Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 39 Okkar ástkæri JÓHANN SIGURÐSSON fyrrv. skipstjóri frá Svanhóli, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Furugrund 6, Selfossi, lést föstudaginn 17. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Vestmannaeyja. Guðný Guðmundsdóttir, Þórdís B. Jóhannsdóttir, Helgi Hermannsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Ólafur Bachmann, Sigurður Hilmir Jóhannsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR frá Munkaþverá, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 27. október kl. 13.30. Vilhjálmur Baldursson, Guðrún Haraldsdóttir, Stefán Baldursson, Sigríður V. Jóhannesdóttir, Þóra Baldursdóttir, Gunnar Baldursson, Ingigerður Baldursdóttir, Sigurður G. Jósafatsson, Sigríður Baldursdóttir, Tryggvi Ragnarsson, ömmu- og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS BJARNASON rennismiður, Holtateigi 38, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu á Akureyri. Rakel Grímsdóttir, Bjarni Smári Jónasson, Guðrún F. Hjartardóttir, Grímur Már Jónasson, Theodóra Reynisdóttir, Sigurlaug Bára Jónasdóttir, Haraldur Haraldsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA BJÖRNSDÓTTIR frá Mallandi á Skaga, síðast á elliheimilinu Grund í Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BRYNJÓLFS GEIRS PÁLSSONAR, Dalbæ 2, Hrunamannahreppi, verður gerð frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 29. október klukkan 13:00. Kristjana Sigmundsdóttir, Anna Brynjólfsdóttir, Tryggvi Guðmundsson, Magnús Páll Brynjólfsson, Rut Sigurðardóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún S. Pálmadóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Sigmundur Brynjólfsson, Helena Eiríksdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Gunnar Þór Þor-bergsson fæddist á Ísafirði 26. október 1933. Hann lést í Vestmannaeyjum 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbergur Skagfjörð Gíslason, f. 27. ágúst 1902, d. 16. ágúst 1959, og Jóna Lilja Þórðardóttir, f. 25. júní 1909, d. 6. júní 1959. Hálfbræður hans voru Sigurvin Helgason, f. 1938, d. 1983, og Njáll Helga- son, f. 1945, d. 2002. Fósturmóðir Gunnars var Halldóra Rannveig Þórðardóttir, f. 24. nóvember 1895, d. 25. desember 1954, og uppeldisbróðir hans er Þórður Óskarsson, f. 6. nóvember 1929. Gunnar flutti til Akraness 1953 og þar kvæntist hann Margréti Teitsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Halldóra Lilja, f. 17. apríl 1956, gift Gísla Magnúsi Arasyni, sonur þeirra er Ari Gunnar, b) Örn Arn- ar, f. 28. júní 1959, sambýliskona Benja Maneecom, c) Rún- ar, f. 16. maí 1960, kvæntur Hrefnu Ingólfsdóttur, börn þeirra eru Anton Örn og Hafdís Dögg, og d) Teitur, f. 14. febrúar 1964, kvæntur Önnu Björgu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Tryggvi Gunnar, Hilm- ar og Heiðrún. Útför Gunnars var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. febrúar, í kyrrþey að ósk hins látna. Ég vil minnast Gunnars fóstbróð- ur míns nokkrum orðum en hann hefði orðið sjötugur í dag, hefði hann lifað. Nokkurra mánaða göml- um var Gunnari komið í fóstur hjá móður minni, Halldóru Rannveigu. Í byrjun átti Gunnar aðeins að vera stuttan tíma hjá henni en vegna að- stæðna hjá móður hans fór hann ekki til baka. Það réð örugglega úr- slitum að móðir mín átti aðra íbúð- ina í tvíbýlishúsinu Grund í Súða- vík. Þeir Halldór Guðmundsson og faðir minn, Óskar Magnússon, létu byggja húsið 1929. Þegar faðir minn fórst 24. janúar 1930 með skipshöfn sinni var verið að enda við að byggja það. Móðir mín gat haldið íbúðinni eftir