Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þorgerði Sigurðar- dóttur kynntumst við Hrafnhildur fyrst fyrir fáeinum árum þegar hún og forn- vinur okkar, Ólafur H. Torfason, voru farin að draga sig saman. Flest benti til að við ættum löng og góð kynni fyrir höndum. En skömmu síðar kenndi hún meinsins sem á örfáum árum dró hana til dauða. Þannig að sú Þorgerður sem við kynntumst var kona sem háði dauðastríð og gerði það með þeim hætti að vakti undrun. Hvað skyldu vera margar sýningarnar sem hún stóð fyrir, smáar og stórar, ein eða með öðrum, í höfuðborginni og vítt um land jafnframt því sem hún barðist í návígi við sjúkdóminn? Jafnvel vílaði hún ekki fyrir sér löng og ströng ferðalög og gerði hlé á lyfjameðferð til að takast ferð á hendur til Rómar, haustið 2001, þar sem þau Ólafur dvöldu á skandinav- íska listasetrinu Circolo Scand- inavo, en þaðan héldu þau til Búlg- aríu þar sem Þorgerður hélt áfram að kynna sér íkona- og mósaikhefð- ir. Minnisstæð er sýningin Samspil sem hún hélt í félagi við fjórar lista- konur aðrar fyrir ári í Hafnarborg. Okkur bar að garði á degi þegar þær stöllur leiðsögðu gestum um verk sín. Áberandi minni í þessum verkum Þorgerðar var hringur. En það voru ekki hringir dregnir með pensli eða blýanti heldur hafði hún þrykkt þeim á pappírinn með járn- móti sem var þannig til komið að hún hafði farið með bílinn sinn á verkstæði og þegar hún sótti hann sýndi bifvélavirkinn henni bremsu- hring sem hann hafði skipt út fyrir nýjan og benti henni um leið á hve tæpt hann stóð, á hverri stundu var yfirvofandi að hann hrykki í sundur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þorgerður hafði gripinn á brott með sér og notaði síðan sem tæki til að framkalla þetta tákn eilífðarinn- ar: hringinn. Þannig fékk hún jafn- vel meinið sem sótti æ nær henni til að taka þátt í listsköpun sinni. Ógleymanleg er hún sjálfsagt mörgum á síðustu einkasýningunni sem hún hélt: Himni og jörð í Ás- mundarsal sl. vor. Hún var þá orðin ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Þorgerður Sig-urðardóttir fæddist á Grenjaðar- stað í Suður-Þingeyj- arsýslu 28. nóvem- ber 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 24. október. of máttfarin til að nálgast tæki sín og tól í vinnustofunni á Korpúlfsstöðum og greip því til þess verk- færis sem hendi var næst: blýantsins. En ekki eins og maður hefði getað vænst í fín- gerðum strikum held- ur beitti hún blýantin- um eins og pensli með voldugum strokum. Það gefur auga leið að hér sem oftar hefur Ólafur verið í hlut- verki yddarans. Á sýningunni Himni og jörð tókst Þorgerði enn að snúa veikleika í styrk í myndum sem í samleik ljóss og skugga gáfu hugboð um þá bar- áttu sem þá stóð hæst. Sjálf mætti listakonan gestum sínum með brosi á vör og þótt flestum viðstaddra hlyti að vera ljóst að hverju dró, var eins og hún gæti með verkum sín- um og fasi vikið jafnvel því til hlið- ar. Og enn áttu þau Ólafur atburða- ríkt sumar með ferðalögum vítt og breitt um Spán, þar til nú á miðju hausti að lífi hennar er lokið. Ólafi og öðrum ástvinum sendum við Hrafnhildur innilegustu samúð- arkveðjur úr borg sem Þorgerður kynntist þegar hún dvaldi þar í tví- gang við vinnu að list sinni, m.a. að