipstjóra úr Eyj-
um, meðal annars á Bergey og Jóni
Vídalín. Síðasta ferð Hannesar til
Vestmannaeyja var farin fyrir um
hálfum mánuði. Hann tók þátt í
mörgum sjóstangaveiðimótum og
var hann gerður að heiðursfélaga í
félaginu í Eyjum fyrir nokkrum ár-
HANNES
TÓMASSON
✝ Hannes GuðjónTómasson fædd-
ist á Miðhúsum í
Vestmannaeyjum 17.
júní 1913. Hann lést
á Elliheimilinu
Grund við Hring-
braut hinn 14. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Neskirkju 24.
október.
um. Fór á skak með Jó-
hannesi bróður sínum á
Hannesi lóðs, trillu sem
skírð er í höfuðið á
móðurafa þeirra. Það
má segja að orkan í
Hannesi hafi verið
engu lík.
Í sumar héldum við
upp á 90 ára afmælið
þitt og varst þú svo
glaður og ánægður
hvað margir komu til
að vera með á þessum
merka degi.
Ég veit að þú ert
ánægður að vera kom-
inn til Stínu þinnar sem þú saknaðir
svo mikið, kannski er það dæmi um
hvað samrýnd hjón þið voruð, að þú
ert að kveðja þennan heim svo stuttu
eftir að Stína þín dó, ekki nema rúmt
ár síðan. Vil ég þakka þér allar góðu
stundirnar er ég átti með þér, þú
varst góður og höfðinglegur maður.
Guð veri með þér, far þú í friði.
Kveðja.
Þín tengdadóttir,
Helga Vallý Björgvinsdóttir.
Elsku afi, aftur er ég sest hér við
tölvuna og hugsa til baka. Minning-
arnar streyma og ég brosi út í annað
þegar ég hugsa til stundanna sem við
áttum saman. Öll jól frá því ég man
eftir mér sagðirðu sögur frá þínum
yngri árum og var amma vön að
draga heldur úr þegar þú varst far-
inn að færa í stílinn. Þú kunnir svo
vel að segja frá á áhugaverðan hátt.
Lífsgleði, orka og kunningjafjöld
einkenndu þig. Á ótrúlegustu stöð-
um hef ég hitt fyrir fólk sem þekkti
þig eða kannaðist við þig og minnt-
ust allir á hversu lifandi karakter þú
hefðir verið.
Það tók á þegar amma fór svo
skyndilega fyrir rúmu ári og fundum
við það öll að þetta breytti ýmsu fyr-
ir þig. Það er ekki auðvelt að missa
svo mikilvægan part úr lífi sínu og þá
sérstaklega eftir að hafa átt svo
langt líf saman. Þið voruð bæði sér-
staklega dugleg við að fara í sund-
laugina á morgnana og hefur það án
efa hjálpað ykkur að halda heilsunni
allt fram á seinasta dag. Afi minn,
það eru ekki margir sem geta státað
af því að hafa haldið bílprófi og sjón
fram á seinasta dag og þá orðinn 90
ára. Ég er afar þakklát fyrir okkar
seinasta fund þegar við gæddum
okkur á lundanum sem þú komst
með úr Eyjum. Enn og aftur sátum
við kringum borðstofuborðið og þú
sagðir skemmtilegar sögur en í þetta
skipti frá elliheimilinu.
Það er svo skrýtið hvernig maður
stundum fær á tilfinninguna eitthvað
sem koma skal. Þetta tiltekna lunda-
veislukvöld sat það svolítið í mér
hversu ólmur þú varst að láta taka
myndir af okkur saman áður en ég
færi heim. Nokkrum dögum síðar
var ég stödd erlendis og í lok vinnu-
dags sé ég að það eru 15 ósvöruð
símtöl á farsímanum. Ég vissi strax
að það var eitthvað sem ég helst ekki
vildi heyra og þegar mér var sagt að
þú værir orðinn veikur fann ég að þú
mundir ekki liggja svoleiðis lengi því
þú vildir flýta þér til ömmu. Það
stóðst og þú kvaddir strax sama dag.
Í hvert skipti sem við hittumst eft-
ir að amma var farin, fann ég alltaf
fyrir einhvers konar tómleika sem
lesa mátti úr andliti þínu. Það var
eitthvað sem vantaði!
Elsku afi og amma, núna eruð þið
komin á sama stað aftur og getið fyllt
í eyður hvort annars. Það er skrýtin
tilfinning að sakna einhvers sem er
látinn og á sama tíma vera hamingju-
söm fyrir hans hönd því ég veit að
ykkur líður betur saman núna en
sínu í hvoru lagi.
Við sem eftir sitjum eigum góðar
minningar sem ylja okkur í hjarta-
stað.
Kysstu ömmu frá mér.
Kveðja.
Sigurlaug.
Látin er mæt vin-
kona, Elín Árnadóttir,
Ásavegi 5 í Vestmannaeyjum, löngum
kennd við Skálholt.
Við Elín ólumst báðar upp í Vest-
mannaeyjum. Ljúfar minningar
æsku- og unglingsáranna hrannast
upp þegar litið er til baka á lífsferl-
inum og komið er að kveðjustund.
Leiðir okkar lágu saman þegar við
gerðumst félagar í Skátafélaginu
Faxa, sem var mjög líflegur og upp-
byggjandi félagsskapur fyrir ung-
linga þeirra ára en þar sungum við
saman við gítarundirleik, ásamt öðr-
um góðum vinkonum á fé-
lagsskemmtunum og við varðelda í
skátaútilegum. Einnig störfuðum við
saman í verslun Önnu Gunnlaugsson
sem þá var ein aðal vefnaðarvöru-
verslunin í Eyjum með ótrúlegu vöru-
úrvali eftirstríðsáranna, þegar lítið
fékkst annars staðar, en þar var Elín
góður leiðbeinandi fyrir byrjanda
eins og mig.