lát föður míns. Hún leigði misstóra hluta hennar út eftir aðstæðum hverju sinni, lengst af leigðu bræður hennar Hervar og síðar Engilbert íbúðina en hana átti hún til æviloka. Nokkrum árum síðar flutti hún með okkur til afa, Þórðar Svein- bjarnarsonar, og ömmu, Solveigar Einarsdóttur, sem bjuggu á Hlíð í Álftafirði ásamt syni sínum Svein- birni. Einnig ólst upp hjá þeim Sol- veig Engilbertsdóttir, sonardóttir þeirra, dugleg og elskuleg frænka sem dreif hlutina áfram, nokkrum árum eldri en ég er, nú látin. Þá bjó á næstu jörð, sonur þeirra Guð- mundur. Vistin hjá afa og ömmu var góð, ég kynntist ömmu betur en afa, því hún lifði lengur. Þolinmæði ömmu var einstök og skapið gott. Átta höfðu þau eignast börnin og komið upp og afkomendur þeirra skipta nú hundruðum. Á Hlíð var fjórbýli og gnæfði Kofrinn yfir bæjunum. Á ysta bæn- um bjuggu Jóhannes Einar Gunn- laugsson og Málfríður Sigríður Sig- urðardóttir og síðar Ragnar Steindór Helgason og Pálína Val- gerður Þorsteinsdóttir, á næsta bæ Guðmundur Þórðarson og Elísabet Júlíusdóttir, þá bær þeirra ömmu og afa og loks, í innsta bænum bjuggu Valdimar Veturliðason og Guðrún Kristjánsdóttir. Samskipti fólksins á Hlíð voru mjög góð. Bær afa og ömmu stóð uppi á hól með miklu og fallegu útsýni til allra átta. Þarna ólumst við upp næstu árin við dæmigerð sveitastörf eins og þau voru í þá daga. Tún jarðanna lágu að sjó, þar sem við bjuggum var fiskhjallur við sjóinn, í honum var alltaf til eitthvert fisk- meti. Lítill árabátur var þar einnig sem notaður var meðal annars til fiskveiða á firðinum á sumrin. Þetta gaf oft góða björg í bú, þorskur, ýsa, síld, hrognkelsi og rauðspretta, jafnvel sjóbleikja synti í torfum með landinu, eitt sinn fengum við sextíu sjóbleikjur í einum ádrætti. Sjórinn laðaði og seiddi af þessum sökum. Þegar ég var ellefu ára og Gunnar sjö fengum við langþráð leyfi til að fara einir til veiða á firð- inum. Í einni veiðiferðinni kom ein- hver annar fiskur á færið en vant var, það fann ég á því hvernig hann lét þegar hann var dreginn upp. Enda kom á daginn að þarna var á ferðinni risavaxinn steinbítur. Inn fyrir náðum við honum og stóðum síðan uppi á þóftunum því hann bylti sér um bátinn og reyndi að bíta allt sem hann náði til. Þegar í land kom bárum við hann á milli okkar heim að bænum og vorum hinir hróðugustu. Á vorin og sumrin má segja að athafnasvið okkar hafi verið frá brúnum brattra og klettóttra fjalls- hlíða við smalamennsku, við hey- skap og til fiskveiða úti á firði. Þá gengum við á fjöll með fleira fólki t.d. á Kofrann, gengið var upp með Hlíðargili og Sauratinda, farið upp með Traðargili, minnisstæðar og ánægjulegar ferðir. Á sunnudögum var það fótboltinn úti á Melum. Eitt haustið kom mikil smokk- fiskganga í fjörðinn, þá var hverri kænu ýtt á flot og reynt að koma því sem veiddist í frystingu í gamla frystihúsið (Íshúsið) í Súðavík, það stóð við Traðargil. Frá bryggjunni þurfti að aka aflanum góðan spöl að Íshúsinu í kerru, þar stóð kvenfólk- ið utandyra og kepptist við að raða smokkfiskinum í pönnur til fryst- ingar. Við strákarnir fengum stund- um að fljóta með þegar fara átti í stutta veiðiferð. Ef vel veiddist komu menn oft kámugir og óhreinir í land, því smokkurinn spýtti og sprautaði sjó og bleki yfir mann- skapinn þegar hann var innbyrtur. Á haustin og veturna gengum við í barnaskólann, hann var þá í gamla samkomuhúsinu í Súðavík. Var það hálftíma gangur fyrir okkur í góðu veðri, alltaf farið þótt veður væru slæm í verstu norðanveðrunum. Þegar allt var á kafi í snjó var stundum gengið eftir fjörunni áður en akvegur kom