undirbúningi að verki sínu um heil- agan Martein frá Tours með hlið- sjón af íslenska Marteinsklæðinu í Louvre. Í bæði skiptin bauðst henni að dvelja á Alþjóðlega listasetrinu í París, en örskammt þaðan gnæfir Notre Dame, leikmynd frá miðöld- um sem tekur óhögguð á móti nýj- um og nýjum kynslóðum og vekur til umhugsunar um þá tæpu stund sem hverju og einu okkar er ætluð í drama lífsins. Og þó býður manni í grun að líf Þorgerðar eigi sér framhald – að verk hennar og fordæmi eigi lengi eftir að vera samferðamönnum hennar og eftirkomendum umhugs- un og örvun. Pétur Gunnarsson. Þorgerður Sigurðardóttir var mikill vinur Skálholts. Hún bjó um skeið á staðnum og kenndi list- greinar við lýðháskólann sem þá var starfandi. Hún opnaði okkur nýjan heim sagði einn nemenda hennar sem síðar gerðist myndlist- armaður. Þannig fór það jafnan þar sem Þorgerður starfaði, – það greri í kringum hana áhugi og skilningur og lífsgæðin jukust. Hún varð síðar staðarlistamaður Skálholts og við fengum að hafa myndirnar hennar á veggjum til augnayndis og gleði mánuðum saman. Nokkrar myndir hennar hefur skólinn eignast og þær eru okkur dýrmætar og vekja til umhugsunar, ekki síst nú. Þorgerður átti meginþáttinn í því að skipuleggja samstarf myndlist- armanna og Skálholtsskóla, þannig að nú sýnir hver staðarlistamaður í fjóra mánuði í senn og fyrrum stað- arlistamenn annast val eftirmanna sinna. Samstarfið við hana var afar gefandi og traust enda þekkti hún aðstæður beggja aðila. Hún hafði mikinn metnað í þá átt að hér yrðu úrvals verk á veggjum, verk sem sæmdu staðnum og sögu hans og við munum kappkosta að fylgja því eftir. Þorgerður veitti okkur ógleym- anlega stund sem tókum þátt í kyrrðardögum tengdum myndlist fyrr á þessu ári er hún flutti okkur hugleiðingu sína um nokkur verk sín, tilurð þeirra og merkingu. Hún var þá þegar alvarlega sjúk en kjarkur hennar og trú voru óbuguð, hugsunin djúp og lífssýnin björt. Starfslið Skálholtsskóla vottar aðstandendum Þorgerðar innilega samúð, þakkar af alhug allt sem hún vann og veitti skólanum og fel- ur hana í náðarfaðm Guðs sem gef- ur allt. Bernharður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla. Við viljum minnast vinkonu okk- ar, Þorgerðar Sigurðardóttur graf- íklistakonu, sem búin er að berjast eins og hetja en af æðruleysi við krabbameinið. Þorgerður var mikil mannkostakona sem ávann sér virðingu og væntumþykju. Leiðir okkar lágu saman á Korp- úlfsstöðum. Þar höfðum við fengið vinnustofur til að stunda list okkar. Með krafti sínum og ósérhlífni lagði Þorgerður sitt af mörkum við upp- byggingu aðstöðu okkar þar. Í sam- eiginlega eldhúsinu var oft glatt á hjalla og mikið hlegið, ósjaldan var það fínt skopskyn Þorgerðar sem gladdi okkur. Þar voru erfiðu málin líka rædd, tárast og faðmast. Sam- vinna okkar „Samspilskvenna“ end- aði með tveimur stórum listsýning- um á síðasta ári. Við gátum ævinlega reitt okkur á að í sam- vinnu við hana fyndust lausnir á hverju máli. Við söknum hennar og minnumst sem heiðurskonu. Það var gott að vera í návist Þor- gerðar og fá að fylgjast með henni vaxa og dafna í list sinni. Síðustu tvö árin nýtti hún til hins ýtrasta, vissi að tíminn var dýrmætur og mátti ekki kasta honum á glæ. Á þessu tímabili