Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 42

Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 42
42 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  !    " # $  %      &      '   (  ' )      ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR hefur í mörg ár leitað ljósmynda af norska skáldinu Nordahl Grieg og skó- sveini hans, Knut Johannes Aspe- lund, sem nokkur íslensk ung- menni tóku sumarið 1942 í og við sumarbústað í nágrenni Akureyr- ar. Hingað til hefur þessi leit ekki borið árangur og þess vegna leita ég nú til lesenda Morgunblaðsins eftir hjálp. Vinur minn, Knut J. Aspelund, sem nú er látinn, var hermaður í norska herfylkinu sem sent var til Íslands sumarið 1940. Hann var 23 ára gamall þegar hann kom til Reykjavíkur 25. júní 1940. Mestan hluta stríðsáranna var Aspelund hins vegar á Jan Meyen. En í eitt skiptið sem hann dvaldi á Íslandi, í júní 1942, bjó hann í herbúðum í nágrenni Akureyrar. Þar fékk hann dag einn skipun um að vera skósveinn skáldsins Nordahl Grieg sem dvaldist löngum á Íslandi á þessum tíma. Áttu þeir Grieg og Aspelund, að hans sögn, að halda til í frekar stórum sumarbústað í nágrenni herbúðanna, en eigandi bústaðarins var frá Reykjavík. Dag nokkurn komu fimm íslensk ungmenni að bústaðnum þar sem þau ætluðu að búa í fríi sínu. Þar sem hann var upptekinn slógu þau upp tjaldbúðum í nágrenninu. Sagði Aspelund mér að unga fólkið hefði í fyrstu verið svolítið ergilegt við „hústökumennina“, en þegar hann hafi sagt þeim að það væri norska skáldið Nordahl Grieg sem byggi í bústaðnum vildi það endi- lega fá að heilsa upp á hann. Grieg bað skósveininn sinn, Aspelund, að bjóða unga fólkinu í kaffi og með- læti og þarna áttu þau saman góða stund. Og á báða bóga voru marg- ar myndir teknar. Eftir nokkra stund bað Grieg gestina um að hafa hann afsakaðan og settist hann við skrifborðið sitt á annarri hæð bústaðarins. Hann sagðist störfum hlaðinn og bað Aspelund um að annast gestina. Áður en unga fólkið yfirgaf bústaðinn bauð það Grieg og Aspelund að heim- sækja sig seinna í tjaldbúðirnar. En einungis Aspelund hafði tíma til þess og upplifði hann ánægju- lega kvöldstund og fagra sumar- nótt með unga fólkinu. Rúmlega einu ári áður en Aspe- lund andaðist (2001) bað hann mig um að reyna að hafa upp á þessu fólki í von um að það ætti kannski ennþá myndirnar af honum og Grieg og reyna að fá afrit af þeim. Unga fólkið var allt um tvítugt en Aspelund var 25 ára. Honum hafði verið lofað að hann fengi kópíur af myndunum en þar sem hann var á sífelldu flakki þegar hann var á Ís- landi og dvaldi síðan langdvölum á Jan Meyen til sumarsins 1945, reyndist honum ómögulegt að við- halda sambandinu við fólkið. Myndirnar sem hann sjálfur tók glötuðust einnig af sömu ástæðum. Áður en leiðir skildi gaf unga fólkið honum myndir af Reykjavík. Á bakhliðina hafði það skrifað nöfnin sín: Hjördís Guðmundsdótt- ir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gunn- ar Jóhannesson, Hjálmar Guð- mundsson og Hulda Guðmundsdóttir. Er einhver lesandi sem þarna þekkir sjálfan sig eða eitthvert þessara nafna? Ég væri ákaflega þakklátur ef einhver gæti hjálpað mér að hafa upp á þessum ljósmyndum. Minn gamli vinur og nágranni, Knut, er genginn sinn veg, en eiginkona hans er á lífi og hefur mikinn áhuga á að leit mín beri árangur. Og ég lofaði Knut að ég skyldi leita þar til öll von um að finna myndirnar væri úti. Nordahl Grieg fórst eins og kunnugt er þegar sprengjuflugvél bandamanna sem hann var í var skotin niður yfir Berlín aðfaranótt 3. desember 1943. Aspelund var þá á Jan Meyen og var sá fyrsti sem fékk fregnir af andláti Griegs. Þeir urðu góðir vinir í kjölfar samver- unnar í bústaðnum og höfðu sam- mælst um að hittast á eyju í Norð- ur-Troms að stríðinu loknu. Meðal annars þess vegna var Aspelund svo umhugað um að fá umræddar myndir. Ég hef skrifað fólki sem ég kynntist þegar ég dvaldi á Íslandi í hálfan mánuð fyrir 15 árum en því miður hef ég ekki fengið svar frá því. Þá hef ég verið í sambandi við norska sendiráðið og skrifað Norðmanni sem hefur verið bú- settur á Íslandi síðan 1945. Og ég hef reynt að finna aðila til að fjár- magna að hluta til leitarferð til Ís- lands en það hefur ekki tekist. Það er því spurning hvort lesendur Morgunblaðsins séu síðasta vonin? TORLEIF LYNGSTAD, Kåfjorddalsvn. 35, N-9147 BIRTAVARRE, NORGE. Myndir af Nordahl Grieg og Knut J. Aspelund á Íslandi 1942 Frá Torleif Lyngstad torleif.lyngstad@c2i.net

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.