Börn Árna Sigfússonar og Ólavíu í
Skálholti í Vestmannaeyjum voru
mjög músíkölsk. Gaman var að koma
á heimilið í Skálholti og heyra Ranný,
systur Elínar, syngja og spila á org-
elið og fá að taka undir með systr-
ELÍN
ÁRNADÓTTIR
✝ Elín Árnadóttirfæddist í Vest-
mannaeyjum 18. sept-
ember 1927. Hún
andaðist á Heilbrigð-
isstofnun Vestmanna-
eyja að kvöldi þriðju-
dagsins 7. október
síðastliðins og var út-
för hennar gerð frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 18.
október.
unum og síðar að fá að
syngja í kvartett með
Guðna, bróður þeirra,
sem gat leikið hvað sem
var á gítarinn sinn og
raddsett sjálfur lögin
sem við lærðum nótna-
laust og sungum svo
með hans undirleik á
ýmsum félagsskemmt-
unum. Í þeim kvartett
naut falleg altrödd El-
ínar sín vel. Nokkrar
vinkonur og Eyjastelp-
ur hafa haldið hópinn í
saumaklúbbi gegnum
árin og lengst af eftir gos var Elín þar
með okkur eða þar til þau fluttu aftur
til Vestmannaeyja. Við sáum mjög
eftir henni þá en nú er hún treguð af
okkur öllum og hennar sárt saknað.
Elín skrifar í afmælisdagabók sem
hún færði mér 1945: Þessi bók á að
verða minjagripur um okkar skemmti-
legu samverustundir síðan við kynnt-
umst. Það er ekki víst að við eigum allt-
af eftir að vera hér í Eyjum en í hvert
sinn sem þú opnar bókina á hún að
minna á eitthvað af okkar mörgu
skemmtilegu atvikum.
Hún reyndist sannspá, stuttu seinna
breyttist búseta með giftingum og
barneignum og varð þannig um árabil
eða þar til þau Gunnar fluttu til
Reykjavíkur eftir Heimaeyjargosið en
afmælisdagabókin góða hefir alltaf átt
sinn sess á mínu heimili sem minning
um Ellu okkar Árna, eins og við köll-
uðum hana oftast.
Kæri Gunnar og fjölskylda sem haf-
ið borið Elínu á höndum ykkar í veik-
indum hennar undanfarin ár, við Guð-
mundur vottum ykkur innilega samúð
og sendum ykkur kærar kveðjur.
Ásta S. Hannesdóttirfrá Hæli.
Nú þegar hún amma
mín er gengin leitar
hugur minn að öllum
þeim góðu stundum
sem ég hef átt með henni síðastliðin
tæp þrjátíu ár. Hún amma var
skemmtileg kona, mikill húmoristi og
var jafnan stutt í glensið – og það féll
ungum dreng vel. Ég var búsettur
fjarri ömmu minni lengi framan af en
geymi þó vel í minni þau skipti þegar
ég, eða við fjölskyldan öll, fórum suð-
ur að heimsækja fólkið okkar þar. Í
þessum ferðum var oft gist hjá ömmu
og afa og stundum tók hún mig með í
leikhús, óperuna eða í bæinn sem var
nokkuð framandi fyrir ungan pilt ut-
an af landi. Æskuminningar mínar
um ömmu mína eru fáar en mjög góð-
ar.
Ég varð svo þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast henni ömmu minni
vel, þá sem hálffullorðinn maður, þeg-
ar ég fór að sækja nám til Reykjavík-
ur um miðjan tíunda áratuginn. Ég er
RAGNHILDUR
HELGA
MAGNÚSDÓTTIR
✝ RagnhildurHelga Magnús-
dóttir fæddist á Efri-
Sýrlæk í Flóa 16.
ágúst árið 1920. Hún
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 1. október síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram í kyrr-
þey.
mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið þetta tæki-
færi og heimsóknirnar
til ömmu og afa á náms-
árunum voru alltaf ein-
staklega ánægjulegar.
Amma var mikil hús-
móðir og eldaði dýrindis
mat fyrir okkur afa og
ekki voru samræðurnar
síðri, gamanmál og
fróðleikur á víxl. Ég
minnist þessara stunda
með trega en jafnframt
gleði yfir því að hafa
fengið að njóta samvista
við hana þessi ár. Síðustu ár ævi sinn-
ar bjó hún amma mín á Grund og kom
ég stundum við hjá henni. Heimsókn-
irnar voru að sjálfsögðu of fáar eins
oft vill verða en samt einstaklega
ánægjulegar. Það var gaman að verða
vitni að því hvað hún hélt húmornum
og gat alltaf gert að gamni sínu þrátt
fyrir slæma heilsu. Í síðasta skiptið
sem ég sá hana ömmu mína, aðeins
nokkrum dögum áður en hún kvaddi,
gerði hún að gamni sínu, alltaf glöð í
hjarta. Hennar lífsviðhorf, gaman-
semi og dugnaður, er okkur hinum
hvatning og fyrirmynd.
Ég sakna hennar ömmu minnar en
gleðst þó vitandi það að hún er komin
á góðan stað, hafandi lifað gæfuríku
lífi innan um fólk sem þótti vænt um
hana.
Ágúst Torfi Hauksson.