setti hún upp sýn- ingar í söfnum og kirkjum víða um land. Síðustu myndirnar vann Þor- gerður heima í stofu í byrjun þessa árs, stórar og kraftmiklar teikning- ar. Í byrjun þessa mánaðar opnaði hún þrotin kröftum sína síðustu sýningu í Grensáskirkju í tilefni 40 ára afmælis kirkjunnar. Þorgerður var sönn listakona og höfðingi heim að sækja. Í minninga- bankann fara aðventuboð hennar og Ólafs í Auðarstrætinu, þar sem listrænir hæfileikar þeirra beggja nutu sín. Við sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðju. Ása, Bryndís, Kristín og Magdalena. Þorgerður og hennar listakonu- hendur hvíla nú í friði. Tregi og tár, eftirsjá og reiði. Af fullri hörku hafa óvægin veikindi klippt á þá strengi sem hugur og hönd lista- konunnar Þorgerðar stjórnuðust af. Hún skapar ei meir, ekki meir. Þorgerður var viljasterk kona og veitti veikindum sínum verðugt við- nám. Til hinstu stundar jós hún af gnægtabrunni listfengi og andlegr- ar fegurðar öðrum til yndisauka. Síðasta sýning hennar Himinn og jörð var sett upp nýverið. Líkam- legir burðir brugðust en andinn var óbugaður. Af reisn gaf hún vágesti sínum langt nef til enda. Þorgerði var margt gefið, sú náð- argjöf einna dýrust að auðnast að beisla orku sterkra tilfinninga; von- brigða og sorgar jafnt sem gleði, beina í farveg og breyta í list. Ást og lífsgleði voru þó ríkustu hvat- arnir og í ástríkum faðmi Ólafs, manns hennar, blómstraði list Þor- gerðar sem aldrei fyrr. Þar smullu saman góðar manneskjur. Þorgerð- ur var vönduð manneskja. Siðvit og trúfesti voru hennar aðal. Trú Þor- gerðar var óbrigðul enda guðrækni og góðir siðir í blóð bornir. Tryggð hennar og vinátta var gæfa okkar sem nutum. Með listaverkum sínum breytti Þorgerður vatni í vín. Fábreyttir hlutir urðu dýrgripir í hennar drátthögu höndum. Pappír breytt- ist í lífsins brauð og fjalarstúfur í helgigrip. Helg tákn kristinnar trú- ar voru hvort tveggja í senn uppi- staða og ívaf verka hennar. Þor- gerður hlýtur að teljast til okkar fremstu kirkjulistarkvenna. Hún var hrifsuð frá hálfunnu verki. Orða er vant. Að leiðarlokum þakka ég af alhug langa vináttu og margar innihalds- ríkar stundir í leik og starfi. Ástvin- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Þorgerðar Sigurðardóttur. Elín G. Ólafsdóttir. Alltof, alltof fljótt ber andlát Þor- gerðar Sigurðardóttur að. Fyrir nokkru opnaði konan mín mynda- albúm, sem hafði ýmsar gersemar að geyma, meðal annars jólakort frá ’99, áritað af Þorgerði og Ólafi H. Undurfallegt listaverk eftir hana. Það lá á borðinu nokkurn tíma, auk þess að veita augnayndi átti það að minna á að hafa sam- band. En það dróst, því miður, nú of seint. Við kynntumst Þorgerði mæta vel því hún bjó í Skálholti fjögur ár í umsvifamiklu starfi, sem húsmóðir Lýðháskólans þrjú ár. Ávann sér þar hylli nemenda og starfsmanna fyrir ákveðni en þó mildi. Auk þess að kenna eitt ár í Reykholtsskóla. Örugglega hefur það verið mynd- mennt, og ef íslenskan hennar og rithöndin fagra hefur fylgt með var sannarlega vel fyrir séð. Fundum okkar við Þorgerði bar saman næstum daglega. Það var einstaklega gott að hafa nálægð hennar. Alltaf róleg og skemmtileg, hafði seiðandi rödd með ekta norð- lenskum hreim. Umræðuefni voru óþrjótandi enda