inn í fjörðinn en hann var verið að leggja í gegnum túnin á Hlíð vorið 1943. Eins var farið á skíði og skautað var á tjörn- inni á Langeyri stöku sinnum. Við Gunnar og Aðalsteinn Har- aldsson keyptum Freyju SH 125, 22 tonna bát, árið 1955 af Útvegsbank- anum og gerðum hann út frá Akra- nesi. Við stunduðum ýmsar veiðar á honum. Meðal annars veiddum við loðnu til beitu fyrir helminginn af línubátunum á Akranesi. Ein veiði- ferð er mér minnisstæð, þegar við fórum á móti loðnugöngunni. Við komum til Vestmannaeyja að kvöldi, um birtingu morguninn eftir vorum við komnir upp undir Sand, þar var þá þungur sjór og vaxandi suðaustanátt. Þegar bjart var orðið sáum við tvær loðnutorfur skammt utan við brimgarðinn og köstuðum á þá torfu sem fjær var landi. Þarna vorum við á tæpasta vaði, vegna þess hvað nálægt við vorum brim- garðinum, en þetta lánaðist allt. Við háfuðum í bátinn eins og passaði fyrir okkur, skálkuðum lúgur og settum á ferð vestur með landinu, fyrir Reykjanes fórum við um kvöldið í hvassri sunnanátt og úfn- um sjó. Daginn eftir var einhverju af loðnunni beitt og fékk einn bát- urinn sem réri með hana fjórtán tonn í róðrinum en þeir sem réru með síld fengu lítinn afla. Bátinn áttum við í tvö ár, lánin á honum voru til sex ára sem var allt of stuttur tími, við reyndum að fá lán- in lengd en því var hafnað og þá seldum við bátinn. Lengst af starfsferli Gunnars var hann sjómaður og stundaði sjóinn, meðal annars frá Vestmannaeyjum stuttu eftir Gos og frá Norður-Nor- egi í nokkur ár um 1970. Hann lærði netagerð og starfaði við hana í landi um tíma og önnur störf hans í landi tengdust sjávarútveginum. Síðustu æviárin var hann búsettur í Vestmannaeyjum og átti þar hús og vann hjá Fiskimjölsverksmiðju Ís- félagsins, líkaði honum vistin vel í Eyjum. Samband okkar var ávallt gott og einnig milli móður minnar og hans sem voru mjög náin alla tíð. Ég þakka honum samfyldina. Blessuð sé minning hans. Þórður Óskarsson. GUNNAR ÞÓR ÞORBERGSSON ✝ Ágúst Ögmunds-son vélstjóri fæddist í Vestmanna- eyjum 7. apríl 1932. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Slagelse í Danmörku 19. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ög- mundur Ólafsson, f. 6.6. 1894, d. 29.9. 1995, og Guðrún Jónsdóttir, f. 17.5. 1899, d. 16.3. 1992. Þau bjuggu á Litla- Landi í Vestmanna- eyjum. Systkini Ágústs eru: Jón Svein- björn, f. 3.8. 1924, d. 19.7. 1945, Margrét, f. 9.8. 1925, Ólafur, f. 7.11. 1926, Sigurður, f. 18.12. 1928, d. 25.4. 1987, Guðbjörg Stella, f. 11.10. 1933, Sigurbjörn, f. 29.5. 1935, Málfríður, f. 25.11. 1939, Þóra Björg, f. 16.6. 1944, og Jón, f. 18.9. 1945. Hálfbróðir þeirra var Magnús, látinn. Ágúst var tví- kvæntur hann missti báðar sínar konur, fyrri kona hans var Grete Lorentsen, þau bjuggu í Ála- borg og seinni kona hans var Bente Jen- sen, þau bjuggu í Slagelse Ágúst starfaði lengst af í Noregi og Danmörku og bjó nú síðast í Korsør. Útför Ágústs var gerð frá kap- ellunni í Korsør 24. júní. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sig. Jónsson, Arnarvatni.) Elsku Gústi, við Guðni vorum svo heppin að fá að vera með þér þína síðustu daga og verður Brynjari bróðursyni okkar seint fullþakkað að gefa okkur kost á því að vera hjá þér þegar maðurinn með ljáinn barði að dyrum og fylgja þér hinsta spölinn. Við og systkinin og fjölskyldur eigum eftir að sakna þín bróðir kær. En svona er lífið, það er ekki eilíft. Við þökkum þér allt og allt og guði að hafa átt þig bróðir. Blessuð sé minning þín og guð þig geymi. Þín systir Stella. ÁGÚST ÖGMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.