hafði hún alist upp á rótgrónu menningarheimili og hafði auk þess fjölþætta menntun. Kvöldin urðu alltof fljót að líða, einkum þegar bókmenntir, mynd- list eða trúmál voru til umræðu. Trúarþörfin fékk meðal annars framrás í listinni. Við minnumst þess að fyrir fjórum árum buðu Þorgerður og Ólafur H. okkur til sín í Hveragerði. Þau dvöldu þá í litla listamannahúsinu tímabundið. Þá fengum við að fylgjast með í smáatriðum hvernig hún vann list sína, það var góð upplifun. Þessi heimsókn hefur nú tvöfalt vægi í minningunni. Jóni Gunnari, Ólafi H., foreldrum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Kveðjum svo Þorgerði og þökk- um henni fyrir að muna alltaf eftir okkur þegar hún sýndi verk sín. María og Björn Erlendsson. Það er komið hrímkalt haust og fjallatopparnir við Eyjafjörðinn eru farnir að setja upp hvítu kollana sína. Blómin fölna og leggjast í dvala. Er vorar munu mörg þeirra enn fegurri aftur vakna. Ekki þó öll. Einn þessara kyrru, fölvu, ak- ureyrsku haustmorgna barst mér sú harmafregn að eitt fagurt blóm úr norðlenskri mold vaxið hefði fyr- ir bitrum ljá fallið og myndi ekki aftur upp vaxa þessa heims. Ég kynntist Þorgerði Sigurðar- dóttur fyrir um fimm árum. Naprir sviptivindar illra örlaga höfðu feykt henni vítt um berangur lífsins, án þess þó að skerða eður beygja með- fædda reisn hennar og persónu- töfra. Og þessari reisn hélt hún í baráttunni við þann óvin sem engu eirir og svo marga hrifsar til sín langt fyrir aldur fram. Æðruleysi Þorgerðar og hug- prýði vakti aðdáun en þetta æðru- leysi var engan veginn nein uppgjöf eins og svo oft vill verða. Síðastliðið sumar spurði ég hana eitt sinn hvort hún væri virkilega ekki hrædd og viðurkenndi hún að svo væri. Eiginlega gladdi þetta mig mjög því mér fannst það sýna mér að hún berðist og ætlaði sér ekki að gefast upp. Hún hafði hlotið mikla og mjög svo verðskuldaða viðurkenningu fyrir listsköpun sína, sem hún vann enn að af alkunnri ósérhlífni allt fram undir það síðasta. Gjarnan á vinnustofu myndhöggvara á Korp- úlfsstöðum. Nú verða það grimm örlög hennar að horfa úr hvílu sinni í Gufunesi að vinnustofu sinni, þar sem svo mörgu var ólokið. Því er að Þorgerði missir mikill, svo langt fyrir aldur fram. Sárastur er þó missirinn háöldruðum for- eldrum hennar, syni hennar og systkinum en ekki síst mínum nána vini, mikla ljúfmenni og öðling- sdreng, Ólafi H. Torfasyni, sem staðið hefur fastar en klettur við hlið hennar í orrahríðinni ströngu. Það er okkar sem eftir lifum að reyna að fylla það tóm sem nú hef- ur myndast í lífi hans. Það verk verður erfitt. Reynir. Í amstri hversdagsins leiðir mað- ur kannski ekki hugann að því hve miklu það skiptir að hafa samferða- menn sem með verkum sínum og lífi varða veginn og leiða mann áfram. Starf myndlistarmanns er á margan hátt ákaflega krefjandi. Það þarf að vera skipulagður, hafa staðfestu, þor, dug, óbilandi bjart- sýni, kraft og seiglu. Umfram allt þarf stöðugt að vera vakandi yfir hverju skrefi og sækja fram á veg- inn. Alla þessa eiginleika hafði Þor- gerður í ríkum mæli og frá fyrstu tíð kom hún mér einmitt þannig fyrir sjónir. Þótt við höfum ekki verið samferða í Myndlista– og handíðaskólanum nema stutta hríð þá er mér enn í fersku minni þegar hún sat á gólfinu uppi í grafíkdeild við að þrykkja stórar tréristurnar fyrir lokasýninguna og lagði allt undir og nótt við dag til að hafa tæknilegan frágang sem bestan og hætti ekki fyrr en allt gekk upp. Myndirnar voru í senn kröftugar og tjáningarríkar með einhvern innri neista sem mér fannst ætíð ein- kenna verk hennar. Síðar lágu leiðir okkar aftur sam- an á ýmsum vettvangi í gegnum tíð- ina. Fyrir hvatningu hennar sótti ég um að komast í grafíkfélagið og störfuðum við þar svo saman m.a. í stjórn og sýningarnefnd þar sem 30 ára afmælissýning félagsins í Gerð- arsafni var eitt af verkefnunum. Í samstarfi var hún skörp, fylgin sér, hreinskiptin, mátulega ákveðin en þó sveigjanleg og stutt í húmor fyr- ir því sem í gangi var hverju sinni. Alltaf fannst mér hún skrefinu á undan og atorkan einstök. Hún til- einkaði sér fljótt notkun tölvu og var alltaf reiðubúin að miðla upp- lýsingum hvort sem það voru sýn- ingar, vinnustofur, styrkir eða ann- að sem máli skipti á þessum vettvangi. Samsýningin í Alþjóða- bankanum í Washington árið 2000 líður mér seint úr minni þar sem við nutum ógleymanlegra stunda í heimsborginni í góðum félagsskap. Sýningarnar verða þó ekki fleiri að sinni, a.m.k. ekki með þessum hætti. Síðasti steinninn er kominn á sinn stað. En varðan stendur og við lútum höfði um sinn en höldum svo áfram, fetum veginn fátækari en áður. Þorgerði þakka ég samfylgd- ina sem var mér afar dýrmæt. Að- standendum öllum votta ég mín dýpstu samúð. Soffía Sæmundsdóttir. Elskuleg Þorgerður Sigurðar- dóttir, vinur, fyrrum nemandi og starfsfélagi til margra ára innan listarinnar og í félaginu Íslensk grafík, hefur kvatt þetta líf langt fyrir aldur fram. Aldrei er hægt að vera undirbúinn þeirri stundu þeg- ar vinir kveðja, þrátt fyrir að frétt- in um andlát Þorgerðar hefði ekki átt að koma að óvörum. Samt sem áður var eins og hægt væri að búast við hverju kraftaverkinu af öðru þegar Þorgerður átti í hlut. Hún hafði áður sýnt og sannað hvernig hún gat snúið örlagahjólinu við og Elsku afi minn. Minningar mínar frá jólum og helgarferðum til ykkar ömmu eru mér hvað kærastar úr bernskuminningum mínum. Fyrstu minningar mínar af Háholtinu eru af mér prílandi á stólbakinu á stólnum þínum. Ótrú- legt hvað þú lést þig hafa af prílinu mínu þó þú sætir í stólnum. Hlát- urinn þinn er eitthvað sem ég gleymi aldrei, hann var svo smit- andi og einlægur. Þegar þú hlóst að BJARNI JÓNSSON ✝ Bjarni Jónssonfæddist á Fitjum í Hróbergshreppi í Steingrímsfirði 19. ágúst 1922. Hann andaðist 10. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 17. október. einhverju „fullorðins“ í sjónvarpinu, þá hló ég sjálfkrafa með þrátt fyrir að vita ekki hvað var svona fyndið. Best finnst mér að í sein- asta skipti sem ég hitti þig áður en þú fórst til ömmu, þá fékk ég þig til að hlæja með ein- hverri hrakfarasög- unni. Með allan þann ara- grúa af minningum um þig er óhætt að segja að þú varst mér af- skaplega kær og hefðir með engu móti geta verið betri afi. Ég veit að þér líður betur núna og það er mér mikil huggun þó að ekk- ert geti læknað söknuðinn. Takk fyrir allar þær góðu minn- ingar sem ég hef með mér út í lífið. Þín Stella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.